Vísir - 15.12.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Kristján Guðlaugsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri
Blaðamenn Simi:
Auglýsingar 1660
Gjatdkeri 5 linur ;
Afgreiðsla
30. ár.
Reykjavík, sunnudaginn 15. desember 1940.
291. tbl.
Bretar hafa nú tekið 30.000-40.000
f anga í sókn sinni
í Vestur-Sand-
auðninni.
EINKASKEYTI frá United Press. London i morgun.
Það var opinberlega tilkynt í Kairo í dag, að Bret-
ar hefði tekið 26.000 fanga. Eru þó að eins
teknir með þeir, sem taldir hafa verið en enn
eru stórir hópar, sem ekki er búið að kasta tölu á. —
Samkvæmt fregnum, sem ekki er búið áð staðfesta op-
inberlega, hafa yfir 30.000 fangar verið teknir. Sókn-
inni er haldið áfram í fullum krafti og leitast Italir nú
við, að veita viðnám, um 50 enskum mílum fyrir vest-
an Sidi Barrani. í breskum tilkynningum er talað um
þetta sem „örvæntingarléga tilraun" til þess að stemma
stigu við framsókn Breta.
Breski flugherinn er stöðugt í sókn og voru skotnar niður 15
ítalskar flugvélar í dag og 4 breskar Gladiatorflugvélar. Miklar
loftárásir hafa verið gerðar á Barida og Derna og kom upp mik-
ill eldur í þessum bækistöðvumítala.,— í Derna var sprengjum
varpað á útvarpsstöðina. Þá hafa verið gerðar loftárásir á f jölda
margar flugstöðvar aðrar og birgðarstöðvar. Ennfremurámikil-
vægar hafnarborgir í öðrum nýlendum en Libyu svo sem á borg-
irriar Ashmara í Eritreu og Diredawa í Abessiniu.
ogr
öngþveiti
í
í tilkynningum ítölsku her-
stjórnarinnar er nú talað um
gagnáhlaup á vígstöðvunum í
nánd við landamæri Libyu og
hafi þar verið tefIt fram svart-
stakkasveitum. 1 breskum til-
kynningum segir, að þessi á-
hlaup hafi verið gerð sem ör-
væntingarleg tilraun til þess að
hindra frekari framsókn Breta,
en áhlaupin hafi ekki náð til-
gangi sinum, og sæki Bretar
hratt fram.
Fyrstu ítölsku fangarnir eru
nú komnir til Kairo. Meðal
þeirra eru margir særðir her-
menn, sumir illa særðir. Allir
særðir hermenn hafa fengið
hina bestu umönnun og eru
fluttir i sjúkrabifreiðum i
fangaspítala. Bresku hermenn-
1 irnir koma vinsamlega fram við
ítölsku fangana og gefa þeim
vindlinga, sem fangarnir eru
mjög fegnir að fá. Allmargir
fangar hafa verið fluttir út í
bresk herskip til brottflutninga,
til þess að koma þeim sem fyrst
fná vigstöðvunum.
Croft lávarður aðstoðarher-
málaráðherra Bretlands, hefir
flutt ræðu, og taldi hann sigur
þann, sem breski herinn hefir
unnið í Libyu einhvern hinn
glæsilegasta sem um getur i
allri hernaðarsögu Bi-eta. Þessa
sigurs Nilárhersins breska, segir
hann, sem var unninn langa leið
frá aðalbækistöðvum, mun siðar
verða getið i sögunni sem ein-
hvers frækilegasta sigurs, sem
um getur.
Smuts herforingi, forsæt-
isráðherra Suður-Afríku
flutti ræðu í dag og lýsti yf-
ir því, að Suður-Afrikuher-
sveitir tæki þátt í bardögun-
um i Vestursandauðninni.
Italir reyna nú að veita við-
nám á landamærum Libyu,
en öflugur breskur her sæk-
ir þar fram og reynir að
koma í veg fyrir, að Italir
geti numið þar staðar og
komist í örugga varnarstöð.
Smuts sagði í ræðu sinni,
að ítalir hefði enn 200.000
manna her í Abessiniu, og
Suður-Afríkuherinn mundi
ekki leggja niður vopnin
fyrr en hinni ítölsku hættu
væri brottrýmt úr Afríku.
Georg Bretakonungur hefir
sent Wavell yfirforingja
þakkarskeyti fyrir sigurinn i
viðureigninni við óvinaþjóð sem
hefir mannfleira liði á að skipa.
I skeyti þessu minnist kon-
ungurinn sérstaklega hersveita
hinna frjálsu Frakka sem taka
þátt í sókninni.
í fregn frá Alexandria segir
að þangað komi hvert herskipið
og flutningaskipið á fætur öðru
með mikinn fjölda italskra
fanga.
Bæði i Vestur-sandauðninni
og Albaniu eru Italir á hraðara
undanhaldi en áður.
hernnm í
Albaiiíu.
Erlendir fréttaritarar í
Grikklandi síma í kvöld, að
Grikkir taki hverja víggirta
stöðina á fætur annari.
Grísku hermennirnir sækja
svo hart fram, að þeir hirða
ekkert um þótt þeir komist
svo langt á undan f lutninga-
lestunum, sem færa þeim
birgðir, að þeir hafi ekki
annað en vatn og þurt brauð
til að nærast á dægrum sam-
an.
Þá hafa borist fregnir
um, að hratt stefni í þá átt,
að algert stjórnleysi ríki- í
Tirana höfuðborg Albaniu.
Allar haf narborgir landsins
eru ítölum að kalla gagns-
lausar og hafa ítalir neyðst
til þess að haf a um 100 f lug-
vélar í förum milli Tirana
og ítalíu, til þess að flytja
þaðan særða menn, en til
Albaniu liggur stöðugur
straumur ítalskra her-
manna, og eru margir þeirra
Efííöuf biftijólaakstur,
Myndin sýnir liðsforingja frá Ástralíu, Nýja Sjálandi og Kanada við æfingar á
bifhjólum í fjöllunum i Wales.
særðir. Þessir flutningar
eru skýring á því, að ítalski
flugflotinn hefir ekki gert
neinar árásir á grískarborg-
ir að undanförnu. Andúðin
gegn ítölum magnast með
hverri stundinni sem líður
og ítalir haf a orðið að grípa
til þess ráðs, að gefa loft-
varnamerki með stuttu
millibili, því að þeir eru
ekki öruggir um sig nema
þegar fólkið er í loftvarna-
byrgjunum.
Laval farinn
frá--Flandin
tekinn í
Vichystjórn-
ina í hans
stað,
London í morgun.
Petain marskálkur hefir til-
kynt frönsku þjóðinni í útvarp-
ið, að Laval sé genginn. úr
stjóminni, en Flandin hafi ver-
ið tekinn í hans stað. Laval var
sem kunnugt er varaforsætis-
ráðherra og var hann aðal-
milligöngumaður þýsku stjórn-
arinnar og Petain, en Laval
vildi ganga miklu lengra í sam-
vinnunni við Þjóðverja en Pe-
tain, og var Laval afar óvinsæll
í Frakklandi. Flandin, hinn nýi
varaforsætisráðherra og utan-
í'íkismálaráðherra, hefir marg-
sinnis verið ráðherra. Hann hef-
ir hneigst í einræðisátt og hefir
í seinni tíð verið talinn fylgj-
andi þeim, sem vilja nána sam-
vinnu við Þjóðverja. Þó er litið
svo á af breskum stjórnmála-
mönnum, að ekkert í líf i Fland-
ins sem stjórnmálamanns gefi
neitt til kynna um hversu hann
muni reynast nú — ógerlegt sé
að spá, hvort það sé til bóta eða
í hina áttina, að hann tekur
sæti í stjórninni.
Petain sagði, að stefna stjórn-
arinnar gagnvart Þýskalandi
Biðja Italir um
vopnahlé?
Þjóðverjar sagðir hafa liðsaínaðj í
Suðvestur-Þýskalandi í því augna-
miði að senda lið til Norður-Italíu
¦
Ymsar fregnir hafa borist, sem benda til, að ástand-
ið á Italíu sé að verða þannig, að hvað sem er geti gerst
þar. Fregnir þessar eru vitanlega óstaðfestar, en vekja
mikla, athygli. Hafa amerískir fréttaritarar aflað sér
fregnanna og simað vestur um haf. I fyrsta lagi er
vikið að því, að vegna hrakfara Itala kunni þeira að
fara^fram á vopnahlé. 1 öðru lagi er sagt, að Þjóðverj-
ar ætli sér að reyna að halda þeim tökum, sem þeir haf a
á Itölum, og haf i þeir þess vegna dregið að sér mikið
lið i Suðvestur-Þýskaíandi, til þess að senda inn í
Norður-Italiu, en það er þar sem^andúðin gegn Musso-
lini er sögð mest. •
Vænlegar horfur á auk-
inni loSskmnásðlu.
Innanlandssala er góð.
Loðdýraræktarfélag Islands hefir nýlega borist beiðni um
verðtilboð á allri grávöru, sem föl væri á landinu.
Útvarpsstöðvai-nar í Berlín og
Rómaborg hafa kepst við að
neita því í dag, að nokkur fund-
ur hafi átt sér stað milli Musso-
líni og Hitlers — eða að til standi
að halda slikan fund. í Róma-
borg var því einnig neitað ein:
dregið, að ít'álir ætluðu að fara
fram á, að fá vopnahlé.
tæki ekki breytingum vegna
komu Flandins í stjónnina. „Eg
held áfram um stjórnvölinn",
sagði Petain.
í Bretlandi er það álitið mjög
athyglisvert, að Laval fer frá,
er hrakfarir ítala eru kunnar.
orðnar um alt Frakkland og
franska þjóðin hefir öðlast nýj-
ar vonir um, að Bretar sigri, og
afleiðing þess verði, að hlut-
skifti Frakklands verði alt ann-
að og betra en menn hafa ætl-
að í seinni tíð.
Eins og áður er getið eru þeir
Hitler og von Ribbentrop farn-
ir fra Berlín, og komst þá á
kreik orðrómur um, að þeir ætl-
uðu til fundar við Mussolini. —
í breskum fregnum var vikið að
því, að nú mundi Hitler hafa
sannfærst um, að hann yrði,
hvort sem honum líkaði betur
eða ver, að hjálpa Mussolini. —
Bíða menn hvarvetna með
mikilli óþreyju frekari fregna
af því, sem Hitler kann að taka
sér fyrir hendur.
Hafði Vísir tal af Metúsalem
Stefánssyni ritstjói^a og spurð-
ist fyrir um þetta nánar.
Kvað Metúsalem. óskir hafa
borist um það bæði frá Norð-
ur- og Suður-Ameríku, að Loð-
dýraræktarfélagið senði verðtil-
boð í öll fáanleg loðskinn hér
á landi. Tilboðið frá Norður-
Ameríku hefði komið fi-4 Tlior
Thors, sendifulltrua vorum í
New York, og það gæti e. t. v.
verið um sömu tilboðsóskina
að ræða og þá er kom, frá Suð-
ur-Ameriku.
Tilboð hafa verið send á
hvorutveggja staðinn, fyrir
rúmri viku, en svar við þeim
hafa ekki borist ennþá. Er þess
vegna enn ekki séð um afdrif
þessa máls, en vonir um loð-
skinnasöluna hafa þó glæðst og
svo mikið er vist, að Ameriku-
mönnum leikur hugur á að
kaupa héðan skinn.
, Undanfarið hefir verið slæmt
útlit með skinnasölu, verðið
hefir verið fremur lágt á er-
lendum markaði og salan frem-
ur lítil. Hinsvegar er mikið til
FRETTIR
t ^TUTTU MÁLI
I fregn frá Aþenuborg seg-
ir, að facsistablöðin krefjist
þess, að Badoglio manskálkur og
fleiri herforingjar sem honum
fylgja að málum verði hand-
teknir. Einnig ráðast blöðin á
kaupsýslustéttina og kenna
henrii um matvælaskortinn i
landinu.
Italska útvai-pið tilkynti fyrir
skömmu, að ítalski herforinginn
Pazaro hafi fallið á vígvelli er
Sante Quaranta var tekin á dög-
unum. Þessu er algerlega neitað
i Aþenuborg, þar sem kunnugt
er orðið, að herforinginn var
drepinn af sinum eigin mönnum.
Skemdir urðu á olíuleiðslu f rá
Ploesti i Rúmeniu, segir i fregn
frá Bukarest, og mikil spreng-
ing nálægt járnbrautarbrú, og
muni þetta, ásamt öðru, verða
til þess, að draga úr oliuflutn-
ingum til Þýskalands í bili.
af skinnavöru i landinu, loð-
dýrastofninn hefir stöðugt ver-
ið að stækka, en þó mikið drep-
ið af dýrum því það er.dýrt að
fóðra þau. Kjöt og önnur mat-
væli eru orðin svo dýr.
Þetla er að þvi leyti kostur,
að dýraeigendur hafa fargað lé-
legu dýi'unum, en haldið eftir
góða stofninum, og þau gefa
miklu verðmætari skinn.
Þrátt fyrir trega sölu loð-
skinna á erlendum markaði,
hefir lifdýrasalan aukist innan-
lands -frá því sem hún var í
fyrra, sömuleiðis er töluverð
skinnasala hér innanlands og
mun betri og hagkvæmari en
sú, sem fengist hefir erlendis.
Sem dæmi má nefna það, að i
hitteðfyrra fékk Loðdýrafélag-
ið ekki nema 300 skinn til sölu,
en s.l. ár hátt á 4. þúsund. Yfir-
leitt hafa skinnaeigendur verið
mjög ánægðir með þá sölursem
þeir hafa fengið á innanlands-
markaði. Hæsta verð á einu
skinni hérlendis hefir verið kr.
550.00, en svo hafa þau komist
alt-niður í kr. 30—40, ef þau
háfa verið léleg. Breska setu-
liðið hér hefir m. a. keypt all-
-*öikið af skinnum.
Erlenda loðdýrasalan hefir
aðallega verið til London og
New York, svo og til Kaup-
mannahafnar, þvi að H. J.
Hólmjárn fór með 600 skinn
þangað. Fékst allgott verð fyrir
þau, en sölukostnaðurinn varð
lika nokkuð mikill, m. a. vegna ,
stríðs-ástandsins. Greiðsla er
enn ekki fengin fyrir skinnin,
en fyrir skömmu kom skeyti
um það frá Sendiráðinu í
Khöfn, að greiðslan væri vænt-
anleg á næstunni. Rennur
greiðslan sennilega beint til
sendiráðsins, en ríkisstjórnin
hér mun leysa hana út til við-
komandi eigenda skinnanna.
Aftur á móti hefir sala á loð-
dýraskinnum til New York og
London ekki verið góð til þessa.