Vísir - 15.12.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 15.12.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 66 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. * Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Eftir hverju er beðið. JgJ ÉR í blaðinu liefir nokkr- um sinnum verið minst á það, hversu óviðunandi sé, að almenningi gefist eklti kostur á að fá vitneskju svo neinu nemi um viðskiftamál landsins. Við vitum, að útflutningur lief- ir aukist stórkostlega frá þvi, sem var á síðasta ári, en því fer fjarri, að almenningur geti sagt upp á tug þúsunda hverju sú aukning nemur. Einnig er það vitað, að innflutningurinn að krónutali hefir aukist eitlhvað frá því í fyrra. En hverju það nemur, fá menn ekki að vita. Þó mun mega fullyrða, að vöru_ magnið, sem flutt er til lands- ins, hefir mjög dregist saman. I ræðu þeirri, sem forsætis- ráðherra hélt á fullveldisdag- inn, talaði hann unj nauðsyn þess, að almenningur í landinu fylgdist sem best með gerðum stjórnarinnar. Ráðherrann lagði alveg réttilega áherslu á það, að málin væri rædd fyrir opn- um tjöldum. En það er erfitt að ræða mál, svo að gagni sé, þegar mikilsvarðandi upplýs- ingum er haldið leyndum. Hér hefir t. d. stgðið langvinn deila um verslunarmálin. Sjálfstæð- ismenn liafa altaf haldið því fram, að fyrst og fremst bæri á það að líta, að liöftin yrðu til þess að hækka verðlagið og gera þannig.öllum almenningi erfiðara fyrir um afkomuna. Á sama máli voru sósíalistar í öndverðu. Enginn maður lagði jafn ríka áherslu á þetta á Al- þingi og Jón heitinn Baldvins- son. Sjálfstæðismenn hafa krafist þess, að höftunum yrði létt af jafnskjótt og gjaldeyrisástæður leyfðu. Ef sósíalistar hefðu ver- ið stefnu sinni trúir, áttu þeir að krefjast þessa sama. En þeir hafa í stað þess lagst á sveif með Framsókn um að halda höftunum fram í rauðan dauð- ann. Það hefir aldrei verið fært neitt höftunum til réttlætingar nema gjaldeyrisskortur lands- manna. Eftir að styrjöldin hófst hækkaði verðlag mjög á öllum útflutningsvörumj okkar., — Snemma á þessu ári var svo komið, að verslunarjöfnuður- inn var orðinn hagstæður um á annan tug miljóna. Á sama tíma i fyrra var hann óhagstæð- ur um nokkrar miljónir. Á fyrra másseri þessa árs hafði verslunarjöfnuðurinn þannig batnað frá því sem verið hafði á sama tíma í fyrra um fullar tuttugu miljónir króna. Þrátt fyrir þetta var við- skiftamálaráðherrann fram eft- ir öllu sumri ófáanlegur til þess að sveigja nokkuð frá stefnu fyrri ára í verslunarmálunum. Það var ekki fyr en undir haust, að verulegar tilslakanir voru gefnar um innflutning frá Eng- landi. En til þessa dags hefir viðskiftamálaráðherrann haldið því fram, að það væri hinn mesti sparnaður að forðast erlend vörukaup sem allra mest. I sama streng hafa flestir flokks- menn hans tekið, sem um mál- Hei'laóskamerki R. K. 1. in hafa rætt. Og þó lýsti aðal- fundur S. I. S. því yfir í vor, að hann væri því „eindregið fylgjandi“, að höflunuin ýrði létt, svo fljótt sem viðskifta- ástæður leyfðu. Þótt mjög sé á huldu um við- skiftamálin, vita menn að versl- unarjöfnuðurinn okkur í hag hefir stóraukist frá því sem var fyrri hluta þessa árs. Það er þess vegna óhæþ að fullyrða, að aldrei í sögu okkar hefir versluna r j öf n uðuri n n ve r i ð jafn hagstæður og í dag. Samt er ekki breytl um stefnu í við- skiftamálunum. Allar vörur erlendis eru hækkandi og eiga vafalaust enn eftir að stórhækka. Hinsvegar getur vel verið, að sá gjaldeyr- ir, sem nú safnast, eigi eftir að falla, hver sem úrslit styrjald- arinnar verða. Það er aldrei meiri ástæða en nú til að skifta um stefnu í viðskiftamálunum. Eftir hverju er beðið? Umsækjendur um prestaköllin í Rvík. Nesprestakall: Cand. theol. Ástráður Sigur- steindórsson. Síra Árelíus Níelsson, Stað á Reykjanesi, Barðastr.sýslu. Síra Gunnar .Árnason, Æsu- stöðum, Langárdal. Síra Halldór Kolbeins, Stað í Súgandafirði. Síra Jón Skagan, Bergþórs- hvoli, Landeyjum. Síra Jón Thorarensen, Hruna. Sira Magnús Guðmundsson, Ólafsvik. Cand. theol. Pétur Ingjalds- son. Síra Ragnar Benediktsson. Laugarnesprestakall: Síra Garðar Savarsson. Hallgrímsprestakall: Síra Jakob Jónsson. Síra Jón Auðuns, Hafnarf. Síra Sigurbjörn Einarsson, Breiðabólsstað, Skógarströnd. Síra Sigurjón Árnason, Vest- mannaeyjum. Cand. theol. Stefán Snævarr. Síra Þorsteinn L. Jónsson, Miklalíoltsprestakall, Snæfells. nessýslu. Uthlutun Vetrar- h j álparinnar hefst á morgun. 400 nmsóknir liggja þegar fyrir. Vísir hitti Stefán A. Pálsson framkvæmdarstjóra Vetrar- hjálparinnar að máli í gærkveldi, og spurði hann frétta af starfseminni. „Eins og getið hefir verið um liófst starfsemin lyrjr rúmri viku. Var ekki liægt að hefjast lianda fyr sökum húsnæðis- skorts, en þó vona eg að ekki komi að sök, þótt byrjað hafi verið í það seinasta.“ 1 — Liggja margar hjálpar- béiðnir fyrir? j „í dag höfðu borist um 400 . umsóknir um hjálp, og pru það J aðallega beiðnir frá barnafjöl- skyldum og einstæðum gamal- mennum, en þó er víst, ef dæma mó eftir reynslu* undapfarinna óra, að nú fara slíkar hjiálpar- bciðnir að streyma inn fyrir al- vöru, enda hafa þær áður fleslar borist til okkar síðustu vikuna fyrir jólin.“ — Má telja afkomuna í bæn- um betri nú en i fyrra? „Eg geri ráð fyrir því að svo sé, en þá ber einnig á það að lita, að einmitt þetta fólk, sem Vetr- arhjálpin styrkir, — fólkið sem ekki hefir þegið neina opinbera styrki, — hefir að undanförnu og til skamms tíma safnað skuldum vegna litillar atvinnu og þær segja til sín strax og eitt- livað úr raknar. Það er því ekki von á öðru, en að margir séu hjálparþurfi, enda hefir verð- lag mjög hækkað á öllum nauð- synjum, og bitnar með miklum þunga á þeim fátækustu.“ — Er byrjað að úthluta gjöf- unum? „Úthlutunin hefst á morgun og heldur stöðugt áfram úr þvi til jóla. Er nú unnið að því af kappi að sauma flíkur'og vinna að því milli 20—30 konur. Er unnið dag og nótt að því að út- hlutunin geti farið sem best fram og orðið sem flestum að gagni.“ — Hvað um söfnunina? „Hún hefir hingað til verið með ágætum, og hafa skátarnir , veitt, sem undanfarin ár, ómet- ! anlega aðstoð, með því að ganga um bæinn og safna gjöfum fyrir j Vetrarhjálpina. Sýndu Reykvík- ingar hjálpsemi sína að þessu sinni enn sem fyr, en þó í ríkara mæli, þar sem nú söfnuðust í þessari „herferð“ skátanna um kr. 2000 — meira en í fyrra, eða kr. 7.850,73. Vil eg biðja Vísi, fyrir hönd Vetrarhjálpar- innar, að flytja hinum fjöl- mörgu gefendum alúðarfylstu þakkir fyrir veitta hjáíp. Fléstar gjafirnar nema frá kr. 1.00 til kr. 10 og sýnir það hve gefend- urnir eru margir. Einnig hafa Vetrarhjálpinni borist ýmsar gjafir frá einstaklingum og starfsfólki fyrirtækja, sem eru ekki síður þakksamlega þegnar. En betur má ef duga skal., Dýr- tíðin hefir aukist svo gífurlega að þótt krónutalan, sem Vetrar- hjálpin Iiefir yfir að ráða að þessu sinni, sé liærri en í fyrra það sem af er, er kaupgetan í rauninni síst meiri, og veitir síst af að lialda málinu vakandi fram til jóla og herða enn söfn- unina. Veit eg og að mér er ó- hætt að haga úthlutuninni á sama liátt og í fyrra, þar sem drenglyndi og rausn Reykvík- inga mun fyllilega vega upp á móti aukinni dýrtíð.“ „Kirkja Krlsts í rlki Hitlers“. Eg liefi nýlokið við að lesa bókina „Kirkja Krists i ríki Ilitlers", eftir síra Sigurbjöm Fyrir nokkru kom út norræn goðafræði eftir Ólaf Briem magister. Má það teljast vel far- ið, að Ólafur gerðist til að skrifa þessa bók, því að hann er senni- lega einna lærðastur islenskra manna í þessari fræðigrein, —s- hefir valið hana sem sérgrein til magisterprófs og auk þess aflað sér framhaldsmentunar í lienni erlendis. Bókin er 126 bls. að stærð, í stóru 8 blaða broti og að öllu hin vandaðasta að frágangi. Á þessu ári hef eg enga nýja bók séð, sem er gallalaus að staf- setningu og merkjasetiyngu, nema þessa. Bókin hefst á skýr- urn og fróðlegum inngangi, sem ber með sér, að höfundur liefir fullt vald^i efni og heimilduni. Á eftir innganginum fer skrá um rit og ritgerðir, sem höf- undur hefir stuðst við. Annar kafli er um vættir, þ. e. hinar óæðri goðverar. Þriðji kafli er um goðin, fjórði kafli um dýrk- un goðanna. Fimti kafli er um sögu heimsins, — yfirlit yfir sögu heimsins og heimsmynd ásatrúarmanna. Sjötti kafli er um goð og menn, þar sem gerð er grein fyrir sambandi ásatrú- armanna við goðin og hug- myndum þeirra um tilveruna eftir dauðann. Loks eru goðsög- urnar úr Snorra Eddu aftast í bókinni. Að mínu áliti er bókin vel og skipulega samin. Höfundur hef. ir að sjálfsögðu stuðst við nýj- ustu rannsóknir og athuganir í norrænni goðafræði, og er þvi bókin að vonum með talsvert öðru sniði en goðafræði Finns Jónssonar, sem kom út 1913, — og ýmislegt í þessari bók skýrt til fyllri hlítar eða á annan veg en í goðafræði Finns. Þetta er ofur eðlilegt, því að bæði ör- nefnarannsóknir, forleifarann- sóknir og nánari athugun rit- aðra heimilda liafa varpað nýju ljósi á ýmis atriði norrænnar goðafræði, síðan goðafræði Finns kom út. — Kostur er það á bókinni, að höfundur gerir sér far um að greina á milli eldri og yngri hugmynda og get- ur þess yfirleitt, þegar heimild- um ber ekki saman, því að með því greiðir höfundur lesendun- um götuna við að átta sig á frumheimildnum og gildi þeirra. Oft getur hann þess einnig, að leifar heiðinna goð- sagna eða hugmynda hafa varð- veitst í þjóðsögum eða hug- myndalífi fslendinga á síðari öldum. Með því sýnir hann, að við höfum ekki enn glatað hin- um heiðna arfi með öllu. Þá ætla eg að víkja nokkrum orðum að ritdómi eftir G. J., er birtist um bókina í 270. tbl. Vísis þ. á. Á tveim stöðum fer ritdóm- arinn viðurkenningarorðum um bókina, en að öðru leyti er rit- dómurinn tómar aðfinslur, sem eru flestar hæpnar eða órétt-, mætar, nema helst nokkrar, er lúta að málfari eða orðalagi. Þó eru sumar leiðréttingar ritdóm- arans á íyálfari þannig úr garði gérðar, að síst verður talin bót að. — Skal nú getið nokkurra alhugasemda ritdómarans: Ritdómarinn telur bókina al- gerlega óþarfa, því að nægilegt sé enn til af goðafræði Finns Jónssonar og þessi bók „fræði mann ekki^ íneira en bók Finns“. Þessi athugasemd hefir ekki við rök að styðjast, því að Ólafur styðst við nýjustu rann- sóknir, eins og fyrr segir, en Finnur samdi sína bók fyrir meira en aldarfjórðungi, og er hún því að vonum, nokkuð úr- elt, þótt hún kunni að liafa ver- ið eins gott rit á sínum tíma. Þá telur ritdómarinn goðafræði heldur óhagnýta fræðigrein og hafi Ólafur getað fundið sér eitthvað þarfara að gera. En þessu má svara þannig, að eng- inn les fornan kveðskap sér að gagni og jafnvel ekki sumt í nútímakveðskap, nema liann sé Rauði Kross íslands hefir nú tekið upp þá nýjung- að gefa út heillaóskamerki, er hafa sömu þýðingu og heillaóskaskeyti eða kort. Þessi merki skulu límd á bréf gafir og allskonar pakka, hvort sem er innan eða utan lands. Til útlanda skal setja merkið aftan á bréfið eða pakk- ann. Harpldur Árnason kaupmað- ur hefir ásamt stjórn Rauða Krossins annast útkomu merkj- anna, og niun einnig sjá Um sölu þeirra. Merkið er mjög snoturt, rauður kross og rauður hring- ur utan um hann, á gyltum grunni. Á rauða hringnum er þessi áletrun: „Caritas et pax tecum“, (samlyndi og friður fylgi ykkur), og neðst fanga- mark Rauða Krossins „R K í“. Meiningin er að gera þelta merki svo alþýðlegt, að ekki sé bréf eða pakki sendur án þess. Er ekki að efa, að svo verður. Merkið er þegar komið á markaðinn og fæst í öllum bókaverslunum. — Menn geta 1 bæði fengið merkin einstök eða í umslögum. Umslögin kosta: kr. 10,00 með 100 stk., kr. 5,00 með 50 stk. og kr. 2,00 með 20 stk., en hvert einstakt merki kostar 10 aura. Þetta merki er boðberi frið- ar og mannúðar. Það er sam- Einarsson. Þessi bók hefir fært mér lieim sanninn um það, að hér er á ferðinni maður, sem þorir að standa frammi fyrir fjöldanum og segja meiningu sína um trúmálin nú á tímum. í stuttu máli sagt, sér nauðsyn hinnar sönnu guðstrúar. Oft liefir heimurinn þurft á slíkum manni að lialda, en ald- rei frekar en einmitt nú. Þegar trúleysi og villutrú flæðir yfir gjörvallan heim og skapar þannig ábyrgðarleysi fjöldans gagnvart guðstrúnni. Lesið bókina og þið munuð sannfærast. Guðrún Gu'ðlaugsdóttir. sæmilega heima í norrænni goðafræði. — Þá telur ritdóm- arinn það miður farið, að höf- undur tilgreinir stundum fleiri en eina skoðun á sama efni. Þetta held eg að fræðimenn muni telja kost, en ekki löst á bókinni, — jafnvel ekki, þótt litið sé á liana sem kenslubók, því að lesandinn (eða nemand- inn) þarf að vita, hvað talið er nokkurn veginn örugt og livað ekki, ef hann á að geta öðlast nokkurn verulegan skilning á goðafræði sem fræðigrein. Ritdómaranum þykir höf- undurinn fara of lítið út í trú- arbragðasamanhurð. Slíkur samanburður hefði að vísu auk- ið gildi hókarinnar, en hefði hlotið að lengja bókina að mun. — Óþarft telur ritdómarinn að prenta goðsögur Snorra-Eddu aftan við bókina, því að þær séu flestar í lestrarbók Guðna Jónssonar. En bæði er það, að sumar þeirra vantar þar, en liitt er þó verra, að umrædd lestr- arbók er alls ekki kend í Menta- skólunum, sem einir munu veita tilsögn í norrænni goða- fræði. Ritdómarinn kann illa við orðalagið: að gefa til kynna. Það orðalag er að vísu ekki alls kostar viðkunnanlegt, en ekki er breytingartillaga ritdómar- ans (hin síðari): að bera vott — á nokkurn hátt betri. Að bera eiginlegt tákn Rauða Kross fé- laga allra landa. — Það boðar huggun og lieill. — Látið bréf yðar bera það. Ivaupið merki R. K. 1. Því fylgir hamingja. Handavinnu námskeið Fyrsta handavinnunámskeið Heimilisiðnaðarfélagsins, sem haldið hefir verið að degi til, nú að undanförnu, hætti í gær. Hefir þetta námskeið starf- að óslitið frá 8. okt. s.l. og hafa 24 stúlkur. tekið þátt í því. — Kennarar á því voru ungfrú Brynhildur Ingvarsdóttir, ung- frú Guðrún Þórðardóttir og fr,ú Guðrún Pétursdóttir, sem einn- ig veitir námskeiðinu forstöðu. Handavinna þessara stúlkna verður sýnd í dag kl. 2—5 í Lækjargötu 6, þar sem nám- skeiðið starfaði. Samhliða þessu námskeiði liefir annað námskeið verið haldið á kvöldin. Þar hefir að- allega verið kent húsmæðrum, og voru á því 64 þátttakendur. Yar því námskeiði þrískift vegna þátttakendafjöldans. Námskeiðin munu hefjast aftur 8. janúar og þá geta nýj- ar stúlkur komist að. „Danger school“ Um það leyti sem skólamir voru að byrja hér í bæ i haust voru sett upp aðvörunarmerki fyrir breska bilstjóra, til að vekja athygli þeirra á skólunum, til þess að forðast bílslys. Voi’U merki þessi þannig útbúin, að á tréstengur voru fest spjöld með áletruninni „Danger school“ (Hætta á ferðum, skóli nálægt). Hefir borið á því undanfarið að þessar stengur liafa verið brotn- ar af einhverjum prökkurum. T. d. liafa bæði aðvörunar- merkin verið brotin lijá Landa- kotsskóla, og hefir ekkert verið' um það liirt. Væri mjög tilhlýði- legt, að þetta yrði lagfært. vott þykir ekki rétt mál, lield- ur: að bera vitni. Loks telur ritdómariun, að tvær myndir, sem eru í bók- inni, ættu ekki þar að vera: myndin af skjaldarmerki ís- lands og myndin af Sleipni. — Skjaldarmerkið telur liann svo lélegt frá listrænu og skjaldar- merkjafræðilegu sjónarmiði, að ekki sé vert að birta mynd af því. En réttmætt finst mér, að mönnum gefist lcostur á að átta sig á myndunum í skjaldar- merki þjóðar sinnar, jafnvel þótt eitthvað kynni að mega að þvi finna. — Myndin, sem birt eír af Sleipni, telur liann, að muni alls ekki vera af honum. Uin það er eg ekki dómbær, en hitt veit eg, að bæði Finnur Jónsson og aðrir fræðimenn hafa leyft sér að birta hana sem mynd af Sleipni, og verða því varla feldar þungar sakir á Ól- af, þótt hann leyfi sér það sama. Menn mega ekki gagnrýna þær yfirsjónir annara, sem þeir eru eins sekir eða sekari um sjálfir. Þess vegna hefði ritdóm- arinn ekki átt að skrifa: að sýna landvættina —, heldur: að sýna landvættirnar. Elcki átti hann lieldur að skrifa: þá hafi Óðni verið blótað —, heldur: þá hafi Óðinn verið blótaður, því að mjög er sín merking í hvoru. Magnús Finnbogason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.