Vísir - 15.12.1940, Blaðsíða 6

Vísir - 15.12.1940, Blaðsíða 6
VÍSIR TIl Jolauna kanpa menn §mekkleg:ar rörur Skoöiö í gluggana hjá okk- ur í dag og þér munuð sjá margar hentugar JÓLA- GJAFIR. Manchettskyrtur með tveim linum flibbum. Manchettskyrtur með föstum flibba. — Hálsbindi. Flibbar. Hálsklútar. Nærfatnaður. Náttföt. Ullar- og Silkisokkar. Handklæði. Enskar húfur. Vasaklútar. Axlabönd. Rak- áhöld. Peysur allskonar og margt margt fleira. RYKFRAKKAR REGNKÁPUR GÚMMÍKÁPUR fyrir dömur & herra ENSKIR HATTAR fallegt úrval HÁLSTREFLAR fallegt úrval SKINNHANSKAR fóðraðir & ófóðraðir GEYSIR h.f FATADEILDIN Rannveig Schmidt: Árin löngu liðin. Flestir Islendingar kannast við Dr. Pál Eggert, höfundinn að „Menn og menlir“ ... Páll er gáfumaður mikill og sérkenni- legur .... og svo fyndinn, að í gamla daga heima i Reykjavík var það tíska meðal skólapilta, að safna saman fyndnum setn- ingum Páls, eins og demantar væru og endurtaka þær .... að Iokum voru svo fyndnir Páls endurteknar landsliornanna á milli....Páll kom stundum í kynnisferð til Kaupmannahafn- ar og þótti mér altaf gaman að sjá hann — við erum hræðra- hörn, og tek eg það fram af ein- tómu monti yfir frændseminni. — Seint gleymist mér atvik er lcom fyrir einu sinni er Páll var í heimsókn í Kaupmannaliöfn. .... Honum varð gengið með nokkurum vinuin sínum niður Kaupmangaragölu einn sunnu- dagseflirmiðdag .... það var Upphlaup og slagsól í götunni og enginn kornst leiðar sinnar. .... Þá bandaði Páll hendinni til og sagði i rólegum en þó skipandi róm: „Afsakið, gentle- men“ .... og liópurinn tvístr- aðist á báðar hendur og Páll gekk eins og konungur gegnum fylkingarnar..... Mér er minnisstætt hvað margir stórir og myndarlegir íslendingar voru í Höfn á þeim árum .... flestir þeirra gengu á háskólann eða verkfræðmga- skólann .... þar var Valgeir Björnsson, sem nú er bæjar- verkfræðingur í Reykjavík, vin- sæll maður og framúrskarandi skemtilegur að rífast við .... Þorlákur bróðir hans las lækn- isfræði .... hann var með stilt- ustu mönnurn, sem sögur fara af .... hrókar alls fagnaðar voru þeir frændur Muggur Tliorsteinsson málari og Þor- steinn Scheving Thorsteinsson, sem nú er lyfsali í Reykjavík .... Steinn Steinsen, nú bæjar- stjóri á Akureyri, var bestur hridge-spilari í nýlendunni .... Theódór Jakobsson, sem nú er skipamiðlari í Rvík, var hvers manns hugljúfi .... þeir Theó- dór og Sigfús Halldórs höfðu sér til skemtunar að ganga niður Austurgötu á eftirmið- dögunum með pípuhatt .... að ógleymdu einglyrninu hans Sig- fúsar .... og gátu þá Danir getið sér til, að þarna væru enskir lávarðar komnir í kynn- isför .... Sigfús var þá þegar mikill heimsmaður, hafði fall- ega söngrödd og gat verið ansi skemtilegur, þegar hann vildi það við hafa .... Sveinn Sveins- son, nú forstjóri Völundar í Reykjavík, liinn besti drengur .... Páll Skúlason frá Odda var J alræmdur fyrir „brandarana“ sína og voru sumir þeirra „langt úti“, eins og við sögðum á Kaupmannahafnaríslensku, en sumir hnitnir.....Mig minnir að flestir þessara manna væru risar að vexti .... eða hafa þeir Stækkað svona í endur- minningunni .... þarna var Bjarni Jónsson, sem las verk- fræði og hafði alveg sérstakt lag á að komast í hann krapp- ann, en hann var uppáliald kunningjanna .... Halldór Halldórsson frá Mjóafirði las læknisfræði og var svo fróður, að við slóum upp í honum eins og orðabók .... Héðinn Valdi- marsson, nú mikill pólitíkus heima á Fróni .... við þekt- umst vel og kom oflastnær vel saman .... við þéruðumst, þótt við værum bekkjarsystkin í 6 ár í barnaskólanum .... mér dettur í hug, að Héðinn mundi víst ekki una sér/allskostar vel meðal Vestur-íslendinga, sem ekki fást mikið við að þéra .... Helgi Guðmundsson söng og spilaði vel og hafði hug á að leggja það fyrir sig, en nú er liann bankastjóri heima í Reykjavík .... Gáfumaðurinn Kristján Albertson hafði altaf einhverjar ritsmíðar á döfinni, og eins hafði Tryggvi Svöx-fuð- ur, eins og segir í bókinni hans Þói’bergs Þórðarsonar, „Is- lenzkur aðall“ .... Það var oft gaman að Tryggva .... Arn- grínxur Valagils söng og Emil Tlioi’oddsen spilaði á píanó og málaði, og var í mestu vandræð- um með hvorn lífsferilinn liann ætti að kjósa .... Eg lxeld að það hafi verið synd, að hann hætti að mála .... Valtýr Stef- ánsson, nú ritstjói'i Morgun- blaðsins, var altaf upplagður í kappræður .... Lárus Jóhann- esson, sem nú er hæstaréttar- málaflutningsmaður í Reykja- vík, var liinn elskulegasti pilt- ur og sló á neftóbaksdósimar sínar eins og gamall lirepp- stjóri .... Kristinn Ármanns- son var óvenjulega háttprúður maður .... Guðbx’andur ísfeld, þéttur á velli og þéttur í lund .... Jón Björnsson var maður hægfara, en kornst leiðar sinn- ar; hann er nú læknir í Dan- mörku .... Guðmundur Kamb- an var þá að hyrja sína glæsi- legu rithöfundabraut, og var altaf hlustað á hann með at- hygli, þegar landar söfnuðust saman á La Reine .... og gat maður setið þar heilt kvöld yfir einum kaffibolla fyrir krónu .. .. Já, margir aðrir landar voru þá í Höfn; sumir voru skemti- legii’, og var oft glatt á lijalla .... Það var tíska ineðal stú- dentanna, að uppnefna livern annan, nöfnum, sem enga skyldleika áttu við vei’uleikan, og sum nöfnin illgjörn......en ef einhver þeirra lenti í vand- ræðum, sem oft vildi verða, þá voru allir hinir reiðubúnir til að hjálpa með ráðum og dáð .... Allir stúdentarnir áttu kjólföt, og var vaninn sá, að pantsetja kjólinn hjá „frænda“, sem kall- . trr að var, og innleysa á undan böllum í íslendingafélaginu .. . . daginn eftir ballið hékk svo kjóllinn aftur í fataskápnum hjá „fi-ænda“ .... Á þeim árum áttu heiðurs- hjónin Ditlev Thomsem konsúll og frú Ágústa lieima í Kaup- mannahöfn, inndælis mann- eskjur, og voru þau mörgum íslendingum liaukur í horni . . . . Iíonsúllinn var af dönskum ættum, en alinn upp á íslandi; frú Ágústa er dóttir Hallgríms biskups og dönsk i móðurætt, en sannai’i íslendingar eru vandfundnir en þau hjón .... Á livei’ju gamlárskvöldi, ár eft- ir ár, liöfðu Thomsenslijónin hoð mikið inni fyrir fjölda Is- lendinga, mest ungt námsfólk, stúlkur og pilta .... Þann dag voru mörg kjólfötin sótt i skápinn hans „frænda“ .... og margir stúdentar, sem daglega næx’ðust spai'lega hjá frú Han- sen i Rörholmsgade eða frú Rasmussen í Ole Sliursgade — þeir kölluðu það að eiga heima í „súrnum“ — nutu þess, að setjast að blómskreyttu veislu- borði, þar sem framreiddar voru steiktar rjúpur og aði’ar islenskar kræsingar, að ó- gleymdum gömlum og ljúffeng- um vínum á háum krystalsglös- um .... Þarna voru þá ótal ís- lendingar- staddir á gamlárs- kvökl, í framandi landi .... En þetta var gamlárskvöld í ís- lenskum anda .... Það var sungið og dansað og farið í leiki .... en á -slaginu kl. 12 söfnuðumst við öll ki’ingum liljóðfærið og ungar, sterkar raddir sungu „Nú árið er liðið í aldanna skaut“ .... Það eru meii'a en 15 ár síðan eg var í siðustu gamlárskvöldsveislunni lxjá Thomsenshjónunum .... en endurmínningarnar eru hlýjar .... t pökkum SEMOLEUGRJÓN. HRÍSMJÖL. SAGO, stór og smá. MAISENAMJÖL. MONDAMIN. Vi5ll» Laugavegi 1. TJTBÚ, Fjölnisvegi 2. Diskar (Djúpir og grunnir). Skálap Bollapöi* ICRZLC" -B»! i d'ji d ur BIBNDRHIS Uaffi VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.