Vísir - 16.12.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 16.12.1940, Blaðsíða 1
**fí •« - Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Si.mli Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 Ifnur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, mánudaginn 16. desember 1940. 292. tbl. Bresk herskip liakla áfram skothríðinni á herstððvar Itala í Libyu og Egiptalandi. Óeirðir i Vínarborg. .—O— VerkföU. -- Verka- menn sendir í fangabúðir. London í morgun. Fregnir hafa borist frá ýms- um heimildum um, ókyrð i Austurríki, einkanlega i Vínar- borg. Haf a verið háð þar all- mörg verkföll, flugmiðum og flugritum hefir verið dreift út, og þess krafist, að sjálfstæði Austurríkis verði endurreist. Nazistar hafa gripið til þess ráðs að handtaka verkamenn og hafa sent fjölda marga þeirra í fangabúðir. Lándstjóri sá, sem Þjóðverj- ar skipuðu i Austurriki eða Austurmörk hefir hótað enn strangari ráðstöfunum, ef ekki verði hætt allri mótspyrnu gegn nazistum. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. I gærkveldi bárust tilkynningar frá Kairo þess ef nis, að sókninni væri haldið áf ram á landa- mærum Libyu og Egiptalands, þar sem ítalir leitast nú við að stemma stigu við frekari framsókn Breta. Bretar segja, að þeir haldi sókninni áfram í full- um krafti. Bresk herskip hafa skotið á allar strand- stöðvar ítala milli Sidi Barrani og Bardia, með miklum árangri. I fyrsta skifti er nú getið um það í tilkynningum Breta. að Italir hafi gert tilraun til árása á. bresku herskipin, sem halda uppi árásum á hafnarborgir ítala. Var það kafbáturinn Niadi, sem gerði slíka tilraun, en undir eins og hann nálgaðist komu breskir tundurspillar honum fyrír kattarnef. Árás var einnig gerð á bresku herskipin. Voru það svo nefndir E-bátar eða hraðskreiðir tundurskeytabátar, sem þá árás gerðu, en árás- inni var hrundið, án þess nokkurt tjón yrði á hinum bresku herskipum. nri Að undanförnu hafa verið stöðugar skærur á landamærum Franska Indo-Kína og Siam, sva sem fyrr hefir verið getið. — De Coux landstjóri i Franska Indokína hefir lýst yfir því, að Indokina sé hvenær sem er reiðutoúið til þess að kippa sam- búðinni við Siam i venjulegt horf, en sakaði Siambúa eða Thailendinga um, að hafa troðið illsakir við Frakka og væri Frakkar saklausir af að hafa byrjað nokkurar illdeilur. Ef Thailendingar héldi uppteknum hætti myndi Franska Indokina grípa föl gagnráðstafana. Skothríð bresku herskipanna á Bardia var áköfust í gær. — Það er kunnugt, að Italir ætl- uðu ekki að láta hið sama ger- ast þar, sem í Sidi Barrani, er allar hergagna- og olíubirgðir komust óskemdar í hendurnar á Bretum, og fóru því að flytja birgðir sínar frá Bardia fyrir 2—3 dögum. — Skothríðin mun hafa verið gerð með það fyrir augum, að hindua þennan brott- f lutning og eyðileggja sem mest fyrir Itölum. ítalski flugflotinn í Li- byu er nú loks farinn að taka öflugan þátt í vörn- inni, og tefldu ítalir fram um 50 orustuflugvélum í fyrradag, en þann dag voru skotnar niður 24 flugvélar fyrir ítölum, en Bretar mistu aðeins þrjár. Breskar skriðdrekasveitir halda uppi stöðugri sókn á hendur Itölum og unna þeim engrar hvíldar. Það er nú barist a svæði, sem er 1200 ferhyrningsmilur ensk- ar og er þarna hvarvetna sand- auðn og geysa tiðum sand- stormar miklir á svæðinu. Bretar hafa þarna mikið verk að vinna auk þess sem þeir halda áfram sókninni, i fyrsta lagi að ná hergögnum, þeim, er ítalir hafa skilið eftir, en þau liggja á víð og dreif um þetta svæði. Er hætt við að þau verp- ist sandi, ef ekki er undinn bráður bugur að því, að ná þeim. Þá er og mikið verk að koma á brott hinum ítölsku föngum, sem teknir eru í hundraða tali dag hvern. 1 fregn frá Rómaborg segir, að Bretar hafi teflt fram mörg- um óþreyttum hersveitum frá Nýja Sjálandi og Ástralíu, til þess að reyna að knýja fram úrslit í or.ustunni um Capuzzio og Bardia. Ijof túram á Itei'lio s.l. miðnætti. Londn, í morgun. Loftárás var gerð á Ber- lín í gærkveldi og eins og tíð- ast er, ber hinum bresku og þýsku fregnum ekki saman um árangurinn. Þjóðverjar seg.ja, að að eins þrjár breskar flugvélar hafi komist inn yfir borgina, og að eins verið varpað niður flugmiðum í einu úthverfi. Þetta var fyrsta loftárás Breta á Berlín í 19 daga. Mikill fjöldi fólks var á götunum, í strætisvögnum og sporvögnum, er aðvör- unarmerkin voru gefin, og varð mikil truflun á allri umferð í vesturhluta borg- arinnar. — Bretar ætla, að mikið tjón hafi orðið af völdum árásarinnar, en beðið er með að tilkynna frekara um það, þar til flug- mennirnir hafa gefið skvrslur sínar. Mótspyrna Itala aftur að veikjast í Bretar hertaka þýskt flutninga- skip. London í morgun. Það var kunngert i London í gær, að breskt herskip hefði náð á sítt vald 6000 smálesta þýsku skipi, Claus Schoke, og tekið áhöfnina til fanga, 8 yf- irmenn og 22 undirmenn. Voru þeir settir á land i breskri höfn nú um helgina. Flutningaskipið lá i hlutlausri höfn i 15 mán- uði. Gerði áhöfnin því næst til- raun til þess að komast heim, en varð að gefast upp er hið breska herskip kom á yettvang þ. 6. des. Breskar sprengjuflugvélar gera 3 loftárásir á Neapel. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun Erlendum fréttariturum i Grikklandi ber saman um, að mót- spyrna Itala sé aftur farin að linast, en Grikkir tilkynna fram- sókn á öllum vígstöðvum, og segja þeir hersveitir sinar hafa náð nýjum, mikilvægum hæðum á sitt vald. — Talsmaður grísku herstjórnarinnar sagði í gærkveldi, að vel gengi á öllum víg- stöðvum og hvarvetna væri um sókn að ræða af' hálfu Grikkja. Breskar sprengjuflugvélar hafa gert þrjár harðar árásir á Neapel. Italir sjálfir viðurkenna,. að eitt her- skip allstórt hafi orðið fyrir sprengju, og 15 sjólið- anna, sem á því voru beðið bana eða særst. Miklar skemdir urðu í loftárásum þessum. Hjálpa Þjódverjar ítölum? I tilkynningu kærmálaráðu- neytisins í Aþenuborg segir, að her Grikkja hafi unnið sigra i mörgum smáviðureignum, tek- ið tvær mikilvægar hæðir, all- marga fanga, og talsvert her- fang, m. a. nokkrar fallbyssur og mikið af vélbyssum. Breskur togari tekinn í landhelgi. Varðbáturinn Óðinn tók í gær breskan togara, er var' að veið- um i Garðssjó. Málið var tekið til rannsókn- af í morgun hérna og var henni ekki lokið skömmu ef tir hádegi í dag, þegar blaðið fór i press- una. Það er nú kunnugt orðið, að Grikkjum fer brátt að bearst hjálp frá Bandaríkjunum. — Sjúkrabílar allmai-gir eru á leið- inni og innan skamms fá Grikk- ir 30 nýtisku hergagnaflugvélar frá Bandaríkjunum, en fleiri munu koma á eftir. , í blöðum i mörgum löndum heims er nú um það rætt, hvort Þjóðverjar muni hjélpa ítölum — og með hverjum hætti, ef til kemur. Það verður ekki að svo stöddu miklu um J)etta spáð, af því, að sagt er i þýskum og it- ölskum fregnum. Þó hefir eitt þýskt blað gefið i skyn, að hjálpin verði í því fólgin, að herða sóknina á héndur Bretum heima fyrir, því að í Englandi verði lokaorustan háð. Vikið er að því, að Þjóðverjar hafi aldrei krafist þess af Itölum, að þeir færi í stríðið. Italir sjálfir og Þjóðverjar leitast við að breiða yfir hrakfarir Itala og Italir af- saka sig með því, að Bretaveldi, mesta stórveldi heims, beiti nú öllum kröftum sínum til þess að koma Itölum á kné. Það er lika gefið i skyn, að Graziani sé að lokka Breta inn i Libyu, en engin skýring er á því gefin, hvers vegna Italir ef tirlétu Bret- um feikna birgðir hergagnaolíu og matvæla í stöðum sínum i Sidi Barrani og þar i grend, og ef það væri rétt, að markmið Graziani sé að lokka Breta inn í Libjai hefði vart farið svo sem reynd ber vitni i sókninni und- anfarna daga. Það er nú lýðum ljóst, segir i breskum fregnum, að sókn,in kom ítölum algerlega óvörum. Þvi er jafnvel haldið fram, að Bretar hafi náð helm- ingi meiri hergagna og mat- vælabirgðum undangegna daga en þeirra eigin her hafði í sókn- inni. Stöðugt berast fregnir um ó- kyrð á ítalíu, einkanlega i norð- urhluta landsins. Ameriskir fréttaritarar segja, að Þjóðverj- ar hafi sent f jölda marga Gesta- pomenn til þess að hjálpa Itöl- um til þess að bæla niður inn- anlandsóeirðir. Ennfremur, segja hinir amerisku fréttarit- arar, eru fjölda margir þýskir yfirforingjar komnir til Norð- ur-Italíu, og er giskað iá, að ef til byltingar komi i landinu ætli ilndúðm gegn nazist- um magnast í Noregi. London í morun. Fregnir frá Noregi herma, að andúðin gegn Quisling og naz- istum sé stöðugt að magnast. Hefir viða komið til átaka i norskum bæjum. og fjölda margir menn verið handteknir, m. a. i Kristianssand, Bergen, Þrándheimi, Hamri og víðar. Þjóðverjar hafa fest upp aug- lýsingar og hvatt norska verka- menn til þess að gefa sig fram til þess að fara til Þýskalands og vinna þar, en norskir verka- menn rífa þær jafnharðan nið- ur. — Götubardagar eru tíðir í norskum bæjum. I Times birtist nýlega grein, þar sem því er haldið fram, að Þjóðverjar hafi 300.000 manna her í Noregi. Búi þeir sig und- ir að dvelja langvistum í Nor- egi, leggja þar vegi til herflutn- inga og byggja virki. Fréttarit- ari blaðsins hyggur, að nazist- ar ætli að nota Noreg sem sein- asta virki, þegar þeir háfa ver- ið reknir úr Þýskalandi. Lokunartími verslana fyrir hátíðina. Oveðrið: Ófærð og sima- bilanirn Öveðrið, sem gekk yfin suður og suðvesturhluta landsins í gær spilti víða færð og orsakaði smá- vægilegar símabilanir, sem þó munu verða komnar í lag í (lag að öllum líkindum. Hellisheiðin er nú orðin ófær bifreiðum, svo að bílar fara eystri leiðina, þ. e. a. s. fyrir austan Þingvallavatn. Er sú leið snjólétt. Vísir átti i morgun tal við Edvard -Árnason, simaverk- fræðing og spurði hann um símabilanirnar. Kvað hann þær allar vei-a smávægilegar, svo að búið er að gera við sumar, en allar verða að líkindum komn- ar í lag í kveld. Bilanirnar fylgdust með veðr- inu. Sú fyrsta varð hjá Hala í Suðursveit undir Vatnajökli, en siðan færðust þær í vestur, ef tir þvi sem veðurofsinn færðist. Vísir hefir spurt Guðmund Guðjónsson, formann Félags matvörukaupmanna, um lokun- ar.tíma verslana nú fyrir jólin. Guðmimdur kvað verslanirn- ar varla hafa frið fyrir fólki, sem altaf væri að spyrja um þetta. Sagði hann, að verslanir yrði opnar til miðnættis á laug- ardag og Þorláksmessu en til kl. 4 á aðfangadag jóla. Aðra daga yrði lokað á venjulegum tíma. Síðar i vikunni munu' versl- anir auglýsa lokunartima sina. Munu kaupmannafélögin gera þetta í sameiningu, eins og oft áður. Þjóðverjar að taka allar flug- stöðvar i sinar hendur. Italska útvarpið hvetur al- menning til þess að forðast allar æsingar og menn beðnir að treysta þvi, að þótt móti hafi- gengið i bili muni brátt betur horfa. Jólaeplin. CKIP það, sem kemur með nokkuð af jólaeplunum, er komið. Meiri birgðir eru þó væntanlegar milli jóla og nýárs. Þeir,, sem ætla að kaupa mik- ið af eplum fyrirjólin, verða að líkindum að fara hægara i sakirnar en þeir ætluðu sér, því að birgðir verða takmarkaðar þangað til milli jóla og nýárs. Þvi miður munu kaupmenn ekki fá neitt af þurkuðum á- vöxtum fyrri en eftir nýár. YFIRLtSING. Að gefnu tilefni vil eg taka það fram að ritdómur i Visi, 270. tbl. þetta ár, um norræna goðafræði, undirritaður G. J., eða aðrir ritdómar i blaðinu þannig merktir, eru ekki eftir mig. Bókafregnir eða aðrar grein- ar, sem birtast eftir mig, eru jafnan ritaðar undir fullu nafni minu. Rv. 16. des. 1940. Guðni Jónsson. Nýja Bíó biður þess getið, að vegna raf~ magnsbilunarinnar í gærkvöldi hafi báðar seinni sýningarnar fallið nið- ur. Gilda aðgöngumiðarnir frá því í gærkvöldi á sýningarnar í kvöld, þannig, að aÖgöngumiÖar á 7-sýn- ingu í gær gilda kl. 7 í kvöld, og aÖgöngum. á 9-sýningu í gær gilda kl. 9 í kvöld. Silver Queen: er fullkomnasta og fljótvirkasta Permanent- vél nútímans. Silver Queen: krullar alt hár, enginn óþægilegur hiti. Silver Queen: sparar yður tíma. Silver Queen verður kærkomin jólagjöf. Hárgreiðslustofan PERLA Bergstaðastræti 1. Simi 3895. Simi 3895.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.