Vísir - 16.12.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 16.12.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Prestskosn- ingarnar. Jþá ern prestskosningarnar um garð gengnar og er óhætt að fullyrða að þátttaka í þeim liafi reynsl sæmileg, en þó minni, en gera liefði mátt ráð fyrir. Bar þar fyrst til að af- lakaveðnr gerði7 í gærkveldi, þannig að menn rnunu liafa veigrað sér við að leggja út í það, ekki síst í úthverfum bæj- arins, þar sem fólk þurfti að fara yfir víðavang til kjörstað. ar. Einlcum gætti þessa í Laug- arnessókn, þar sem aðeins einn prestur var í kjöri, og varð kosning þar ekki lögmæt. Eftir þeim upplýsingum, sem Vísir hefir fengið, hafa þar kosið 410 menn af 1120, sem á kjörskrá voru, en enginn efi er á því, að ef veður hefði ekki spilst svo sem raun varð á, hefði þátttak- an í kosningunni orðið miklu meiri. Var þó kosningin ekki jafn harðsótt þar og í hinum prestaköllunum, tveiinur, þar sem margir prestar voru í kjöri, og rekinn liarður áróður af ýmsum aðilum til þess að draga fram hlut prestsefnanna. í Nessókn kusu 1075 af 1494, sem á kjörskrá voru, og má það teljast ágæt þátttaka. Aðsóknin mátti lieita jöfn allan daginn og fengu menn greiða af- greiðslu, en hér var sama sagan og í Laugamessókn, að eftir að veðrið spiltist, dró alerlega úr aðsókninni, og má því telja víst að ýmsir þeir, sem hug hafa haft á að kjósa, hafi eklci treyst sér til þess og sgtið heima. í Hallgrímssókn kusu 4640 kjósendur af 6649, sem á kjör- skrá voru, og er það hlutfalls- lega minni aðsókn en í Nes- prestakalli, og má tvímælalaust telja að óveðríð í gærkveldi hafi átt sinn ríka þátt í því, að úr aðsókn dró, og voru þó bifreið- ar notaðar miklu meir í Hall- grímssókn en í hinurn sólcnun- um báðum. í Laugarnessókn voru engar bifreiðar notaðar til flutninga og kosningaáróður var þar enginn, en þeir kusu, sem áhuga höfðu, ótilkvaddir af öðrum. Nú, þegar kosningu er lokið, verða menn að sætta sig við nokkra bið þar til úrslitin verða kunn, og ber það til, að kæru- frestur er þrír sólarhringar. Verða kjörplögg geymd innsigl- uð á öruggum stað í þessa þrjá sólarhringa, en talning fer fram, fimtudaginn 19. þ. m. í öllum sóknum. Éngu verður um það spáð, hvernig kosningarnar muni hafa farið. Það upplýsist, er tal- ið verður, en vafalaust hafa at- kvæði dreifst allverulega mill- um prestsefnanna og ekki ó- sennilegt, að kosningin verði ekki lögmæt, þannig að engir einstakir menn fái hreinan meiri hlula. Kemur þá til kasta biskups og ríkisstjórnar um veitingu embættanna, en vafa- laust verður þeim veitt embætt- in, sem flest hafa atkvæðin í hverri sókn. Þótt prestskosningum sé þannig lokið og vænta megi úr- slitanna bráðlega, er mikið verk fyrir höndum í kirkjumálum þessa bæjar. Starfsskilyrði hinna nýju presta verða léleg, ekki sist af þeim sökum, að •kirkjur vanta, og verður að ráð- ast i byggingu þeirra svo fljótt seni kostur er á. Verður það úr- lausnarefni, sem bíður prest- anna og sóknarnefndanna á næstu árum, og veltur á miklu hverja lausn þau mál fá, svo að viðunandi sé. Ekki er ólík- legt, að menn neyðisl lil að hverfa að því ráði, að byggja litlar kirkjur, til þess að ráða bót í brýnustu þörfinni í bili, en öll starfsskilyrði liinna nýju presta verða hin lélegustu, þar til ráðið er fram úr þessu. Þess er að vænta, að Reyk- víikingar taki höndum saman um lausn þessara mála, hvernig sem prestskosningarnar luinna að fara. Akureyringar Iiafa gengið þar á undan með góðu fordæmi, þar sem þeir hafa ný- lega reist mikið og vandað guðs- hús þar á staðnum, og Reyk- víkingar ættu ekki að þurfa að vera eftirbátar þeirra í þessu efni, ef vilji til framkvæmda er fyrir hendi. Fyrirsjáanlega verða ýmsir erfiðleikar á hinu kirkjulega starfi hér í bænum á næstu árum, en þeim erfiðleik- um verður að ryðja úr vegi með samtökum og samhentu safn- aðarstai’fi, þannig að prestarnir fái notið sín í starfi sínu, sem er mikils um vert að vel takist. Háskólatónleikar Árna Kristjánssonar og Björns Ólafssonar. Tónleikar þeirra á föstudag- inn var, í hinum glæsta hátíða- sal Háskólans, voru helgaðir norrænni tónlist. Auk íslenskra laga voru þó ekki leikin önnur lög en eftir Grieg og Sibelius, sem eru vafalaust merkilegustu tónskáldin á Norðurlöndum. Grieg skipaði öndvegið á pró- gramminu og voru leiknar eftir liann tvær fiðlusónötur, önnur var tragiska sónatan í c-moll, sem er best gerða sónatan eftir hann; í þessu verki ræður Grieg fyllilega við sónötuformið og er ekki eins andstuttur og í fyrri verkum sínum. Einnig var leik- in Ballade í g-moll eftir hann, sem er besta píanóverk höfund- arins og eitthvert fegursta pía- noverk á Norðurlöndum. Sibel- íusarlagið og aukalagið, sem leikið var eftir hann, voru bæði í smærra broti. Það var nýlunda að heyra íslensk fiðluverk. Til skamms tíma var mér ekki kunnugt um nema eitt íslenskt fiðluverk, en það er Ilumores- que eftir Sveinbjörnsson, - sem er snoturt verk, en heyrist þó aldroi leikið opinberlega, og væri þó viðeigandi að sýna því ræktarsemi, sem vel hefir verið gert á þessu sviði af islenskum mönnum. „Stefjahreimur“ eftir Sigfús Einarsson er söngrænt lag í „gamla stílinn“ og ber það með sér, að höf. liefir verið tamara að semja lög fyrir mannsröddina en fiðluna. „ís- lensk rímnalög fyrir fiðlu og klaver“, op. 12, eftir Karl Run- ólfsson bera það með sér, að hö|f. vill ekki hjakka í sama farinu og eldri kynslóðin. 1 þessu verki er hressandi íslensk g'ola og sjávarselta og hefir höf. aukið við hróður sinn ineð því. Einkar snoturt fiðlulag, „Hum- oresque“, eftir Þórarinn Jóns- son, sem samdi sönglagið „Heiðbláa fjólan mín fríða.“, var leikið sem aukalag. Strax á fyrstu tónunum í fyrsta verkinu fann eg, að ekki var alt með feldu með endur- 'óminn í salnum. Tónarnir svifu ekki lausir út í hvern krók og kima og raskaðist algerlega Reykjavík í myrkri Bærinn Ijóslaus í þrjá stundarf jórðunga vegna samslátfar á háspennulínum. W^egar klukkan var tíu mínútur yfir átta í gær- * kveldi sloknuðu ljósin allra snöggvast hér í bænum. Dofnuðu þau mjög nokkrum sinnum, en birti á milli, jiangað til jiau dóu alveg kl. 8.15. Var bærinn I jóslaus þangað til kl. 9, eða í 45 mínútur. Vísir átli tal við Steingrím Jónsson rafmagnsstjóra í morg- un og spurði hann um orsak- irnar til bilunarinnar. Rafmagnsstjóri kvað versta veður hafa verið fyrir austan og um áttaleytið liefði verið krapahrið þar, en farið svo að | frjósa. Hefði þá vafalaust Iilað- ist á háspennuþræðina og þeir svo slegist saman, vegna þess livernig vindáttin var. Þegar ljósið dó svo loks al- veg, og búast mátti við þvi, að það liði nokkur timi, þangað til aðslæður breyttust svo til batn- aðar á Sogslínunni, að liægt væri að notast við hana, var það ráð tekið að setja Elliðaárstöð- ina i gang. Tók það nokkurn líma en rélt eftir kl. 9 var kom- ið ljós, þótt ekki væri það eins skært og Ijósið af Sogsrafmagn- inu. En um níuleytið gerði versta veður hérna líka, krapahrið og síðan frost, svo að ljósin fóru aftur að flökta. Slógust þá sam- an strengir innan við hæinn. Á ellefta tímanum hafði veð- ur lagast svo austan fjalls, að hægt var að setja Sogsstöðina í samband aftur. Var alt í lagi eftir það. Kvikmyndasýningar féllu niður í gær, bæði kl. 7 og 9 í báðum bíóunum. Þeir, sem urðu af sýningui# í gær, geta notað miða sína í kveld. styrkleikahlutföllin milli fiðl- unnar og slagliörpunnar. Þann- ig var þetta a. m. k. þar sem eg sat. Mér er sagt, að bæði sé kork i gólfi og lofti og þyklc gluggatjöld frá gólfi til lofts hylja veggina að mestu. Er jietta leiðinlegt, því eg veit eng- an sal í bænum skemtilegri að öðru leyti fyrir slíka tónleika og fyrir-kammennúsik yfirleitt. Eg hefi oft lieyrt liina björtu fiðlutóna Björns í öðrum salar- kynnum; þar líða þeir frjálsir, en hér voru þeir bældir. Samt duldist manni ekki, að samleik- ur þeirra Árna og Björns var góður, og stundum með ágæt- um. Þeir eru báðir sannir milli- göngumenn milli tónskáldsins og áheyrandans. Árni lék einleik á slaghörp- una áðurnefnda „Ballade“ eftir Grieg. Hún er röð af tilbrigð- um yfir norskt þjóðlag frá Valdres. Grieg er ramnorskur í leit sinni. Ilann hefði getað sagt um sig það sama og Ole BuII, að hann væri „norskur Norðmaður frá Noregi“. Árni hefir sérstaldega rika tilfinn- ingu fyrir hljómbrigðum hljóð- færisins. Hugur lians hneigist meira að því lyriska en stór- fenglega, endá er meðferð hans yfirlætislaus, í sumum verkum kann manni að finnast það um of. „Balladen“ með sínum lyr- iska innileik liggur sérstaklega vel fyrir liann, og lék hann hana með undraverðri margbreytni í hljómum og voru lyrisku kafl- arnir aðdáanlega fallega setlir fram. Salurinn var fullur og viðtök- urnar góðar og innilegar og urðu listamennirnir að leika nokkur aukalög. B. A. Bæjap frétiir I.O.O.F. =ol).IP. = 12212177, í gær 15. des., stofnaði síra Árni Sig- urðsson, með fermingardrengjum frá þessu ári, Kristilegt félag ungra manna innan Fríkirkjusafnaðarins. Leiðrétting. í grein síra Árna SigurÖssonar átti að standa „lífssko'ðun efnis- hyggjumatma", en ekki lífsafkoma efnishyggjumanna, eins og mis- prentast hafði. Vestfirðingafélag verður stofnað í Kaupþingssaln- um í kvöld til þess að víðhalda kynningu meðal Vestfirðinga og vernda vestfirsk verðmæti eftir því, sem tök verði á. Félagsstofnun þessi nær yfir Barðastrandarsýslu, Isafjarðarsýslur báðar og Stranda- sýslu. Háskólafyrirlestur. Dr. phil. Símon Jóh. Ágústsson flytur háskólafyrirlestur á morgun kl. 6.15 í 3. kenslustofu. — Efni: Stöðuval. — Öllum heimill að- gangur. Næturakstur. Aðalstöðin, Lækjartorgi, sími 1383, hefir opið í nótt. Næturlæknir. Jónas Kristjánsson, Grettisgötu 81, sími 5204. Næturvörður í Ing- ólfs apóteki og Laugavegs apóteki. Útvarpið í kvöld. Kl. 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Islenskukensla, 2. fl. 19.00 Þýsku- kensla, i. fl. 19.25 Hljómplötur: Tataralög. 20.00 Fréttir. 20.30 Unt daginn og veginn (Sigfús Halldórs Til jólanna Bökunarvörur: Hveiti, 1. fl. • Hveiti í smápk. Möndlur Kókosmjöl Strausykur Skrautsykur Syróp Lyftiduft Flórsykur Sultur Krydd allsk. Jólavörur: Jólakerti Antikkerti Súkkulaði Vindlar Tóbak, allsk. Sælgæti Spil Ö1 Gosdrykkir. Búðingar. Grænar baunir. Hólsfjaliahangikjöt. Álegg. LEIKFÖNG. Ýmsar snyrtivörur hentugar til JÓLAGJAFA. Hverfisgötu 59. Sími 2064. Leikföng — leikföng — á 1 ' FflTnBÚÐflBINNflR frá Höfnum). 20.50 Hljómplötur: Létt lög. 20.55 Útvarpssagan: Kristín Lafransdóttir, eftir Sigrid Undset. 21.25 Útvarpshljómsveitin: Norsk þjóðlög. Einsöngur (Krist- ján Kristjánsson). Slökkviliðið f var gabbað um miðnætti í nótt niður í Lækjargötu. ra vantar nú þegar um óákveðinn tíma. Félagsprentsmiðjan Ljóðabókin, sem menn lesa um jólin, Ströndin eftir Pál Kolka. er Bokaverslun í«a{oldarpreiit§niiðjii. ? ■;r vt; Glæsilegasta jólagjöfin er ÆFINTÝRI LAWRENCE í ARABÍU

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.