Vísir - 18.12.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 18.12.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. Reykjavík, mjðvikudaginn 18. desember 1940. Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 294. tbl. iiiarður llyt- nr rslu. Roosevelt lofar Bretum auknum stuðningi Óvíst með hverjum hætti stuðn- ingurinn verður. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Það varð kunnugt þegar eftir heimkomu Roosevelts Bandaríkjaforseta í gær að mikilvægrar yfirlýsingar var að vænta frá hans hendi. Það var kunngert i gærmorgun, að hann myndi veita blaðamönnum áheyrn, og látið í veðri vaka, að hin mikilvæga yfirlýsing myndi þá koma fram, og sú varð reyndin. Tillög- urnar f jalla um aukna hjálp til Breta, án þess að skuldabyrðar verði lagðar á þá. Kom það og l.jóst fram í Bandarík junum i gær, að Bretar þurfa stuðnings við sem fyrst, því að innrásarhættan vofir stöðugt yfir, og það verður að gera ráð fyrir, að Þjóðverjar freisti að gera innrás í Bretland fvrir næsta vor, ef ekki sjóleiðis og loft- leiðis, þá einvörðungu loftleiðis. Tillögur þær, sem Roosevelt hefir ákveðið að leggja fyrir þingið —- en þó ekki gengið frá til fnlln- ustu — eru þess efnis, að Bandarikin leigi Bretum hergögn,' en fyrir þau hergögn, sem eyðileggj- ast greiði þeir síðar, með því að leggja til liergögn í staðinn. Hjálpina er unt að veila þannig, þvi að Bandaríkjamenn nota samskonar herögn og Bretar. Áformar Roosevelt, að ríkið taki að sér að mestu eða öllu yfirráð hergagnafrainleiðslunnar i þágu Breta. Roosevelt sagði tillögum sinum til stuðnings, að Bretar herðist fýi-ir framtíð Bandaríkjanna ekki siður en fyrir framtíð alls Breta- veldis og lýðræðis o*g frelsis i heiminum, og því væri réttmætt, að Bandaríkjamenn hjálpuðu þeim með sama liætti og að framan greinir. Beaverbrook lávarður, flug- vélaframleiðsluráðherra Bret- lands, flutti ræðu í gær og var hienni útvarpað. Hann lagði mikla áherslu á það, að flug- vélaframleiðsla Breta og Banda- rikjamanna liefði aukist gífur- lega, og færði fram ýmsar töl- ur máli sínu til sönnunar. Sýndi hann fram á liversu flugvéla- framleiðslan hefir aukist með hverjum mánuðinum og vik- unni, sem liðið hefir. Það vakti ekki síður athygli, að Beaver- brook lýsti yfir því, að með gjöfum manna í Bretlandi og víða um heim liefði verið greitt fyrir allar þær flugvélar, sem Bretar hafa bygt til þess að „fylla í skörðin“. Beaverhrook lagði mikla áherslu á það, að Breta vantaði nú fyrst og fremst sprengjuflugvélar. Beaverbrook gerði innrásar- liættuna að umtalsefni og sagði, að stjórninni væri kunnugt um, að stórf&dur undirhúningur færi fram undir innrásina, og yrði Bretar að vera vel á verði og vera við því búnir, að Þjóð- verjar geri tilraun til innrásar af sjó og úr lofti — eða loft- leiðis einyörðungu, fyrir næsta vor. Beaverbrook viðurkendi, aÖ Þjóðverjar liefði liernaðarleg yfirráð á meginlandinu, en þó ekki eins sterk og í fyrrasumar, en Bretar hefði hrifsað í sínar hendur yfirráðin i loftinu. — Beaverbrook viðurkendi liina miklu hættu, sem breskum kaupskipum, stafar af flugvél- um og kafbátum Þjóðverja. Hann boðaði, að árið 1942 fengi Bretland 26.000 flugvélar frá Bandarikjunuin og jafnmikið árlega úr því. Það var í fram- haldi af því,*sem liann sagði, að Bretar gæti •nú framleitt all- ar þær orustuflugvélar, sem þeir þyrfti, en þeir þyrfti nú umfram alt fleiri sprengjuflug- vélar. Bretar halda álrin ir y!ir ra, en ná aftur Palermo á Albaniuströnd. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. 1 tilkynningu herstjórnarinn- ar grísku segir, að ítalir hafi neyðst til þess að hörfa uncTan á miðvígstöðvunum. Hafi grísk- ar hersveitir stöðugt sótt þar fram og stefna þær í áttina til Klisura, en miklir eldar brenna þar i borginni, og ætla menn því, að ítalir séu að yfirgefa hana. Grikkir hafa nú komið sér svo fyrir í hæðunum við Tepelini, að þeir geta skotið á borgina, en þeir hafa enn ekki lillcynt opinberlega, að þeir lrafi hertekið hana. Á öðrum vígstöðvum gengur London í morgun. Bretar halda áfram sókninni i Libyu. Engir ítalskir hermenn eru nú í Egiptalandi, nema fang- ar. Breskar vélaliersveitir eru komnar til strandar fyrir vestan Bardia og eru þvi hersveitir ítala þar innikróaðar. ítalir hafa þar a. m. k. 2 herfyíki, og auk ]>ess eru þar leifar svartstakka- hersveitanna, sem komust und- an frá Sollum, Kapuzzovirki og Sidi Barrani. Bardia mun nú að mestu í rústum, eftir sprengjur hresku flugvélanna og skothrið herskipanna. Bretar hafa nú skotið niður fyrir ítölum um 120 flugvélar á liðlega viku, en mist tæplega 30 sjálfir. Flestir bresku flugmannari.na björguð- ust. Ekki hefir enn verið tilkynt opinherlega, hversu marga fanga Bretar hafa tekið, en það er kunnugt, að þeir skifta tug- um þúsunda. Einn fréttaritari segist Iiafa séð um 8000 ítalska fanga, sem fáeinir breskir her- menn fóru með austur á bóginn. ítölsku hermennirnir virtust Iiressilegir og ekki láta ósigur- inn neilt á sig fá. Bretar ráðgera að senda a. m. k. 20.000 ítalska fanga lil. Indlands og, koma þeim fyrir i hækistöðvum þar. Grilckjum einnig vel, að þvi er hermt er í herstjórnartilkynn- ingunni. Hafa Grikkir tekið marga fanga, m, .a. einn’ her- deildarforingja, og marga yfir- foringja aðra. Líkur benda til, að ítalir hafi náð aftur Palermo frá Griklcj- um, því að talsmaður grísku stjórnarinnar neitaði því í gær- kveldi, að Iiærinn vspri á valdi Grikkja, en stórskotalið Grikkja hefði byrjað skothríð á borgina. Talsmaðurinn sagði, að mót- spvrna ítala á ströndinni hefði harðnað mikið. Menn búast við, að tillögur þessar — kannske með einhverj- um hreytingum í einstökum atriðum, nái fram að ganga. er þingið kemur saman í byrjun næsta árs. Meðal fólks af öllum stéttúm í Bandaríkjunum er nú mikill hugur, að hjálpa Bretum. La Guardia borgarstjóri sagði í ræðu i gær, að Bandarikjamenn mætli þakka það Bretum, að þeir byggi við frið þessi jól. Eins og kunnugt er*hefir Sir Frederick Philips, ráðunautur breska fjármálaráðuneytisins, verið í Bandaríkjunum að und- anförnu, og hefir hanri í-ætt við Cordell Hull, utanrikismðherra, Morgenthau fjármálaráðherra, og fleiri ráðherra. Hefir hann gefið þeim ítarlegar skýrslur um fjárhag Bretlands. Cordell Hull sagði í gær, að Bretar byggist við erfiðleikum á næsta ári, ef þeir fengi ekki fjárliagsfega aðstoð í Bandarikjunum, og gæti þeir ekki ella tekið á sig nýjar fjárhagslegar skuldbindingar um greiðslur vestra. Bretar eru þegar búnir að greiða að mestu fyrir þær vörur og hergögn, sem þeir liafa fengið vestra. Af beggja hálfu, Breta og Bandarikjamanna, er nú lögð stund á að koma í veg fyrir, að til skuldasöfnunar í stórum stil komi, eins og í Heimsstyrjöldinni. Þess vegna hefir Roosevelt komið fram með tillögur, sem að framan greinir og liklegt þykir, að síðar verði um beinar fjárgjafir að ræða. En Roosevelt tók það fram, að það væri ekki um endurgjaldslausar gjafir að ræða, þvi að Bretar væri að berjast fyrir Bandaríkin, um leið og þeir berðist fyrir sitt eigið land . Laval látinn laus. Ilitler vill knýja Frakka til samviiinii við Þjóðverja. EINKASKEYTI frá United Press. Lonðon í morgun. Laval fyrrverandi varaforsætisráðherra Frakklands var lát- inn laus í gær, að kröfu þýsku stjórnarinnar. — Það var opin- berlega tilkynt í Vichy í gærkveldi, að Petain hefði rætt horf- urnar alment við Laval. — Laval kom aftur til Vichy í gær. Fór liann þangað í bifreið. Snæddi liann miðdegisverð á gistihúsi þar, með þýslcum blaðamönnum, en í öðrum sal gistiliússins liafði Petain boð inni fyrir dr. Abelz, og það það boð sátu Hunzinger hermála- 'ráðlierra og Dalan flotamála- ráðherra. Dr. Abetz fór til Parísar í gær- kveldi kl. 9.30. Ýmsar getgátur koma fram um hvað fyrir Þjóðverjum vaki, en flest blöð Bretlands og Bandaríkjanna liallast að þvi, að Þjóðverjar murii leitast við að knýja Frakka til algerrar samvinnu við sig, og sé það þeim meiri nauðsyn en áður, eftir hrakfarir ítala. Það er jafnvel um það rælt, að Ilitler muni krefjast ]iess, að fara með her- afla yfir hinn óhernumda hluta Frakklands, Itölum til hjálpar. eða til þess að treysta aðstöðu sína þar i landi. Times telur, að Hitler muni gramur Mússólini fyrir liversu illa hefir farið fyrir Itölum, en muni telja sig tilneyddan að hefja íhlutun þar. Bendir hlaðið á, að Þjóðverjar fari nú eins að á ítaliu og i Noregi og Hollandi, láður en þeir réðust inn i þessi lönd, og svo kunni að fara, að Þjóðverjar hernemi Ítalíu, en Mússólini fái svipað lilutverk og Quisling í Noregi. I STÓRKOSTLEG SPRENG- ING í SÆNSKUM HER- G AGN A VERKSMIÐ JUM. — London í morgun. Fregti frá Stokkhólmi hermir, að margir verka- menn hafi beðið bana eða sæi-st, er ógurleg sprenging varð í gær í Karlskoga-her- gagnaverksmiðjunum við Bo- fors. Sigurður Sigurðsson játar á sig fyrri þjófnaði í Lands- hankanum. Allm er iipplýit uin 22 luiis kr. Oigurður Sigurðsson hefir nú játað að hafa stolið samtals 14 þús. kr. að auki. Þar af stal hann 12 þús. kr. úr tösku frá Klapparstígsútibúinu árið 1934 og 2000 kr. úr kassa A. J. Johnson, sparisjóðsgjaldkera, árið 1936. Þetta játaði Sigurður um miðnætti síðastlið- ið, en Jónatan Hallvarðsson, sakadómari, hélt yfir- heyrslum áfram í gær. — Er þá óupplýst um 1000 kr., sem hurfu árið 1935, en Sigurður harðneitar að hafa tekið þær. Sigurður segir svo frá þess- um ofannefndu þjófnuðum, er liann liefir játað á sig: Þ. 28. febr. 1934 var aðal- gjaldkeri Landsbankans veikur og hafði Sigurður þá lyklana að fjárhirslunni í kjallaranum. Um kveldið, þegar búið var að loka dagskassann og töskur útibúsins þar inni, fór Sigurður þangað inn. Ivom liann þá auga á tvær ólæstar töskur útbúsins og finnur í annari 12000 kr. í umslagi. Stakk hann-því á sig og fer. Af þessu eyddi hann 10 þús. lcr. Tveim þúsundum brendi hann, þvi að seðlarnir voru orðnir gamlir og þvældir og hann óttaðist, að það myndi vekja grun á sér, ef liann not- aði þá. Um 2000 kr. þjófnaðinn sligði Sigurður svo frá, að liann hefði gerst eftir vinnutíma þ. 28. jan. 1936. Fór Sigurður með kassa sparisjóðsgjaldker- anna niður i fjárhirsluna. Þegar þangað kom opnaði Sigurður kassa A. J. Johnsons með lykl- inum, að sínum kassa og tók 2000 kr. úr kassanum. Þessu fé eyddi hann einnig. Þá var Sigurður og spurður um það, hvort liann væri vald- ur að livarfi 1000 ki\, er liurfu úr innsigluðu 25.000 kr. seðla- búnti i nóvember 1935. Lands- bankinn hafði greitt Útvegs- bankanum þetta fé, en hann greiddi það svo aftur til Lands- bankans, án þess að búntið væri leyst upp. Sigurður tók við búntinu og fékk það Jóni Halldórssyni, aðalgjaldkera. — Sagði Jón, að búntið væri all- losaralegt, en ekki var talið í þvi þá. Nokkuru siðar var þeim Þor- varði Þorvarðssyni og Jóni Le- ós, gjaldkerum, fengið búntið. Lélu þeir einnig orð falla um það, að búntið væri losaralegt, og .þegar talið var í þvi, vant- að 1000 kr. i það. Rannsókn málsins er stutt komið og er Sigurður enn í gæsluvarðhaldi. Opinber gjöld ekki tekin af launum verkamanna 2 síðustu útborganir fyrir jól T) 4. þessa mánaðar skrifaði stjórn Dagsbrúnar ■ borgarst jóra, tollstjóra og Sjúkrasamlagi Reykja- víkur og æskti þess, að opinber gjöld yrði ekki dregin frá kaupi verkamanna tvær siðustu útborganir fyrir jólin. Hefir verið tekið heldur meira af launum verkamanna á þessu ári í opinber gjöld vegna þess, að atvinna hefir verið meiri, en hinsvegar kæmi ])að"sér vel fyrir þá, eigi siður en aðra, að hafa aukin auraráð fyrir jólin/ Rorgarstjóri svaraði félaginu strax þ. 6. þessa mánaðar með svohljóðandi hréfi: Bréf yðar, dagsett 4. þ. m., varðandi innheimtu útsvara af kaupi verkamanna, liefi eg móttekið og vil taka til greina óskir yðar uni að láta niður falla útsvarsinnheimtu af kaupi félagsmanna yðar tvær næstu vikur. Ilinir tveir aðilarnir hafa einnig tekið ágætlega í þessa málaleitan félagsins og verða því þessi gjöld ekki innheimt ,af verkamönnum fyrir jólin. Er óþarfi að fjölyrða um það, hversu vel þessi ráðstöfun stjórnar Dagsbrúnar kemur sér fyrir alla félagsmenn. Er þetta í fyrsta skifti, sem Dagsbrún- arstjörn fer fram á slika iviln- un fyrir hönd verkamanna. Að sjálfsögðu munu verkamenn fagna þessu framtaki stjórnar i sinnar og er þess að vænta, að þetta fyrirkomulag verði haft framvegis. Vetrarhjálpin: Mm 1 ðigir eltir J^eykvíkingar! Nú eru einir fimm virkir dagar eftir til jóla, en hátt á 7. hundrað hjálparbeiðna hafa þegar borist Yetrarhjálpinni. Það má gera ráð fyrir að þær verði um 1000 áður en lýkur. Úthlutun er þegar hafin og verður lialdið áfram af fullum krafti til jóla. Þeir, sem ætla að gefa, en hafa ekki komið þvi í verk ennþá, ætti að gera það sem fyrst. Þá mun starfsfólki Vetrarlijálparinnar auðnast að fá betra yfirlit j7fir hvað hún getur hjálpað fólki og það gerir alt starfið auðveldara. Bæjarbúar! Yetrarhjálpin hefir tekið sér einkunnarorðin: * „Enginn svangur eða kaldur um jólin.“ Þið ráðið því, hvort henni tekst að gera þau að sannmæli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.