Vísir - 19.12.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 19.12.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla V ' 30. ár. Reykjavík, fimtudaginn 19. desember 1940. 295. tbl. \ Þjóðvepjar hafa sent lierlið til Italíu. Prestakosníng: Uotlanhald ítala í Afríkn. Hersveitir frá Tobrouk á. leid vestur á hóginn. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun Að undanförnu hafa verið birtar fregnir um það, að Þjóðverjar hefði sent lið til Italíu. Voru uppi ýmsar getgátur um hver tilgangurinn væri. I sumum fregn- um var því haldið fram, að senda ætti lið þetta til Libyu en í öðrum, að Þjóð- ^erjar ætluðu að tryggja sér yfirráðin i Norður-Italíu, ef gerðar yrði tilraunir til þess að steypa Mussolini af valdastóli. En allarþessar fregnir voru bornar til baka í Berlín og staðhæft, að ekki væri minsti fótur fyrir þeim. Þrátt fyrir þessar fullyrðingar ber- ast stöðugt fregnir um liðsflutninga Þjóðverja til ítalíu og í nótt skýrði Columbia- útvarpsstöðin frá því, samkvæmt fregn frá Belgrad, höfuðborg Jugoslaviu, að Þjóð- yerjar hefði herafla í Taranto (á Suður-ítaTíu, þar sem Bretar gerðu loftárás á Íier- skip Itala og skemdu mörg þeirra) og eins i Turin. Engar áreiððanlegar upplýsingar eru fyrir hendi um hversu mannmargt lið Þjóðverjar hafa þarna. I Belgradfregninni segir, að snemma í þessari viku hafi ferðámenn, sem nú eru kömnir til Belgrad, séð þýskt herlið í Brennerskarði á suðurleið. Þýskt herlið hefir einnig sést i skipum á höfninni í Trieste. Engar aðvaranir um loftárásir. Fregnir bárUst um það i gær, að nokkur hluti herliðs þess, sem Bretar hafa í Bardia, væri á leiðinni vestur á bóginh til Tobrouk, og sýnir það, að Jtalir hafa enga von um að geta haldið þeirri borg, enda voru breskar vélahersveitir komnar langt vestur fyrir þá borg i gær. Einnig tilkyntu flugmenn Breta, sem voru í könnunarflugferðum yfir ströndinni, að þeir hefði séð her- flutningalestir á leið vestur á bóginn frá Tobrouk til Dema, og eru þvi likur til, að ítalir hörfi undan alls um 160 enskar mílur frá Sidi Barrani. En sennilegt er. að þeir geri tilraun til þess að stemma stigu við framsókn Breta þar. Lið það, sem er í Bardia hafði ekki gefist upp, er siðast fréttist, og er sennilegt, að Bretar hafi ekki verið búnir að króa liðið þar inni með öllu, og Itahr hafi því getað komið einhverju af liðinu undan vestur á bóginn. En breska herliðið i nánd við Bardia fékk liðsauka bæði i gær og fyrradag, og má af því sjá, að Bretar leggja nú hina mestu áherslu á að þjarma að ítölum, meðan flótti er í liði þeirra og baráttuhugurinn Iam- aður, en fréttariturum ber sam- an um, að ítölsku hermennirn- ir séu áhugalausir og fegnir því, að vera teknir til fanga. Und- anteknar eru þó nokkrar svart- stakkasveitir, sem hafa barist frækilega. Og nokkurar landa- mærastöðvar voru varðar af !kappi í byrjun, en eftir það hef- ir borið æ meira á því, að kjark- urinn hefir bilað. I Bardia verj- ast þo ítalir enn, en aðstaðan er erfið, þótt borgin sé víggirt, þvi að breski Miðjarðarhafs- flotinn veitir landher Breta mikla aðstoð, en flugher Breta heldur uppi stöðugum árásum jafnframt. Fyrir Itölum í hafn- arborgum þessm er þvi líkt á- statt og manni, sem að er sótt að framan og frá báðum hlið- um, og verður að hörfa undan aftur á bak, en stöðugt vofir yfir árás einnig að aftanverðu frá. Hvers vegna f lúgher Itala f ær litlu áorkað. Flugher ítala hefir áorkað mjög Iitlu í vörninni, að þvi er herm,t er i l>reskum tilkynning- um. Segjast Brétar hafa skotið iriður yfir 100 italskar flugvél- ar i sjö daga sökn, en ekki mist nema 5—10 sjálfir. Einn itölsku flugmannanna hefir gefið þá skýringu á því, hvað ítalir megna lítils i Iofti, að í ítölsku orustuflugvélunum sé ekki nema tvær vélbyssur — en þið- hafið 6 eða 8. — Hvernig get- um við gei;t betur, þegar þið hafið svo miklu í'ullkomnari orustuflugvélar? . I sumum fregnum segir, að Þjóðverjar hafi þegar alls um 50.000 manna lið á ftalíu, í Rómaborg, Turin, Bari, Nea- pel, Taranto og víðar. í Rómaborg sjást nú þýskir liðsforingjar tíðum á götunum og hefir bólað, á andúð gegn þeim og öðrum Þjóðverjum, sem sendir hafa verið til ítalíu að undanförnu, en á fæstum þeirra ber þó mikið. ftalskir her- f oringjar eru sagðir gramir yfir því, að þýskir yfirforingjar og annað lið hefir verið sent til ftalíu. Bardagarnir iim Bardia. í seinustu f regnum frá Egipta- landi segir, að Nílarherinn egipski haldi uppi stöðugri skot- hríð á Bardia, en bresk herskip skjóti einnig á borgina. Geisa miklir eldar í henni á nokkur- um stöðum. Talið er, að helm- ingur setuliðsins, sem þarna var, sé á undanhaldi til To- brouk. ftalir hafa búist mjög ramlega um í Bardia. Þeir hafa þar neðanjarðarbyrgi og kring- um borgina eru f jölda mörg vél- byssuhreiður. Breskar orustuflugvélar, bún- ar átta vélbyssum, fljúga yfir hersveitir ítala á undanhaldinu, og er skotið af vélbyssunum á hermennina. ftalska blaðið Lavori Fascista hefir líkt orustunni við Sidi Barrani við Verdunorustuna í heimsstyrjöldinni og orustuna við Marne. Bandamenn töldu hersveitir sínar á þessum stöð- um hafa sigrað þótt þær1 yrði að víkja nokkuð, en orusturnar, sem þarna voru háðar höfðu úr- slitaþýðingu. Eins mun verða talið síðar, segir blaðið, að því er orustuna við Sidi Barrani snertir. Vegna þess áð Bretar voru tafðir þar gefst ftölum tækifæri til þess að undirbúa gagnsókn. Bresk blöð; segja, að hér sé ó- líku saman að jafna — við Ver- dun hafi einkunnarorð frönsku hermannanna verið: „Þeir skulu ekki brjótast í gegn" og þrátt fyrir margra mánaða á- hlaup Þjóðverja viku Frakkar aldrei. Sókn Breta hófst á mánu- dagsmorgni og um hádegi á miðvikudag í sömu vikunni var Sidi Barrani fallin. (Bretar hafa tekið landamæra- stöðina El Wak í ftalska Soma- lilandi, eftri nokkura bardaga. Um 50 menn féllu, en 150 voru teknir til fanga. Það er nú kunnugt orðið, að hinn ítalski yfirforingi lagði á flótta, er hann vissi, að hersveitir Suður- Afríkumanna og Rhodesíu nálguðust. Þetta vakti gremju hinna foringjanna. Einn þeirra vísaði Bretum á miklar her- gagnabirgðir, faldar í jörðu. Hersveitir Breta tóku þarn-a 13 litlar fallyssur og 2 stórar, 2 vélbyssur, 15.000 vélbyssuskot, olíu- og matvælabirgðir o. fl. Útvarpið í Uviilil. Kl. 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukensla, i. fl. 19.00 Ensku- kensla, 2. fl. 19.25 Hljómplötur: Danslög. 20.00 Fréttir. 20.30 JEr- indi: Um íslenska tungu (Björn GuÖfinnsson magister). 20.55 Hljómplötur: Létt lög. 21.00 Minn- isverÖ tíÖindi (SigurðurEinarsson). 21.20 Einleikur á píanó (Rögn- valdur Sigurjónsson): Tónverk eft- ir Schumann. Alt með kyrrum kjörum í London. London í morgun. Það er algert hlé á loftárás- um á London. Hefir aldrei orð- ið eins langt hlé í loftstyrjöld- inni frá því er hinar tíðu loft- árásir byrjuðu í september. — Menn spyrja hvað valda muni. Er þetta „logn á undan ofviðri" — eða verður Hitler að spara bensínið — fækka árásarflug- ferðunum, en gera þær sjaldn- ar en kröftugri? En hvað sem þessu líður, eru Lundúnabúar fegnir þeirri hvíld, sem þeir hafa fengið, en engin loftárás hefir verið gerð á London frá kl. 11 á mánudagskvöld. Jón Thorarensen hæstur í NesprestakallL í Laugarnessókn fékk síra Garðar 402 atkv. TALNING atkvæða í Nes- prestakalli hófst í Neðri- deildarsal Alþingis í morgun kl. 9 og var lokið klukkan rúmlega 10 Vi- Síra Jón Thorarensen varð hæstur, en fékk þó ekki meiri hluta greiddra atkvæða, Atkvæði féllu svo sem hér segir: Atkv. Arelius Níelsson ........ 43 Astráður Sigursteindórsson 147 Gunnar Arnason ........ 12 Halldór Kolbeins ........ 159 Jón Skagan ............ 54 Jón Tliorarensen ......'. . 451 Magnús Guðmundsson ... 27 Pétur Ingjaldsson ....... 111 Bagnar Benediktsson .... 59 Ógildir seðlar 7, en auðir 5. Alls voru greidd 1075 atkv. Þá var og talið í Laugarnes- Frá fulltrúarádsfundi Dags- bpúnar í gær. Trúnaðarráð. Dagsbrúnar hélt fund í Iðnó í gærkveldi. For- máður félagsins, Sigurður Hallddórsson, setti fundinn og las upp inntökubeiðnir frá 259 verkamönnum. er sótt höfðu um inn- göngu í félagið. Voru þær allar samþyktar á fundinum. ^» *^..., Að því loknu skýrði forni. frá því, að félaginu hefðu bor- ist nokkrar styrkbeiðnir frá bágstöddum félagsmönnum, er hann taldi sjálfsagt að liðsinna eftir niegni. En í þessu sam- bandi gat hann þess órétts, sem Dagsbrún hefði verið beitt, er það var svift styrknum úr „Styrktarsjóði verkamanna og sjómannafélaganna í Bvík", sem stofnaður var 3. apríl 1919. Styrk úr sjóðnum, var skift, samkvæmt skipulagskrá hans, á milli verkamanna, verka- kvenna og sjómanna. Mátti ár- lega verja 90% af ársvöxtum höfuðstólsíns og öðrum tekj:- um sjóðsins til styrktar félags- mönnum í sjómanna. og verka- mannafélögum (karla og kvenna), en sjóðurinn er nú samtals um kr. 140,000,00 að upphæð. En styrkurinn, sem Dagsbrún bar árlega úr býtum, nam alt að 8400,00 krónum, gegn 1700 kr. framJagi úr fé- lagssjóði. 1 skipulagsskrá sjóðsins er þess getið, að til þess að verða styrks aðnjótandi, verði sjó- manna eða verkamannafélag hlutaðeigandi manns að vera innan Alþýðusambands Islands. En þegar Dagsbrún sagði sig úr Alþýðusambandinu fyrir þrem árum, var styrkurinn tek- inn af félaginu. Er þetta dæma- laus óréttur, því að alt fram, til ársins 1937 gátu öll verka- mannafélög landsins verið inn- an Alþýðusambandsins án þess að vera beitt skoðanakúgun, en }>egar einræðisandinn greip um sig, og í Alþýðusambandinu fengu ekki önnur félög að vera en þau, sem lýstu yfir fylgi sínu við Alþýðuflokkinn, gat Dags- brún ekki sætt sig við þá kúgun og gekk úr sambandinu. Viðhorfið til Alþýðusam- bandsins hefir þvi breyst, og vitaskuld ætti einnig að breyta skipulagsskrá styrktarsj óðsins jafnframt, svo að styrkurinn sé ekki nein foi*réttindi Alþýðu- flokksmanna, heldur njóti Dagsbrúnarmenn styrksins eftir sem áður, hvaða pólitíska skoð- un sem þeir hafi. Það var þessi óréttur, sem form. Dagsbrúnar lagði ríka á- sókn, en eins og lesendum Vísis er kunnugt var síra Garðar Svavarsson þar einn i kjöri. Þegar svo er Iiáttað, að að- eins einn maður býður sig fram teljast þeir seðlar, sem kjósend- ur skila auðum, sem mótat- kvæði. Talning i Laugarnessókn fór fram, þegar að lokinni talningu i-Nessókn og var lokið um kl. lli/4. Alls voru greidd 410 atkv. Af þeim hlaut síra Garðar 402, en :8 seðlar voru auðir. Þegar blaðið fór i pressuna stóðú atkvæðatölur í allgi'ims- prestakalli þannig: Jakob 122 atkv., Jón 122, Sigurbjörn 158, Sigurjón 113, Stefán 9 og Þor- steinn L. 91 atkv. herslu á á fundinum, og taldi sjálfsagt, að félagið leitaði rétt- ar síns, en félagsstjórninni yrði falin framkvæmd í máhnu. Bar hann, fyrir hönd meiri- hluta stjórnarinnar, fram svo- hljóðandi tillögu í málinu: „Trúnaðarráð Dagsbrúnav telur meðlimi félagsins eiga fulla kröfu á styrk úr „Styrkt- arsjóði verkamanna og sjó- mannafélaganna í Beykjavík", eftir söm,u reglum og meðlimir annara verkalýðsfélaga, enda greiði Dagsbrún lögboðið ið- gjald til sjóðsins. Fáist þessu kki fram gegnt, felur trúnað- arráð stjórn félagsins að hlut- ast til um það við Bæjarstjórn Beykjavíkur, að styrkur sá, er hún veitirl þessu skyni, renni til Dagsbrúnar til úthlutunar meðal Dagsbrúnarmanna. Jafnframt samþykkir trúnað- arráð, að veita bágstöddum fé- lagsmönnum Dagsbrúnar styrk úr félagssjóði, er samtals nemi alt að þeirri upphæð, er félag- inu hefði borið að greiða í „Styrktarsjóð verkamanna og sjómannafélaganna i Beykja- vik" fyrir árið 1940, og felur styrkveitinganefnd félagsins að annast úthlutun styrksins." Var tillagan samþykt eftir mikið þref með 30 atkv. gegn 15. — L0.0.F,5 = 122i2198l/2=Fl. Skrifstofa Vetrarhjálparinnar er í Tyggvagötu 28, sími 1267. Bréfsefni í skrautöskju er ágæt jólagjöf. Fjölbreytt úrval. Bókaverislnn ^igrurðar KristjániSisonar Bankastræti 3. HITLER TALAR frægrasta og: ¥iðlei§na!§íta bokin, sem hér kemnr nt í ár — er komin úi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.