Vísir - 20.12.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Kristj án Guðlauc Skrifstofur: sson
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri
Blaðamenn Sími:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 linur
Afgreiðsla
30. ár.
Reykjavík, föstudaginn 20. cfesember 1940.
296. tbl.
Kastið þeim í sjóinn
----segk Papagos yfírherforíngi í dags-
skipan til hers síns
Vidnámsþpóttur Itaia í Albaníu ad bresta.
Seinustu f regnir f rá Grikklandi herma, að þrátt f yrir hinar erfiðustu aðstæður, m.
a. vegna óhagstæðs veðurs, sæki Grikkir stöðugt fram, en mótspyrna ítala,
sem var farin að harðna, sé aftur minkandl, og hefir Papagos yfirhershöfð-
ingi fullyrt í dagskipan tilhersins, að viðnámsþróttur ítala í Albaníu sé að bresta.
I dagskipan sinni til jafnt undir- sem ýfirmanna í hernum,
hvetur Papagos yfirherforingi, herinn til þess að herða sóknina
sem mest. „Sækið fram til sigurs gegn óvinunum," segir Papa-
gos. ,„Þeir eru í þann veginn að bugast algerlega vegna hrak-
fara sinna. Sigrar Grikkja í Albaniu og hersveita Breta í Afríku
hafa lamað siðferðilegt þrek ítalska hersins og áhrifanna er
þegar farið að gæta á „heimavígstöðvum" Itala. Varpið ítölsku
hermönnunum í sjóinn."
Ætluðu Italir
að sökkva
spönskum
skipum?
London í morgun."
Breska flotamálaráðuneýtið
birti tilkynningu í gær, þar sem
getið var um tilraun ítalska flot-
ans til þess að hindra, að breski
Miðjarðarhafsflotinn gæti að-
stoðað Nílarherinn, sem sækir
fram í Libyu, en állar tilraun-
ir ítalska flotans í þessa átt hafa
reynst árangurslausar. Eru það
aðallega kafbátar og tundur-
skeytabátar, sem ítalir hafa
teflt fram fþessu skyni, og var
einum kafbátnum sökt.
í tilkynningu flotamálaráðu •
neytisins segir, að fundist hafi
fyrirskipanir í vörslu handtek-
inna ítalskra kafbátsmanna*
um að sökkva spönskum
skipum, og er látin í ljós
hin mesta furða yfir
þessu í tilk. breska f lota-
málaráðuneytisins, þar
sem Mussolini hefir jafn-
an þóst vera vinur Spán-
Verja.
1 breskum blöðum hefir verið
að þvi vikið, hvort tilætlunin
hafi verið að sökkva spönskum
skipum og skella svo skuldinni
á Breta. En hvort sem getgátur
í þessa átt hafa við rök að styðj-
ast eða ekki, þykir það furðu-
legt mjög, að slíkar fyrirskip-
anir skuli hafa verið gefnar,
varðandi skip vinaþjóðar, sem
er hlutlaus í styrjöldinni.
Hermálaráðuneytið gríska
tilkynnir, að gríski herinn berj-
ist áfram með góðum, árangri.
Sumstaðar hafa Italir veitt
harða mótspyrnu, en þar hafa
þeir verið hraktir úr stöðvum
sínum í byssustingjaáhlaupum.
Grikkir tóku í gær yfir
600 fanga og mikinn
fjölda vélbyssna og önn-
ur hergögn. !
Italir eru aftur farnir að varpa
sprengjum á bæi og þorp í
Grikklandi og Albaníu, i þeim
hluta landsins, sem Grikkir hafa
á valdi sínu. Hafa ítalir varpað
sprengjum á sjúkrahús, þrátt
fyrir að þau eru greinilega
merkt Rauða krossinum.
Þá segir i herstjórnartilkynn-
ingu Grikkja, að grískar og
breskar sprengjuflugvélar hafi
gert árásir með góðum árangri
á ýmsar herstöðvar ítala. M. a.
hafa breskar sprengjuflugvélar
gert nýja loftárás á Vallona.
BANDARÍKIN SENDA
SETULIÐ TIL
NÝFUNDNALANDS.
Einkaskeyti frá United Press.
London i morgun.
Það var tilkynt í Washington
í gærkveldi, að Bandarikin ætl-
uðu að senda sétulið til New-
foundland i janúarmánuði næst-
komandi. Setulið þetla hefir að-
setur í flug- og flotahöfn þeirri,
sem Bandaríkin fá á Newfound-
land. Þetta er fyrsta flug- og
flotastöðin af þeim, sem Banda-
ríkjamen hafa leigt af Bretum,
sem herafli er sendur til.
I
Kalfiio Fimilaiiclsforseti Isitimi.
Hann dö i örmum Mannerheim marskálks
Ryti kosinn forseti Finnlands.
KALLIO FORSETI.
FORSETAHÖLLIN 1 HELSINKI.
r
a
rásum EialdiO ðfratit
Bir pýskolands 09
líalie.
London i morgun.
í fyrrinótt gerðu breskar
sprengjuflugvélar árásir á Mil-
ano og Genua, og er talið, að
mikið tjóri hafi orðið af völdum
þessara árása. Sprengjum var
varpað á verksmiðjur, aðallega
í Turin, en hafnarmannvirki og
skip í Genua. Eldar komu upp
á báðum stöðunum. Loftárás-
irnar eru viðurkendar í ítölsk-
um fregnvim og segja ítalir, að
manntjón hafi verið lítið.
Þá gerðu Bretar þriðju næt-
urárásina i röð á Mannheim við
Rin, eina mestu iðnaðarborg
Þýskalapds. Flugmennirnír,
sem þátt tóku i þessari árás,
segja að enn logi eldar, sem
upp komu i fyrri loftárásunum
tveimur. Eldar komu upp á
nokkrum stöðum til viðbótar.
Allsherjaratkvæða-
greiðslan í Dagsbrfin
er byrjuð.
Framtíð iélagsins er undip því kom-
in, að félagsmenn fjölmenni á
kjorstad*
Samningar um 60
ný skip lianda
Bretnm.
Hergögn fyrir 3000
miljónir dollara.
London í morgun.
Samningar hafa verið gerðir
um smíði 60 flutningaskipa í
Bandaríkjunum fyrir bresk
skipafélög og ábyrgist breska
stjórnin greiðslur allar.
Forseti Bandai'ikjanna hefir
boðið Bretum að hefja sam-
komulagsuinleitanir um kaup á
hergögnum með því fyrirkomu-
lagi, sem hann stakk upp á ný-
lega.
Bretar hafa þegar lagt fram
pantanir fyrir 3000 milj. doll-
ara. — Verði af því, að Bretar
fái flugvclar og hergögn með
skilmálum, sem eru i samræmi
við þær tillögur, sem Roosevelt
lagði til, munu Bretar þegar
panta 12.000 sprengjuflugvélar.
|
Tillögur Roosevelts um með
hverjum hætti væri best að
hjálpa Bretum, hafa ekki verið
birtar i þýskum blöðum eða út-
varpi. Talsmaður stjórnarinn-
ar, sem um þetta var spurður,
sagði, að þessa-máls yrði getið
rækilega siðar.
Talningu í Hallgrímssókn
lauk í gærkveldi og fór svo, sem
í hinum sóknunum, að enginn
prestur var löglega kosinti.
Atkvæði féllu sem hér seglr:
Atkv.
^Sr. Sigurbjörn Einarsson 2140
Sr. Jón Auðuns 1771
Sr. Sigurjón Árnason 1581
Sr. Jakob Jónsson 1534
Sr. Þorsteinn L. Jónssón 1345
Cand. theol. Stef. Snævarr 331
Auðir og ógildir seðlar voru
samtals 24.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
í gær fór fram forsetakjör í Finnlandi og var Ryti forsætis-
ráðherra kjörinn forseti með yfirgnæfandi atkvæða meiri hluta,
eða 288 kjörmannaatkvæðum af 300. Kallio Finnlandsforseti
haf ði beðist lausnar í nóvemberlok, vegna heilsubrests en gegndi
áfram embættinu, þar til forsetakjör hafði fram farið. Ætlaði
hann svo að setjast í helgan stein, á búgarði sínum, er nýr mað-
^, ur væri tekinn við. En það átti ekki fyrir hinum aldna bænda-
höfðingja að liggja, að geta notið hvíldar á búgarði sínum, sein-
ustu ævistundirnar, því að hann varð, bráðkvaddur nokkurum
klukkustundum, eftir að tilkynt haf ði verið, að Ryti hef ði verið,
kjörinn forseti.
Þegar Kallio f orseti var á leið frá Helsinki til Nivala, hélt fylk-
ing hermanna heiðursvörð á stöðinni, og er Kallio og Manner-
heim marskálkur gengu meðfram hermannaröðunum hneig
Kallio niður. Var hann borinn inn í lestina, þár sem hann and-
aðist í örmum Mannerheims marskálks nokkurum mínúium
síðar.
Laval innanríkis-
ráðherra?
i
Átökin harðna í Vichy
London í morgun.
Alt bendir til þess, að átökin
i Vichy fari mjög harðnandi.
Laval hefir ekki enn fengið
nýtt embætti, en hann virðist
hinn kátasti, eftir að hann var
laus látinn, og nýtur hann
fylsta trausts Þjóðverja, og
býst við, að geta beitt áhrifum
sínum áfram á stjórnmálasvið-
inu. Laval er ekki farinn aftur
til Vichy frá Paris, en þangað
fór hann eftir að hann hafði
verið látinn laus að kröfu dr.
Abetz, sendiherra Þjóðverja.
Segið JÁ við öllum tillögunum.
Imorgun kl. 10 hófst allsherjaratkvæðagreiðslan í Dags-
brún og stendur til kl. 10 í kveld. Atkvæðagreiðslan stend-
ur jafn lengi á morgun og frá kl. 10 árd. til kl. 11 síðd. á sunnu-
dag. Á kjörskrá eru rúmlega 2100 félagsmenn.
Atkvæðagreiðslan fer fram í Hafnarstræti^21, og f jallar um
þrjár tillögur, er stjórn félagsins héfir borið fram.
I fyrstu tillögunni felst heimild fyrir stjórn félagsins til þess
að hef ja vinnustöðvun um áramót, ef samningar við vinnuveit-
endur hafa ekki tekist.
Þessi tillaga mun að sjálfsögðu engum ági*einingi valda, með
þvi að hér ér að eins um þrautalending að ræða til þess að knýja
fram skjóta afgreiðslu samninga og bæta hag verkamanna á
komandi ári.
Önnur tillagan markar afstöðu félagsins til Alþýðusambands-
og miðar fyrst og fremst að þvi að tryggja félagið gegn óeðli-
legri skipan verkalýðsmálanna og óheilbrigðri lausn iá fjár- og
skuldaskilum Alþýðuflokksins og Alþýðusambandsins. Forystu-
menn Alþýðuflokksins hafa á *fundum verkamanna viðhaft þau
ummæli, að þessi eigna- og skuldaskil kæmi verkamönnum ekk-
ert við, en segir það sig þó sjálf t að miklu varðar það hag Dags-
brúnar og verkamanna hvort þeir eiga að verja öllu því fé, sem
þeir hafa að undanförnu greitt til samtaka sinna, til þess eins
að greiða skuldir, sem þeim koma á engan hátt við, og ekki
standa i sambandi við starfsemi verkalýðsfélaganna. Það hefir
þegar komið í Ijós að þeir menn, sem nú skipa stjórn Alþýðu-
. sambandsins njóta ekki trausts verkamanna vegna meðferðar
þeirra á eignum Alþýðusambandsins og verkalýðsfélaganna,
enda er hér um einlita flokksstjórn að ræða. Breyting á Al-
þýðusambandsstjórninni kemur ekki til greina fyr en eftir tvö.
ár, og er með öllu ástæðulaust fyrir Dagsbrún að.greiða milda
skatta til sambandsins, þar til þetta stærsta verkalýðsfélag
lahdsins færfulltrúa i sambandsstjórn er tryggir hag félagsins
og hagsmuni.
Þriðja tillagan miðar að þvi, að skapa fordæmi til viðvörun-
ar framvegis, þannig að trygður sé friður á fundum verka-
manna, er þeir ræða hagsmunámál sin. Uppsteit og ófriður á
þeim vettvangi getur ekki neinu góðu til leiðar komið, og verka-
mönnum eru yfirleitt slíkar aðfarir þvert um geð.
Verkamenn! Fjölmennið á kjörstað og segið JÁ
við öllum tillögunum!
Breskt sjómanna-
heimili í Reykjavík,
London í morgun.
Manchester Guardian birti
í fyrradag grein um breska
sjómenn við Island, og er
Hinsvegar hefir de Brinon, full-
trúi Vichystjórnarinnar í hin-
um hernumda hluta Frakk-
lands, farið til Vichy, en hann
er mikill vinur Lavals. Hefir
de Brinon rætt 'ítarlega við
helstu stjórnmálamenn í Vichy
(i gær), Petain og aðra rað-
herra. — Berlínar-fréttaritari
blaðsins La Suisse hyggur, að
þessar umræður boði, að Laval
verði tekinn í stjórnina aftur,
og er m. a. á það bent, að De
Brinon hafi rætt við innanrik-
isráðherrann og kunni það að
boða, að Laval eigi að taka við
embætti hans.
Ýmsar sögusagnir ganga um
það, að Jetain og dr. Abetz hafi
deilt harðlega, en líkur eru til,
að marskálkurinn verði að
sætta sig við að verða við kröf-
um Þjóðverja, sem sum' blöð
ætla, að hafi hótað að hernema
alt Frakkland, ef ekki yrði í
öllu gengið að kröfum þeim,
sem dr. Avetz bar fram,.
þess getið, að breska sjó-
mannasambandið hafi sent
fulltrúa til Reykjavikur í því
skyni að koma þar upp sjó-
mannaheimili. Hefir sam-
band kvenskáta í breska
heimsveldinu gefið 1300 ster-
lingspund í þessu skyni, og
er það hluti af 500.000 stpd.
gjöf, sem kvenskátar hafa
gefið í ýmsu skyni, vegna ó-
friðarins.
Breska sjómannaheimilið í
Reykjavík verður rekið með
sama sniði og önnur bresk
sjómannaheimili. Verður þar
matur og húsnæði fyrir sjó-
menn, baðhús, klúbbstofur
og skemtanir, auk fúndasals
og bókasafns. Hlutverk þess
venður einnig að taka á móti
skipbrotsmönnum. og veita
sjómönnum alla nauðsynlega
aðstoð.
Peningagjafir til Vetrarhjálparinnar.
N.N. io kr. Verslun O. Elling-
sen h.f. 150 kr. StarfsfólkitS hjá
Skóverslun Lárus G. Lúðvígsson
93 kr. G.í. 10 kr. Starfsmenn hjá
Timburverslun Árna Jónssonar 20
kr. N.N. 10 kr. S.S. 5 kr. Starfs-
fólkið hjá Sirius, Hrein og Nóa
127 kr. A.J. 200 ícr. StarfsfólkitS á
Póststofunni 39 kr. O.K. 10 kr.
Nýja Bíó 400 kr. StarfsfólkitS hjá
I. Brynjólfsson & Kvaran 55 kr. —
Kærar þakkir. — F. h. Vetrarh)álp-
arinnar, Stefán A. Pálsson.