Vísir - 20.12.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 20.12.1940, Blaðsíða 3
VISIR Tveir hæstaréttardómar. Útburðargerðin skal fram ganga. - I dag var í hæstarétti kveðinn upp dómur í málinu Bergsveinn Guðmundsson gegn Axel Cort- es. — Málavextir eru þessir: Þann 14. mai s.l. leigði stefndi 2 herbergja íbúð hjá á- frýjanda í húsi hans við Ránar- götu 2. En þegar stefndi átti að fá afnot húsnæðisins var sá galli á öðru herbergi íbúðarinn- ar, að þakleki hafði að því kom- ist. Var það ekki leigufært mið- að við það, sem áskilið var. Stefndi riftaði þó ekki samn- ingnum vegna þess, en tók í- búðina til af nota, að undan- skildu herbergi þessu og mun svo hafa um samist, að leigan lækkaði niður í 70 krónur á mánuði uns íbúðin liefði verið lagfærð. Uppliaflega var samið um það, að leigan skyldi greið- - asl fyrirfram fyrir hvern mán- uð. Stefndi greiddi nú enga húsaleigu fyrr en 17. júlí s.l. En þá greiddi hann 70 krónur af skuld sinni og síðar nokkuð til viðbótar. En 14. ágúst skuldar liann 20 kr. af eldri skuldinni og húsaleiguna fyrir ágústmán- uð. Þann 21. ágúst var honum sagt upp húsnæðinu frá 1. okt. s.l. vegna vanskila. Þann 31. ágúst greiddi stefndi alla skuld sína og 4. sept. greiddi hann fyrir þann mápuð. Kvittaði á- frýjandi með fyrirvara fyrir síðustu tveimur greiðslunum. Þegar stefndi flutti ekki úr húsnæðinu 1. okt. bað áfrýjandi um útburð 4. okt. Var þeirri iteiðni hrundið með úrskurði fógetaréttar Reykjavikur 25. olct. s.l. Bergsveinn áfrýjaði til hæstaréttar og urðu úrslit máls- ins þau þar, að lagt var fyrir fógetann að framkvæma liina umbeðnu útburðargerð. Leit hæstiréttur svo á, að skylda stefnda til þess að greiða leig- una fyrirfram hefði ekki fallið niður þótt vanefndir áfrýjanda hefðu leitt til þess að leigan var færð niður. Og þótt áfrýjandi liefði vanefnt leigusamninginn í upphafi og að líkindum dreg- ið um skör fram að bæta úr göllunum, þá liefði samt stefndi átl að greiða á réttum gjald- dögum þá húsaleigu, er sam- komulag hafði orðið um að liann greiddi fyrir þann hluta íhúðarinnar, sem hann liafði til afnota. Og með því að van- ræksla stefnda á leigugreiðslun- um yrði að teljast veruleg hefði áfrýjanda verið heimilt að segja stefnda upp húsnæðinu þann 21. ágúst. Málskostnaður fyrir báðum réttum var látinn falla niður. Hrm. Gunnar Þ'orsteinsson flutti málið af bálfu áfrýjanda, en stefndur flutti mál sitt sjálf- ur. Sýknun af kröfu réttvísmnar. í dag var í Hæstarétti kveðinn upp dómur í málinu réttvísin gegn Þóroddi Guðnmndssyni. Málavextir eru þeir, að í júlí 1939 birtust í blaðinu Mjölnir á Siglufirði greinar, sem yfir- skattanefnd Siglufjarðar áleit mjög móðgandi fyrir sig. Kærði nefndin yfir þessu til dóms- málaráðuneytisins og bað um að skipaður yrði setudómari, þar sem bæjarfógetinn á Siglu- firði ætti sæti í nefndinni. Dómsmálaráðuneytið hljóp undir bagga með skattyfirvöld- um Siglufjarðar. Skipaði það Halldór Júlíusson fyrv. sýslu- mann setudómara í málinu og var síðan höfðað mál gegn á- byrgðarmanni Mjölnis, Þóroddi Guðmundssyni fyrir brot á 12. kap. hegningarlaganna, en hann var liöfundur greinanna. (Úrslit málsins hjá héraðs- dómaranum urðu þau að á- kærður var sýknaður. Leit liér- aðsdómarinn svo á, að liið op- inbera ætti ekki sókn á tilvérkn- aði slikum sem þessum. Hæsti- réttur staðfesti héraðsdóminn, en fann að því að rannsókn málsins hefði beinzt að ýmsum atriðum, sem sýnilega liefðu ekki gelað skipt máli og taldi auk þess, að það hefði verið ó- þarfi fyrir héraðsdómarann að fara tvisvar til Siglufjarðar vegna málsins. Skipaður sækjandi málsins var hrm. Ólafur Þorgrímsson, en sldpaður verjandi hrm. Kristján Guðlaugsson. S. G. T., eingöngu eldri dansarnir, verðaí G. T.-húsinu laugard. 21. þ. m. kl. 10. Áskriftarlisti og aðgöngumiðar frá kl. 2. —- Sírni 3355. — Hljómsveit S. G. T. — B i tíjitl' um ÐIBNDHHIS tídffi Góö Laugavegi 3. — Sími 4550. Verulegt úrval af vindlum Bristol Bankastræti 6. Alt mjög ódýrt Töskur, stórar og smáar, ! Leðurtöskur barna, aðeins kr. 2, Lúffur, Herraveski, Belti, Buddur, Skólatöskur, leður, Leikföng úr tré og pappír, Járnbraut 4 vagnar, kr. 3, Kúluspil, Kertastjalcar 50 au. til kr. 1.15. Leikfanga- kassar kr. 2 — og m. m. fl. — Leðurvöruverkstæðií Skólavörðustíg 17 A. lii iéligjðfa: Bollastell Matarstell Barnastell Bókastoðir Blómavasar margar gerðir Vínsett Ljósaskálar Borðbúnaður Jólatré og tilh. Kertastjakar 25 gerðir, og Leikföng í miklu úrvali. Alabast vörur; Blómastoðir Öskubakkar Kassar og skrín Ilamborg* h.f. Laugaveg 44, Blómasalan LAUGAVEG 7, tilkynnir: Jólatré — Grenigreinar — Birkigreinar, — Borðskraut — Blómakörfur. — Bæjarins lægsta verð. — Opið frá kl. 2. VÍSIS KAPFIÐ gerir alla glaða. Tónlistarf élagið. „Messiis" oratorium eftir Hándel verður endurtekið ANNAN JÓLADAG kl. 4 e. h. í Fríkirk junni. Síðasta sinn. Aðgöngumiðar seldir hjá Ey- mundsen. Sigríði Helgadótt- ur og Hljóðfærahúsinu. RAFTÆKJAVERZLUN OC 1 VINNUSTOFA z- LAUGAVEG 46 (í LL-J SÍMI 5858 RAFLAGNIR VIÐGERÐIR • • • • • SÆKJUM _ SENDUM Góður spegjill er góð jólagjöf. [Lndvig Ntorr. íbúð óskast, ' 2—3 herbergi — stærri íbúð gæti lcomið til greina. — Há leiga í boði. — Fyrirfram greiðsla ef óskað er. Uppl. i síma 2785, eftir kl. 6 að kvöldi. Hvar á eg að kaupa JÓLAGJAFIRMR? En i LÍFSTYKKJABÚÐINNI, t, t, góðar og nytsamar vörur svo sem: HÁLSKLÚTA, TEDÚKA, KAFFIDÚKA, SLIFSI, HANSKA, LÚFFUR, SKINNHÚFUR, VASAKLÚTA, NÆRFÖT, SLÆÐUR, NÁTTKJÓLA, TÖSKUR, KRAGAEFNI. BARNA, DÖMU OG HERRA SOKKA. OG ÞÁ MÁ EKKI GLEYMA HINUM VIÐURKENDU OG ÁGÆTU LÍFSTYKKJUM, BELTUM, BRJÓSTHÖLDUM, OG CORSELETTUM, SEM ÞIÐ FÁIÐ HVERGI BETRI EÐA ÓDtRARI EN í Líf§t^kkjabnðinni Hafnarstræti 11. GÓÐAR VÖRUR. SANNGJARNT VERÐ. MIKIÐ ÚRVAL. VANDAÐAR VÖRUR. Opið verður fyrir jólin eins og hér segir: Laugard. 21. frá kl. S f. m. til kl. 8 e. m. Sunnud. 22. frá kl. 8 f. m. til kl. 8 e. m. Mánud. 23. frá kl. 8 f. m. til kl. 10 e. m. Þriðjud. 24, frá kl. 8 f. m. til kl. 2 e. m. Alla þessa daga verður Baðhúsið einungis opið fyrir bæjarbúa. — Tekið á móti pöntunum á kerlaugum sama dag og þær eiga að afgreiðast. MiIIi jóla og nýárs og eftir nýár verður Baðhúsið opið eins og að undanförnu. Reynið að forðast þrenslin og komið tímanlega. KawaniiÉlag Haifljaiiar tilkynnir: Búöir okkar selja allar jóla- vörur með samkeppnisfæru verði. - - Tekj uafgangurinn gengur til allra bæjarbúa jafnt, hann gengur i bæjarsjóð. Three flowers PÚÐUR og NAGLALAIÍK nýkomið í öllum litum. HÁRGREIÐSLUSTOFAN PERLA Bergstaðastræti 1. Sími: 3895. jEftir ástæðum Altaf sama tóbakið BRISTOL Öllum hinum mörgu er sýndu okkur samúð og kærleika við fráfall og jarðarför konunnar minnar og móður okkar, Ragnhildar Sigurðardóttur, færum við okkar innilegasta þakklæti. Jóhs. Sigurðsson og dætur. Það tilkynnist, að minningarathöfn eftir mannmn minn og föður okkar, Kristjáns Vídalín Brandssonar, fer fram i frikirkjunni sunnudaginn 22. þessa mánaðar. Guðbjörg Þorláksdóttir, höm og aðrir aðstandendur. Jarðarför mannsins míns, >Eiriks Halldórssonar, fer fram frá dómkirkjunni á morgun, laugardaginn 21. desember, kl. 11 f. hád. — Athöfninni verður útvarpað. Hólmfríður Sveinbjömsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.