Vísir - 27.12.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 27.12.1940, Blaðsíða 3
VlSIR Árbók Ferðafélagsins komin út. Árbók Ferðafélagsins 1940 er nýkomin út. Fjallar liún að þessu sinni um Veiðivötn á Landmannaafrétti og ritar Guðmundur Árnason í Múla að- alritgerðina. En auk lians skrifa í Árbókina, Pálmi Hannesson, reklor, um leiðina upp í Botna- ver og Steinþór Sigurðsson, skólastjóri, um leiðina frá Veiðivötnum upp í Illugaver. Þá er í Árbókinni skrrá yfir öll sæluhús á Islandi, er þeir hafa tekið saman Geir G. Zoéga vega- málastjóri og' Steinþór Sigurðs- son, skólastjóri. Loks birtist þar hið árlega yH'irlit, starfsskýrslur og reikningar Ferðafélagsins. Árbókin er prýdd fjölda ágætra mynda og vönduð að frágangi. Eru félagsmenn beðnir að vitja liennar upp úr nýárinu lil Kristjáns Ó.- Skagfjörðs lieild- sala, Túngötu 5. Nýársklúbburinn heldur ekki dansleik á gamlaárs- kvöld að þessu sinni. Morgunn. Síöara hefti XXI. árg'. (1940) er nú komiö út fyrir nokkuru, fjöl- breytt aö efni. Fyrst er getiö and- láts sir Oliver Lodge, hins fræga brpska vísindamanns. Hann and- aðist í ágústmánuði s.l., 89 ára að aldri. Þá er „Kristsmynd, gjörð af Berthu Valerius í Stockhólmi, und- ir andaleiðsögn" og fylgir greinar- stúfur, eftir J. A. —■ Næst kemur: „Hefir Einar H. Kvaran gert til- raun til aö sanna sig eftir andlát- ið?“ (Jón Auðuns). Þá er „Sálrn- ur“ (Jakob Jóh. Smári þýddi laus- lega úr ensku). Síðan hvað af öðru: „Palladia. Vaka framliðnir vinir yfir oss?“ — „Hún var búin til brúðkaups" (J. A. þýddi). — ,Reimleikar“ (Jón Auðuns). — „Spiritisminn þekking“ (Kr. Dani- elsson). —■ „Hún' sagðist hafa séð hann“ (Kvæði eftir Hardy. Sn. J. þýddi). —-1 „Æfintýrið um Daníel D. Home“ (Jón Auðuns). — „Merkilegt safn.“ — „Reynsla mín“, (Guðm. J. Einarsson). — „Leyndarmálið, sent miðillinn íeiddi fram í dagsljósið“ (A. J.). ■—■ „Sálfarir milli íslands og Ame- ríku“ (Jakob Jónsson). — „Frú Lára Ágústsdóttir“ (sira Kr. D.). — „Á víð og dreif“ (Ritstjórinn). Næturlæknir. Bergsveinn Ólafsson, Ránargötu 29, sími 4985. Næturvörður i Lyf ja- búðinni Iðunni og Reykjavíkur apó- teki. Hjónaefni. Á jóladag opinberuðu trúlofun sína ungfrú María Jóhannesdóttir, Lokastíg 20 og Bjarnleifur Bjarn- leifsson, Kárastig 9. Peningagjafir til Vetrarhj. H. Ólafsson & Bernhöft 100 kr. Guido Bernhöft 15 kr. Starfsfólk á skrifstofu borgarstjóra 79 kr. Daníel Þorsteinsson & Co. 100 kr. Starfsfólk hjá Trolle & Rothe 25 kr. Ragnar Sigurðsson 5 kr. Starfs- menn hjá Skipasmiðastöð Magnús- ar Guðmundssonar 50 kr. Ónefnd- ur 400 kr. S.G.G. 40 kr. Mb. Jón Þorláksson 150 kr. Hf. „Eldey“ 150 kr. Gamalt áheit 10 kr. Starfsmenn hjá Trésmiðju Magnúsar Jónssonar 100 kr. Guðm. Þorsteinsson, Bjarn. 12 50 kr. G.B. 10 kr. N.N. ió kr. N.N. 300 kr. Áheit 5 kr. Starfsfólk hjá H. Ben. & Co. 66 kr. Frá Burstagerðinni 7 kr. Trésmiðafél. Rvikur 100 kr. Ól. GíslaSon & Co. 150 kr. X 10 kr. I. Brynjólfsson & Ivvaran 150 kr. Ónefndur 5 kr. Vig- dís & Rannveig 20 kr. B.S. 5 kr. K.S.Ó. 50 kr. Hólmfr. Árnadóttir 10 kr. Ásgarður h.f. 100 kr. P.H.H. 5 kr. „K“ 10 kr. Hf. Hamar 150 kr. Vélsmiðjan Héðinn 150 kr. Starfsfókið hjá Álafoss, Rvík kr. 45.50. Einar Guðmundsson 5 kr. Starfsmenn hjá Versl. Áfram 10 kr. B.J. 10 kr. Petra Teitsdóttir 5 kr. Starfsfólk hjá Andersen & Lauth 23 kr. Halldór Guðmundsson 10 kr. N.N. 5 kr. K.K. 5 kr. M.K. 5 kr. Ivona 5 kr. Gólftíglagerðin, Hverf- isg. 74 10 kr. Safnað í Landsbank- anum 41 kr. Ónefndur 50 kr. XxY 20 kr. S.A. 5 kr. Hl.H. 30 kr. G.S. 10 kr. N.N. 5 kr. Fundnir pening- ar 5 kr. Starfsfólkið hjá Gefjun 20 kr. Kornerup-Hansen 50 kr. Þór- unn Thorsteinsson 30 kr. Hugull 5 kr. N.N. 10 kr. Þrjú systkini 20 kr. N.N. 20 kr. Guðmundur litli 10 kr. V.Kr. 10 kr. Hf. Kveldúlfur 1000 kr. og 10 tonn kol. Örnólfur 20 kr. »Lyga-Mörðuru Lítið um loítárás- ir jóladagana. Samkvæmt dagskrá Ríkisút- varpsins, prentaðri í Útvarps- tíðindum og munnlegri tilkynn- ingu sömu stofnunar, hefir ver- ið ákveðið að útvarpa þaðan leikriti, innan skamms, að nafni „Lyga-Mörður“, sem það eign- ar Jóhanni Sigurjónssyni, enda þótt vitað sé, að sá höfundur hefir ekkert rit samið með þvi nafni. Hér er því um óheppilegt tiltæki að ræða gagnvart látnurn höfundi, sem ekki er til and- svara, En livers vegna Ikalliar Út- varpið sjónleikinn Lyga-Mörð? Jóhann Sigurjónsson, höfundur leikritsins „Lögneren”, var ekki einungis gott skáld, heldur einn- ig' kurteis og sanngjarn dreng- skaparmaður, sem aldrei lét sig henda, að höggva í annara kné- runn, síst að ósekju. Hann taldi sig þvi ekki hafa nokkum rétt til að uppnefna nokkra persónu fyrirmvnda sinna i Brennu- Njálssögg, sem hann bar liina dýpstu lotning fyrir sem ódauð- legu listaverki. Eins og öllum fullveðja Islendingum er kunn- ugt, þá er Mörður Valgarðsson einn af frægustu sögushetjum Njálu, en Lyga-Mörður er liann þar hvergi nefndur; til þess var höfundur Brennu-Njálssögu of smekkvis listamaður. Lyga-Mörður er engu viturri nafngift en Lyga-Njáll, en öll slík mannanöfn eru ill og eng- um lil sóma. Það var ekki lýgi Marðar Val- garðssonar persónulega, og ekki heldur íslensk þjóðlýgi, út af fyrir sig, er fyrir Jóhanni vakti, þá hann samdi leikrit sitt eftir fyrirmyndum Njálu. — Það var alþjóðalýgin, heimslýgin mikla, er steypir ekki einungis einstak- lingum og þjóðflpkkum, heldur einnig lieilum heimsálfum út i þann vitfirringslega surtareld og djöfladans, er vér þekkjum svo vel undir nafninu stvrjaldir. Lygarinn, Njáluleikrit Jóhanns Sigurjónssonar, er því eitthvert sannasta, heilsteyptasta og stór- kostlegasta listaverk, sem nokkrum manni hefir nokkurn tíma auðnast að semja. Þetta mun framtíðin sanna. Þegar eg, vorið 1923, heim- sólti frú Ingeborg, ekkju Jó- lianns heitins Sigurjónssonar, og sýndi henni handrit að „Lögneren“ í islenskri þýðingu, brast hún í grát, er hún sá hið islenska nafn sjónleiksins, — en það var: „Lyga-Mörður“! — Eg var miklu heimskari þá en nú, og féll í stafi af undrun, þvi að eg hugði, að konan væri al- varlega hiluð á sönsum. En hrátt skildist mér að svo var ekki, heldur þvert á móti; hún var óvenjulega andlega heil- hrigð og heilsteypt, dómgreind hennar ótviræð og glöggskygn- in fráhær. En eg spurði liana hverju þetta sætti með nafnið, sem mér fanst verulega snjalt, en hún taldi gjörsamlega óþol- andi. Benti eg lienni þá á nöfn annara leikrita sama höfundar: „Fjalla-Eyvindur“, „Gaklra- Loftur“! Og því þá elcki „Lyga- Mörður“?---------Ilún horfði á mig rannsakandi augum nokkra stund, og í því augnaráði var hyldýpi sorgar og þjáninga. En hrátt mildaðist hún bg varð hljúg og angurhlíð, en augun flóðu í tárum: „Það voru síð- ustu orð Jóhanns“, sagði hún, „að hann hað mig að' gæta þess, jafn lengi og mín nyti við, að ef „Lögneren“ vrði gefinn út á íslensku eða öðrum málum, að skíra hann elcki Lyga-Mörð eða öðru persónulegu nafni.“ Og lnin nefndi ástæður og rök fyrir þessari siðustu bæn Jóhanns, hinar sömu og hér að framan greinir. Eg lærði meira i þessum „stutta“ tíma hjá frú Ingeborg en eg hafði áður lært á allri æf- inni, og verð í þakkarskuld við hana meðan eg lifi. Þegar eg nokkru siðar keypti af henni þýðingar- og útgáfu- rétt að Lygaranum, þá var það um efui fram, þótt ekki væri um stórfé að ræða. En þótt hún væri sárfátæk og mjög þurfandi fyrir gjaldið, því þessi góða og mikilhæfa kona liafði þann vanda, að eyða meir en hún afl- aði, þá neitaði hún að taka við íu eiðslunni fyr en eg hefði unn- ið henni eið að því, að sjónleik- urinn skyldi ekki gefinn út und- ir nafninu Lyga-Mörður. „Lögneren" kom svo loks út í ísl. húningi árið 1939, 150 tölu- sett eint., handskrifuð i fjölriti, og hlaut í skírninni nafnið Lyg- arinn, ópersónubundið nafn og alþjóðlegt, eins og heinast var og sannast. Var þýðingin þá orðin 20 ára vinna, ekki þrot- laus þó, en ávalt vakandi og á verði. Ekki tókst að fá verkið prentað á þvi timabili, með þvi hestu útgefendur treystu ekki kaupgetu fólks í þeim sökum. Þeir, sem nefna sjónleik þenna Lyga-Mörð, gera það á eigin ábyrgð. Það er alveg gagn- stætt vilja liöfundarins. sjálfs og himinhrópandi ranglæti gegn öllum aðiljum. Sjálfum finst mér heilög skylda, eins og nú standa sakir, að gera þetta „leyndarmál“ op- inhert. Á jólunum 1940. Jochum M. Eggertsson. London í morgun. Það virðist hafa orðið þegj- andi samkomulag ófriðaraðila, að halda ekki áfram loftárásum í stórum stíl um jólin. Bresku árásarflugvélarnar fóru ekki i neina árásarleiðangra til her- stöðvanna á meginlandinu jóla- dagana og frá því á mánudag s.l. þar til í gærkveldi voru engar loftárásir gerðar á Bret- land. Þó voru þýskar flugvélar á sveimi yfir Skotlandi og Orkn. eyjum í gær, en ekki getið um, að neinum sprengjum hafi ver- ið varpjað, en þýsk sprengju- flugvél var neydd til að lenda á Orkneyjum, og komust 4 af 5 flugmannanna lífs af. Brelar ræða talsvert um það i blöðum sínum, að Þjóðverjar reyni að koma Bandaríkja- mönnum á þá skoðun, að það megi þakka göfuglyndi nazista- leiðtoganna, að lítið sem ekkert var um loftárásir um jólin, eu þetta liafi litil álirif haft og telji Bandarikjamenn þá engu dygð- ugri, þótt þeir liéldi ekki uppi loftárásum á borgir Bretlands meðan jólin gengu i garð, held- ur dæmi þá eftir vanalegri framkomu þeirra i garð annara þjóða „364 daga ársins“. — I sumum hlöðum er litið svo á, að Þjóðverjar séu enn að þreifa fyrir sér um frið, — Hitler vilji i rauninni gjarnan ná sam- komulagi um frið meðan að- staða hans er sú, að hann hefir her manns í mörgum löndum . álfunnar. í gær var varpað sprengjum á eyju i Thamesármynni, en manntjón varð ekki og eigna- tjón lítið. Engar aðvaranir um loftárásir hafa verið gefnar í London frá því á mánudags- kvöld. Tilkynning. Hér með er vakin atliygli á þvf, að þeir, sem enn hafa ekki greitt tekju- og eignarskatt sinn og lífeyrissjóðsgjald, verða aö greida gjöld þessi í síðasta lagi þriðjudaginn 31. þ. m., ef að þau eiga að verða dregin frá skattskyldum tekj- um þeirra, þegar gjöld þessi verða ákveðin á næsta ári. Tollstjóraskrifstofan, Hafnarstræti 5, opirv kl. 10—12 og 1—4, á laugardögum 10—12. tilkyimir: Ónefndur 20 kr. P.M.,E.B.G.,G.Þ. ioo kr. Ónefndur 50 kr. F.Kr. 2 kr. P.G.Ö. 30 kr. Kristján Siggeirsson 100 kr. Jón Magnússon 20 kr. Gísli Magnússon, Berg. 65, 20 kr. Starfs- fólk hjá Landssíma íslands 127 kr. S.B. 25 kr. Sig. Guðjónsson 5 kr. Hjálmar Stefánsson 10 kr. Frá Núma kr. 33.54. Þorst. Einarsson 5 kr. Á.Þ.Kr. 200 kr. S.Kr. 3 kr. — Kærar þakkir. — F.h. Vetrar- hjálparinnar, Stefán A. Pálsson. Sjötta og sjöunda útgáfubókin í ár er komin út. Þessar bækur eruMannslíkaminn og störf hans eftir Jóhann Sæmundsson og Uppreisnin í eyðimörkinni eftir Arabiu Lawrence. Áskrifendur í Reykjavík vitji bókanna i anddyri Landsbókasafnsins og í Hafnarfirði í Verslun Valdi- mars Long. Vanur kyndari getur fengrið aiviiinu sí LAGARFIDSSI nu þegrar. Upplýsingar um borð hjá fyrsta vélstjóra. Bláu kápuefnin margeftirspurðu nýkomin. Uénslun lngibjorgar Johnson Hótel Borg NÝÁRSFAGNAÐUR 31. DES. 1940. Pantaðir aðgöngumiðar óskast sóttir í síðasta lagi í dag. — Annars seldir öðrum. Skrilstofur okkar verða lolcadar 1 dag, föstudag, og laugardag. S|úkrasanilag Rejikjavíliiir. með eftirfarandi skemtiatriðum, heldur félagið að heimili sínu fyrir meðlimi og gesti þeirra, á morgun (laugardag) kl. 9 stundvíslega. - Skemtiatriði verða þessi: 1. Séra Bjarni Jónsson, dómkirkjuprestur, erindi: „Jólahugleiðing“. 2. Hr. Guðbrandur Jónsson, prófessor, erindi: „Rabb um jól og jólasiði“. 3. Karla-kvartett (bestu söngmenn úr Karlakórnum Kátir félagar). 4. Einsöngur: Ilr. Kristján Kristjánsson, tenór. 5. Tvísöngur: Hr. Agúst Bjarnason og Jakob Hafstein svngja „Friðþjófur og Björn“. Við bljóðfærið hr. Bjarni Þórðarson. Þess utan verða sungnir jólasálmar og ættjarðarljóð. — Salarkynnin verða skreytt fögrum hátíðabúningi. Aðgöngumiðar að skemtnninni verða afhentir á skrifstofu félagsins í dag og á morgun. Ennfremur heldur félagið jólatrésskemtun fyrir börn félagsmánna dagana 2., 3. og 4. janúar- Aðgöngu- miðar að jólatrésskemtuninni verða afhentir í skrif- stofu félagsins frá í dag. SKEMTINEFNDIN. Jarðarför frá Elísabetar Gunnarsson fer fram frá dómkirkjunni laugardaginn 28. þ. m. og liefst með húskveðju frá lieimili hennar, Öldugötu 10, kl. 10 f. li. Vandamenn. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.