Vísir - 30.12.1940, Blaðsíða 4

Vísir - 30.12.1940, Blaðsíða 4
VlSIR |H Qamía Bfó Gulliver í Putalandi. flUGLVSINSBR BRÉFHflUSfl BÓKflKÚPUR EK QUSTURSTR-12. (Oullivers Travels). Sýnd kl. 5, 7 og 9. Barnasýning kl. 5. Kristján Guðlaugsson hæstaréttarmálaflutningsmaíSur. Skrifstofutími io—12 og i—6 Hverfisgata 12 — Sími 3400 Revýan 1940 forlin i llosaporli ÁSTANDS-ÚTGÁFA leikið í Iðnó í kvöld kl. 8*4. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Sími 3191. Lækkað verð eftir kl. 3. SÍÐASTA SÝNING Á ÁRINU. g FAUST. Stúdentafélag Reykjavíkur hefir frumsýningu á Marionett-leiknum „Faust“ í hátíðasal Háskólans á nýársdag kl. 20. Á undan leiksýningunni flytur Jón stúdent nýárskveðju. Önnur leiksýning 2. janúar. Félagsmenn geta pantað aðgöngumiða í dag og á morgun, að báðum leikkvöldunum, í skrifstofu gjaldkera félagsins, hr. Egils Sigurgeirssonar lögfræðings, Austurstræti 3, sími 1712, opið kl. 10—12 og 14—18. Bœjcii5 fréttír Tímarit iðnaðarmanna. 6. hefti þ. á., er kornið út, fjöl- breytt að efni 0g skreytt mörgum myndum. Það flytur m. a. þessar greinar: Hin haga hönd, sem kveð- ur, Kristinn Jónsson vagnasmiður og uppruni hestvagnsins á íslandi, Iiáskólabyggingin, eftir Þorlák Ó- feigsson, Baldvin Einarsson, söðla- smiður 65 ára, Guðm. Gamaliels- son, bókbandsmeistari, 70 ára o. m. fl. — Itevyan Forðum í Flosaporti hefir nú ver- ið sýnd alls 39 sinnum, og er 40. sýningin í kvöld. í sinni uppruna- legu mynd var hún sýnd hér í vor 20 sinnum, en var svo breytt í svo- kallaða „ástandsútgáíu" í haust. Altaf hefir verið húsfyllir áhorf- enda og fögnuður þeirra mikill, þvi leiknum hefir verið breytt hvað eft- ir annað í samræmi við „ástandið". jVýárskveðjur sjómanna. Óskum vinum og ættingjum gleði- legs nýárs, Þökkum liðin ár. Skipverjar á Sindra. Öskum vinum og ætWigjufn gleði- legs nýárs. Skipshöfnin á Rán. Óskum æ^igjum og vinum gleði- legs nýárs. Þökkum hið liðna. Kær- ár kveðjur. Skipverjar á Þórólfi. Bestu nýársóskir til ættingja og vina. Þökkum liðna árið. Skipverjar á Garðari. Álfadans og brennu halda Ármann og K.R. á sunnu- daginn, 5. janúar. Gjafir til Vetrarhjálparinnar. S.S. 5 kr. N.N. 20 kr. N.N. kr. 2,12. N.N. 100 kr. J.S. 10 kr. N.N. 5 kr. Starfsmenn hjá Jóni & Stein- grími kr. 42,50. N.N. 10 kr. Starfs- fólkið í Haraldarbúð 300 kr. K.X. 10 kr. H.f. Helgafell 500 kr. Ægis- gata 10, 15 kr. N. 5 kr. J.G. 5 kr. B.B. 3 kr. G.Þ. 5 kr. S.Þ. 5 kr. G. Ó.R. 10 kr. Billiardstofan Hekla 20 kr. - Heildverslunin Edda 200 kr. N.N. 20 kr. Starfsfólkið hjá Brauns verslun 70 kr. J.A. 5 kr. Bjarni Jó- hannesson 5 kr. N.N. 5 kr. Sendi- svéinn 10 kr. Daníel Jónasson 5 kr. Þóra Þórarinsdóttir 20 kr. R.H.B. 100 kr. Hf. Shell á Islandi 200 kr. Starfsfólkið hjá Hf. Shell 180 kr. Starfsfólkið hjá Hf. Litir X Lökk 30 kr. N.N. 5 kr. Guðm. Guðjóns- son 15 kr. E.Ó.. 20 kiv Starfsfólkið hjá Vegamálastjóra 85 kr. H.H. 10 kr. R.Þ. 10 kr. A. 50 kr. Starfsfólk á skrifst. Tollstjóra 60 kr. Starfs- fólk hjá Steindóri 50 kr. Á. Ein- arsson & Funk 25 kr, Starfgfólkið hjá Prentsm. Eddu 23 kr. Starfs- fólkið hjá Kexverksmiðjunni Frón kr. 76,50. J. & S. 100 kr. Kærar þakkir. — F.h. Vetrarhjálparinnar, Stefán A. Pálsson. Útvarpið í kvöld. Kf 19.25 Hljómplötur: Norsk og dönsk alþýðulög. 20.00 Fréttir. 20.30 Um daginn og veginn (Jón Eyþórsson). 20.50 Hljómplötur: Lög leikin á celló. 20.55 Útvarps- sagan: „Kristín Lafransdóttir", eft- ir Sigrid Undset. 21.25 Útvarps- hljómsveitin: íslensk þjóðlög. •— Einleikur á fiðlu (Þór. Guðmunds- son): Úr spænska lagaflokknum eftir Lalo. Bögglasmjör nýkomið i cíjiií um 0LQNDRHH T=iaffi Eggert Claessen hæstaréttarmálaflutningsmaður. Skrifstofa: Oddfellowhúsinu. Vonarstræti 10, austurdyr. Sími: 1171. Viðtalstími: 10—12 árd. RAFTÆKJAVERZLUN OC VINNUST0FA ^ IAUGAVEG 46 SÍMI 5858 RAFLAGN8R VIÐGERÐIR • • • • • SÆKJUM SENDL'M Til leigu fiskbúð þ besta stað í bænum. Þeir sem vilja sinna þessu leggi nöfn sín og heimilisfang inn á afgr. Vísis, merkt: „Fisk- búð“. — VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. WLWimim SENDISVEINN óskast strax. Gott kaup í boði. — Verslunin Þórsmörk. Sími 3773. (487 VANAN sjómann vantar suð- ur með sjó nú þegar. Uppl. í 1 versluninni Dagsbrún, simi 2926.__________ __________(500 SENDISVEINN. — Duglegur sendisveinn, 15-—16 ára, óskast. Bakariið Frakkastíg 14. Jó- liann Reyndal. (488 MAÐUR óskast til að kynda miðstöð. Uppl. Bankastræti 3. (491 VERKSTÆÐISPLÁSS óskast íil ldgu, þarf að vera á góðum stað í bænum. Æskilegt að sölu- l)úð gæti fylgt. Tilboð merld: „Handverk“ leggist ihn á afgr. Vísis fyrir 6. janúar . (493 EITT eða tvö herbergi með húsgögnum óskast nú þegar fyrir Englending, starfsmann við bresku aðalræðismanns- skrifstofuna. Sími 5883, frá 10 —12 og 2—5. (502 HÚSSTÖRF STÚLKA óskast á lítið heim- ili. Gott kaup og herbergi. A. v. á. (489 STÚLKA eða eldri lcona ósk- ast í létta vist Öldugötu 2. Ein í heimili. Halldóra Ólafs. (497 UNGLINGSSTÚLKA óskast í árdegisvist á lílið heimili. Uppl. i sínia 3323. (498 ST. VERÐANDI nr. 9. Fund- ur annað kvöld kl. 8. 1. Inntaka. 2. Píanósóló: Tage Möller. — Á eftir fundi hefst ÁRAMÓTADANSLEIKUR stúkunnar, kl 10. Félagar vitji aðgöngumiða fyrir sig og gesti sina á morgun frá kl. 1—6. — Engir aðgöngumiðar afhentir eftir þann tíma. Húsið skreytt. Herrar dökkklæddir. (496 VÍKINGSFUNDUR í kvöld á venjulegum tima. 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Ræða: Sigfús Sigurhjart- arson. 3. Upplestur: Þorl. Þorgríms. son. 4. Áramótafagnaður. 5. DANS. (499 KtlUSNÆDl'J VÉLSTJÓRA í fastri vinnu vantar 3 herbergi og eldhús, Iielst strax eða 14. maí. Tilboð óskast sent til Vísis, merkt „Vél- stjóri“. (494 .LlTIÐ herbergi óskast strax. Reglusemi vg ábyggileg greiðsla Uppl. í síma 1491 milli 1 og 6. (495 llAfiW-fXMNfil LYKLAKIPPA tapaðist í gær- kvöldi. Vinsamlega skilist á B. S. R. gegn fundarlaunum. (501 — KÁRLMANNSHANSIH — brúnn — loðskinnsfóðraður, tapaðist annan jóladag. Finn- andi vinsamlega geri aðvart í síma 5571. (481 KARLMANNSARMBANDSÚR tapaðist annan jóladag. Óskast skilað á Njálsgötu 29. Iuindar- laun. (482 KVENARMBANDSÚR tapað- ist annan jóladag. Vinsamlegast skilist á Þórsgötu 14. Fundar- laun. ' * (483 VESKI með peningum í hef- ir verið skilið eftir í Hafnar- stræti 19. Benóný Benónýsson. _________________ (485 VÍRAVIRKIS-BRJÓSTNÁL, með mynd í, tapaðist í austur- bænum s.l. laugardag. Skilist á afgr. Vísis. (490 SÁ, sem tók vetrarfrakka í misgripum í Aðalstræti 12 í gær (sunnudag), er vinsamlega beð- in að skila lionum tafarlaust þangað aftur. (504 uonipsiGxniial PICK-UP til sölu. Simi 5013. ALSKONAR dyranafnspjöld, gler- og málmskilti. SKILTA- GERÐIN — August Ilákansson — Hverfisgötu 41. (979 KOPAR keyptur i Lands- smiðjunni. (14 TVEGGJA tonna vörubíll til sölu. Uppl. í Ingólfsstræti 3. — Sími 1059. (484 im Nýja Bló H I fmti íitii. (First Love) Deanna Durbin VIL KAUPA rafmagnshljóð- dós (pick-up). Sími 4888. (486 VORUR ALLSKONAR Hin vandláta húsmóðir notar BLITS í stórþvottinn. BLANKO fægir alt. — Sjálfsagt á livert heimili. Illllll m |M»Mk,iæ.l«!y>jwaCT«——— NOTAÐIR MUNIR TIL SÖLU TVÍSETTUR klæðaskápur og stofuliorð til sölu. Sími 2773. (492 VÖRUBÍLL til sölu. Uppl. Grettisgötu 2A, niðri, eftir kl. (503 AÐIR MUNIR ÓSKAST KEYPTIR; KAUPUM FLÖSKUR, stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, Berg- staðastræti 10. Sími 5395. — Sækjum. — Opið allan daginn. (1668 HRÓI HÖTTUR OG MENN HANS. 618. UPPLJóSTRUN. — Hvar er Hrói höttur? — ViÖ — Heyrið — það er vopnabrak. — — Þú ert ekki mikill bardagamað- — Þarna sjáið þið Hróa hött, ridd- tókum þá höndum, en Hrói er þarna Það er Hrói. Hann er að gera upp ur, rauðhaus. Þú ert vafalaust van- arar góðir, og þorparann, sem uppi í rústunum með einum þeirra. reikningana við þann með rauðu ari því að vega að mönnum aftan- rændi gullinu frá ykkur. hárkolluna. frá. E. PHTLLIPS OPPENHEIM: AÐ TJALDABAKI. skýrslum. í rauninni er það ungfrú Moreland, sem innir öll störfin af hendi.“ „Er það svo?“ spurði hún kuldalega. „Þetta er nú samt sannleikur,“ ^agði hann. „,Eg kann ekki einu sinni að skrifa á ritvél.“ „Þér eruð nú samt talsvert oft í sama her- hergi og hann. Það er eg viss um. Þér hafið ef iil vill komist að raun um hverjum augum Hugerson lítur á fjárhagshorfurnar í Drome.“ .„Alt sem Hugerson segir, þegar hann talar ekki heint við mig, fer inn um annað eyrað og út um hitt. Mér hefir verið sagt, að þetta sé fyrsta regla, sem tilvonandi sendiheiTa verður að setja sér, og eins og þér vitið er eg enn byrj- andi.“ „Samt sem áður ætla eg að spyrja yður spurningar,“ svaraði hún. „Veit Hugerson hversu mikið fé faðir minn liefir lagt í fyrir- tæki í Drome? Veit hann liversu mörg sérleyfi •víð höfum fengið r— og nánara um það? Heldur Jiann, að það sé nokkurt leynisamkomulag milli Kýðveldisstjórnarinnar í Drome — Matteos lier- foringja, sem gætir hagsmuna konungsættar- innar, og ríkisstjórnarinnar iá Italíu. Við vitum Öll, að hann gerði sér ferð á hendur til Drome til þess að komast að hinu sanna i þessum efn- um. Að hverju komst hann og hvaða tillögur ætlar hann að gera?“ Það var eins og Mark hefði elst um ár á stuttri stundu. Hann leit ekki á Estelle Dukane heldur á flókið sem sat við borð sin, eða var að dansa. Hún lieið eftir þvi að hann segði eitt- livað og loks gat hún ekki á sér setið að spyrja: „Hvers vegna svarið þér ekki? Ilvers vegna sitjið þér þarna, áii þess að segja neitt?“ „Sannast að segja var eg að gera mér vonir um, að þér munduð segja, að þér hefðið spurt í gamni.“ „Vitanléga spurði eg í alvöru. Þér segið margt furðulegt við mig. Þér reynið að telja mér trú um, að yður þyki vænt um mig. Ef yður þykir það, hvers vegna skyldi eg þá ekki spyi-ja yður hvers, sem mig langar að vita. Mér er leyfilegt að prófa yður.“ Hún hnyklaði brúnir. Það varð ekki annað séð af svip hennar, en að hún botnaði ekki neitt í því, að hann skyldi ekki vilja segja sér alt af létta. Mark fann alt í einu til þreytu. Heimur- inn — alt sem i kringum hann var — var elcki lengur dásamlegt og fagurt. Nú vissi hann hvernig á því stóð, að hún liafði verið svo hlý- leg. Hún ætlaði að nota liann — til þess að vinna að hagsmunamálum' hennar og föður hennar. Það skifti engu í hennar augum hvort liann gerði það, sem heiðarlegt var, eða ekki. — Hánn leit aftur á hana. Og hann furðaði sig á því, sem hann sá. Hann hafði búist við að sjá hana kipra saman varirnar — munnsvipinn verða hörku- Iégri. En svo var ekki. Bros hennar var hlýlegt, lokkandi, mildi í augum hennar. Hún var þann- ig á þessari stundu, að honum reyndist enn erf- iðara að segja það, sem hann varð að segja. „Yður hlýtur að skiljast,“ sagði hann, „að jafnvel þótt mér væri um þetta kunnugt, þá væri mér ekki heimilt, að skýra frá þvi.“ „En hvers vegna takið þér þessa afstöðu?“ sagði hún reiðilaust og eins og hún skildi ekki í honum. „Eg veit að menn hafa gert margt til þess að sýna, að þeim væri alvara í málum slíkum sem þessum. Þetta getur ekki reynst yður erfitt. Eg vil engum ilt — lieldur gera gott.“ „Eg veit lítið sem ekkert um erindi Huger- sons og árangur þeirra. Og það lítið sem eg veit gæli eg ekki gefið neinum vitneskju um.“ Hún svaraði engu. Hann þorði ekki að liorfa á haria. Hann fann að nú streymdi kuldi frá henni. Alt í einu stóð hún upp. „Við skulum dansa,“ sagði hún. Þau fóru aftur inn í danssalinn og fóru að dansa án þess að ræðast við. Mark fann þó vel hversu breytt liún var. Öll lirifni, gleði, sem hún virtist búa yfir, er hann kom, var horfin. Hún leit ekki í augu lians. Hún brosti ekki. Hún leit í kringum sig, eins og liún vænti þess að geta fundið eitthvað, sem hún hefði áhuga fyrir, annarstaðar, einlivern að tala við, sem vildi gera það, sem hún bauð. Hún lét enga ánægju í Ijós, er dansinn hætti, og dansendurnir ldöpp- uðu, til þess að gefa til kynna, að þeir óskuðu, að lagið væri endurtekið. Hún dansaði eins og þær konur gera, sem ekki hafa fengið þann dansfélaga, sem þær óskuðu sér. Þegar þau hættu valdi hún sæti, þar sem allir gátu séð þau. „Þér viljið vafalaust fara sem fyrst,“ sagði hún og leit á klukkuna. „Þér borðið víst snemma — og það geri eg líka.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.