Vísir - 31.12.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 31.12.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðhaug sson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjórí Biaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 31. desember 1940. 303 tbl. Ógurlerjt tjón í City af loftárásum. M Morrison flytur bresku Jjóíiimi mikllvægan boðskap á morgnn London í gærkveldi. Það var tilkynt i London í gærkveldi, að Herbert Morrison innanrikisráð- herra myndi flytja ræðu á morgun. Ræðunni verður útvarpað og var boðað, að Morrison hefði mikilvægan boðskap að flytja. Petain „lokar landamærunum" Einkaskeyti frá U. P. London, í gær. Fregn frá Vichy í gær hermir, að landamærum hins óhernumda hluta Frakklands og Italíu hafi verið lokað. Er strangur vörður við allar landamæra- stöðvar. Ekkert er kunn- ugt hvað veldur því, að gripið hefir verið til þessara ráðstafana, en þar sem fregnin um þetta berst frá Vichy er talið, að það sé franska stjórnin sem hafi átt frumkvæðið að því, að gripið var til slíkra ráðstaf- ana, eða að orsökin eigi ræt- ur að rekja til þeirra mála, sem nú eru rædd í Vichy og margir ætla að kunni að hafa hinar afdrifaríkustu afleiðingar. — Landamærum milli hins hernumda og óhernumda hluta Frakklands hafði áð- ur verið „lokað" til 6. janú- ar næstkomandi. iíátstliM'ai*" lircska. licinisveldiisiiis a MBin London, i gær. Fregn frá Madrid hermir, að Franco hafi gefið út tilskipun um, að stofna skuli strand- varnastöð i Las Palmas, Kanar- isku eyjunum, en hennar telja Spánverjar mikla þörf. Er ráð- gert að hafa þarna setulið all- mannmargt (stórskotalið). 22 breskar loft- árásir á Vallona Einkaskeyti frá United Press. London í gærkveldi. Breskar sprengjuflugvélar hafa gert nýjar árásir á Vallona, þá 21. og 22. — I fyrri árásinni var varpað-sprengjum á flutn- ingaskip og herflokka við höfri- ina o. s. frv. Var skotið af miklu kappi á flugyélar Breta og varð ein þeirra fyrir skoti. Úr seinni árásinni komu allar bresku flúgvélarnar aftur heilu og höldnu. Veður var þá óhagstætt. Gerð var árás á flutningaskip og beitiskip og skotið á þau af vélbyssum. í'orní rægar byggingur gereyðilagðar og kolsvartar brunarústir gnæfa við himin. EINKASKEYTI frá United Press. London i gærkveldi. Tjónið af völdum loftárásanna á London í gærkveldi var enn gíf urlegra en í fyrstu var áætlað.Meðal hinna mörgu f rægu bygg- inga, seim urðu fyrir skemduirfer Guiledhall, hið fræga ráðhús Lundúnaborgar, er það eyðilagt að mestu, Old Bailey, og gamlar og víðkunnar kirkjur o. s. frv. I dag hefir verið unnið að því fram undir myrkur, að hreinsa til á götunum, og kæfa eldinn, og hefir það tekist, en enn rýkur þó víða úr rústunum. Miklu lofsorði er lokið á verk það, sem slökkviliðið vann og hjálparlið þess. Var unnið að þvi af kappi í alla iiótt, að hindra útbreiðslu eldsins. Það var hinum mestu erfiðleikum bundið, því að þeirri aðferð var beitt, að varpa miklum fjölda íkveikjusprengja á tiltölulega lítið svæði, og þar næst sprengikúlum. Þrátt fyrir miklar hættur gengu menn vasklega fram við slökkvistarf- ið og i dag var svo komið, að hvarvetna hafði tekist að slökkva að mestu, o'g hreinsun- arstarfið komið vel af stað, þótt mikið sé ógert enn. Framsókn Grikkja tefst vegna f annf ergis og vaxandi mót- spyrnu ítala. Einkaskeyti frá U. P. London í gær. Seinustu fregnir frá Grikk- landi herma, að Grikkir sæki enn fram, en hægara, sumpart vegna fannfergis og sumpart vegna harðnandi mótspyrnu ítala. Við Pogradec hafa Grikk- ir hrundið gagnáhlaupi, sem ítalir gerðu. Fyrir norðan Kim- ara hafa þeir tekið nokkrar hæðir, sem eru hernaðarlega mikilvægar. Milli Klisura og Tepelihi eru Grikkir að hreinsa til og bendir margt til, að að- staða Itala á þessum vígstöðv- um sé stöðugt að verða erfiðari. Þá er tilkynt, að Grikkir hafi tekið þorp n.okkurt milli Klisura og Berat, og hafi aðstaða þeirra batnað mikið við, að þeir náðu þessu þorpi á sitt vald. Talsmaður grisku herstjórn- arnnar sagði m. a. um sigur þann, sem Grikkir Unnu fyrir ^riorðaustan Kimara, að þeir hefði tekið fyrrnefnd þrjú þorp, eftir að þeir höfðu sótt fram yfir snævi þökt f jöll, sem voru mjög ill yfirferðar. Þorpin voru tekin með áhlaupi. Bersaglieri-hermennirnir urðu að lúta í lægra haldi við Klisura. ítalskt herlið, þar á meðal hermenn úr hinum víðfrægu Bersaglieri hersveitum, beið mikinn ósigur fyrir norðan Kli- sura. Bersaglieri-hermennirnir voru flutlir loftleiðis til þessara vígstöðva. Herlið ítala gerði á- hlaup á veginum milli Berat og Klisura. — Grikkir halda áfram að „hreinsa til" þarna og hafa tekið marga ^fanga, einkanlega milli Klisiíra og Kimara. Það er talið, að miklu meira tjón mundi hafa orðið af árás- inni, ef orustuflugvélarnar bresku hefði ekki ráðist á þýsku sprengjuflugvélarnar, en árásin virðist hafa komið Þjóðverjum á óvænt. Veður spiltist einnig og má vera, að það hafi flýtt fyrir heimferð flugvélanna. Mönnum ber sainan um, að loftárásirnar í gærkveldi hafi verið hinar hörðustu, sem nokk- uru sinni voru gerðar á London, frá því árásirnar miklu voru gerðar í september. — Sprengj- um var varpað á City og fleiri borgarhluta, en aðalárásin var gerð á City. — Víða í borginni söfnuðust menn saman uppi á þökum hús- anna og horfðu á, er bresku or- ustuflugvélarnar komu á vett- vang. Horfðu menn á er þær ráku'flóttann og flugmennirnir skutu af vélbyssum sínum, á þýsku sprengj uflugvélarnar. Af fyrirsögnum blaðanna má best sjá hversu stórkostlegar árásirnar voru: Daily ^fail: Grimmilegasta íkveikjuárásin á London. íkveikjusprengju og sprengi- kúlnaregn klukkustundum" sam- an. Daily Sketch: Mesta loftárás- in á London í 3 mánuði. Daily Mirror: ÖU Lundúna- borg sem eitt eldhaf yfir að líta í stórkostlegustu loftárásinni frá því í september. Georg VI. Bretakonungur sendi borgarstjóranum í Lond- on samúðarskeyti í dag, i tilefni af hinu mikl'a tjóni, sem varð af völdum loftárásarinnar í gærkveldi. Winston Churchill forsætis. ráðherra fór um árásarsvæðið i dag og var þar 2 klst, m. a. lengi í rústum Guildhall. Hann ræddi við fólk á árásarsvæðinu. LOFTÁRÁSIR BRETA Á HER- STÖÐVAR ÞJÓÐVERJA A MEGINLANDINU. Þær voru með minna móti i fyrrinótt veð.urs vegna. Þó voru gerðar loftárásir á nokkra staði og segir í tilkynningu breska flugmálaráðuneytisins, að veður hafi verið m.jög slæmt. Nánari tilkynningar eru væntanlegar um þessar árásir. BRETAR GEFA ÍBUUM NEAPELS KOST Á AÐ KYNNA SÉR RÆÐU CHURCHILLS. I ítölskum tilk. segir, að breskar sprengjuflugvélar hafi gert árás á Neapel. Hafi flug- vélarnar komið í tveimur hóp- um og varpað niður sprengikúl. um og flugritum. Efni flugrit- anna var ræða Churchills eða á_ %rp til ítala, sem flutt var ný- verið, en Itölum var bannað að hlusta á: Mynd þessi er tekin um borð i breska orustuskipinu Nelson. Það er útbúið niu 40 sm. fallbyss- um. Myndin er tekin þegar skipið er að skotæfingum. Þriðji fallbyssuturninn sést ekki. Hann er að baki þeirra, sem sjiást á myndinni.- ítalir verjast enn í Bardia. Einkaskeyti frá United Press. I tilkynningu frá Kairo seint í gærkveldi segir, að stöðugt sé haldið áfram undirbúningi að lokaáhlaupinu á Bardia. Stórar fallbyssur hafa verið fluttar i námunda við borgina og er byrjað að skjóta á hana af þeim, en breskar vélahersveitir eru stöðugt á verði fyrir vestan borgina, til þess að hindra að J ítalir komi liðsauka þangað. Breski flugherinn heldur á- J fram árásum, á flugstöðvar Itala langt fyrir aftan víglinu j þeirra. Lí f látsheg iiiBi g: ef menn safna mat- vælabirgðum., Einkaskeyti frá United Press. London í gær. Fregn frá Rómaborg hermir, að tilskipun hafi verið gefin út þess efnis, að það varði lifláts- hegningu, ef menn safna mat- vælaforða. Áður voru ströng á- kvæði i gildi í þesum efnum, og þykir hin nýja tilskipun ótvíræð sönnun þess, að matvæli séu af mjög skornum skamti í land- inu og alvarlega horfi í þeim efnum. LÍTID UM LOFTARÁSIR I BJÖRTU I GÆR. I gær var lítið um loftárásir meðan bjart var. Þó varð vart við þýskar flugvélar yfir East Anglia og Kent. AllsherjarverkfaH eða vinnafriður. í dag verður skorið úr því hvort ofan á verður. London í gærkveldi. Mikill eldur kom upp í An- halterstöðinni í Berlín i morgun snemma. Líklegt er talið að eld- urinn hafi komið upp i farang- ursgeymslu i stöðinni. Eldurinn náði mikilli útbreiðslu, að því er einn fréttaritari s.egir. Til bágstöddu konunnar: 5 krónur frá Þ. Þ. Fundahöld stöðug standa yfir þessa dagana millum verka- manna og vinnuveitenda, bæði hér í Reykjavík og í kauptúnum úti um landið, og eru þar rædd--j- ar kröfur þær, sem verkalýðsfé- íögin hafa gert varðandi kaup og kjör. Samningarnir munu hafa gengið mjög misjafnlega, en yfirleitt mun þó mega fullyrða að kauphækkunarkröfunum muni hafa verið mætt með skilningi af hálfu vinnuveit- enda, enda er þess að vænta að endanlegir samningar takist í dag, þannig að sneitt vei'ði hjá verkfalli, sem ella dynur yfir. Kröfur þær, sem verkamenn hafa sett fram varða ekki ein- ungis kaupgjaldið heldur og kjörin að öðru leyti. Samkvæmt gengisskráningarlögunum er heimilt að segja upp launa- ákvæðum 'sanminga með tveggja mánaða fyrirvara, mið- að við 1. janúar 1941. Þetta hafa verkalýðsfélögin gert, en telja auk þess að öllum ákvæð- um samninganna hafi verið sagt upp að lögum, en þvi neita vinnuveitendur. Það kann að vera rétt að skýra beri þröngt ákvæði greindra laga, og yinnuveitend- ur hafi rétt fyrir sér að þvi leyti, en i rauninni hefir þetta alls enga praktiska þýðingu, og því æskilegt og sjálfsagt að samið verði að fullu og öllu að nýju. Verkamenn eiga það vissulega skilið að kjör þeirra verði bætt friá því sem nú er, og þeir munu fyrir sitt leyti reiðubúnir til að gæta allrar sanngirni. VinnU- veitendur viðurkenna nauðsyn verkamanna á kjarabótum, og atvinnurekstur hefir yfirleitt gengið svo vel að hann er þess fyllilega um kóminn að láta verkamenn njóta þess að nokk- uru. Þótt fullur skilningur ríki að þessu leyti millum samnings- aðilanna má enn vera að alls- herjarverkfalli verði skelt á upp úr áramótunum. Slíkt væri hið mesta böl, sem bakaði öllum aðilum tjón, — og umfram alt þjóðinni i heild en engum vinn- ing. Er þess þvi að vænta, að samningar takist i tíma. Sátta- semjari ríkisins hefir fengið ýms þessara mála til meðferðar, og mun hann gera tilraunir til sátta og miðlunar ef aðilar hafa ekki niáð samkomulagi i tíma. Reynt irtir il sí Barra Head ðt í di; I dag vérður gerð tilraun til þess að ná breska flutningaskip- inu út. Fengu strandmennirnir boð um það í gær, að þeir ætti að vera komnir á strandstaðinn í birtingu í dag. Vísir átti tal við Kirkjubæjar- klaustur siðla dags í gær. Var blaðinu þá tjáð, að þeir sem hefði séð skipið áður en skyggja tók, teldu horf ur heldur slæmar á að takast mætti að ná þvi út. Er jafnvel haldið að einhver sjór sé kominn í skipið. Þó hefir breyst til batnaðar að þvi leyti, að nú er vindur norðlægur og hefir brim mink- að að miklum mun. Aðþvi er Vísir hefir fregnað fór skip héðan á strandstaðinn og mun það réyna að draga Barra Head út.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.