Alþýðublaðið - 04.08.1928, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.08.1928, Blaðsíða 3
3 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Lybby’s mjólk Alt af jafn-góð Alt af bezt. Libby’s tömatsósa. SS0á m rnc» luumf)* sem vér munum í þessu skyni i&enda út um landið.. í trausti gððrar samvinnu. Reykjavík, í júní 1928. / mœdrctsiyrkmefndinni f. h. Kvenréttindafélags íslands, Bandalags kvenna, Baroavinafé- lagsins, Félags íslenzkra hjúkrun- arkvenna, Hiins íslenzka kvenfé- lags, Hvítabandsins, eldri deíldar, Hvítabandsins, yngri deildar, Kristílegs félags ungra kvenna, Kvenfélagsins , Hringurinn", Lestr- arfélags kvenna, Ljósmæðrafélags Islands, Thorvaldsensfélagsúis, Trúboðsfélags kvenna, Verka- kvennafélagsins ,.Framsókn". í framkvæmdanefnd: La’nfey Valdimarsdóttir; p. t. form. 'AÓalbjörg Siguröardóttir, GuÖrún Lárusdóftir, ínga Lárusdóttir, Laufey Vilhjáimsdóttir. Fulltrúar: Áslaug Ágústsdóttir, Bentína Hall- grímsson, Bríet BjarnhéÖinsdótt- ir, Elísabet Bjömsdóttir, Gerda Hanson, Guölaug Ároadóttir, GuÖ- rún Ásmundsdóttir, Hólmfriöúr Árnadóttir, Ingibjörg H. Bjarna- son, Ingibjörg Isaksdóttir, Jönína Jónatansdóttir, Kristín Guömunds- dóttir, Kristin V. Jacobson, Sig- ríöur Eiríksdóttir, Sigríöur Sig- hvatsdóttir, ValgerÖur Freysteins- dóttir, Þórdís Rarlquist. Bæjarstjórnarfréttir. Fundurinn í fyrradag var fá- sóttur mjög. Fjórir jafnaöarmenn og sex íhaldsmenn, auk borgar- stjóra, mættu par. Pétur Halldórs- son sat í forsetastóli. ! fundarbyrjun var upp lesið pakkarskeyti til bæjarstjórnarinm- ar frá prófessor Hannaas, fyrir hönd N o )• ðman naflo kk s ins, er bingað kom meÖ „Mira“, fyrir viÖtökurnar hér. Byggingarnefnd. Fundargerð hennar frá 28. júlí var samp. í einu hljóöi. Voru par með veitt leýfi til að byggja 4 ný íbúðarhús auk smáhýsa. ýmsar breytingar á húsum voru og leyföar. Fasteignanefnd íagði til að bygt yrði íbúðarhús við mulningsstö'ðina í Rauðarár- paolti i stað pess, sem brann fyrir nokkra síðan. Var það sarapykt. Borgarstjóra \'ar falið að gera leigusaimeinga við 8—10 menn. sem fá^ leigulóðir til íbúðarhúsa- bygginga \’ið Bergstaðastræti norðanvert, milli Njarðargötu og Barónsstígs. Fátaekramál. 1 sambandi við fundargerð fá- tækraneftidar spurði Haraldur borgairstjóra, hvað liði skýrslu þeirri, sem bæjarstjórn í vor fól nefndiinni að gera um skuldÍT fyrir peginn fátækraistyrk frá fyrri ár- úm og tillögur um eftirgjafir á peim skuldum. Svaraði borgar- stjóri, að skýrslan væri svo að segja fulJgerð. Fjárhagsmál. Ejárhagsnefnd lagði tiJ, að bær- inn tæki á leigu 2 hæð og eitt herbergi á 3. hæð í húsi Scevings lyfsala við Austurstræíi (Nathan & QJsen) fyrir 900 króna mán- aðarleigu til 5 ára og flytjiþang- að skrifstofur sínar, en léti Raf- magnsveitunni eftir húsnæði það, sem bæjarskrifstofurnar nú hafa. Ólafur og Haraldur andmæitu pessu og töldu sjálfsagt að rann- sáka til hlýtar kostnað við að byggja yfir skrifstofur pær, sem nú vantar húsnæði, áður en slík- ur samningur væri gerður. Bar Ólafur fram svolátandi tillögu: Bæjarstjórnin ákveður að fresta ful]naðarákvörðun um 3. lið fjár- hagsnefndarfundargerðar, dags 1. ágúst 1928, og felur fjárhags- nefnd að rannisaka, hvað kosti að byggja hús fyrir skrfstofur bæjarins, þar með talið skrifstof- ur rafveitunnar og hafnarinnar. Tillaga pessi var feld með 5 íhaldsatkv. gegn atkvæðum jafn- armanna allra, og tillaga nefndar- innar samp. til 2. umræöu. — íhaildinu er altaf jafn illa við rannsókn og athugun málanna. Haraldur spurðist fyrir um, hvort sagt hefði veriö upp fyrir 1. júlí b runatry ggingasa m ningi peim, er bærinn nú býr við og tryggingafélögin hafagrættá stór- fé árlega. Svaraði borgarstjöri því játandi. Sundhallarmálið. var nokkuð rætt í sambandi við fundargerð veganefndar og lögð fralm afrit af bréfum, sem fairið’ hafa milli borgarstjóra og dóms- málaráðherra um gexð sundhallar innar. ' Barnaskólabyggingin. Sa'mpykt var að taka tiJboði Jóh. Reykdals í Hafnarfirði um að smíða gJugga i barnaskólann nýja. Verða umgerbimar úr olíu- seyddri furu. Tilboð J. R. \rar 14200 krónur. Skólanefnd Ungmennaskólans. I fundarlok spurði Haraldur borgarstjóra, hvort hann myndi eigi taka á dagskrá næsta fund- ar kosningu 2ja mahna í skóla- j nefnd Un gmennaskólans samkv. lögum frá í vetur. Fjöldi náms- fólks bíður svars við pví, hver skólagjöldin verði og hvemig reglugerð skólans verði, en hvort tveggja þetta á skólanefnd að é- kveða, auk pess, sem henni er ætlað að undirbúa og gera til- lögur um bygging nauðsynlegra húsa fyrir skólann. Svör borgarstjóra vora óglögg. Virtist hann helat ætla að bíða bréflegrar fyrirskipunar frá stjórn- inni og ekki telja gerlegt að ráð- ast í slíkt stórræði, sem kosn- ingu skólanefndarmanna samkv. gildandi lögum, nema hæstvirt landsstjóm skipaði svo fyrir með sérstöku bréfi til hans. Stundum hefir borgarstjóiri ver- ið djarfari. Viðtal við Lars Eskdand, fyrverandi skólastjóra í Vors. Verkamannaflokkurinn er eini ilokkurinn í Noregi, sem stendnr á verði um skoðanafrelsið. Hlutverk lýðháskölanna og fleira. Svo sem Iesendum Alþbl. er kunnugt, var Lars Eskeland fyrr- um skólastjóri á Vors, einn af farpegum á „Miru“. Átti Alþbl. viðtal við hann og spurði hann margs. Eins og kunnugt er, hefir Es- keland stofnað og stýrt stærs'ta lýðháskóla Noregs og þótt af- brigða kennari og skólastjóri. Hefir hann lagt mikla áherzlu á það í skóla sínum, að gera nem- endurna að iðjusömum, sjálfstæð- um og réttlátum mönnurn og meðal annars veriö einn af aðal- mönnunum í himmi miklu hreyf- ingu til viðreisnar verklegri og andlegri menningu norskrar al- pýðu, einkum í sveitunum. Fyrir prem árum gerðist Eskeland ka- pólskur, og varð út af trúskift- um hans hinn mcsti úlfapytur. Voru blöðin full af greinum með og móti Eskeland, en pau uröu lok málsins, að sampykt var á Stórþinginu með 81 atkv. gegn 58, að ívifta skólann ríkisstyhk, ef Eskeland yrði skólastjóri. Voru pað pröngtrúarmenn, sem kröfð- ust pess, að Eskeland viki frá skölanum, og porðu burgeisa- flokkarnir ekki annab en láta að vilja þeirra. En þess ber að gæta, að þröngtrúarmönnum gekk dkki frjálslyndi til, því að peir eru um flesta hluti þröngsýnni en ka- pólskir menn. — Hvernig vegnar skólanum? spyr tíðindamaður blaðsiins Es- keland. — Það gengur alt svipað og áður. Eysteinn, sonur minin, er skólastjóri, og ég kenni sömu námsgreinir og ég kendi síðustu árin, sem ég var skólastjóri, —; svo að breytingin á skólanum hefir svo sem engin orðið. — Þröngtrúarmenn hafa þá ekki náð tilgangi sínum? — O, sei, sei nei. Þeir hafa bakað mér erfiðleika og ýnris- leg leiðindi, en öðru hafa peir ekki áorkað. Mitt lifsstarf hefir verið helgað ungiingafræðslunni og verður þaÖ meðan ég er vinnufær. En mér Voru það mik- il vonbrigði, að enn pá skuli veTa sá pröngsýnisandi ríkjandi hjá þjóð minni, að menn séu sviftir störfum vegna skoðana sinna. . . Qg ilt er til þess að vtia, að vinstrimenn, sem lengi voru fram- sækinn og andlega vakandi flofck- ur, skyldu taka afstöðu gegn mér. — Svo, peir gerðu það? — Já, verkamannaflokfcurinin var eini flokkurinn í pinginu, sem var heill og ósfciftur andstæður pví, að ég væri sviftur ríkis- stjTknum. .... En tveir af póli- tísku foringjunum sinn úr hvor- um flokki, hafa afsaikað við mig gerðir sínar, sagt hreint og beint, að peir hafi ekki þorað annað vegna pröngsýnna flokksmanna sinna en að svifta mig styrkn- um éil skólans. — Hefir nú úlfaþytinn lægt, síðan sonur yðar tók við? — Já, þeir pröngsýnu geta nú ekki beitt rikisvaldinu gegn mér, pó að þeir vildu. Nú hefir þingið breyzt. Verkamannaflokkurinti fjölgaði eins og pér vitið þing- sætum sínum um helming við síð- ustu kosningar — og í vetur kom frá -verkamannaflokknum tillaga um að gera það alls ekki að skil- yrði fyrir ríkisstyrk til skólans, að ég yrði ekki skólastjóri. Sú tillaga hefði ' verið sampykt, ef ég hefði æskt pess, því að nokkr- ir menn ■ í hægri, vinstri og bændaflokknum eru frjálshuga í trúarefnum og þora að kannast við, að þeir séu pað. ... En nú hafði Eysteinn sonur minn tekið' við s'kólanum, og mér fanst rétt, að alt sæti við það, sem orðið . var.. — Hefir nú ekkl atferli burg- eisaflokkanna í pessu skólamáli mælst illa fyrir hjá frjalshuga mönnum í Noregi? •— Jú, ég held að mér sé óhætt að segja það — og ég veit svo mikið, að vinstri hefnr að minsta kosti ekki unnið á pví við kosn- ingarnar. Annars skai ég geta pess, að flest stærri blöðin voru 'andstæð gerðum pingflokkanna — og erlendis hefir atferli peirra mælst illa fvrir. Eins og pér vit-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.