Vísir - 14.04.1942, Page 2
VISIR
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
AÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar 1 6 6 0 (5 línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Menntaskólinn.
ektor Menntaskólans, Pálmi
Hannesson, sem á sæti á
Alþingi, flytur tillögu til þings-
ályktunar í sameinuðu þingi,
svoliljóðandi: „Alþingi ályktar
að fela rikisstjórninni að láta
undirbúa og leggja fyrir næsta
reglulegt Alþingi tillögur um
framtíðarhúsakost og hentugan
stað fyrir Menntaskólann i
Reykjavík, og sé í því sambandi
sérstaklega rannsakað, hvort
ekki sé tiltækilegt að flytja skól-
ann að Skálholti í Biskupstung-
um.“
Um tillögu þessa að öðru en
niðurlagsorðum hennar er ekki
nema allt gott að segja. Mennta-
skólinn þarf framtíðarhúsakost
á heppilegum stað, en flestir
eldri nemendur skólans munu
líta svo á, að sá heppilegi stað-
ur sé fyrir hendi, einmitt þar
sem skólinn stendur nú, en það
sem á kann að vanta að vel sé,
megi bæta skólanum upp með
dálítilli fyrirhyggju, sem gætir
þess fyrst að leita ekki langt yfir
skammt.
Það skal þó viðurkennt, að
rektor Menntaskólans ber þessa
tillögu fram engan veginn ’að
ástæðulausu, og fyrir honum
vakir það, að slá tvær flugur i
einu höggi, — koma niðurnídd-
um skóla fyrir á niðurníddri
jörð. Menntaskólinn og Skálliolt
eiga það sameiginlegt, að marg-
ar dýrmætustu minningar þjóð-
arinnar eru við þessa stofnun og
þennan stað tengdar. í skólan-
um hafa hlotið uppeldi þeir
menn allir, sem staðið hafa í
fylkingarbrjóstiy \ baráttu þjóð-
arinnar f j'rir menningu og sjálf-
stæði. Þar hafa þeir lagt þann
grundvöll, sem þeir hafa byggt
á baráttu sína siðar, öðlazt þann
anda og þann baráttukjark, sem
einkennir góða þjóðfélagsþegna.
Skálholt var á sínum tíma sá
staður hér á landi, sem mestur
ljómi stafaði af, en þótt skólinn
og Skálholt ættu sameiginlega
sögu fyrr á öldum, er þetta
tvennt ekki tengdara nú, en Al-
þingi og Þingvellir, og dettur þó
engum óbrjáluðum manni í hug
að koma Alþingi þar aftur fyrir,
nema því aðeins að þinginu
verði óvært hér í höfuðstaðnum
vegna utan að komandi hættu.
,.Það má ekki ganga út frá þvi
sem gefnu, að það sem gott var
talið fyrr á öldum, sé það enn í
dag, og það veit flutningsmaður
eins og aðrir, að þó nokkuð vatn
hefir til sjávar runnið frá því er
Iatínuskóli var í Skálholti.
Er um það var deilt hvar Al-
þingi ætti að eiga sæti, barðist
Jón Sigurðsson fyrir því, að það
hefði aðsetur í Reykjavík, enda
varð það að ráði, þótt þjóðernis-
tilfinningar hvettu hina óhyggn-
ari menn til að berjast fyrir
Þingvöllum, sem aðsetri Alþing-
is. Menn skyldu ætla, að slíkar
deilur hefðu þar með veriðniður
kveðnar í eitt skipti fyrir öll, og
þingmenn væru ekki það aftur
•úr, aAþeir skildu að liér i höfuð-
staðnum á æðsta stjórn landsins
og æðstu menntastofnanir að
vera, pg livergi annarsstaðar.
Rektor Menntaskólans hlýtur
að skilja það, að þótt bækur séu
góðar til fræðslu, læra menn þó
mest af lífinu sjálfu, en þann
íærdóm fara þeir á mis við að
verulegu leyti, sem einangraðir
eru á afskekktum stöðum. Eng*
inn nauður rekur lil að grípa
lil slíkrar einangrunar til and-
legrar eða líkamlegrar verndar
nemenda Menntaskólans, og
mörgum myndi reynast það erf-
itt að setjast á skólabekk lífsins
og standast samkeppnina, sem
ekki hefðu á skólaárunum lært
annað en það, sem látið er í té
með bóklegri fræðslu. Þetta
þekkja allir þeir, sem úr sveitum
hafa komið og sézt á skólabekk
hér í höfuðstaðnum, ef þessir
menn vilja á annað borð sína
æsku muna.
Þótt nú teljist það góð Iatína,
að allskonar „dadaisma“ sé rutt
til rúms á flestum sviðum þjóð-
lifsins, er liitt jafnvíst, að slíkar
nýjungar eru selshöfuð, sem
hverfa í moldu um leið og á þau
er slegið. Fróðárundur verða á-
valt Fróðárundur, hvort sem
þau hafa gerzt í fortíð, eða ger-
ast í nútíð, en menntamenn eiga
að forðast slíkar hégiljur. Þeim
væri miklu nær að lita nær sér,
—- virða fyrir sér hvar umbóta
er þörf, — sjá svo um að merki-
leg bókasöfn séu ekki gerð að
dúfnakofa, og fornar bækur og
verðmætar gérðar að skóþurrlc-
um. Þessa mættu menn minnast
og margs fleira, er rætt er um
umbætur skólaæskunni til
handa, þannig að gætt sé fengins
fjár samtímis því sem annars er
aflað. — Menntaskólinn þarf
margra umbóta við, en það má
ekki rífa hann upp með rótum
og láta hann berast sem rekald
að niðurnýddu býli, sem ekkert
hefir að bjóða annað en nútima
evmd á rústum fornrar frægð-
ar. —
Sigurður
Jónasson
fer úr
Framsókn.
Sigurður Jónasson forstjóri
Tóbakseinkasölunnar hefir nú
sagl sig úr Framsóknarflokkn-
um.
Gerðist þetta á fundi i gær-
kveldi. Urðu þar allmiklar deil-
ur og bar Sigurður upp eftirfar-
andi tillögu, sem formaður
flokksins neitaði að bera undir
atkvæði:
Með þvi að Jónas Jónsson al-
þin^ismaður hefir nú um nokk-
urt skeið, bæði i ræðu og riti og
með öðrum athöfnum sínum á
sviði stjórnmálanna, starfað
gegn anda þeirrar stefnu Fram-
sóknarflokksins að vera póli-
tískur umbótaflokkur frjáls-
lyndra vinstrimanna i landinu,
álj'ktar sameiginlegur fundur
miðstjórnar Framsóknarflokks-
ins, þingmanna flokksins og
fulltrúaráð Framsóknarfélag-
anna í Rejkjavík að skora á
hann að segja nú þegar af sér
formannsstarfi í Framsóknar-
flokknum.
DÁNARFREGN.
Símskeyti hefir borizt hingað
um það, að nú um páskana hafi
frú Arndís Árnadóttir andazt í
Bellingham, Washington, eftir
langan og erfiðan sjúkdóm. Hún
vor kona Ársæls Ágústssonar frá
Keflavík og fluttust þau hjón
vestur um liaf árið 1912. Frú
Arndis var dóttir séra Árna Þor-
steinssonar á Kálfatjörn og frú
Ingibjargar Sigurðardóttur,
mæt kona og vinsæl. Þau hjónin
komu í kynnisför til Islands og
dvöldu hér sumarlangt fjrrir
fimm árum síðan. — Arndís var
aðeins 55 ára er hún dó.
Þ. J.
Iljörn Ólafsson:
Skattafrumvarp
innar og útsvörin
P reytingar á skattalög-
** unum eru tíðar hér á
landi. Þessi lög hafa lengi
þótt gölluð og því full þörf
að þau væri færð í það horf
er inenn geti við unað til
frainhúðar. En ekki verð-
ur séð að þær breytingar
sein gerðar hafa verið á lög-
unuin ár eftir ár, séu þann-
ig vaxnar að þær komi i veg
fyrir nýjar breytingar. Ár-
legar breytingar á skatta-
lögunum, eins og her tíðk-
ast, hl jóta að verða eitur í
beinum allrar framleiðslu í
landinu og sýna vanþroska
og ábyrgðarleysi.
Að vísu geta óvenjulegar á-
stæður skapað nauðsyn þess, að
hækka skatta. En liinn stöðugi
öhlugangur með skattamálin á
Alþingi, án þess að skapa skyn-
samlegan og öruggan grundvöll
til frambúðar, er þjóðinni til
skaðræðis og til lítils lofs fyrir
löggjafana.
Aðalhreytingin, sem gerð er
með frumvarpi því, sem nú ligg-
ur fyrir Alþingi, er sú, að frá-
dráttarheimildin er afnumin ög
má ekki lengur draga tekju-
skatt og útsvar frá tekjum áður
en skattur er ákveðinn. Jafn-
framt er skattstíginn lækkaður
nálega um helming. Eg hefi ver-
ið því fylgjandi, að þessi aðferð
væri upp tekin og tel eg hana
að ýmsu leyti réttari en þá, sem
verið hefir, ef frá skattalögun-
um er þannig gengið, að skatt-
greiðendur hafa ákveðna vernd
í lögunum um hámark skatts og
útsvars. En í frumvarpinu er
enga slíka vernd að finna og
þess vegna er niðurfelling frá-
dráttarheimildarinnar gersam-
lega óverjandi.
Frumvarpið gerir ráð fyrir
hæsta tekjuskatti 22%, í stað
40% áður, og er ekki mikið við
því að segja. En þar eru hvergi
settar nokkrar skorður við á-
lagningu útsvars, en þó er tekið
fram í lögunum, að útsvar megi
ekki draga frá tekjum við á-
kvörðun skatts. Eins og kunnugt
er, hafa útsvör í Reykjavilc hing-
að til verið lögð á eftir sömu
tekjum og tekjuskattur og mun
vafalaust svo verða, eftir að hin
nýju lög öðlazt gildi. Verður því
útsvarið miðað við tekjurnar án
tillits til skattanna. Öllum hlýtur
að Vera ljóst, að stefnt er út
í hina mestu ófæru fyrir alla
skattgreiðendur með afnámi
frádráttarheimildarinnar, ef
engin trygging er gefin fyrir
þvi, að útsvarsstiginn lækki að
sama skapi og skattstiginn. Það
hefir þekkst hér í Reykjavík, að
útsvörin hafa tekið allar tekjur
sumra fyrirtækja og þau hafa
enga vernd haft aðra en frá-
dráttarheimildina. Það er því
fullkomin ástæða til að búast við
þvi, að netto reksturstekjur
fjölda fyrirtækja verði þurkað-
ar út af skatti og útsvari, ef eng-
in takmörk eru sett fyrir álagn-
ingu útsvarsins.
Flestir, sem um þessi mál
hugsa, eru nú þeirrar skoðunar,
að skynsamlegasta lausn þessa
öngþveilis, sem hér er i skatta-
málum, sé einn skattur til ríkis
og bæjar. Skattarnir hér kom-
ast aldrei í skynsamlegt horf,
fyrr en horfið verður að þessu
ráði. Og þessi lausn kemur áð-
ur en langt um líður. Hún verð-
ur heimtuð af skattgreiðendum
með því meiri festu, sem meiri
verður lausungin í meðferð Al-
þingis á þessum málum. Þegar
einn skynsamlegur skattur hefir
verið lagður á, er jarðvegurinn
undirbúinn til að afnema frá-
dráttarheimildina.
Það væri óverjandi skamm-
sýni, að gera frumvarpið að lög-
um eins og það liggur fýrir nú,
nema að setja jafnframt skorð-
ur um liámark álagningu út-
svars. Liggur beint við að á-
kveða að útsvarið megi ekki fara
fram úr ákveðinni hundraðstölu
teknanna. Ætti skattur og út-
svar samanlagt ekki að geta far-
ið fram úr 45—50% af tekjun-
um, þegar miðað er við venju-
legt árferði. Nú sér stríðsgróða-
skatturinn fyrir því, að menn
haldi ekki miklu eftir af háu
tekjunum.
Ef slkattgreiðendum verðuT
veitt þessi vörn, er ónauðsynlegt
að minnast á veltuútsvarið, sem
margir hafa orðið að greiða, án
tillits til teknanna. Slík skatt-
iieimta er hvarvetna óboðleg og
þekkist hvergi nema liér. Vænt-
anlega verður þessi tegund
skattheimtu afnumin með lög-
um á einn eða annan hátt.
Með frumvarpinu er gert ráð
fyrir að skattgreiðslur 1941 fá-
ist ekki dregnar frá tekjum.
Þetta er að nokkru leyti rang-
Iátt. Ástæðan til þess, að þessi
aðferð er upp tekin, er sú, að
skattstiginn er lækkaður um.
helming, eða því sem frádrætt-
inum svarar. Hinsvegar voru
skattar 1941 lagðir á eftir helm-
ing hæn-i skaltstiga og því full-
komin ósanngirni að heimila
ekki skattgreiðendum að draga
50% af skatti síðasta árs frá
tekjunum. Það er ekki ætíð
hj'ggilegasta aðferðin fyrir lög-
gjafann, að láta kné fylgja kviði
i skattheimtunni i llvert skifti
sem til þess gefst færi, eins og
hér á sér stað nú.
Skattafrumvarpið er gallað
og þess vegna þarfnast það lag-
færingar. Höfuðgallinn er að í
það vantar ákvæði um hámarlc
útsvara. En þótt þetta verði gert,
eru lögin ekki til frambúðar. Ör-
j'ggisleysið, þófið og lausungin
í skattamálunum er orðið óþol-
andi.
150 nemeiiclnr á
knattip^rnii-
iiámskeidum.
Í.S.Í. hefir látið halda þrjú
námskeið í knattspyrnu í vetur
úti um land!, og voru þátttak-
endur samtals 150—160 að tölu.
Það fyrsta var lialdið að
Hvanneyri með 60 þátttakend-
um, frá 4. nóv. til 19. des. að
Hólaskóla með 40 þátttakend-
um, frá 6. jan. til 23. febr. og nú
síðast í Reykholtsskóla og voru
þátttakendur þar 46 í knatt-
spyrnu og auk þess var þar 22
slúlkum gefin lilsögn i hand-
knattleik. Á námskeiðinu voru
þvi samtals 68 nemendur.
Kennslan var bæði verkleg og
munnleg og fór fram innan
húss og utan.
Árangurinn af öllum nám-
skeiðunum var með ágætum,, og
hefir þessi vinsæla íþrótt náð
mikilli útbreiðslu í þessum skól-
um og námskeiðin verið mjög
vinsæl meðal þátttakenda. Kenn-
ari námskeiðanna liefir verið
Axel Andrésson, en hann er eins
og kunnugt er einn af þekktustu
knattspyrnuþjálfurum, okkar og
um mörg ár formaður Víkings.
Hefir Axel samið sérstakt innan-
hússkerfi með hliðsjón af knatt-
spyrnukveri Í.S.Í., og hefir kver-
ið reynst mjög vel við kénnsl-
una. Knattspyrnukvikmynd í. S.
í. var og sýnd á öllum nám-
skeiðunum.
stjórnar-
Ökuskírteini
bílstjóra.
Lögreglan hefir gert gangskör
að því að undanförnu, að skoða
ökuskírteini bifreiðastjóra, því
að það vill brenna við að menn
endurnýi þau ekki, þegar þau
I falla úr gildi.
I Við þessa rannsókn hefir lög-
I reglan orðið vör við tugi manna,
sem hafa ekki rétt til að aka bil-
tim, vegna þess, að skilríki
þeirra eru ekki í lagi.
Þá heldur lögreglan líka á-
fram ströngu eftirliti m,eð því,
að fótgangandi vegfarendur
fylgi umferðarbendingum lög-
regluþjóna. Er það skylda hvers
manns, að kynnast j>eim og
lemja sér að hlýða þeim. Það er
útlátalítið, en eykur öryggi allra
vegfarenda.
Aðalfundur rit-
höfundafélagsins.
Aðalfundur var haldinn í Fé-
lagi ísl. rithöfunda á sunnudag.
Stjórnarkosning fór svo, sem
nú skal greina: Friðrik Ás-
mundsson Brekkan formaður,
Magnús Ásgeirsson, ritari, Sig-
urður Helgason, gjaldkeri og
meðstjórnendur þeir Sigurður
prófessor Nordal og Halldór
Kiljan Laxness.
Á fundinum voru og kosnir
fimm menn til að sitja fundi
Bandalags islenzkra listamanna.
Þessir menn eru fulltrúar fé-
lagsins þar: Sigurður Nordal,
Magnús Ásgeirsson, Tónias
Guðmundsson, Halldór Kiljan
Laxness og Friðrik Ásmunds-
son Brekkan.
Skautahöll við
Sundhöllina.
^ Bæjarráð hefir samþykkt að
láta Sigurjón Danívalsson o. fl.
fá lóð undir skautahöll sunnan
Sundhallarinnar. Lágu tvær
i beiðnir um lóðir undir slík hús
fyrir bæjarráði.
Hér verður um allstóra bygg-
ingu að ræða, þvi að sjálft
skautasvellið á að vera 40x80
m. að stærð. Auk þess verða í
því áhorfendapallar o. s. frv.
Skautahöllin mun a. m. lc.
kosta eina milljón lcróna, en féð
mun allt fengið. Ef kleift er,
verður byrjað að íeisa bygging-
una strax i vor.
Badmintonmótið.
Innanfélagsmeistaramót Tenn-
is- og badmintonfélags Reykja-
víkur í badminton hófst í fjrra-
dag með tvíliðakeppni kvenna
og karla.
Leikar fóru þannig, að í tví-
liðakeppni kvenna unnu frk.
Ásta Benjamínsson og frk. Júlí-
ana Isebarn, en í tvíliðakeppni
karla unnu Jón Jóhannesson og
Geoi’g L. Sveinsson.
Á morgun heldur mótið
áfram með leilc í tvendar-
keppni (mixed double).
Þetta er i þriðja skipti sem
keppt hefir verið um innanfé-
lagsmeistaratitla í badminton í
T. B. R. í tvíliðakeppni lcvenna
urðu fyrst meistarar þær frk.
Unnur Briem og frk. Ásta
Benjamínsson. í fyrra báru sig-
ur úr býtum þær frk. Unnur
Briem og frk.* Jakobína Jósefs-
dóttir. En i karlaflokki sigruðu
fyrsta árið þeir Ingólfur Ás-
mundsson og Kjartan Hjalte-
sted, en í fyrra Friðrik Sigur-
björnsson og Guðjón Einarsson.
Trillu-
bátur
til sölu, öVo tonns. — Uppl.
á Spitalastíg 6.
Bjok af
beuxiiitaftik
tapaðist á sunnudagskvöld.
Skilist gegn fundarlaunum,
Spitalastíg 6. —•
Húseign
til sölu
% timburhúsið við Hverfis-
götu 91. Uppl. gefur Ólafur
Bjarnason, Skarphéðinsgötu
18. —
Vörubifreið
Vörubifreið 3ja tonna til
sölu. Til sýnis við Miðbæjar-
barnaskólann kl. 5—6% í
dag. — Tilboð sendist Vísi
fyrir miðvikudagskvöld, —
merkt: „Staðgreiðsla“.
2 stúlkar
vantaiv' strax í þvottahús
Elli- og hjúkrunarheimilisins
Grund.—
Fæði og liúsnæði getur
fylgt. —
Uppl. gefur ráðskona
þvottahússins. —
Nýtt hús
til sölu á hezta stað í Höfða-
liverfi. — Uppl. í síma 5457.
• • 1
AWDJ k stúlka
óskast í Skíðaskálann í
Hveradölum. Uppl. í síma
1975.
Atvinna
2 verkamenn óskast yfir
lengri tíma.
H.f. Egill Vilhjálmsson.
Laugavegi 118.
Myndarleg
itiílka
eða kona óskasl á kaup-
mannsheimili i kaupstað úti
á Iandi. Aðeins 2 menn. Til-
boð, merkt: „Flínk“ afhend-
ist afgr. Vísis. —
S mn bifreii
lil sölu á Barónsstíg 55,
kl. 5—6 í dag.