Vísir - 17.09.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 17.09.1942, Blaðsíða 3
k VISIR Cjullbriiðkanp. í dag, 17. september, eiga lieiðurshjónin þau Stefania Benjamínsdóttir og Guðmund- ur Ólafsson á Bárugötu 33 gullbrúðkaup og 77 ára aldurs- afmæli. Þau eru bæði komiq af góðu bændafólki austur á Fljótsdals- liéraði. Þar giftust þau og þar byrjuðu þau sinn búskap, en höfðu ekki efni á því að taka jörð. Úr sveitinni fluttust þau til Vopnafjarðar og Seyðisfjarð- ar og bjuggu þar fram til ársins 1917, að þau fluttust hingað til Reykjavikur, og hafa l)úið hér síðan. Þau Stefanía og Guðmundur hafa eignazt elskuleg og mann- vænleg börn og þau eignuðust fljótt gott og elskulegt heimili, er stækkaði og varð fegra með liverju árinu sem leið, enda gerðu börnin þeirra sitt til að fegra ’það og prýða, eftir það, að þau fóru að komast á legg. Guðm. ólafsson hefir verið stakur dugnaðar- og viljamað- ur um ævina, og var mjög eftir- sóttur til allrar vinnu, af þeim, sem þekktu vilja hans og starfs- orku. Hann var sérstaklega trúr og vandaður i starfi sínu og hafði hann um langan tíma á- byrgðarmikið starf með hönd- um, sem var innheimta á reikn- ingum hjá Hinu íslenzka stein- olíuhlutafél. í Reykjavík. Eg heyrði einn af framkvæmda- stjórum félagsins segja það um Guðm. Ólafsson, að hann liefði ekki haft trúrri mann í þjón- ustu sinni en hann. Þau Stefanía og Guðmundur eignuðust 5 börn, tveir drengir dóu í æsku, en 3 börn eru á lífi, 2 synir og 1 dóttir. Böm þeirra, sem lifa, eru Elís Ólaf- ur skrifstofustjóri, Valdimar Kristján prentari og Anna leik- kona og dvelja nú gömlu hjóm in á heimili liennar. Eg vil svo þakka þeim sám- verustundirnar og óska þeim allra heilla og blessunar með þennan merka og margfalda afmælisdág. Eg bið guð að blessa ævi- kvöld þeirra og gera þeirn það dýrðlegt. Vinur. Nýja flugvélin skemmdist. Nýja íslenzka flugvélin bilaði lítilsháttar í gær, með því að hjólaútbúnáður hennar var ekki í fullkomnu lagi, og mun hún hafa skemmst lítilsháttar í lendingu, svo að hún verður ó- flugfær í nokkrar vikur. Var flugvélin iá leið til Akur- eyrar með farjæga, er flug- maðurinn, örn Johnson, veitti því athygli að hjólaútbúnaður- inn var ekki í lagi. Hætti liann þá við að lenda á Akureyri og snéri hingað suður aftur, í þeirri von að geta lagfært bil- unina á leiðinni. Það mun hon- um þó ekki fyllilega hafa tek- izt, en treysti sér 'samt til að setjast. Farþegar hlutu engin meiðsli, og bilunin er lítilvæg, en það vantar varabluti, svo að það dregst nokkurn tíma að vélin verði aftnr ferðafær. Á meðan mun sjóflugvélin annast flugferðir. Hver vill kaupa stóra og góða utvegrsjörð Mikil veiði og mikill timbur- reki. Uppl. hjá MAGNÚSI GÍSLASYNI. Laugavegi 157. Bátur nýlegur, 7—8 tonn með 20 hestafla vél, í ágætu standi og starfandi við véiðar í góðri veiðistöð, með öllum útbún- aði, selst mjög ódýrt. MAGNÚS GÍSLASON. I.augavegi 157. 2 GÓÐAR §túlkur óskast. Reglusemi áskilin. Fæði og herbergi fylgir. — Uppl. í síma 2126. Kaupum hreinar léreftstuskur hæsta verði. Steindórsprent. Kirkjustræti 4. 7 manna b 111 BUICK 1929 í góðu standi, til sölu og sýn- is á horninu á Njarðrgötu og Laufásvegi, kl. 1—3 á morg- un. 1 eða 2 skrifstofu- herbergi óskast nú þegar eða lt okt. A. v. á. 2 stúlknr vantar strax í eldhúsið á Elli- og hjúkrunarheimilinu GRUND. Uppl. gefur ráðskonan. Mokkrar • ______________ dugrlegrar stiilkur óskast nú þegar. Uppl. í síma 1132 frá kl. 2—5 í dag og á morgun. \ _________ _____________________ _ Be§twall GIBS VEGGJAPLÖTUR frá Certain-teed Products Corporation. Höfum fengið gibs veggjaplötur í tveim þykktum, 1/4” og 3/8”, lengdir frá 6 til 10 fet. Gibs veggjaplötur má nota jafnt á loft sem veggi Gibs veggjaplötur má hvort heldur vill mála eða vegg- fóðra. Gibs veggjaplötur eru eldtraustar. Gibs veggjaplötur eru beygjanlegar. Gibs veggjaplötur halda nöglum. Gibs veggjaplötur vei-past ekki. Gibs veggjaplötur má sníða niður i hvaða stærðir sem vill. Birgðir l'yrirliggjandi. J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN. Skrifstofa og afgreiðsla Bankastræti 11. Sími: 1280. A. S. B. heldur fund í Baðstofu iðnaðarmanna föstudaginn 18. þ. m., kl. 8V2. Áríðandi mál á dagskrá. STJÓRNIN. Si lilkin* óskast til að sauma karla og kvenna fatnað, ein stúlka til viðgerðar á íotum. KLÆÐAVERZLUN ANDRÉSAR ANDRÉSSONAR H/F. Frá Samardvalarnefnd. Skrifstofa Sumardvalarnefndar er flutt í Hafnarstræti 5 (Mjólkurfélagshúsið) herbergi nr. 47, opin kl. 4—6 alla virka daga nema laugardaga. Þeir, sem enn ekki hafa greitt umsaminn dvalarkostnað, eru beðnh- að ljúka greiðslum sem fyrst. Allir þeir, er hafa ógreidda reikninga á Sumardvalarnefnd, verða að senda þá til endurskoðunarskrifstofu Bjöms E. Árna- sonar, Hafnarstræti 5, Reykjavik, fyrir 15. okt. n. k. SUMARDV AL ARNEFND. Domnefnd í Yerðlagfsmálnm hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð: í heildsölu 1 smásölu pr. 100 kg. pr. kg. Molasykur .... kr. 130.50 kr. 1.70 Strásykur — 113.40 — 1.47 Hveiti — 66.80 — 0.87 Rúgmjöl — 63.35 — 0.82 Hrisgrjón — 2.28 Haframjöl .... — 89.85 — 1.17 Hrísmjöl — 1.72 Sagó — 2.07 Kartöflumjöl .. — 139.30 — 1.81 Álagning á vörur þessar í lieildsölu má þó aldrei vera liærri en 8y2% og í smásölu 30%. Fiskbollur í smásölu 1 kg. dós kr. 3.85, y2 kg. dós kr. 2.10. Reykjavik, 16. sept. 1942. DÓMNEFND I VERÐLAGSMÁLUM. V etrarká pnrnar kcmnar Laugaveg 23 Herbergi íbúðir vantar stórt fyrirtæki handa starfsfólki sínu. Há leiga verður greidd, og kappkostað að gera væntanlega Icigusala ánægða.' Þeir ,sem vildu sinna þessu, sendi nöfn sín í lokuðu umslagi lil afgr. Vísis, merkt: „Há leiga“. Nendiiveinn óskast til aðstoðar við afgreiðslu- og skrifstofustörf og jafnframt léttra sendiferða. Þarf að hafa reiðhjól — A. v. á. Hús til sölu. Einbýlisliús, með öllum þægindum, í útliverfi bæjarina, til sölu ásamt iy2 hektara lands. Tilboð, merkt: „Hús“, sendist afgr. Vísis fyrir n. k. mánaðamót. Framboð landslista. Landslistar, sem eiga að vera í k jöri við alþingiskosn- ingar þær, sem fram eiga að.fara 18. og 19. október þ. á., skulu tilkynntir landskjörstjóni eigi síðar en 27 dögum fyrir kjördag eða fyrir kl. 24 sunnudag 20. þ. m. Fyrir hönd landskjörstjórnar veitir litari hennar, Þorsteinn Þorsteinsson hagstofustjóri, listunum við- töku í skrifstofutíma Hagstofunnar, en auk þess verður landsk jörstjórnin stödd í Alþingishúsinu sunnudag 20. þ. m. kl. 21—24 til þess að taka á móti listum, sem þá kynnu að berast. Landskjörstiómin, 16. september 1942. Magnús Sigurðsson. Einar B. Guðmundsson. Ragnar ólafssom Vilm. Jónsson. Þorst. Þorsteinsson.. BEZT AÐ AUGLÝSA I VÍSL t f Þakpappi frá Certain-teed Products Corporation fyrirliggjandi í nokkurum þykktum. Sérstaklega góður og ódýr pappi J. ÞORLÁKSSSON & NORÐMANN. Skrifst. og afgr. Bankastr. 11. — Sími 1280. Jarðarför Bryndisar Björnsdóttur, fer fram frá dómkirkjunni laugardaginn 19. þ. m.. Athöfnin hefst með húskveðju á heimili hennar, Grettis- götu 75, kl. 1V2 e. h. Jarðsett verður í Fossvogi. Sesselja Guðmundsdóttir. Bjöm Gunnlaugsson. Zóphonías Pétursson. Konan mín, Sigrún Símonardóttir, verður jörðuð frá dómkirkjunni föstudaginn 18. þ. m. Jarðað verður í Fossvogi. Þórður Eiríksson. (

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.