Alþýðublaðið - 08.08.1928, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.08.1928, Blaðsíða 3
3 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Lybby’s mjélk Alt af jafn-góð Alt af bezt. Libby’s tómatsósa. próf. Mikili þorri stúdenta er í verklýösfélögunum. Það er al- gengt, að. stúdentarnir séu giftir og eigi fyrir fjölskyldu að sjá. Allir ganga þeir vinnuklæddix. Verklýðsféliögin rússnesku beita sér mjög fyrir alLskonar mcnn- ingarstarfsemi. Þau halda uppi skólum, vinna að lestrarkenslu fuflorðinna, láta halda fyrirlestra, stofna bókasöfn, halda námissikeið, stofna námisbópá, auk þess, sem þau, eins og áður segir, leggja fé til háskólanna, undirbúa menn og styrkja tll haskóianáms. Síúdent- ^rnir í verklýðsfélögunum eru lif- ið. og sálin í þessari menningar- starfsemi allri. Uppvaxandi kyn- slóðin öll í Rússlandi fær nú skólamentun. Um ástandið alment í Rúss- landi get ég lítið sagt. Til þess er ég ekki nógu kumnugur, enda erfitt að Jýsa því í stuttu máli. Menn verða að mum, að mestur hluti rússnesku pjóðarinnar var ólæs þegar byltingin varð og að henni svipar yfirleitt meira tii Austurlandaþjóða en Vesturálfu- þjóðanna. Það sem mest stingur í augun þegar maður kemur til rússnesku stórborganna, t. d. Leningrad, er, að óhófið, íburðurinn, gyllingin, hið fágaða yfirborð, sem einkenn- ir stórborgir Vestur-Evrópu, er með öllu horfið. Allir ganga vinnukliæddir, iíkt búnir. Hvergi varð ég þess var, að fólk ekki hefði mægilegt að borða, en sum- staðar var hrauð skamtað. Ástæö- an 'tU þess að Rússar þurfa nú að flytjá inn korn er meðal ann- ars sú, að síðan stórjörðunum var skift meðal bænda og þeir fengu sjálfir umráö yfix uppsker- unni, þá hugsa þeir fyrst og fremst um að liafa nóg að borða, áður e*n þeir selji af korninu. Áður var kornið tekið af þeim og urðu þeir því oft að svelta heilu hungri. Auk þess er þess að gæta, að mjög tilfinnanlega vantar vélar tii jarðræktar, og að skifting í smájarðir gerir stór- yrkju með vélum erfiðari. Yfirleitt voru allir þeir ,sem ég kyntist, ánægðir með hag sinn og vongóöir um framtiöina. Þeir viðurkendu, að margt vantaði og marga örðugleika þyrfti enn að yfárstíga, en þeir voru þess fu'Iil- vissir, að bætt yrði úr vöntun- inni og erfiðteikarnár yfirstignir. i Þó hitti ég ökumanin einn, sem kvartaði sáran. Hann mintist með söknuði fyrri ára undir stjórn Zarsins, þegar ökumenn \oru skreyttix gyltum borðaleggingum og hnöppum og fengu ótaliið þjór- fé fyrir að snúast méð aðalsmenn og auðborgara. Honum var mein- illa við stórnina. Þáð sem mér ótti eftirtektar- verðast var áhuginn, starfsiglieðiin, siigurvissan, trúin á framtíðina, sem einkennir yngra fólkið flest. Ýrnsir sögðu við mig: Ríkið er fátækt, margt skortir, en með ötulu starfi /ska! úr því bætt. Nú vinnur verkalýðurinn fyrir sjálfan sig, sér til hagsbóta og menning- arauka. Við erum að skapa nýtt Rússland, nýja þjóð, nýja menn- ingu —- ve rkal ýðsmenningu. —o— Andersen Nexö, rithöfundurinn fTcégi, kallar Rússana einhvers staðar í rituim símim hina syngj- andi þjóð. Æskumennirnir og konumar ganga syngjandi til starfsins, eins og tiil leiks, segár hann. Hann likir þjóðinni við ung- ling, sem finnur til máttar sins og nýtur þess að neyta haras. Sacco og Vanzetti. Eins og menn muna, stóð mál þeirra Sacoós og Vanzettis hæzt um þetta ieiti í fyrra sumar. Alls staðar vakti mál þeirra mikla at- hygli. Öll blöð fluttu daglega fregnir um gang málsins, og míll- jónir manna um heim allan mót- mæltu harðlega meðferð ameríska auðvaldsins á þeim félögum. En þrátt fyri* öJI mótmæli réttsjýnna manna létu amerískir stóriðju- höldar lífláta þá um 20. ágúst. — Eftir líflátið í rafmagnsstóllnum voru þeir brendir og systir Van- zettis fór með ösku hans heirn til ættlands hans, italiu. Einn af þeim mönnum, er djarf- legast barðist gegn réttarmorðun- um, var ihinn heimskunni rithöf- undur og jafnaðarmaður, Upton Sinclair. Hann ritaði eldheitar blaðagreinar um mál þeirra og safnaði öllum gögnum, er hægt var að fá til að sanna sakleysi þeirra. Nú hefir Upton Sinclair skrifað bók um Sacco og Vanzetti, og nefnir hann hana „Boston“, þ\i að það \’ar í borginni Boston, er þeir félagar sátu fangelsaðir, og þar fór fram allur rannsóknar- skrípaleikur auðvaldsins. „Boston“ er rituð í sama anda og „Olia", hin fræga bók Sin- clairs; hún er skrifuð í sögu- formi, en tekur til meðferðar öll þau málsskjöl, er fram komu, og alla „réttarrannsóknina" í heild sinni. s í blaði, er Sinclair hefir sent Alþýðublaðinu, segir, að „Boston" verði fyrst birt í ýmsum alkunn- um amerískum blöðum, og byrji hún að konrn út um miðjan þenna mánuð. Síðan verður hún gefin út sérprentuð. v Eins og kurinugt er, hefir Sin- clair gefið Alþýðufíokknum einkaleyfi hér á landi á útgáfu og þýðingu bóka sinna, og verður þessi saga hans þýdd á islenzku síðar. Eftir hálfan mánuð eða svo hefst hér í blaðinu neðanmálssaga eftir Sinclajr. Heitir hún Jimmy Higgens og hefir verið þýdd á flest heims.ins tungumál. Innlend tldiixdi. Úi Borgarfirði. FB., 4. ágúst. Heyskapur gengur alls staðar vel; hey eru hirt eftír hendinni. Flestir búnir að slá það í túnum, sem slegið verður að sínni. Snögg- ustu blettina hafa margir beðið með að slá. Á Hvanneyri eru komnir upp undir 2000 hestar í hlöður. Töðufengur allmikið minni en vanalega. í fyrra heyjuðust á Hvanneyri 4400 hestar, en verður varla meira en 3400—3500 hestar ,, «r. Stúlkan Anna Gunnarsdóttir, frá Gíslakoti í Ásahreppi, synti ný- lega yfir Borgarfjörðinn innarlega, frá Kóngshól vestan fjarðariras að Ásgarðshöfða i Hvanneyrariandi. Útfail var komið, er hún þreytti sundið. Straumþungi er mikill í innfirðinum, og þykir sundþraut þessi talsvert afrek. Stúlkan er nemandi á Bændaskólanum, fyrsta stúlkan, sem stundar nám á bændaskóla á islandi. I Hvítá er verið að steypa stöp- ul þann hinn mikla, sem verður undir miðri brúnni. Áætlað var, að sögn, að fara myndu 1500 sementspokar til stöpuisteypunn- ar. Gengur brúarsmíðin vel . Vegagerð er um það bil að hætta í Norðurárdal. Verður hætt þegar vegu.rinn er kominn yfir Sanddalsá, sem verið er að brúa. Fára vegagerðamennirniir síðan að bæta verstu kaflana á Holtavörðuheiði, til þess að gera þá greiðfærari bifreiðum. Enh fremur er .verið að ryðja Stóra- vatnsskarð. Verður þá allvel fært bifreiöum allá leið úr Borgarnesi til Skagafjarðar. Bifreið r fara nú úr Borgarnesi til Blönduóss eftir hverja bátsferð. — Tvisvar er nú búið að fara fram og aftur í bif- reið til Stykkishólms. Er nú verið að ryðja veginn á fjállinu, svq hann verði nokkurn veginn . fær bifreiðum. Siglufirði, FB., 6. ágúst. Stormasamt síðast liðna viku, lítil veiðj. Á sunnudag á hádegi saltað 11210 tunnur kryddaðar, sykursaltaðar 2288, bræðslusífd ca. 45000 mál, alt miðað við Siglu- fjarðarumdæmi. — Þorskaflí fremur góður. Kínverjar halda ráðstefnu Khöfn, FB., 7. ágúst.. Frá Shanighai er símað: 1 Nan- king stendur yfir ráðstefna Kuo- mintang-fio.kJtanna. Samkomulag hefir náðst á milli Chiang Kai- sheks og Yen-hsi-shans. Hinn síð- arnefndí var/sökhím veikinda for- fallaður frá að taka þátt i rá'ð- stefnunni. Yms stórmál biða úr~ lausnar. Fullkominn innanlands- friður óhugsanfegur. fyrr en sam- komulag næst við Chianig-hSiU- chliang, hæstráðanda í Marasjúríu. Krassfn bilar enn. Frá Tromsö er símað: Krassin kom hingað í gær, fer héðan tiil> Stafangurs tM á áð gizka f jögurra claga viðgerðar á skrúfu og stýri. Frá Olympíuleikunum. Frá Amsterdam er sírnað: i fjögur hundruð metra kvenna- frísundi vann Marte Norelius frá Bandaríkjunum, setti nýtt heims- met. I fimtán hundruð metra karla-frísundi vann Sveinn Arné Borg, setti nýtt olympíumet, ann- ar varð Carlton frá Ástralíu. Kafbátur sekkur. Khöfn, FB„ 8. ágúst. Fxá Rómahorg er símað: Itaiski flotinn hefir verið við flotaæf- ingar í Aclríahafi. í gær rakst kafbátur á tundurspilli og söiklc kafbáturinn þegar til botns. Björg- unarstarf var strax hafið, átti að Teyna að draga bátinn upp.í stál- taugum. Skipshöfn kafbátsinis hafði í fyrstu stöðugt samband við kafarana með höggamerkjum, en, skyndilega hljóðnuðu merkin frá skipshöfninni. Síðustu fregnir herma, að kaf- báturinn hafi verið dreginn upp á yfirborð sjávar. Skipshöfnin, 31 manns dánir. IJiei daglxm og vegxnix. Influensa geysar nú á Akureyri og legst þungt á menra. Jón Leifs kemur hingað íil lands í lok þessa mánaðar til þess að taka íslenzk þjóðlög á hljóðrita fyrir „Phonograin“-safn ríkísms í Bsr- lín. Þýzka visindasambandið „Notgemeinschaft der Deutschen

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.