Alþýðublaðið - 14.05.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.05.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreiðsla blaðsins er í Atþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í sfðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Ittlenðar Jréttir. Bernhard 8haw neitar 1 miljón (lollara. FI'Amerískt félag bauð Bernhard Shaw, leikritaskáldinu fræga, i miljón dollara fyrir réttinn til að taka öll leikrit hans á kvikmyndir. En hann neitaði tilboðinu. Ein af orsökunum til að hann neitaði var sú, að hann óttaðist að hann myndi þá eingöngu fara að gefa sig við að skrifa kvikmyndaleikrit. Yilhjálmur Stefánsson hefir sagt í viðtali við enskt blað, að kjötskortur sé fyrirsjáanlegur í heiminum, en í Norður-Canada séu geysistór landfiæmi, sem séu einkarvel faliin til hreindýrarækt- unar. Vill hann að hreindýrarækt sé þegar hafin þar. Hollenskir Bolsivíkai*. Hollenskir »Kommunistar" hafa sent út áskorun f nafni „þriðja Internationale" um að hjálpa skoð- anabræðrum sínum í Þýzkalandi. Ætlun þeirra er áð senda mat og aðrar iífsnauðsynjar til Þýzkalands og taka af þeim börn tii uppeldis. Hjálpsamur honuugur. Alfons Spánarkonungur hefir boðið höil eina, sem hann á, að nafni Proelo, handa 500 austur- rískum börnum. Martens, sendiherra Bolsivíka í Ameríku, hefir verið rekinn úr landi, samkv. úrskurði dómsmálaráðuneytisins, sökum þess að hann var af þýskum ættum. Pegnskyldnvinnan í Bússlandi. Um hana hefir Lenin sagt í ræðu, að stækkun bolsivfkaflokks- ins væri eigi eins bráðnauðs'yn- leg sem það, að koma vinnunni innanríkis í gott horf. Nú hefðu þeir fengið andhvfld, og allir verkamenn yrðu að neita ailrar orku og vinna setn einn maður að fjárhagsiegri endurreisn Rúss- lands. í fyrsta iagi yrði að bæta samgöngurnar og sfðan sjá fyrir nægum iffsnauðsynjum. Nú væri verið að koma social- ismanum i framkvæmd. Verka- menn í öllum löndum Evrópu og Ameríku gæfu þeim nákvæmar gætur og biðu óþreyjufullir eftir að sjá hvernig þeim tækist að framkvæma slfkt stórræði. (Times Weekiey). Denikin, sá er lengst stóð í bolsivíkum af hershöfðingjunum þrem (Juden- itsch, Koltschak, Denikin) er nú kominn til London tii að hvila sig, og búinn að gefa allar her- ferðir upp á bátinn. Fjármálafnndnr í Genf. Nýlega var haldinn fundur í Genf af fulltrúum Norðurlanda, Svisslendinga og Hollendinga, til að ræða um hvernig þau Iönd ættu að fá fullnægt kröfum þeim, er þeir telja á hendnr Rússum. Svfar kváðu telja 600 milj króna til skuldar hjá Rússum, en Danir um 350 milj. króna, og er því hér eigi um neitt smáfé að ræða fyrir ekki stærri ríki. jslenzkir ritðómarar. (Aðsent) Það er vandi, að semja bækur, svo vel fari á, hvort sem bundið eða óbundið mál er notað En það er engu sfður vandi, að skilja bækur og dæma um þær. Það er þó list, sem fjöloa margir íslend- ingar þykjast kunna til hlftar, engu sfður en skáldlistina. En það lftur oft út fyrir að ritdómararnir álíti, að engin þörf sé á að afia sér neitt sérstaklega alvarlegra skil- yrða, til þess að geta dæmt um bækur. Sumir geta jafnvel dæmt um bækur, sem þeir hafa aldrei lesið! Eg talaði fyrir nokkrum árum við mann, sem bæði fyr og sfðar hefir fengist mikið við að semja ritdóma, en reyndar getið sér meiri orðstý fyrir hvatskeytni og málæði, en gætni og sanngirni. Spurði eg hann um bók nokkra, sem þá var nýkomin á markað- inn, eftir ungan höfund. Svarið var eitthvau á þessa ieið: *Hefi ekki lesið hana. Les ekki nema gódar bmkur!*. Hvernig í ósköp- unum maðurinn hefir farið að þvf, að fá uppbyggilega þekking á bókinni, án þess að hafa lesið hana sjálfur, fæ eg ekki skilið. Einna helzt mun mega hugsa sér, að maðurinn hafi bygt dóm sinn á sögn annara, og ekki álitið það ósamboðið sér sem ritdómaral Því áreiðanlega var hann engum dul- rænum sálarhæfileikum gæddur, öðrum en þeim, að vera ritdóm- ari á íslenzka vísu!-------- Annar ísl. ritdómari hrósaði sér af því opinberlega, að hann hefði, þegar hann var lítið eitt byrjaður á bókinni, fieygt henni frá sér og ekki litið í hana siðanl — Þetta eru nú ritdómarar í lagil Hefir hver til sfns ágætis nokk- uð, og er þetta hvorttveggja rösk- lega af sér vikið. En þó verðar mér það á, að eigi þykir mér listir slikra ritdómara ólfkar at- hæfi móðursjúkra kerlingal — ís- lenzkum ritdómurum hefir ekkert farið fram. Hinir nýju, sem bæzt hafa við, eru alveg sama tóbakið. Ýmist veður »uppi hjá þeim hóf- laust hrós, væminn og vellulegur skriðdýrsháttur, eða þá á hinn bóginn last, hugsunarlaus gorgeir og skilningsleysi! Menn athugi ritdómana í sfðustu Eimreið. Þeir eru flestir eftir klerkinn, sem rit- aði forðum um endurminningar sínar frá Vesturheimi. Og hvort- tveggja er af sama bergi brotið, íslenzku ritdómarabergi! Það er leitt, að eiga engan vandaðan, góðan ritdómara. Allir hugsandi menn eru fyrir löngu orðnir leiðir á tómahljóðinu, sem glymur í blöðum og tfmaritum. Það minnir alt of mikið á tómar tunnurl Eugall. I r Hringferð Hringsins verður á sunnudaginn. Verður þar ýmis- legt til skemtunar, og sumt nýtt, t. d. smáleikur, er.heitir: »Ásta- brallið i kvennaskólanumt. Vafa- laust fjölmenna menn á þessa skemtun, ekki sfzt ef veður verður gott.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.