Vísir - 01.07.1943, Blaðsíða 2

Vísir - 01.07.1943, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ tjtgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson„ Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 660 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Útsvörin tsvarsskráin kemur út í dag og er ekki að efa að hún rennur út nú sem fyr. Nið- ur liefir verið jafnað tuttugu og einni milljón og eitt hundrað þúsund krónum og er það níu milljónum, liærra en í fyrra. Ekki er að undra þótt mörgum vaxi upphæðin í augum, enda er hún liærri en rikistekjurnar samanlagðar fyrir strið, en kvað þó aðeins nægja fyrir nauðsyn- legustu útgjöldum hæjarins. En er menn ræða um útsvörin mega þeir ekki gleyma því að þau eru í rauninni spegilmynd af ástandinu í landinu. Verð- þenzlan krefst fórna og þær fórnir verða menn að færa, meðal annars með hækkaðri út- svarsgreiðslu. Það verk, sem unnið var fyrir stríð fyrir lítið gjald kostar nú offjár, launa- greiðslur allar liafa hækkað stórkostlega, og sama er að segja um alla aðra kostnaðar- liði i rekstri bæjarins. Reykja\dk er engin undan- tekning í þvi efni að krefjast hárra útsvarsgreiðslna af borg- urum sínum. Svo er það um öll bæjarfélög hér á landi, og mun þó ísafjörður væntanlega geta talist methafinn í því efni. Sjálf- stæðismenn þar lögðu til að útsvörin vrðu lækkuð, vegna góðrar afkomu bæjarins, en fengu því ekki framgengt. Al- þýðuflokkurinn er þar öllu ráð- andi og hann heimtar stöðugt meira fé í sína hít, sem hverf- ur í sandinn, þannig að þess sjást lítil merki, hve skattborg- arnir liafa verið píndir. Þrátt fyrir þetta tönnlast AJþýðublað- ið á þvi ár eftir ár hve útsvörin séu há hér i bænum, og hve litlu fé sé fórnað til ýmsra menn- ingarmála, en þó er það mála sannast að Reykjavík er fyrir- mynd annarra bæja í ýmsum merkilegum framkvæmdum, og er það fyrst og fremst að þakka hyggilegri stjórn sjálf- stæðismanna í bæjarmálefnun- um. Hitt er svo annað mál að enn er margt ógert, en stöðugt er unnið að umbótum, og munu þess sjást merki er hitaveitunni er lokið. Þótt mönnum vaxi útsvars- upphæðin í augum er hitt víst að útsvörin hafa ekki hækkað á almenningi í hlutfalli við tekjuaukningu alls þorra manna. Er óhæt að fullyrða að verkamenn, iðnaðarmenn og ýmsar aðrar stéttir hafa haft miklu hærri laun á siðasta ári, en þær hafa haft nokkru sinni fyrr, en af þvi leiðir aftur að þessir menn verða að bera þyngri byrðar, sem þó svara á engan liátt til tekjuaukans. Æskilegast væri að bæði út- svör og skattar yrði lækkað til stórra muna, þannig að al- menningi gæfist kostur á nokk- urri eignasöfnun, sem yrði und- irstaða þjóðarauðs. Eins og sakir standa telja menn að það borgi sig ekki að hafa háar tekjur, einfaldlega af því að þær eru allar teknar í skatta umfram visst hámark. Slikt er með öllu óeðilegt og getur jafn- vel dregið úr vinnu manna og vinnuafköstum, og sér hver Prestastefnan. p RESTASTEFNAN 1943 hófst á sunnudag að venjulegum hætti með guðsþjónustu í dómkirkjunni. Var Gunnar Gíslason cand. theol. við það tækifæri vígður prestur til Glaum- bæjarprestakalls í Skagafirði. Síra Þorsteinn Jóhannesson pró- fastur lýsti vígslu, en altarisþjcnustu önnuðust vígslubiskup- inn dr. Bjarni Jónsson og síra Friðrik Rafnar. Guðsþjónustunni var útvarpað og var hún hin hátíðlegasta. Kl. 4 fór fram í Háskólakap- ellunmi áhrifamikil minning- arathöfn um þá presta, sem látizt liafa síðan á prestastefnu 1942, sumir með mjög óvænt- um og sviplegum hætti. Að athöfn þessari lokinni var gengið til fundarstaðar í Háskólanum. Flutti Sigurgeir biskup þar l'undarmönnum á- varp sitt, setti prestastefnuna og skýrði frá störfum kirkj- unnar og kirkjulegum við- hurðum á liðnu synodusári. Vakti liann í ávarpi sínu at- hygli á margliáttuðum afleið- ingum og áhrifum styrjaldar- innar á þjóðlífið, og öllum þeim stórfeldu breytingum skoðana og hugsunarháttar, sem orðið hafa með íslenzku þjóðinni á síðustu tímum. Hann taldi kirkjuna eiga mik- ilvægt verk að vinna, andlegu og siðferðilegu lífi þjóðarinn- ar og íslenzku þjóðerni til varnar. Það verk gæti hún að- eins unnið, ef hún hlitti leið- sögn og forustu Jesú Krists. Undir lians forustu ætti hún að geta unnið stórvirki. Hann mælti m. a.: „Prestar landsins hafa leynt ;óg ljóst unnið að þessu og reynt að hafa áhrif í umhverfi sínu. Og max-gir aðrir ágæt- ustu menn þjóðarinnar í ýms- um stéttum hafa lagt sig fram, sérstaklega, um að varðveita þjóðerni vort og islenzka tungu. I því máli er eitt, sem meira er um vert að skilja en allt annað, það, að það er lifs- skoðun þjóðarinnar ein, trú hennar og siðgæðisvitund, sem getur komið i veg fyrir að illa fari. Þess vegna erum vér þá fyrst við kjarna málsins, er vér dveljum við liið innra upp eldi þjóðarinnar, og hin rétta leið til uppeldis þessarar þjóð- ar eða annarra þjóða verður aldrei fundin fijrr en forystu- men þeirra koma auga á trúar- leiðina." Að loknu ávarpi sínu skýrði biskup frá starfi kirkjunnar og helztu atburðum, er gerzt hafa innan hennar á synodus- árinu. Hann minntist ævi og starfs liðinna presta, þeirra Gísla Sfkúlasonar prócfasts, Stefáns Björnssonar prófastá, sr. Sigurðar Z. Gíslasonar, sr. Jóns Jakobssonar og sr. Þor- steins Kristj ánssoarir. Fórust lionum hlýlega og innilega orð um alla þessa látnu starfs- bræður. Vottuðu synodusprest- ar minningu þeirra virðingu og þökk með þvi að rísa úr sæt- um. Þá minntist biskup látinna prestsekkna og tók prestastefn- an undir orð hans. Næst skýrði biskup frá breyt- ingum innan stéttarinnar, þar á meðal því, að á synodusárinu hafa kirkjunni bætzt fimm ný- ir, vígðir restar. Sem stendur eru 19 presta- köll óveitt. En von er um að prestum geti brátt fjölgað nokkuð, því að tala þeirra, sem feftt : heilvita maður, að þá er stefnt í öfuga átt við það, sem vera á. Ef unt yrði að lækka hin op- inberu gjöld er ekki vafi á þvi að hið opinbera myndi síður en svo skaðast á slikri ráðstöf- un er frá liði. Tekjumar myndu berast frá nýjum atvinnufyrir- tækjum, sem fengju starfsskil- yrði, sem ekki eru fyrir hendi vegna hinna óbærilegu skatta. guðfræðinám stunda, hefir aukizt á síðutsu árum. Unnið er nú að undirbúningi byggingar nýrra kirkna í land- inu, og er ætlunin, að fram- kvæmdir hefjist þegar er ástæð- ur leyfa. Gat biskup þess áhuga, sem víða kemur í ljós í þessum málum, t. d. í Reykjavík, þar sem unnið er ósleitilega að því, að koma upp kirkjum í hinum nýju prestaköllum. Þá ræddi biskup um prest- setrin, og horfur um hyggingu prestseturshúsa á þeim stöð- um, þar sem slíkar fram- kvæmdir þola enga bið. Þá skýrði hann og frá þvi, sem á- unnizt hefir um bætur á launa- kjörum presta. Kirkjuráð hefir verið kosið á synodusárinu. Skipa það auk biskups þeir Ásm. Guðmunds- son prófessor og Þorsteinn Briem prófastur af liálfu presta og Gisli Sveinsson sýslumaður og Matthias Þórðarson þjóð- minujavö(rður af hálfu leik- manna. Biskup gat og um störf söngmálastjóra þjóðkirkjunn- ar ,sem nýtur mikillar vinsæld- ar. — Þá minntist biskup aldar- fjórðungsafmælis Prestafélags íslands, og þakkaði því bless- unarrík störf í þágu prestastétt- arinnar og þjóðarinnar allrar. Minntist hann jafnframt þeirra góðu og farsælu forystu, sem félagið hafi notið frá upphafi. Lengst hefir félagið notið for- ustu Sigurðar P. Sivertsen pró- fessors og núveandi formanns síns, Ásmundar Guðmundsson- ar prófessors. Þá sagði biskup frá kristileg- um mótum, sem fram hafa far- ið, útkomu bóka og rita um kristileg og kirkjuleg málefni, og fleiru, sem hér er ekki kost- ur að greina nánar. Að loknu hinu ítarlega erindi biskups var fundi prestasefn- unnar frestað til mánudags 28. þ. m. Um kvöldið kl. 8,30 flutti sr. Sveinn Víkingur opinbert er- indi í Dómkirkjunni um Við- horfið til kirkjunnar fyrr og nú. Erindinu var útvarpað. Mánudaginn 28. júní kl. 9 árd. var fundur settur á ný. Þor- steinn Briem prófastur annað- ist morgunbænir og lagði út af Jes. 50, 4—8.10. Þá fóru fram umræður um ýmsar kirkjulegar skýrslur og reikningsskil Prestsekkna- sjóðs. Las biskup i upphafi skýrslur presta um messur og altarisgöngur. Samkv. skýrsl- unum hefir messufjöldi aukizt mjög mikið og sömuleiðis tala altarisgesta, frá því sem var árið áður. Um Prestsekknasjóð- inn urðu nokkrar umræður, og kom í Ijós áliugi presta fyrir því, að sjóðurinn mætti eflast sem mest og sem fyrst. Þá var Valdimar Björnsson sjóliðsforingi frá Vesturheimi kominn á fundinn og tók til máls. Brá hann upp í fróðlegri og skemmtilegri ræðu myndum úr islenzku kirkjulífi vestan Iiafs. Var ger góður rómur að máli hans. Kl. 9,30flutti Ásmundur Guð- mundsson prófessor erindi í Dómkirkjunni: Prestafélag ís- lands 25 ára. Var erindinu út- varpað. Hafnarfjöröur: Haukar knattspyrnu- meistarar. Haukar unnu nafnbótina „bezta knattspyrnufélag- Hafn- arfjarðar“ í vormótunum, sem nú er nýlokið. Þeir unnu leikina i öllum flokkum, en keppt var í tveim umferðum. í 3. fl. unnu þeir með 2:0 og 4:0, í 2. fl. með 4:0 og 2:1 og í 1. fl. með 2:1 og 4:2. Undanfarin ár hefir Fim- leikafélag Hafnarfjarðar jafnan sigrað, þangað til i fyrra, er Haukar fóru að sækja sig. Mun- aði þá einu marki, að Haukar sigruðu. Bæjap frétfír Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Hljómplötur: Danslög. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórar- inn Guðmundsson stjórnar) : a) Lagaflokkur úr óperettunni „Betli- stúdentinn“ eftir Millöcker. b) For- leikur að óperunni „Orfeus“ eftir Offenbach. c) Flugmanna-marz eftir Blankeburg. 20.50 MinnisverS tíðindi (Axel Thorsteinson). 21.10 Hljómplötur: íslenzkir söngvarar. 21.30 „Landið okkar“. Spurningar og svör. (Steinþór Sigurðsson mag- ister). Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sina ungfrú Aldís Ólafsdóttir, Ás- vallagötu 61, og Magnús Kristjáns- son, rafvirki, Ránargötu 13. Sakadómari kvað nýlega upp dóm yfir Stein- þóri Guðmundssyni, fulltrúa kom- múnista í húsaleigunefnd, fyrir brot á húsaleigulöggjöfinni. Steinþór var dæmdur í 300 króna sekt. Næturakstur. Hekla, sími 1515. Aðalsafnaðarfundur Hallgrímsprestakalls, sem frestað var fyrir viku, verður í kvöld .kl. 8y2 í húsi K.F.U.M. við Amt- mannsstíg. Scrutator: TlaAAbi aJlmejwwQS Útsvarsskráin. Eftir því sem skattar og útsvör hækka, hækkar einnig verðið á út- svarsskránni. Það var 5 kr. í hitteð- fyrra, 10 kr. í fyrra og 20 kr. í ár. Ef verðið heldur áfram að tvö- faldast svona á hverju ári, rekur brátt að því, að sjálfhætt verði við útgáfuna, enda er þetta eins dæmi í bókaútgáfu og þekkist hvergi á byggðu bóli, annarsstaðar en i Reykjavík. Állsstaðar annarsstað- ar þykir það sjálfsagt, að efnahag- ur og afkoma manna séu skoðuð sem algert einkamál milli einstak- linga og skattyfirvalda. Einfaldari skattheimta. Á síðasta Alþingi dagaði uppi frumvarp um innheimtustofnun rík- isins, sem ætlað var að annast inn- heimtu útsvara og allra skatta, beinna og óbeinna. Þetta framfara- mál fær væntanlega afgreiðslu á haustþinginu. Það væri til hagræðis fyrir alla aðilja, ef allar slíkar inn- heimtur færu fram á einum stað. En í sambandi við þetta vaknar sú spurning, hvort ekki sé hægt að hafa cinfaldari skatta. Það sýnist furðu- legt, að leggja á einn og sama skatt- þegn eftirtalda skatta: Tekjuskatt, eignaskatt, útsvar, lífeyrissjóðs- gjald, kirkjugarðsgjald, námsbóka- gjald, verðlækkunarkatt, stríðs- gróðaskatt. Allir eru þessir skatt- ar lagðir á sama höfuðstól og sömu tekjur, og virðist koma í sama stað niður, þótt upphæðin væri lögð á í einu lagi, úr þvi að meiningin er að innheimta hana í einu lagi. f nónkaffinu. „Uss, hafðu ekki hátt“, sagði ísak ísax og leit flóttalega í kringum sig, eins og verklýðsforingi í lúxus- bíl. „Hvað er að?“ surði eg og fór úr skóhlífunum. „Mamma ætlaði að leggja sig,“ svaraði ísax. „Er kon- an ekki heima?“ — „Nei, hún fór að láta leggja sig.“ t Fimmtugur: Kristján Einarsson framkvæmdarstjóri. Allir útgerðannenn á íslandi kannast við Kristján Einarsson. Margir þeirra liafa kynnzt hon- um persónulega og munu flest- ir bera honum vel söguna. Kristján er Barðstrendingur að ætt og uppruna, einn af þessum vösku og karlmannlegu Vest- firðingum, sem svo mjög hafa látið til sín taka í framkvæmd- um landsmanna síðasta manns- aldurinn. Hann ólst upp við hverskonar störf á sjó og landi og þótti snemma liðtækur. Framhaldsnám stundaði hann fyrst við alþýðuskóla Sigurðar heitins Þórólfssonar á Hvítár- bakka, en gekk síðan í Mennta- skólann. Einhversstaðar liefi eg séð þess getið að Jíristján hafi lokið stúdentsprófi með „lélegri einkunn“. Sannleikurinn er sá, að Kristján tók aldrei stúdents- próf. Hann varð veikur skömmu fyrir prófið og sneri síðan hug- anum að öðrum viðfangsefn- um. Kristján var skrifstofumaður „gömlu“ útflutningsnefndar- innar, sem starfaði frá 1918 til 1921. Síðan liafa starfskraftar hans mjög verið helgaðir út- flutningsverzluninni. Hann varð framkvæmdarstjóri fisk- kaupafirmans Bookless Bros. hér á landi og gegndi þvi starfi allt þar til er hlutafélagið Alli- ance stofnaði útflutningsdeild sína árið 1936. Hafði hann þær framkvæmdir með höndum. Sumarið 1932 var Sölusam- band íslenzkra fiskframleið- enda stofnað. Fiskframleiðend- ur höfðu til þess tíma staðið mjög dreifðir um málefni sín og valt á ýmsu um sölur og markaði frá ári til árs. En með stofnun Sölusambandsins skipti mjög um til hins betra. Þá fyrst náðu íslendingar fullum tökum á saltfisksverzluninni. Aðal- framkvæmdirnar voru lagðar í liendur þriggja manna, sem allir voru gagnkunnugir fisk- verzluninni, þeirra Kristjáns Einarssonar, Ólafs Proppé og Richards Thors. En meðstjórn- endur voru þeir bankastjórarn- ir Helgi Guðmundsson og Magn- ús Sigurðsson. Stóð svo fyrstu 3 árin. Síðan var skipulaginu breytt. En framkvæmdarstjórar voru þeir sömu, að öðru en því, að Thor Thors tók við starfi af Richard bróður sínum og var framkvæmdarstjóri S. I. F. þangað til hann réðist í utan- rikisþjónustu árið 1940. Siðan liaiá þeir Ólafur Proppé og Kristján verið einir fram- k væmdars t jórar. Þótt mjög hafi dregið úr starfsemi S. í. F. vegna styrj- aldarinnar, leikur ækki á tveim tungum, að stofnun þess var hið mesta þjóðþrifaverk. Þótt sjávarútvegurinn ætti örðugt uppdráttar á þessum árum, var það ekki vegna þess að slælega væri unnið að saltfiskssölunni. Jafnframt þvi sem nýrra mark- aða var leitað, varð Suður- landa-markaðurinn jafnari og öruggari en verið hafði. Krist- ján Einarsson og samstarfs- menn hans inntu þar af hendi mikið og gott verk. Árið 1938 var niðursuðuverk- smiðja S. f. F. stofnuð. Krist- ján átti mikinn þátt í þeirri at- vinnunýjung og hefir jafnan borið hag niðursuðuverksmiðj- unnar mjög fyrir brjósti. En þótt aðalstörf Kristjáns hafi undanfarinn áratug verið helguð Sölusambandinu, hefir liann komið víða við sögu Má ekki sizt benda á það, að hann átti góðan þátt i stofnun síldar- verksmiðjunnar á Djúpavík. Auk þess var hann meðstofn- andi Dósaverksmiðjunnar 1936 og hraðfrystihússins Fjölnis í fyrra. Árið 1933 stofnaði hann verzlun og útgerð á Drangsnesi. Rekur liann það fyrirtæki á- samt Ólafi Jónssyni fram- kvæmdarstjóra í Alliance. Loks var Kristján einn af kaupend- um Sænska frystihússins i fyrra, en kaupin gengu til baka svo, sem kunnugt er, eftir að meirihluti bæjarstjórnar Reykjavikur krafðist forkaups- réttar. Undirréttardómur er ný- lega fallinn í máli, sem borgar- stjóri hóf út af þessu, og féll málið á bæinn. Þótt aðeins liafi verið stiklað á stóru, nægir það sem hér hef- ir verið talið, til að sýna, að Kristján er framkvæmdamaður mikill. En í dag verður þess ekki síður minnzt, að hann er drengskaparmaður mesti. Hann nýtur mikilla vinsælda meðal þeirra, sem við hann eiga skipti. Og hann er manna ást- sælastur af þeim, sem með honum hafa starfað. Kristján er yfirlætislaus maður, glaðlynd- ur og bjartsýnn, lijálpfús og raungóður. Honum hefir geng- ið vel, en velgengnin hefir ekki stigið lionum til höfuðs. Árni Jónsson. vantar ibúð strax. Jón Þorsteinsson skósmiður, Lækjargötu 6. Vil kaupa vörubíl) Ford model ’31. — Uppl. í Ingólfsstræti 21 B, milli 6—8 í kvöld. 5 manna fólksbill til sölu. — Verð kr. 4500. — Uppl. i sima 1132 kl. 1—5 og eftir kl. 5 á Kjartansgötu 10. vantar út á land. Gott kaup. Uppl. eftir kl. 7 i kvöld og annað kvöld, á Lindargötu 37, uppi. Stúlkn vantar við létta vinnu. GUFUPRESSAN STJARNAN, Kirkjustræti 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.