Vísir


Vísir - 14.07.1943, Blaðsíða 1

Vísir - 14.07.1943, Blaðsíða 1
1 Rl tstjórar: j Kristj án Guðlaugsson Herste inn Pá Isson Sk rifstofur: Félagsp -entsmiöjan (3. hæð) Ritstjórar \ Blaðamenn Auglýsingar ] Gjaldkeri Afgreiðsla Simh 1660 5 llnur 33. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 14. júlí 1943. 157. tbl. Japanskur flugvöllur eftir loftárásir Bandamenn nálgast Agri- gento og Cataniu við litla mótspyrnu. Þessi mynd gefur nokkura hugmynd um árangurinn af loftsókn bandamanna gegn Japönum fyrir norðan Ástralíu. Hún sýnir flugvöll Japana í Gasmata, syðst á Nýja- i Bretlandi, og hann er einna líkaslur landslagi á tunglinu, þar sem hver gigurinn er við annan. Þjóðverjar hæita rílil;iii|»iiin fyrir norðan Knr§k. Segjast brjótast yfir á hjá Byelgorod. Svo brá skyndilega við í gær, að Þjóðverjar hættu áhlaupum sínum milli Kursk og Orel, á hinum nyrðri hluta vígstöðv- anna, þar sem mest hefir verið barizt að undanförnu. Skýrði herstjórnartilkynnjng Rússa frá þessu í gærkveldi. Blaðamenn gefa þá skýringu á þessu, að Þjóðverjar hafi loks séð fram á það, að þeir væri að fórna mönnum og dýrmætum hergögnum til einskis, því að þarna á nyrðri hluta Kursk- bungunnar hefir Þjóðverjum ekkert orðið ágengt. Hinsvegar halda bardagar áfram fyrir sunnan Kursk, enda þótt það hafi heldur dregið úr þeim tvo síðustu sólarhringana. Þjóðverjum virðist ekki bafa tekizt að breikka fieyginn, en Rússum virðist heldur ekki tak- ast að loka honum aftur. 1 gær skýrðu Þjóðverjar frá því,að þeim hefði tekizt að brjót- ast austur yfir á eina hja Byel- gorod og Rússar hefði gert mörg árangurslaus gagnáhlaup, til að reka þá þaðan aftur. Dittmar hershöfðingi talaði í þýzka útvarpið í gær. Sagði hann, að hernaðaraðgerðirnar hjá Kursk hefði sprottið af því, að Rússar hefði ætlað að byrja þar sem þeir hættu í marz eða reyna að ná þeim borgum, sem þeir misstu af tur eins og til dæmis Karkov. Þjóðverjar hafi. því gert áhlaup.til að sannfæra sig um þetta og þá hefði Rússar svarað með öðrum áhlaupum, en þýzki herinn hefði þá hafið gagnsókn. Rússar ekki ' að þreytast. Sertorins, sem er hermálasér- fræðingur þýzku fréttasfofunn- ar, hefir látið svo um mælt, að það sé fjarri því, að orustan milli Orel og Byelgorod sé búin ;að ná hámarki og enn sé ekki hægt að áætla riákvæmlega um árangurinn. Hann sagði, að Rússar virtust enn langt frá því að vera orðnir þreyttir. Orustan mundi því að líkindum snúast upp í að verða einskonar „þol"-orusta, þar sem sá sigraði, sem hefði meira liði og hergögnum á að skipa og kæmi hvorutveggja með meiri hraða til vígvallanna. Nýr landsstjóri á Martiníque. Roberts flotaforingi, sem var landstjóri Vichystjórnarinnar á Martinique, hefir sagt af sér og nýr maður verið skipaður í hans stað. Sá, sem við tekur heitir André Artimaux og var meðlimur hernaðarsendinefndar Frakka í Washington. Hann hefir heitið að öll framleiðsla eyjarinnar skuli miðast við hernaðarþörf bandemanna og að efla lið gegn möndulveldunum. Lokaárásin á Kiska bráðlega. Flugvélar Bandaríkjamanna gerðu í gær þrjár árásir á Kiska í Aleut-eyjum. Undanfarna þrjá daga hafa flugvélarnar því gert margar árásir á þessa eyju, en varnir Japana eru litlar sem engar. Þeir hafa engan verulegan flug- völl. Það er gert ráð fyrir því í Washington, að amerískar her- sveitir verði bráðlega settar á land á Kiska. Vörn Japana er vonlaus, en þeir munu eins og á Attu verjast,- meðan nokkur stendur Uppi. SV-Kyrrahafið: Kreppir að Jap- önum á Nýja- Georgiu. Bandaríkjamenn hafa gengið á land á tveim stöðum enn á Nýju-Georgíu^ að því er Jap- anir tilkynna. Þessar landgöngur voru á norðvesturströnd eyjarinnar við Kula-flóa, andspænis Kolom- bangara-eyju. Segja Japanir, að ameríska liðið sé milli tveggja elda þarna, en nefna ekki að öðru leyti aðstöðu sína. Herstjórnartilkynning Mac Arthurs skýrir frá því i morg- un, að bersveitir hans kreppi enn að Japönum og bafi í gær upprætt setulið við fjörð einn, sem heitir Enoga-fjörður. Flugsveitir bandamanna á suðvesturhluta Kyrrahafsins halda uppi síf elldum árásum á stöðvar Japan þar um slóðir. Verða árásirnar smána saman harðari, eftir þvi sem þangað eru sendar fleiri flugvélar frá verksmiðjum bandamanna. I gær var 52 smálestum sprengja varpað á flugvöllinn i Munda, en jafriframt var 40 smálestum varpað á Kahili í Norður-Salomonseyjum og flugvélar frá Nýju-Guineu köst- uðu niður 35 smálestum á Ra- baul i 3 klukkustunda árás. Að minnsta kosti níu flutn- ingaprömmum var sökkt undan Gerhards-höfða á Nýju-Guineu. Þjódverjar kannast fall Augustu. Búizt við kyrrstöðu um hríð eftir stuttan tíma. Möndulhersveitirnar hafa ekki enn getað stöðvað bandamenn á Sikiley. Það stafar bæði af því, að hersveitir Þjóðverja og ítala voru ekki látnar vera þar til varnar, seni bandamenn fóru á land, og einnig af því, að bandamenn hafa miklu betra lið, þar sem komið hefir til einhverra bardaga. Eru banda- menn komnir svo langt á land, að það mun vera von- laust fyrir möndulherinn að ætla sér að reka þá af höndum sér. Það er ekki ósennilegt, að bandamenn hafi raunverulega unnið sigurinn með því að geta kom- ið möndulhernum svona gjörsamlega á óvart. Sókn bandamanna er nú aðallega beint að tveim borgum. Bandarikjamenn, sem fóru á land á suðurströndinni, stefna til Agrigento, stærstu borgarinnar á þeim slóðum. Bretar og Kan- adamenn, sem fóru á land umbverfis Passero-höfða, halda i áltina til Catania. Er sú borg stærri en nokkur af þeim borgum, sem þeir hafa náð. Loftárás á Aachen. Brezkar flugvélar fóru í nótt í harða árás á Aachen í Rínar- lcndum. Aachen, sem heitir á frönsku Aix-la-Chapelle, er um 65 km. frá Köln og er mikil iðnáðar- og flutningamiðstöð. Hefir engin árás verið gerð á hana í hálft • annað ár. Þjóðverjar segjast hafa skot- ið niður meira en 20 flugvélar. Þjóðverjar skýrðu frá því í gær, að bandamenn hefði tekið borgina Augusta. Hún liggur á smáeyju skammt undan strönd- inni og er tengd við land með langri brú. Tvær hafnir eru við eyna og báðar góðar. Gaf st setu- liðsstjórinn i borginni upp eftir að brezkur tundurspillir hafði skotið á hana. Búizt við kyrrstöðu um nokkra hríð. Þýzka útvarpið birti í gær ummæli, sem það hefir eftir brezka hernaðarsérfræðingnum Liddel Hart, um, það að nú megi innan skamms gera ráð fyrir því, að kyrrstaða skapist á Sik- iley. Þann tíma muni báðir nota til að koma sér upp sterkum vig- girðingum, sem þeir geti safnað sér birgðum b«k við, þangað til þeir sé búnir til úrslitaorustu. Þá kemur til greina, segir þýzka útvarpið eftir Hart, hvað flutningaleiðir bandamanna eru langar, en möndulveldanna stuttar. Baráttan á Sikiley verð- ur því örðugri, en mönnum virðist nú eftir fyrstu sigrana. i Árásir á skip. Flugsveitir bandamarina hafa brugðið sér norður fyrir Sikil- ey og ráðizt þar á ítölsk skip, sem þar voru á ferð. Tveim skipum var sökkt með tundur- skeytum og eitt laskað, en auk þess var kveikt i tveim tundur- spillum. Italir og Þjóðverjar segjast nú hafa- sökkt einu beitiskipi og 13 flutningaskipum, við suður- strönd Sikileyjar og laskað 6 beitiskip og 49 flutningaskip. Taka Syrakúsu mesta afrekið. Blöðin í London eru á einu máli um það, að taka borgar- innar Syrakúsu sé langmesta afrekið, sem bandamenn hafa enn unnið í innrásinni. Þar hafi þeir ekki aðeins fengið ágæta höfn, nærri óskemmda, heldur hafi þeir nú gieiðan að- gang að Cataniu-sléttunni, þar sem búast megi við því að einna mikilvægustu orusturnar verði háðar. Þau segja ennfremur, að her- stjórninni haff vei-ið það ljóst, hversu mikilvægt það væri, að gott og vel æft lið færi á land í Syrakúsu til að berjast á slétt- uniii við borgina og þessvegna hafi verið horfið að því ráði að senda menn úr 8. hernum þang- að auk annars góðs liðs, svo sem Kanadamanna. \ Sikileyingar berjast. Rómaborgar-fréttaritari svissneska blaðsins „Die Tat", sem er gefið út i Ziirich, símar það til blaðs sins, að orðrómur gangi um það í Róm, að bændur og aðrir óbreyttir borgarar á Sikiley, hafi drepið fjölda af fallhlifahermönnum þeim, sem bandamenn létu svífa til jarðar. Blaðamaðurinn simar enn- fremur, að þegar yfirvöldin í Róm sé spurð um þetta, játi þau hvorki né neiti fregnurium og segja, að bændur hafi ef til vill gert þetta i sjálfsvarnar- skyni. I „Monty" var í London. Það er nú komið úr dúrnum, að Montgomery var fyrir skemmstu i London. Var ætlun- in, að halda heimsókn hans leyndri, en Lundúnabúar kom- ust brátt að þvi, að átrúnaðar- goð þeirra var í borginni, þótt blöðin birtu ekkert um hann. Vildi þetta þannig til, að Montgomery fór i leikhús eitt kveldið, en áhorfendur könn- uðust strax við hann og þegar leikurinn var á enda var hann hylltur ákaflega. Vildi mann- fjöldinn fá hann til að halda ræðu, en hann var ófáanlegur til þess. Islenzkum stádentum vestra sýnrtur sómi. Rynna ísland. fWl VEIR íslenzkir námsmenn * í Bandaríkjunum, þeir Jó- hann Hannesson og Haraldur Kröyer, hafa verið heiðraðir með því að vera kjörnir með- limir alþjóðafélagsskapar há- skólamanna, sem er heiðurs- íélag tog kaliast „Phi Beta Kappa", og hefir deildir í flest- um aðal háskólum Ameríku. Hver háskóli kýs á ári hverju aðeins fáa félaga i samband þetta. Tillit er fyrst og fremst tekið til námshæfileika, til for- ustuhæfileika i félagsskap og til persónuleika og skapgerðar námsmanna. Inntaka í „Phi Beta Kappa" er því einn mesti heiður, sem námsmanni við ameriska há- skóla getur veitzt. — Haraldur Kröyer lauk prófi í ensku (Bachelor of Arts) 5. febr. s.l. með heiðri. Hóf hann þá að lesa alþjóða stjórnmálavísindi (In- ternational Relations) og hyggst 'að ljúka meistaraprófi i þeim fræðum á tveim, árum. Jóhann Hannesson mun i þann veginn að ljúka prófi i ensku. Mun hann svo halda áfram og ljúka meistaraprófi i þeirri grein. íslenzkir stúdentar við Kali- forníuháskóla hafa með sér fé- lagsskap, og er Haraldur Kröy- er formaður hans. Nýlega efndu þeir til kynningarkvölds i háskólanum. Fengu þeir til sýningar íslandskvikmynd frá sendiráðinu í Washington. Auk þess sýndu þeir íslenzkar bæk- ur, hannyrðir, islenzka skart- gripi og „keramik", er þeir gátu tínt saman. Vakli þetta allt mikla athygli og áhuga á- liorfenda á íslandi. Að lokinni kvikmyndasýningunni svaraði svo Haraldur Kröyer fyrir- spurnum um, ísland og Islenzk efni. Síðastu fréttír COMISO HEFIR VERI© XEKIN AF BREpííUM HER- SVEITUM. Tilkynning Eisenhowers: Amerískar hersveitir sem sækja frá Lieata eru búnar að taka Palnta og Naro, sem eru á braut inni til Agrigento. Eiga þær 20 km. ófarna þangað. Loftarás hefir verið gerð á Enno á miðri Sikíley. Þar mæt- ast vegir frá PjBlermp), Agri- gento, Cataniu og Syrakúsu. Flugvélar bandamanna réð- ust í gær á flugvellina hjá Milo og Comiso, en auk þess var ráð- izt á Vivo Valentia og Crotone á Kalabriurskaga. Auk þess var haldið uppi árásum á herflutn- inga möndulhersins um alla Sikiley. Misstu bahdamenn 7 flugvélar um daginn, en segjast hafa skotið niður 42. Þj óðverjar tilkynna: Loftárás á Hu.ll.og ýmsa staði á Suður- Englandi. 1 Rússlandi var gagn- árásum Rússa við Byelgorod og Orel hrundið við mikið manntjón Rússa. 200, skrið drekar þeirra voru eyðilagðir. A Sikiley eigá möndulherirnir í hörðum bardögum og skutu í gær niður 34 flugvélar banda- manna.