Vísir - 14.07.1943, Blaðsíða 3

Vísir - 14.07.1943, Blaðsíða 3
VISIR Bankainnstæður námu rúml. 400 millj. kr. í maílok Seðlaveltan nám 119 millj, kr. á sama tíma. Innlög almennings í bankana eru nú orðin meira en 400 milljónir króna og hafa aldrei verið meiri. — í nýútkomn- um Hagtíðindum er skýrt frá þessu ásamt ýmsum öðrum atrið- um úr reikningum bankanna. I lok maí námu innlög sam- tals tæplega 408 milljónum króna og höfðu þau aukizt þann mánu'ð um rúmlega 19 milljón- ir króna. Er það mesta mánað- arhækkun siðan í október í fyrra, þegar innlög jukust um rúmlega 20 milljónir, en þar áður höfðu innlög orðið mest i júlímánuði þess árs. Þá jukust þau um rúmlega 28 milljónir króna. Síðan i ársbyrjun 1942, þeg- ar bankainnstæða landsmanna nam samtals rúmum 224 mill- jónum króna, hefir hún farið jafnt og þétt vaxandi, nema einn mánuð — febrúar síðast- liðinn — þegar menn tóku þremur og hálfri milljón rneira út úr bókum sínum en lagt var inn. Seðlaveltan hefir einnig farið jafnt og þétt vaxandi og var orðin tæplega 119 milljónir í mai. Hafði hún aukizt um rúm- lega 6,3 milljónir þann mánuð. 1 maí í fyrra var hún rúmlega 68 milljónir króna og liefir að eins lækkað einu sinni, i janúar síðastliðnum, þegar hún minnk- aði um rúmlega 5 milljónir. Mesta hækkun í einum mánuði varð í desember síðastliðnum, er hún hækkaði um 11,3 mill- jónir. Aðsfaða bankanna gagnvart útlöndum hefir farið batnandi undanfarið. í lok maí áttu þeir næstum því 350 milljónir inni í erlendum bönkum. Hafði inn- eignin hækkað i mánuðinum úr 322 milljónum í 348 milljónir. f ársbyrjun 1943 áttu þeir inni 156.6 milljónir króna. Skemmtun í Hallorms- staðarskógi. Á skemmtisamkomu Skóg- ræktarfélags Austurlands í Ilallormsstaðaskógi á sunnudag fluttu þessir menn ræður og á- vörp: Gunnar Gunnarsson skáld, Sigurður Nordal prófess- or, Ágúst H . Bjarnason próf- essor, Hákon Bjarnason skóg- ræktarstjóri, Þórarinn Þórarins- son skólastj. og Eysteinn Jóns- son alþingismaður. Karlakór Akureyrar söng og Páll fsólfsson stjórnaði „Þjóð- kórnum“, og tóku flestir undir. Austfirðingar í Reykjavik hafa fært JSkógræktarfélagi Austurlands 5000 krónur að gjöf. „Orustan um Stalingrad“ Rússnesk mynd í Xj arnaríó. Tjarnarbíó sýnir á næstunni yfirlitsmynd um orustuna xun Stalingrad. Myndin sýnir fyrst borgina, eins og hún Var fyrir stríð, mannvirki, skrúðgarða og byggingar, siðan hemaðarað- gerðirnar og loks sigur Rússa. Meðal annars er sýnd uppgjöf Paulusar hershöfðingja. Myndinni fylgja kort og yfir- litsteikningar, er segja sögu um- sátursins. Bæj af fréttír Næturlæknir. Slysavar'ðstofan, sími 5030. Næturvörður. Ingólfs apótek. Næturakstur. Geysir, sími 1633. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Hljómplötur: Lög úr frönskum óperum. 20.30 Útvarps- sagan: „Liljur vallarins". (Karl ís- feld). 21.00 Hljómplötur: Laga- flokkur eftir Debussy. 21.15 Er- indi: Um Frakkland (Þórarinn Björnsson mentaskólakennari). 21.35 Hljómplötur: Frönsk tónlist. Ameríska útvarpið. 1 dag: 16.00 Þjóðlagasyrpa, Roy Harris. — A morgun : 16.00 Negra- sálmar, Dorothy Maynor o. fl. Er- indi um listir i Ameríku. Gunnar frá Selalæk á 55 ára afmæli í dag. Leiðrétting'. Það voru rúml. 13.600 kr., sem söfnuðust hjá starfsfólki hafnar- innar í minningarsjóð Þórarins hafnarstjóra, og er ætlunin, að það verði stofnféð, en Slippfélagið gaf kr. 1000.00 að auki, svo að sjóð- urinn nemur nú rúml. kr. 14.600.00, en ekki kr. 13.600.00, eins og sagt var frá í blaðinu um daginu. Húsaleiguvísitalan fyrir júlí—september 1943 er ó- breytt, 132. Bruce Belfrage, einn af kunnustu útvarpsþulum BBC starfar nú i brezka flotanum hér við land. Hann mun lesa frétta- yfirlit í enska útvarpinu héðan í dag og flytja erindi þar á sunnu- dag. \ Björn B. Jónasson, verkfræðistúdent í Sviþjóð, son- ur þeirra Sofie og Benedikts Jón- assonar verkfræðings, andaðist á heilsuhæli í Sviþjóð 11. þ. m. Hedtoft Hansen dvelur ekki í London, eins og getið var um hér i blaðinu í gær, heldur í heimalandi sinu. Nýlega skýrði ríkisútvaruið frá áliti hans varðandi samband Norðurlanda, sem gert var grein fyrif í London og stafaði misskilingur þessi af þeim sökum. Hafofirðingar sigruðu. 1 gærkveldi kom 3. flokkur Knattspyrnufélags Hafnarfjarð- ar lúngað til bæjarins og keppti „gaman“leik við K. R., sem er meistari í þessum aldursflokki. Leikar fóru svo, að Hafnfirðing- ar sigruðu með 3:1. — í haust ætlar K. H. að taka þátt í mót- um allra aldursflokka. Verður þá vafalaust hægt að sjá skemmtilega leiki. æææsæsæææææææ æQD \ Co gg ÞAÐ BORGAR SIG gg gg AÐ AUGLtSA gg æ 1 visn » æ æ æææsæsæææææææ FJELAGSPRENTSmfUUNNAR fiESTVB Frá Happdrætti Hallgrímskirkjn I Reykjavik Happdrættismiöasalan er nú 1 fullum gangi i Reykjavik Hallgrímskirkja er kirkja allrar jijdöarinnar! Happd rættis— vinnin g upinn ep sá stærsti sem vepið hefip taiéx* á landLi. Miðarnir fást á eftirtöldum stöðum: Alþýðubrauðgerðinni, Laugveg 61 og Banka- stræti 2. Bókabúð Sigfúsar Eymundssonar. Bókabúð ísafoldar. Bókabúð Finns Einarssonar. Bókabúð KRON. Bókabúð Austurbæjar. Bókabúð Þór. B. Þorlákssonar. Bókabúð Snæbjarnar Jónssonar. Bókabúð Kristjáns Kristjánssonar, Hafnarstr. Bókabúð Sigurjóns Jónssonar, Þórsgötu 4. Verzlun Hjartar Hjartarsonar, Bræðraborgar- stíg 1. Verzlunin Ásbyrgi, Laugaveg 139. Ludvig Storr,verzlun, Laugaveg 15. Verzlun Guðjóns Jónssonar, Hverfisgötu 50. Barónsbúð. Blómabúðinni Garður, Garðastræti 2. Verzlunin Drífandi, Hringbraut 193. KRON, Verkamannabústöðum við HringbrauL. Verzlunin Lögberg, Holtsgötu 1. Áfram, Laugaveg 18. Húsgagnaverzlun Reykjavíkur, Vatnsstíg 3. Höfðabakarí, Höfðahverfi. Alþýðubrauðgerðinni, Leifsgötu 32, Ásgeir Ásgeirsson, verdun, Þinghottsstræti. Kiddabúð, Þórsgötu 14. Verzlun Sveins Þorkelssonar, Sólvallagötu 9. Bristol, Bankastræti, verzlun. Kaktusbúðinni, Laugaveg 23. Bókabúð Æskunnar, Kirkjuhvoli. Ennfremur fást happdrættismíðarnir hjá afgr. Morgunblaðsins, K.F.U.M. og hjá prestum saf»- aðarins. iiið ið letjiskitts- oi itsoaisW iiniiigsins islit litið iinii Skrifstofa happdrættisins er í Tryggvagötu 28, II. — Sími 5195. Snmarbúistaðnr i nágrenni Reykjavikur er til sölu af sérstökum ástæðum. Tækifærisverð, ef samið er strax. — Nánari uppl. á skrifstofu Guðlaugs Þorlákssonar Austurstræti 7. — Sími: 2002. Hatar§tell fyrir 12, falleg gerð. Einnig sérstakir Kaffibollar. — Takmarkaðar birgðir. Héðinshöfði h.f. Aðalstræti 6 B. — Sími 4958. Orðrómur um tveggja íiokka stjórn. Kommarnir ekki samvinnu- hæfir á þeim grundvelli. — Spekingamir í kommúnista- flokknum eru sífellt að reyna að nugga sér upp við sjálfstæð- ismenn, sumpart til þess að gera ýmsa flokksmenn tor- tryggilega, en þó einnig af þeim orsökum að hentistefnumönn- unum í flokknum finnst það henta, — ekki sízt innan bæjar- stjórnar Reykjavíkur. Þetta mun hafa leitt til þess að sá orðrómur hefir gengið um bæinn að undanförnu, að mönnum innan Sjálfstæðis- flokksins lægi það ríkt á hjarta að efna til stjórnarsamvinnu með kommúnistum á hausti komanda. Orðrómur þessi hefir við engin rök að styðjast, en þykir vafalaust vatn á myllu andstæðinga Sjálfstæðisflokks- ins, sem með þessu tekst ef til vill að gera einstaka flokks- menn tortryggilega i augum auðtrúa sálna. Kommunum er það hinsveg- ar Ijóst að sjálfstæðismenn sjá við refjum þeirra og prettum í hvaða mynd, sem slikt birtist, og hefir hér í blaðinu þráfald- lega verið sýnt fram á hvers- kyns manntegund kommamir væru, og hvers mætti af þeim vænta. Af þessum sökum „lek- ur annað veifið úr honum afa“ i bæjarpósti Þjóðviljans, og ávalt finnast einhverjir sultar- dropar á nefbroddinum á Örv- aroddi. En það er þetta með Örvarodd, að hann skortir skyrtuna góðu, sem nafni hans átti. „Hylja varla götin göt á garmskinninu“, — og svo er það óværan, —- já þvílík for- smán. Og svo halda þessir menn að þeir geti nuggað sér utan í aðra og aðrir vilji nugga sér utan i þá. Yisir mun eftir frekustu getu gæta þess að boð- skapur hreinlætisvikunnar verði i lieiðri hafður í sjórnmálum, sem á öðrum sviðum og takist það, sem ekki er að efa, mega kommarnir vita hvar þeim ei- markaður bás, þótt sjálfir vilji [ þeir teljast í tölu siðaðra manna Tilkynning í gær hætti »Restaurationin í Oddfellowhúsinucc starfrækslu, en við rekstrinum hefír tekið „TJARNARCAFÉ h.f.“ Virðingarfyllst Ejgrill Benedikt§§on. Samkvæmt ofangreindu höfum vér tekið við rekstri veitingasalanna í Vonai'stræti 10 (Odd- fellowhúsinu) og verður fyrirkomulag það sama og áður. Egill Benediktsson verður á- fram framkvæmdastjóri. Virðingarfyllst V erzlunar jöfnuður- inn hagstæður í júní Samkvæmt bráðabirgða yfir- liti Hagstofu Islands nam inn- flutningur til landsins i júní rúml. 21 millj. kr., en útflutn- ingur tæplega 24.7 millj. kr. Verzlunarjöfnuðurinn hefir því verið hagstæður i júní um tæpl. 3.7 millj. kr. Á tímabihnu jan.—júni er verzlunarjöfnuðurinn aftur á móti óhagstæður um 9.2 millj. Innflutningur á tímabilinu nem- ur 119.4 millj. krónum, en út- flutningur 110.2 millj. kr. Vörnlager til söln Búsáhöld, burstavörur, jámvörur, kristall og kera- mik, ritföng, leikföng, leðurvörur, snyrtivörur, vefn- aðarvara, ýmsar smávörur, hreinlætisvörur og ýmis- konar matvara. Verður selt allt í einu lagi, eða í einstökum yöinjr flokkum. Tilboð sendist undirrituðum, sem gefur allar nánarí upplýsingar.' Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður. Aðalstræti 8. Sími: 1043. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför systur okkar, Þóru Sigurveigar Vilhjálmsdóttur frá Sandfellshaga. Jóhanna Vilhjálmsdóttir. Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir. Margrét Vilhjálmsdóttir. Björn Vilhjáhnsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.