Vísir - 23.07.1943, Blaðsíða 2

Vísir - 23.07.1943, Blaðsíða 2
« VISIR 'VÍSIR DAGBLAÐ Ötgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 66 0 (fimm línur). Verð kr. '4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Sjálfsákvörðunarrétt- ur smáþjóðanna. SfRÍÐ það, sem nú er liáð í heiminum skapar smá- þjóðum örlög engu síður en stórþjóðunum, og það svo mjög að segja má að fyrir tilverurétti þeirra sé barist, þótt mörg önn- ur og áhrifaríkari viðhorf komi þar einnig til álita. Réttur smá- þjóðanna hefir ekki til þessa yerið mikils virtur i styrjöldinni og hefir hann þráfaldlega orðið að víkja fyrir veigameiri hags- munum styrjaldaraðilanna, að sjálfra þeirra mati. Hinsvegar bendir margt til þess að smá- þjóðirnar muni verða fyllsta réttar aðnjótandi að stríðinu loknu og sjálfsákvörðunarréttur þeirra verði virtur til fullnustu. Er þeir Churchill og Roosevelt hittust í fyrsta skipti og ræddust við um styrjaldarreksturinn gáfu þeir út sameiginlega yfir- lýsingu, þar sem m. a. var vikið að sjálfsákvörðunarrétti smá- þjóðanna, og lögð á það rík á- herzla að liann skyldi i heiðri hafður að ófriðarlokum. Báðir foringjar þessara stórþjóða kváðu upp úr um það, að þjóðir þeirra berðust ekki til land- vinninga, heldur til hins að vernda viðurkennd mannrétt- indi og skapa heiminum viðun- andi lífsskilyrði i framtíðinni og hið fyllsta öryggi gegn margs- kyns ofbeldi og áþján. Hér í blaðinu liafa að undan- förnu birtzt greinar Wendells WiIIkie’s, en liann er úr þeim flokkinum, sem íhaldssamari §r talinn, en flokkur Roosevelts, og ýmsir af auðjöfrum Ameríku hafa skipað sér í. Er mikið leggjandi upp úr ummælum Willkie’s með því að hann er einn af mestu áhrifamönnum Bandaríkjanna og keppinautur Roosevelts um forsetatignina, en hefir auk þess nýverið lýst yfir því að liann muni gefa kost á sér við næstu forsetakosning- ar. I greinarflokki þessum hefir það komið mjög skýrt i ljós að hins mesta frjálslyndis gætir í garð smáþjóða og þjóða undir erlendri yfirdrottnan, en ekkert bendir til að hinar sameinuðu þjóðir Iiafi í Iiyggju að neyta þeirra sérréttinda til frambúðar, sem þær njóta nú víða um heim, vegna styrjaldarreksturs- ins. Af þessum má leiða nokkr- um getum um afstöðu ráða- manna í Bandarikjunum til sjálfstæðis íslands, auk þess, sem fyrir liggja skýrar og ótví- ræðar yfirlýsingar frá þeirra hálfu tilislenzkra stjórnarvalda, er sýna og sanna, að þeim leik- ur ekki hugur á að seilast liér til valda eða áhrifa að styrjöld- inni lokinni. Megineintakð í hugleiðingum Willkies er, að farsæld heimsins verði hezt tryggð með sem víðtækustu pólitísku frelsi hverra þjóðar, samfara sem mestri hjálp hverri þjóð til handa, í því augnamiði að henni reynist kleift að lifa heilbrigðu og hamingjusömu menningarlífi. Þótt flokkur manna hér í landi reyni að ala á tortryggni í garð Bandamanna, er það mála sannast að slíkur áróður á alls engan rétt ó sér og er með öllu LÚÐVlK KRISTJÁNSSON: Beitnmál vélbátaútveg'sins. ffaVÍ HEFIR lengi verið viðbrugðið, að í beitumálum smá- útgerðarinanr ríkti hinn mesti glundroði og skipulags- lej'si. Þetta ástand verður tilfinnanlegra með hverri vertíð sem ljður. I þessari grein, sem birtist i síðasta blaði Ægis, ræðir ritstjór- inn, Lúðvík Kristjánsson,, þessi mál. Ári'ð 1912 var eitt hið mesta síldársumar, sem menn muna. Það hefði því mált ætla, að vél- hátaflotanum hefði verið tiyggð næg og góð beita á vertíðinni 1943. En það skorti mikið á að svo væri. Vegna.. langvarandi ó- tíðar á síðastl: vertíð nægði beituforðinn að mestu hér við Faxaflóa. Hefði gæftasæld orðið mikinn hluta vertíðar, er alveg víst, að flotinn liefði orðið að bætta veiðum löngu fyrir lok, vegna beituskorts. Á Austfjörð- um var ástandið svo bágorið, að leitað var i byrjun vertíðar til FærejTja eftir beitusíld, sem þó eklci bar- neinn árangur. Talað var um, að bátar eystra hefðu orðið að hætta við að fara á ver- tið vegna beituskorts, og margir Hornafjarðarbátanna urðu að hvei-fa lieim frá prýðilegum afla, vegna ónógrar beitu. — t ýmsum öðrum verstöðvum landsins varð að notast við gamla og mjög lélega beitusíld. Slíkur vitnisburður um fyrir- hyggju- og skipulagsleysi í beitusíldarmálum útvegsins, bendir ótvírætt í þá átt, að þeg- ar verði að hef ja undirbúning að endurbótum í þessum efnum, svo að smáútvegurinn geti, án nokkurs ótta við beituþurrð, mætt gæftasælum vetrum. Rekstrargrundvöllur smáút- vegsins er ekki það tryggur, að óskiljanlegur séð frá íslenzkum sjónarhól og ósamrímanlegur islenzkum hagsmunum. Vin- samleg sambúð við liinar engil- saxnesku þjóðir er okkur lífs- skilyrði, og slík sambúð spillir á engan hátt möguleikum fyrir vinsamlegri sambúð við aðrar þjóðir hvort sem þær eru i flokki Norðurlandaþjóðanna eða ekki. Sjálfstæðisbarátta okkar< beinist ekki gegn neinni þjóð, en miðar að því einu að tryggja og vernda þann rétt, sem við eigum, og sem við verðum að njóta, eigi þjóðin að geta lif- að menningarlífi án fyllsta ör- yggisleysis til langframa. Sú þjóð, sem sjálf fer ekki með utanríkismál sín getur verið voðanum ofurseld, enda veit sá bezt hvar skórinn krcppir, sem ber liann, en ekki hinn, er á horfir. Allt þetta móðursýkis- hjal, annarsvegar um að reynt sé af innlendum mönnum að efla hér vestrænar þjóðir til á- hrifa og liinsvegar að fullrar nærgætni sé ekki gætt gagnvart Norðurlöndum, geta menn látið land og leið, með þvi að það verður þeim einum til van- sæmdar, sem ekki sjá sóma sinn í að ganga með lotningu um helgireit íslenzks sjálfstæðis. Þegar um sjálfstæðið er rætt, mega menn ekki láta áróður, ó- skyldan sjálfstæðismálinu, villa sér sýn. Það er ekki að undra, þótt kommúnistar reyni að skara eld að sinni köku, með þvi að ganga annarlegra erinda i sjálfstæðisbaráttu Sinni, en slíkt telja þjóðholhr menn sér á engan veg sæmandi, enda eng- in ástæða til. Við eplin sögðu hrossataðsköglarnir og koinm- arnir eru ekki frekari sjálfs- gagnrýni gæddir og þekkja ekki eigin viðurstyggð. Væri þeir heilir í sjálfstæðismálinu, bæri að meta það, en óheilindi þeirra og fláttskap ber einnig að for- dæma og varast þá myrkranna makt, sem þeir eru ofurseldir. ástæða sé til að veikja hann. Ýmsir örðugleikar geta vel sótt að lionum á næstunni, er ekki mun auðblaupið við að ráða, því er það vítavert ábyrgðarleypi, ef ekki er bægt frá þeim vanda, sem auðvelt virðist að kveða niður. Síldarvertiðin er nú hafin. Eflaust verður engu skipulagi komið á beitusíldarmálin með- an bún ‘stendur yfir. En útvegs- menn ættud tæka tíð að búa sig undir að birgja sig ii])p með næga og góða beitusild fyrir vetrarvertíðina, svo að þeir geti ekki sjálfum sér um kennt að búa við öryggisleysi í þessum efnum. En jafnframt því eiga þeir allir i sameiningu að vinna að því að koma á nýrri og við- unandi skipan í þessum málum. Standi þeir allir saman, mun áreiðanlega skammt undan, að mesta síldveiðiþjóð lieimsins, miðað við mannfjölda þurfi framar að leita á náðir annarra þjóða um beitusíld. Norðnrför ¥íkÍDg§. í gærkveldi komu 21 knatt- spj'rnumaður úr víking úr 12 daga ferð um Norðurland. Létu þeir í hvívetna vel yfir förinni og töldu hana hafa verið hina ánægjulegustu og að öllu leyti gengið að óskum. Fóru þeir félagar um Borgar- fjörð, Blönduós, Akureyri, Vaglaskóg, Grund, Húsavík, Ás- byrgi, Mývatn og til baka aftur. Gistu þeir oftast í tjöldum, en á Akureyri gistu þeir í barna- skólanum. Þar sem flokkurinn stóð við nokkuð að ráði var knattspyrna æfð, en lítið var um kappleiki, Þó kepptu þeir við Akureyringa og töldu Akur- eyringar sjálfir það skemmti- legasta leik, sem þeir hefðu tek- ið þátt i á árinu. Byrjaði leikur- inn mjög glæsilega fyrir Víking, því að á fyrstu 5 minútunum skoruðu þeir 2 mörk. Þrátt fyr- ir þetta lyktaði honum Akur- ejæingum í hag með 4:3. Ennfremur kepptu Víkingar í handknattleik við stúlkur á Húsavík og töldu þann leik einnig liafa verið hinn ánægju- legasta. Hitaveitur. Hitaveitur fyrir all-stór borgar- hverfi voru fyrir stríð komnar upp víða um heim, einkum í úthverfum .borga og nýhverfum, þar sem hægt var að leggja leiðslur jafnótt ,og stfæti voru lögð og hús reist. Mið- stöðin var þá ýmist kynt með kol- um, koksi eða olíu, eftir því sem hentugast var á hverjum stað. Hita- veitur með hveravatni eru'aftur á móti ekki til utan Reykjavíkur, svo vitað sé. Á ítalíu er hveraorka not- uð til aflstöðva, en þá er hveragufa leidd í gufusnældur og framleitt rafmagn, en afgangshiti notaður til að hita leiðsluvatn. Einhver stærsta hitaveita heimsins er í Berlín. Hita- gjafi brúnkol. í nokkrum útborgum Lundúna eru smærri hitaveitur, en í Englandi er yfirleitt lítið um mið- stöðvarhitun, og kunna Englend- ingar betur eldstóahita. Hiti úr sorpi. I Kaupmannahöfn er hitaveita, sem rekin er með hita úr eyðingar- Bækur Menningar s j óðs. . Bækur Menningarsjóðs verða fimm í ár. Ef tillit er tekið til dýrleika bóka, sem nú eru á markaðinum eru þetta einstök kostakjör, því að hver bók kost- ar ekki nema tvær krónur að meðaltali. Þær bækur sem ákveðið hefir verið að gefa út í ár eru, svo sem venja er til, Andvari 1943 og Almanakið fyrir 1944. Þá kem- ur út 3ja bindi af Önnu Karen- inu, í þýðingu Magnúsar Ás- geirssonar. Fjórða bókin er framhald af stjórnmálasögu síðustu 20 ára, þeirri sem Skúli Þórðarson skrifar. Loks er fimmta bókin Njálssaga. Er það fyrsta bókin í fyrirhugaðri Is- landssagnaútgáfu Menningar- sjóðs. Eitt bindi af sögu íslendinga, ])að finimta i röðinni kom út í fyrra.' Fjallaði það um 17. öld og liafði Páll E. Ólasoh skrifað það. í ár kemur 6. bindið út. Fjallar það um tímabilið frá 1700 til 17ý0 og skrifa þeir Páll E. Ólason og Þoi’kell Jóhannes- son það í sameiningu. Þess skal getið að Islandssagán er ekki raunveruleg félagsbók, enda þótt hún sé gefin út af Menn- ingarsjóði. Handknattleiksmótið. Úrslit á morgun Tveir leikir fóru fram, í hand- knattleiksmótinu í gærkveldi. Sá fj^rri var milli I. R. V. og f. R. og unmí Isfirðingarnir með 4:0, en síðari leikurinn var á milli Ármanns og Hauka og átti það að vera úrslitaleikur mótsins. Leikar fóru þannig, að jafntefli var eftir mjög fjörugan og spennandi leik, þar sem hvort liðið skoraði tvö mörk. Vegna óhagstæðs veðurs var leikurinn ekki fi’amlengdur, en keppt verður að nýju og er ákveðið að úi’slitaleikui’inn fari fram ann- að k’völd kl. 8;30. Einn leikur annar er eftir á rnótinu. Er hann milli f.R. og Hauka og fer fram i kvöld kl. 9 — í gærkveldi efndi Ármann til kaffisamdrykkju í Oddfellow- lxúsinu fyrir gesti sína í hand- ]< na ttleiksmótinu, en það eru Þórsstúlkurnar frá Akureyri og ísfix’ðingai’nir. Þar afhenti Jens Guðbjörnsson hverjum þátttak- anda úr þessum liðum, svo og fararstjói’um þeirra, Ármanns- fána til minningar um ferðina. Þá gaf Glímufélagið Ámann tvo fallega silfurbikax’a, annan til Akureyrar og hinn til ísaf jarðar, til innanbæjarkeppni í hand- knattleik kvenna. ísfirzku stúlk- urnar gáfu Ármanni fallega lit- aða Ijósmynd af ísafirði. stöð fyrir sorp. Mestöllu sorpi borgarinnar er eytt í stórum ofn- um, og þarf lítið eldsneyti til við- bótar fyrir nægan hita handa mörg- um stórhýsum. Er að þessu bæði þrifnaður og gagn, enda mun bæj- arsjóður hafa grætt á rekstri sorp- eyðingarstöðvarinnar af þessum, or- sökum. Slika sorpstöð verður Reykjavík að eignast. Það getur ekki verið til frambúðar að nota allt sorp til uppfyllingar. Að því er hin megnasta sjúkdómahætta. í sorpið safnast flugur og rottur, hvorttveggja skæðustu sýklaberar, sem fyrir finnast — svo að maður tali nú ekki um lyktina. Meira sorp. Þegar hitaveitan er fullgerð, rná búast við því, að til falli miklu meira sorp en nokkru sinni áður, því að nú mun allmiklu af sorpinu vera brennt í miðstöðvum húsa. í fram- tíðinni verða engir möguleikar íil að eyða sorpi á þennan hátt, og mun þá þurfa hálfu meiri kraft á sorp- íslendingur ferst af hernaðarvöldum. íslendingur, Kristinn Svein- björn Kristófersson að nafni, hefir farizt í siglingum erlend- is af hernaðarvöldum. Kristinn heitinn hafði vei’ið í siglingum frá sti’íðsbyi’jun, oft- ast nær á sænskum skipum. Hann var 23 ára að aldri og sonur hjónanna Kristófers Oli- verssonar skiijstjóra og Þuriðar Gísladóttur að Bjarmalandi i Sandgerði. Hergagnaiðnaður U. S. R Washingfon í gær. Oft heyi’ist þessi spurning: — Hvernig stendur lxergagnaiðn- aður Bandaríkjanná? Því er fljótt til að svai’a, að allri hinni geysilegu framleiðslugetu Bandax’íkjanna hefir verið ein- beitt að herframleiðslu, hverju nafni sem nefnist, með aðeins öx-fáum undantekningum. En þetta liefir gefið þá hugmynd, að hei’gagnafi-amleiðslan liafi allsstaðar náð hámarki sínu og raunar uppfyllt allar kröfur, senx gerðar eru til hennar, og að bráðlega muni aftur verða tekin upp framleiðsla til annara þarfa. Nákvæm rannsókn, sem gei’ð hefir vei’ið á vegum Rannsókn- arstofnunar Ameríku (sem er einkafyrirtæki, sýnir að þessi hugmynd er röng. Eftirspurn eftir allskonar nauðsynjum af hálfu hersins fer sivaxandi. Það er ekki lostið upp neinu hern- aðarleyndarmáli þótt frá því sé skýrt, að þótt lierir Bandaríkj- anna á öllum vígstöðvum sé vel birgir af öllum hérgögnum og nauðsynjum, þá vantar sveitir þær, sein heima fyrir æfa, enn margt nauðsynlegra liluta. Það nxun taka að nxinnsta kosti misserisframleiðslu allra Bandaríkjanna að fylla öll þau skörð, sem þar eru. — En auk þessa ber að gæta að hergagna- þörf bandamanna, Kínverja, Rússa og annara. Sú þörf fer vaxandi og gerir með hverjum deginum meiri og meiri kröfur til framleiðsluþols Bandaríkj- anna. 6 milljai’ða dollara fjárveit- ing til láns- og leigusendinga, senx nýlega var samþykkt, þýð- ir aukna vinnu i marga mánuði fyrir hergagnaiðnaðinn, og síð- ’ an meira skiprúm skapaðist við það að baráttan gegn kafbátun- um var hert, liggur meira en nokkuru sinni á að flýta þess- um sendingum. Þó mun það taka ekki all-fáa mánuði, áður en Bandaríkin komast á sama stig, livað siglingar snertir, og Framh. á 3. síðu. hreinsun. Það verður því óhjá- kvæmilegt að koma upp fullkom- inni sorphreinsunarstöð. Að vísu verður ekki hægt að græða á því að selja hitann — hann verður vonandi nógur samt. En ef vel er á haldið, er ekki óhugsandi að hafa mætti einhverjar tekjur af stöðinni sarnt sem áður — vinna úr sorpinu einhver nytsamleg efni. En jafnvel þótt engar tekjur komi á rnóti, er stöðin jafn sjálfsögð fyrir því. Þegar mannsfætur eru farnir að finnast í sorphaugum, fer rnönn- um vonándi að skiljast, að haug- arnir eru engin heilsubót. Sjájfstætt fólk. „Hún er ljomandi lagleg, stúlk- an,“ sagði ísax, um stúlkuna, sem var að bera kaffið á borð. „Já, hún er nógu hnarreist", bætti Bernódus við. „Já“, svaraði ísax. „Það er víst af því að gestgjafinn hefir ráðið hana til að ganga um beina.“ Scrutator: Qjoududlx ajtbnmHWfyS Fyrirspurn. Hafnfii-ðiixgur einn liefir beð- ; ið Vísi fyrir eftii-farandi fyrir- spurn: Er nokkur reglugerð til um handknattleiksmót kvenna ? Ef svo ér, er þá farið eftir lienni á handknattleiksmótinu, sem nú stendur yfir? BJARNI GUÐMUNDSSON löggiltur skjalaþýðari (enska) Suðurgötu 16 Sími 5828 3249 er símanúmer okkar, ef þér þurfið að fá hreingerninga- nxenn. Birgir og Bachmann. Ung hjón barnlaus, sem bæði vinna • # úti, óska eftir tveggja til þrigja herbergja íbúð iiú þegar eða 1. olýtóber, — Þeir, sem vildu sinna þessu leggi tilboð sín til þessa blaðs fyrir 1. ágúst, merkt: „Ung hjón“. Fólks- bifreið ágætu standi til sýnis og sölu Shellportinu frá kl. 5—7 eftir hádegi. Reyktnr rauðmagi Síml 1884. Klapparstíg 30. Tilboð óskast í Dodge, sem er til sölu og sýnis við verzl. INGÓLFUR, Hringbraut 38. Bíllinn er í topp-standi. Einn: ig óskast tilboð i sendiferða- bíl á sama stað. Áskilinn rétt- ur að taka livaða tilbotði sem er eða hafna öllum. Bílboddí 16—18 rnanna til sölu. — Getur vei’ið á grind eða palli. Uppl. í síma 2589 eftir kl. 6 eftir hádegi. Stúlka eða kona óskast strax 1 mán- uð til að leysa af í sumarfrí- inu. Ilátt kaup. — Uppl. í sima 2950 eftir kl. 6. Telpukjólar úr lérefti og tvisttaui á 2—10 ára. D. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.