Vísir - 24.07.1943, Blaðsíða 3

Vísir - 24.07.1943, Blaðsíða 3
VISIR Framtíðarskipulag Reykjavíknrlbæjar Tillagur Skipuiagsnefndar. f GÆR voru blaðamenn boðaðir á fund formanns Skipulagsnefndar Geirs Zoéga vegamálastjóra og skrifstofustjóra nefndarinnar Harðar Bjarnasonar arkitekts, þar sem þeir skýrðu frá því, að Skipulags- nefnd hefði gengið frá skipulagsuppdrætti fyrir Reykjavíkurbæ, innan Hringbrautar, og hefði upp- dráttur þessi verið lagður fyrir bæjarrað. AS uppdrætti þessum og skipulagstillögum hefir Skipulags- nefnd nú unnið um margra ára skeið og liaft um það nána sam- vinnu við hæjarverkfræðing. Hefir i flestum atriðum verið full- komin ramvinna og eining milli beggja aðila, en í einstökum tilfellum hefir þó borið á milli og sitt sýnzt hvorum. Ýmsir erfiðleikar hafa ver- ið á því að fullnægja eðlileg- um og sjálfsögðum kröfum um bætt skipulag innan Hring- brautarinnar. Það er dýrt að rífa niður mikið af stórum byggingum, sem jafnvel eru byggðar úr steinsteypu og þetta atriði hefir valdið skipulags- nefnd talsverðuin erfiðleikum í tillögum hennar. En þrátt fyrir allt hefir hún farið fram á ýmsar gagngerðar breyting- ar, og skal hér getið nokkurra þeirra helztu: Það svæðið, sem auðveldast er að gera skipulagsbreyting- ar á, er Grjótaþorpið. Húsin þar eru yfirleitt gömul og byggð úr timbri. Þetta gerir það hinsvegar að verkuin, að á þessu svæði öllu er auðveld- ara en nokkursstaðar annars- staðar í bænum um gagngerð- ar breytingar á skipulaginu. Reynt verður eftir föngum að leiða alla ónauðsynlega um- ferð frá miðbænum, og allan þungaflutning, þar eð götur jniðbæjarins eru yfirleitt mjó- ar og þröngar. Ákveðið er að loka Tjarnar- götunni að norðan, að öðru leyti en þvi, að göng verða þar undir eða í gegnum hús, sem stendur við Kirkjustræti og fyrir miðri Tjarnargötu. Er þetta í fyrsta lagi gert til þess að fá heilsteyptari og fallegri heildarmynd á Kirkjustrætið og byggingaröðina sem kemur til mleð að standa þar, en i öðru lagi til að forða umferð sem mest frá Tjarnargötunni. Er gert ráð fyrir því, að hús- in við Tjarnargötuna hverfi smám saman og að það komi skrautgarður í brekkuna og undir henni, og jafnframt er ætlast til að umferð um göt- una verði ekki meiri en góðu liófi gegnir. Er yfirleitt ráð fyr- ir þvi gert, að umhverfis Tjörn- ina verði kyrrlátt skemmti- garðasvæði. M. a. á barnaskól- inn, frikirkjan og íshúsið að liverfa, en i þess stað eiga gras- fletir og garðar að koma með- fram Fríkirkjuveginum. Suð- vestan við norðurhluta Tjarn- arinnar, eða þar sem Tjarnar- borg stendur nú, á að koma stór og' vegleg opinber bygg- ing. Þá er og gert ráð fvrir ráð- húsi við norðurenda Tjarnar- innar, en ætlast er til að K.R.- húsið og Iðnaðarmannahúsið hverfi og að þar komi garðar, sín hvoru megin við ráðhúsið. Við Lækjargötu eiga að koma opinberar byggingar, enda hef- ir ríkissjóður íryggt sér lóð- irnar fi'á Hverfisgölu til Bók- hlöðustígs og allt upp að Þing- holtsstræti. I beinu framhaldi af Vonar- stræti kemur nýr vegur upp á Skólavörðustíg og endar i torgi á gatnamótum Týsgötu og Skólavörðustígs. Þá verða hæði Kirkjustræti og Aðalstræti breikkuð. Er hugsað, að þar komi upp verzlunarhús í fram- tiðinni með breiðum gangstétt- um og ef til vill blómabeðum eða trjálundum meðfram gang- stéttunum. En til þess að þetta geti orðið, verður að skera af Austurvelli 12 metra breitt svæði að sunnan, er fer und- ir Kirkjustræti. Sitt við hvorn enda Kirkjustrætis koma stór- byggingar, en þar sem Upp- salir eru nú, kemur torg í fram- tíðinni. Þa er og ákveðið að annað torg komi á milli Þjóðleikhúss- ins og bústaðar sendiherra Dana, en norðan við það á safnaliús að koma. Á Skóla- vörðuholtinu kemur þriðja torgið með kirkjub}rggingu og ýmsum öðrum stórbyggingum. Önnur kirkja á að koma þar sem Gróðrarstöðin er nú. Leikvellir eiga að koma á nokkurum stöðum, en ekki þótti Skipulagsnefnd tiltæki- legt að gera neinar stórfelld- ar breytingar á því sviði. Erfitt reyndist og að finna nægileg bílstæði, en þó hafa þau verið ákveðin á nokkur- um stöðum, eitt helzta bíla- stæðið í miðbænum verður sunnan við Hótel Borg, á bak við dómkirkjuna. Ákveðið er að komið verði upp einni lieild- ar miðstöð fyrir allar sérleyfis- bifreiðar, sem ganga héðan úr bænum. Er henni ætlaður stað- ur þar sem kolaport Geirs Zoéga er nú, á, byggingin að vera í tveimur hæðum og þann- ig f}rrirkomið, að hægt verður að aka bifreiðum upp á efri hæðina líka. Verður þetta eins- konar salngöngumiðstöð, á- þekk því sem járnbrautar- stöðvar eru í öðrum löndum. Viðbúið er líka, að breytt verði skipulagi á leigubifreiðastöðv- unum, þannig, að stöðvarnar og bifreiðar þeirra verði ekki til trafala i hjarta bæjarins. Auk þess, sem hér að ofan getur, hefir Skipulagsnefnd með höndum skipulagsupp- drætti að ýmsum öðrum bæj- arhverfum, utan Hringbrautar. Þegar bæjarráð og bæjar- stjórn hafa fjallað um skipu- lagsuppdráttinn og samþykkt hann, ef til vill með brevting- um, verður hann sendur til stjórnarráðsins og endanlega samþykktur. flugvéladráttar- brautar á Isafirði Skapar mögnleika fyrir bættum flugsamgöngum við Vestfirði. JSFIRÐINGAR hafa nú í undirbúningi byggingu flugvéladráttarbrautar á Isafirði, en það vrði flug- samgöngum við Vestfirði til Jiins mesta framdráttar og hagræðis. Síðai' er fyrirhugað að bvggja flugvéJaskýli, svo unnt sé að gevma flugvélar undir þáki. Nýlega hafa þeir Bergur Gislason formaður Flugfélags ís- lands og Örn Johnson framkvæmdarstjóri Flugfélagsins farið vestur til að taka endanlega ákvörðun um val á lendingarstað og dráttarbraut fvrir sjóflugvélar á Isafirði, en áður var Sig- urður Jónsson flugmaður búinn að athuga dráttarbrautarstaði i samráði við flugmálanefnd Isafjarðarbæjar. Er nú afráðið að brautin verði byggð á svokölluðum Suðurtanga, og hún byggð þannig, að lenda megi eftir vindáttum. Blaðið „Vesturland“ birtir 12. þ. m. viðtal við einn flug- málanefndarmann ísfirðinga, Bárð G. Tómasson, skipaverk- fræðing, og farast honum m. a. orð á þessa leið: „Flugmálanefnd hefir lagt til, að bæjarstjórn láti gera kostnaðaráætlun um byggingu brautarinnar. Er ráðgert að hefjast handa um þessar fram- kvæmdir á þessu sumri, eins fljótt og unnt er. Verður fyrst og fremst lögð á það áherzla að byggja brautina sjálfa til þess að hægt sé að taka flugvél- ar á land og festa þeim til næt- urdvalar þegar þörf gerist vegna veðurs. Síðar er áformað að byggt verði flugvélaskýli sitt hvoru megin brautarinnar, þar sem unnt verði að geyma flug- vélar undir þaki. En sú fram- kvæmd verður alldýr og er þess vegna ráðgert að byggja aðeins dráttarbrautina eina til þess að byrja með. Bygging slíkrar brautar, sem gerir það kleift að flugvélar verði dregnar á land, er frum- skilyrði öruggra flugsamgangna hingað vestur. Meðan eklci er hægt að taka flugvélar hér á land er viðstaða þeirra hér mjög áhættusöm. Leiðir ])að aftur til ])ess að flugferðir hingað verða færri og óábyggilegri. Fyrirhuguð dráttarbraut mið- ar að því að unnt verði að haga lendingu flugvéla nokkuð eftir vindátt og veðurfari, t. d. hvort Pollurinn er ísi lagður. Verður þá hægt að lenda Sundamegin við Tangann. Bæjarstjórn hefir tekið vel í stuðning við þessi mál. Verður og að telja það sjálfsagt þar sem segja má að skilyrði flug- samgangna séu lendingarbætur við flugvélahæfi eins og hafnar- bætur eru nauðsynleg skilyrði sjósóknar og samgangna á sjó. Fyrsti áhugavotturinn fyrir reglulegum flugsamgöngum til ísafjarðar kom fram í því að félagar i Rotaryklúbbnum beittu sér fyrir þvi árið 1941, að nokkuð lilutafé var lagt fram til Flugfélagsins þegar það stóð í kaupum á liinni nýju tveggja hreyfla landflugvél sinni, sem nú heldur uppi far]>ega- og póst- flugi til Akureyrar. Var þá safnað hér 4000 kr. hlutafé, sem einstaklingar í bænum lögðu fram. Félagið mun nú liafa í hyggju að reyna að festa kaup á stórri flugvél, sem bæði get- ur lent á sjó og Jandi. Gæti sú flugvél lialdið uppi ferðum hingað er dráttarbraut hefir verið byggð hér.“ Næturakstur. / nótt: B.S.Í. Simi 1540. Aðra. nótt: Hekla. Sími 1515. Næturvörður. í Reykjavíkur apóteki. Helgidagslæknir. Karl Sig. Jónasson, Kjartansgötu 4, sími 3925. Kirkjubrúðkaup í dag. Ungfrú Sigríður Söebech og Kristján Einarsson verða gefin saman i dag kl. 6 í dómkirkjunni. Síra Sigurbjörn Einarsson fram- kvæmir vigsluna. .... —..................1 Nunnurnar fjórar, sem sluppu frá Bougainville, í samtali við Mitty erkibiskup i San Fran- cisco. Frá vinstri: Systir ísabella, kennslukona, systir Irena, hjúkrunarkona, systir Celestína, kennslukona og systir Hedda, lijúkrunarkona, Mitty erkibiskup. Sluppu úr klóm Japana SAN FRANCISCO, í febr. UP. Kaþólskur biskup, sem hafður var i haldi hjá Japönum á Bougainville-eyju, nyrzt í Salómónseyjaklasanum, slapp úr lialdi og undirbjó að 29 manns sluppu, þar á meðal nunnur, börn og prestar, sem voru i hættu stödd vegna ofsókna Japana, og varð síðan eftir til að halda áfram starfi sinu. Þessar upplýs- ingar gaf kaþólski erkibiskupihn í San Francisco, herra Jolm J. Mitty. Biskupinn heitir Wade, og hafði þess verið getið i frétt- um áður, að hans væri sakn- að, en þessar fregnir hermdu um furðulega dirfsku hans og snarræði, og var hann enn á lífi, þegar siðast fréttist. Fjórar af nunnum þeim, er hjargað var, skýi-ðu frá því að Wade biskup hefði orðið eftir í Bougainvillé, eftir að hann hafði hjargað öðrum, eftir því sem Mitty erkibiskup skýrir frá. Biskupinn tóku Japanir höndum og héldu honum um sex vikna tíma. En meðan á loftárás ameriska flugliersins stóð, slapp hann úr haldi, og komst í samband við Hollend- ing, sem umráð hafði yfir stutt- bylgjutæki, en með þvi gat hann gert Ameríkumönnum aðvart. 1 Nunnurnar fjórar voru einu Bandaríkjaþegnarnir í hópn- um, sem bjargað var. Þær eru komnar til San Francisco. Hitt fólkið átti heima í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi, og er komið þangað. Systir Isabella skýrði frá því, að í hópnum hefði verið þrjú börn, níu karlmenn og 17 kon- ur, 14 þeirra nunnur. Hópur- inn varð að ganga i átta klukkustundir um myrkvið Salómonseyja, unz komið var á þann stað, þar sem amerísk- ur kafbátur beið þeirra. Leið- in sóttist nunnunum afar-illa, því að þær voru síðklæddar, Ný bókaverzlun Nýja bókaverzlun opnaði Lár- us Blöndal verzlunarmaður á Skólavörðustíg 2 í dag-. Búðin er mjög haganlega og' skemmtilega innréttuð og hefir Húsgagnavinnustofan Bjórk á Frakkastíg annast innréttingar allar. Eru innviðir allir úr mahogny, sem er nokkuð fátítt um verzlunarinnréttingar hér í bæ. Bókabúð þessi mun koma til með að hafa allar íslenzkar fá- anlegar bækur á boðstólum, svo og mikið úrval af erlendum bókum og tímaritum, ennfrem- ur ritföng í fjölbreyttu úrvali. Eitthvað verður þar líka til sölu af nú ófáanlégum bókum, sem verzlunin hefir komizt yfir og mun komazt yfir í framtíðinni. en skógur þeirra. og kjarr reif föt Kafbáturinn kom upp á yfir- borðið fimm milur frá strönd- ini og gat ekki komizt lengra. sakir grynninga og kóralrifa.. Innfæddir menn lögðu þá til smábáta og fluttu flóftafólki& til móts við gúmmíbáta kaf- bátsins, sem komu hálfa Ieið í land. Kafbáturinn flutti fólk- ið til Guadalcanal-sunds, en þar var því koinið um borð i varðskip, sem aftur hafði samband við flutningaskip á leið til Nýja-Sjálands. Hálfum klukkutíma seinna höfðu Jap- anir komið á vettvang. Nýtt sagnfræðixit Ævi Adolfs Hitlers fi’á vöggu til valdastólsins, rituð af lieillandi frásasn- arlist og sagnfræðilegri óhlutdrægni, af einum sniall- asta ævisagnaritara síðari ára, VÍSINDAMANNINUM og STÍLSNILLINGNUM Kourad Heideu Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur hefir annast þýðinguna og þarí hún ekki annarra meðmæla. Rókin er 700 síður, prentuð á vandaðan pappír os kostar aðeins kr. 40.00. Fæst einnig í fallegu skinnbandi. Maðurinn rninn elskulegur, faðir okkar og tengdafaðir, Jón Arnason frá Móum, andaðist í dag. . - _*aíc7~- ■"i-■ - ■ Reykjavík, 23. júlí 1943. Ragnhildur Jónsdóttir böm og- tengdabörn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.