Alþýðublaðið - 11.08.1928, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.08.1928, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 hfelffllM Fylgist meö sögunni frá upp- hafi. Og þið munuð ekki sjá eftir því. E'^Ieiid. sfiBnskey'tl. • K.höfn, FB„ 10 ágúst. Wahabitar kervæðast á ný. Samkomulag milii þeirra og Breta fór út um púfur. Frá Lundúnum er símað: Sam- ningatilraunir erindreka Bretlands við konunginn í Hedjaz hafa farið út um þúfur. Óttast menn, að Wahabitar muni vaða inn í Irak. Breskir herflokkar með brynvarðar bifreiðar hafa verið sendir til landa- mæranna. Japanar og Kínverjar. Frá Tokio er símað: Stjómin í Japan hefir sent kínversku þjóð- ernissinnastjórninni í Nanking all- harðorða orðsendingu. Kveðst stjörnin vera til neydd að gera ráðstafanir til þess að vernda japanska þegna í Kína, er kín- verska stjórnin reyni að þvinga þá til þess að hlýðnast kinversk- um lögum. Lundúnablaðið Daily Mail.hermir, að forsætisráðherra Japana hafi sagt á ráðherrafundi, að stjórnin muni af alefli reyna að koma í veg fyrir, að þjóðernisinnar í Kína taki þátt í stjórninni í Mansjúríu. Frá Olympiuleibunum. Frá Amsterdam er símað: í 200 metra bringusundi fyrir kvenmenn vann ungfrú Schrader frá þýska- landi, i 400 metra karla-frísundi Zorilla frá Argentínu, annar varð „Æ skal Biof tií g]alda“ Engin getur búist við að við gef- um honum kaffibæti í kaffið sitt, nema að hann haupi okkar viður- kenda kaffi. — En hinstið |»ið mi á, hver, sem kaupir I '/2 kg. af okkar ágæta brenda og malaða kaffi hann fær gefíns \4 kg. af kaffibætir. Kaffibrensla Reykjavlanr. Charlton frá Astralíu, þriðji Sviinn Arne Borg. Stórbrunar. Frá Prag er símað: Eldur kom upp i þorpinu Szuezu við Parkany. Eitt hundrað og sjötíu hús brunnu, tvö þúsund menn húsviltir. Orsök brunans var sú, að neistar hrukku rá þieskivél. Frá Berlin er símað: Eldur kom upp i þorpinu Luhe i Efri-Fals. Stormur var á. Fimtiu íbúðarhús og eitt hundrað og tuttugu hlöður brunnu með uppskerunni. Fnlltrúalann. gamkvæmt skýrslu ríkisgjalda- nefndarinnar hefir Sigfús M. John- sen, stjómarráösfulltrúi, fengið greitt af opinberu fé árið 1926, sem hér segir: Laun með dýrtíðar- uppbót kr. 6.860.67 Fyrir aukavinnu við Hæstarétt — 150,00 - setu-ogvara-dóm- arastörf — 145,00 - kenslu í Iðnskól- anum — 636,00 - endurskoðun reikn- inga Áfengisverzlunar árið 1925 — 2.400,00 - endurskoðun sömu reikninga 1926 — 2,400,00 Samtals kr. 12.591,67 __ tólf þúsund fimm hundruð níutíu og ein króna sextíu pg sjö aurar —. Það er nokkru meira en liög- boöin ráðherralauin, 3500 krónUm meira en lögmæld embættislaun skrifstofustjóra stjórnarráösins og fimm sxnnum meira en meöal- verkamannstekjur hér i Reykja- vík voru það ár. Sjálfsagt er Sigfús ágætur starfsmaður. Atlantshafsflug um ísland. Flug Hassels. í The New York Times þ. 14. júlí var allitarlega skýrt frá hinu fyrirhugaöa fllugl Berts R. J. Has- sels, frá Rockíord, Illinois, til Stokkhólms, um Grænland og ís- land. Af fluginu varð eigi þá, eins og kunnugt er af skeytum, en þar eð ráðgert er að af því verði 1 nú, skal nokkuð sagt frá efni greinarinnar, sem aö framan er minst á. Með Hassel verður flug- maðurinn Parker D. Cramer. Flug- an, sem þeir lögöu af stað í, er Stinson-Detroit „monop3ane“, í henni er Wright-Whirlwind-mótor. Hassel hefir viökomustað við at- huganastöö þá í Grænlandi, sem prófessor W. H. Hobbs frá Mic- higan-háskóla hefir stofnað þar. Þar birgir Hobbs sig upp af ben- síni etc. Flugan var útbúin með loftskeytasenditækjum og ætlaði hann að senda New York Times og nokkrum fleiri blööum fregnir af ferðalaginu. I athuganastöðinni í Grænlandi, én hún er nálægt Holsteinburg, tekur Hassel og tæki til veðurathugana. Michigan- háskóli sendi flokk rnatnna til Grænlands, og var jarðfræðipró- fessor háskólans fyrirliði vísinda- mannanna. Með flokknum var og vélfræðingur, sem átti að rann- saka mótor flugunnar, áður en Hassel legði af stað til Islands. Fénu til flugferðarinnar var safn- að meðaimennum samskotum, að- allega í Rockford, en verzlunar- ráðið þar í borg hafði forgöngu í málinu. Söfnuðust 25 þús. doll- iarar í Rockford, og er talið, að 20o/o af íbúunum, sem eru 100,000. hafi lagt fé af mörkum til flugs- ins. Flugíerðin er farin meðfram til þess að komast að niðurstööu um, hver sé heppilegust flugleið á miíli Ameriku og Evrópu. Aðrar flugferðir hafa að vísu ver- ið farnar til þess að rannisaka þetta, en þá alt af verið flogið yfir venjulegum eimskipaleiðum. Auk iþess verður reynt, í sam- vinnu við athuganastöð próf. Hobbs, að gera ýmsar veðurfræði- legar athuganir. Það réði nokkru um, að ákveð- ið var að fljúga til Stokkhólms, að Hassel er af sænskum ættum og 400/0 íbúanna í Rockford sömu- leiðis. Það var því í upphafi til- finningamál, að þessi norðlæga leið \rar valin. En er farið var að starfa að undirbúningi undir flug- ið, þá varð mönnum það Ijóst, að vafalítið væri, að þessi leið væri. sérlega heppilega valin. í fyrsta lagi er flogið yfir lönd meiri hluta leiðarinnar, , að eins þrisvar sinnum yfir sjó, lengst 550 míiur enskar. í öðru lagi er flugleið þessi að eins 200 enskum mílum lengri en flugleiðin frá New Yorlt til meginlands Evrópu. Enn hefir flugleiðin mikilvægan kost, sem rninst er á síðar í grein þessari. Frá Rockford var ráðgert að fljúga fyrst í norðaustur, yfir Sault St. Marie við Lake Superior, yfir Ontario-fylki í Canada, að James Bay nálægt Moose Factory, þaðan til Chidleyhöfða á Labrador og yfir Davis Strait til Straum- fjarðar á Grænlandi. Þaðan yfir Grænlandsjökla til íslands, þaðán til Noregs, verðux farið nokkru fyrir norðan Björgvin óg áfram til Stokklxólms. Á þessari leið flýgur Hassel yfir mörg svæði, sem aldrei hefir ver- ið flogiö yfir áðru’, en samt er flug hans eigi talið eins hættu- mikið og flug þeirra, sem velja suðlægari flugvegu. Á svæðinp milli Moose Factoxy og Chidley- höfða eru háar hæðir skógi vaxn- ar, og eru þau svæði lítt könnuð. Á fluginu frá Straumfirði til js- Iands flýgur hann yfir Grænland yfir jökla, sem eru 8—10 þús. enskra feta háir. Þá hefir hann meðferðis marg- víslég veðurathuganatæki (sjálf- mælitæki) og gera menn sér mikl- ar vonir um vísindalegan árangiur. af fluginu yfir jöklana. Vafasamt er talið, að Hassel geti tekið nægi- legan bensínforða með frá Græn- landi til þess að komast til Nor- egs, án viðkomu á íslandi. Senni- lega lendir hann nálægt Reykjavík eða Kallaðaxnesi, til þess að birgja sig upp af bensíni að nýju. Menn gera sér miklar vonir um, að flugið hafi þó enn meiri hag- kvæma en vísindalega þýðingu, með öðrum orðum aö þaö leiði það af sér, að komið verði á reglubundmum flugferðum á milli einhvers staöar um miðbik Vesturheims og Norður-Evrópu. Verða þá útbúnar lendingarstöðv- ar víða á leiðinni, flestar að eins til notkunar, ef eitthvað skyldi bera út af. Sérfræðingar álíta, að flugskilyrði séu sérlega góð á því biki bnattarins, sem Hassel flýgur yfir, jafnvel enn íiorðar. Kanad- iska stjórnin o. fl. hafa n/ú ca. 50 flugvélar í gangi allan ársiins hring norðar en þessi flugleiö er, og er því talsverð reynsla fengin í þessu efni. En aðalatriðið er, í sambandi við allar þessar flug- ferðir á milli Ameríku og Evrópu, hvort gerlegt er að starfrækja póst- og farþega-flugferðir með hagnaði. Það er einmitt þess vegna að menn gera sér svo mikl- ar vonir um norðlægu leiðina, að víða á leiðinni verður hægt að lenda til þess að taka bemsínforða, þess verður með öðrum orðum eigi þörf, að hafa með bensín nema til notkunar frá eimum Jend- ingarstað til annars, en það leiðir af sér, að hægt er að ætla talsvert rúm í flugunum fyrir póst, far þega og varning. Gamgi niú þetta reynsluflug að óskum, má gera ráð fyrir því, að bráðlega muni draga að því, að skipulagsbundn- ar flugferðir befjist á milli Rock-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.