Vísir - 08.10.1943, Síða 2

Vísir - 08.10.1943, Síða 2
VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteii.n Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsniiðjunni Afgreiðsla Hverfisgöid 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 660 (íimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Opinbert eítirlit. Synd væri að segja að lög- gjafinn hafi ekki hert hið opinbera eftirlit á flestum svið- um á síðustu árum, og jafnvel þyngt refsingar stórlega fyrir allar yfirsjónir og brot gegií góð- um siðum og velsæmi. Öll slík löggjöf hefir að sjálfsögðu mið- að að þvi að tryggja þegnana gegn margvíslegri misbeitingu á aðstöðu í fjármálalifi eða á öðrum sviðum þjóðlífsins.Hegn- ingarlög hafa frá upphafi lagt þungar refsingar við margskyns athöfnum, sem almenna hættu hafa í för með sér, og ekki mið- að refsingu við ásetningssyndir einar heldur og gáleysi, sem leggja verður mat á samkvæmt almennum mælikvarða en miða ekki við einstaklinginn eða þjóð- félagsaðstöðu hans. Þrátt fyrir hið aukna eftirlit á ýmsum sviðum og þrátt fyrir öll refsiákvæði og viðurlög, brestur mjög á að almenningur sé fyllilega tryggður gagnvart ýmsu því framferði, sem al- menna hættu hefir i för með sér. Blöðin liafa rætt um sölu á margskyns neyzluvörum að undanförnu, en þó fyrst og Fremst meðferð og sölu landbún- aðarafurða, og liafa komist að þeirri niðurstöðu að stórvoði stafaði af þvi hirðuíeysí, sem gætt hefði i meðferð þessara mála. Þannig er það viður- kennt að mjólkin sé ekki á stundum í söluhæfu standi, ef miðað er við hreinlæti, full- komna gerilsneyðingu og aðra meðferð svo sem tíðkast með menningarþjóðum og þá fyrst og fremst Norðurlanda- þjóðunum. Eru hér þó ekki allir undir eina sök seldir. Fullyrt er að mjólkursala og öll meðferð mjólkurinnar sé miklum mun betri á Akureyri, en hér í Reykjavík og myndu stjórnend- yir þessara mála hér mikið geta lært af hinum nyrðra. Stjórn- endur Mjólkursamsölunnar hér hafa viðurkennt að mjólkin sé ekki eins góð vara og æskilegt væri. Erlendir isérfræðingar haf talið að gerilsneiðingu sé mjög áfátt. En neytenduui er ekki kunnugt um að hlutast hafi verið til um að heft yrði sala á mjólk, eða að fullkomið dag- legt eftirlit sé með því að spillt mjólk og gerlablandin sé ekki seld, þótt nokkur almenn hætta kunni að stafa af slikri sölu. Hér er þó svo mikið i húfi, að ekki leikur vafi á, að hver sá ein- staklingur, sem ábyrgð bæri á slikri sölu, myndi tafarlaust sæta opinberri íhlutan og verða ef til vill að svara til saka fyrir ásetningssyndir eða gáleysi, og myndi þá vafalaust ekki verða tekið tillit til mjólkurþarfarinn- ar, enda liafa neytendur enga þörf fyrir skemmda eða skað- legá mjók. Svo virðist sem mjög skorti á opinbert eftirlit með annari sölu á neyzluvöru. Þannig skýrði Þjóðviljinn frá þvi nýlega, að rottuetið kjöt hefði verið selt um borð í erlent skip af nafngreindu kaupfélagi. Skipstjórinn hafi ekki viljað una slíkri afgreiðslu, enda fengið leiðréttingu er hér kom suður. Hafi kjötið verið flutt hér í land, en selt neyt- Þjóðleikhúsið skamms. rýmt innan \and\vn að nndir- biía viðg;erðir. Tj JÓÐLEIKHÚSIÐ verður laust til viðgerðar og notkunár innan mjög skamms tíma, svaraði tals- maður utanríkisráðuneytisins spurningu Vísis i gær. Morgan flotaforingi Breta hér á landi hefir skýrt ráðu- neytinu svo frá, að floiinn muni flytja ailt það, sem geymt er í húsinu í nýjar vöruskemmur. Bygging þeirra er þegar hafin, og þegar þær eru lullgerðar, verður leikhúsþyggingin afhent réttum aðiljum. Það kemur þá (il kasta íslendinga að hefja tafarlaust vinnu við liúsið, þégar það hefir verið rýmt, hætti fulltrúinn við. En afskiptum utanríkisráðuneytisins af Þjóðleikhússmálinu er senn lokið, en það er orðih löng saga. rí — Er langt síðan ráðuneytið tók málið til athugunar? Já. Meir en tvö ár. Hefir ráðuneytið bæði átt viðræður við sendiherra og sendifulltrúa Breta hér á landi og falið ís- lenzka sendiherranum i London að ræða við hrezka utanríkis- ráðun&ytið. Viðbárur Breta gegn rýmingu hússins voru helzt þær, að húsið hefði staðið ónotað ár- um saman. Ilinsvegar hefir frá íslands lilið verið á það bent, að Þjóðleikhúsið myndi liafa verið fullgert fyrir löngu, ef fé hefði verið fyrir hendi. í öðru lagi var á það bent að þörfin fyrir samkomu- og skemmti- staði liefði einmitt beinlínis auk- izt að miklum mun við komu setuliðsins. — Hafa fleiri aðilar tekið þált í þessum málaleitunum en hinir opinberu utanríkisþjónar íslenzkri leiklist. — Um slík mál er yfirleitt ekki rætt við aðra en diplomata, og endanlega afgreiðslu hlýtur inálið aðeins með samningum þeírra. Hinsvegar er því ekki að 1 leyna, að margir aðrir hafa átt sinn góða þátt í þessari heppi- legu lausn málsins, og á eg þar einkum við Morgan flota- foringja, sem sýnt hefir einstaka lipurð og velvild. Herra Bridges- Adams, leiklistarráðunautur British Council í London, hefir einnig aðstoðað íslendinga í þessu máli, en það er alkunna að British Council hefir einnig á margan hátt annan hlynnt að slenzkri leiklist. endum hér sem óskemmd vara. Sé hér rétt með farið er fyllilega þörf á opinberri rannsókn. Það er vitað að rottur eru skaðlegir sýkilberar, og menn varast yfir- leitt að leggja sér til munns það, sem nagdýr þessi hafa farið tönnuill um, jafnvel þólt ekki sé ofgnótt vista fyrir hendi. Slíkt gáleysi að selja rottuetið kjöt til neytenda, Mtir að því hefir verið skilað aftur af þessum sökum, er svo fráleitt og einstætt, að þeir menn ættu að sæta þung- um ákúrum, sem gera sig seka um slíkt tiltæki. Þótt ekki hafi hlotizt sannanlegt tjón af, er það ekki þeim að þakka, og al- mennt séð er stórháski slikri neyzluvörusölu samfara, og þess után slíkur villimennskubrag- ur á verzluninni, að ekki getur talist nokkrum siðuðum manni sæmandi. Eftirlit með framleiðslu og sölu matvæla og neyzluvara yf- irleitt þarf að stórauka, og herða á refsiákvæðum öllum, sem til greina geta komið. Það eitt á ekki að vera refsivert að selja banvænt brennivín eða tréspiri- tus. Fleira Ieggja menn sér til munns en þær veigar, og hættan er jafnnálæg í skemmdri mjólk og rottuetnu kjöti. Hér á hið strangasta opinbera eftirlit bet- ur við en á nokkru öðru sviði. Morgan flotaforingi svaraði spurningum Vísis á þessa leið: -— Eg get auðvitað ekki sagt með vissu, hvenær við getum rýmt húsið, en.eg get fullvissað yður um að það verður eins fljótt og mögulegt er. Það fer eftir því hversu vel gengur með hyggingu vöruskemmanna, en við erum undir sömu sök seldir og aðrir með það, að vinnuafl er af skornum skammti. Mér hefir alltaf likað illa að þurfa að nota Þjóðleikhúsið fyr- ir vöruskemmu. Eg erfði það eftir fyrirrennara mína og hef allan þann tíma, sem eg hef haft yfir því að segja, reynt að rýma húsið og koma vörunum fyrir annarsstaðar, en það hefir reynzt hægara sagt en gert, og einn hef eg ekki mátt öllu ráða. En þér megið trúa því, að eg verð þeirri stundu fegnastur, þegar eg get afhent húsið aftur réttum aðiljum, og þess verður nú vonandi ekki langt að bíða. Nýlega er komin á bókamark- aðinn skáldsagan Dagur i Bjarn- ardal eftir norska rithöfundinn Trygve Gulbranssen, i þýðingu Konráðs Vilhjálmssonar. Er hér um merkan hókmenntaviðburð að ræða, þvi saga þessi hefir farið sigurför meðal flestra menningarþjóða og er talin með heztu lýsingum siðari tíma rit- höfunda á daglegu lífi, gleði og sorgum hins kjarngóða norska dalafólks. En sérstakur fengur er Dagur í Bjarnardal íslenzk- um lesendum vegna þess að til- tölulega lítið hefir sézt á, is- lenzku af sögum úr norsku sveitalífi, og er bætt úr þessu að nokkru með útkomu bókar- innar. Þýðing Konráðs Vil- hjálmssonar er vel af hendi leyst. Útgefandi er Bókaútgáfan Norðri, en Prentverk Odds Björnssonar hefir annast prent- unina af alkunnri smekkvísi. C. I fyrakveldi kastaði brezkur sjóliði flösku í íslending á Suð- urgötunni. Lenti flaskan á höfði hans og var farið með manninn til læknis til athugunar og að- gerðar. Við athugun kom í ljós, að maður þessi hafði hlotið sár og marbólgu á hvirfli. Meiðslin eru þó ekki alvarlegs eðlis. Islendingurinn kvaðst liafa ,verið að bíða eftir strætisvagni og hafði þá sjóliði einn, er stadd- ur var á götunni allt i einu kast- að flösku í höfuðið á honum. Sjóliðinn komst undan, en lögreglan handsamaði tvo félaga hans. Frú Anna Ingvarsdóttir frá Xsafirði iátin vestan hafs. Frú Anna Ingvarsdóttir, kona Jónasar Tómassonar tónskálds í ísafirði, lézt í fyrard. í sptala vestan liafs eftir uppskurð við heilasjúkdómi. Hafði hún verið flutt vestur í flugvél ameríska hersins hér til læknisaðgerða. Heildartekjur af berklavarnadeginum uröu um land allt yfir 70 þús. kr. en í Reykjavík einni um 55 þús. kr. Vatnsveita i Grímsey Þingmenn Eyfirðinga, Garð- ar Þorsteinsson og Bernharð Stefánsson, bera fram í Sam- einuðu þingi till. til þál. um vatnsveitu í Grímsey. Hljóðar tillagan svo, að Al- þingi álykti að greiða úr rík- issjóði kr. 35000 til þess að gera vatnsveitu í eynni. í greinargerð segir, að eyjarskeggjar eigi alltaf í erfiðleikum við að afla sér góðs vatns til'heimilisþarfa, en á einuín stað sé þó lindar- vatn, sem talið er að muni nægja þörfum þeirra og því nauðsynlegt, að þeir fái það leitt heim til sín. Garðar Þorsteinsson alþing- ismaður hefir leitað álits Pálma Einarssonar búnaðarráðunaut- ar, en hann rannsakaði þetta mál 1940. Telur hann að allt Vatnsniagli lindar, sem er í svo- nefndu Stóraskarði,sé um 15.000 1. á sólarhring og áætlar kostn- að 35 þús. kr. Fjórar ljósmæður verða skipaðar hér eftir í Reykja- vík, samkvæmt ákvörðun bæjar- stjórnar í gær. Til þessa hefir að- eins ein ljósmóðir verið launuð úr bæjarsjóði. Alþingishátíðarkant- atan flutt á sunnud, Á sunnudaginn flytur samkór og hljómsveit, alls 130 manns, Alþingishátíðarkantötu Páls ís- ólfssonar í Fríkirkjunni undir stjórn höfundarins. Það er karlakórinn Fósthræð- ur og Tónlistarfélagið, sem standa fyrir hljómleikunum. Karlakórinn syngur allur í sam- kórnum, en sá kór söng einnig í alþingishátiðarkórnum 1930. Einsöng annast Pétur A. Jóns- son óperusöngvari og framsögn hefir Óskar Borg á hendi, en þeir fóru með sömu hlutverk á há- tíðinni. Auk þess leikur dr. Urbant- scliitsch einleik, það ér Chacon- ne fyrir orgel eftir Pál ísólfsson. Kvenfélag Frjálslynda safnaðaríns efnir til hlutaveltu til ágóða fyrir kirkjusjóð sinn 15. okt., í Sýningar- skálanum. Meðlimir safnaðarins og aðrir velunnarar hans, eru beðnir að styrkja hlutaveltuna, sem bezt þeir megá. Gjöfum er veitt mót- taka á eftirtöldum stöðum: Soffía Ólafsdóttir, Skólavörðust. 19, sími 3321. Guðrún Eiríksd., Thorvald- sensstr. 6, símí 5105. María Maack, Þingholtsstr. 24, sími 4015. Val- gerður Gíslad., Laugaveg 93, sími 1995. Ásta Guðjónsd., Suðurg. 35, simi 4252. Guðný Björnæs," Lind- argötu 47, sími 3368. Þorbjörg Skjaldberg, Túng. 12, sími 1494. Guðný Richter, Grettisg. 42B, sími 5716. Ingibjörg Sigurðard., Kirkju- str. 6, sími 5193. Glímufélagið Ármann hefir ákveðið að efna til nám- skeiös í glímu fyrir byrjendur, sem hefst í íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar á morgun klukkan 8 e. h. Aðalkennari námskeiðsins verður Jón Þorsteinson en honum til aðstoðar kennir Ingimundur Guðmundsson frv. glímukóngur. n Scrutator: JZjCucLcL a aÉmmnín^s Mjólk Og setulið, Maður hringdi tíi trtíit i gær og sagði mér að konan sín hefði fal- azt eftir mjólk i mjólkurbúð, en enga' fengið. Hinsvegar voru setu- liðsmenn afgreiddir, og ekkert dreg- ið af mjólkurpöntun þeirra. Þetta fannst honum að vonum ranglæti í meira lagi, þvi að þau hjón eiga fimm ung börn. Það hefir nýlega verið upplýst, að ekkert sé dregið af mjólkurskerf til setuliðsins, þótt mjólkurskortur sé orðinn tilfinnan- legur og verði sennilega meiri, og ér þetta vægast sagt dæmalaus ráðs- mennska. Því er borið við, að setu- liðið anzi þvi, að fái það ekki um- samið mjólkurmagn, vilji það ekki kaupa neina mjólk. Virðist þetta svar vera mjög ólíkt því, að nokk- ur ábyrgur foringi hafi gefið það, og á eg bágt með að trúa því upp á Key hershöfðingja, ef dæma skal eftir annari framkomu hans, sem öll hefir verið hin vinsamlegasta. En sé það virkilega meining setu- liðsins að vilja annaðhvort allan mjólkurskammt sinn eða engan, þá eiga hermennirnir auðvitað ekkert að fá, heldur eiga borgararnir að ganga fyrir. Það er rétt, að minna á það í þessu sambandi, að mjólk- in til setuliösins er verðbætt úr rík- issjóði, og virðást það lítil búhygg- indi að svipta borgarana mjólkinni til þess að leyfa þeim að greiða með henni til útlendinga. Vaxtabréf. Það er ekki langt síðan þeir, sem vaxtabréf áttu, lásu útdráttarlist- ana í Lögbirtingablaðinu með tölu- verðri eftirvæntingu. Ef eitthvert bréfa þeirra var dregið út, var það greitt með nafnverði, en kaupandi hafði ef til vill keypt það á 700 krónur þúsundið, eða þaðan af minna. Ef heppnin var með, grædd- ust á þennan hátt 300 krónur eða meira, sem hægt var að kaupa fyrir önnur bréf, og svo koll af kolli. Gagnvart lántakendum leit þetta hins vegar þannig út, að húseigandi „tók veðdeild" á hús sitt og hlaut t. d. 10 þúsund króna lán úr veð- deildinni á vöxtum. En hann fékk ekki peningana, heldur veð- deildarbréf, sem hann gerði sig á- nægðan með að selja á 75%, eða með því að tapa 250 krónum á þúsundinu, og setti þetta raunar vextina sjálfa upp í 73/3% eða meira, ef afföll voru hærri. •— Nú er þetta allt orðið breytt. Menn geta selt veðdeildarbréf sín á allt að 101%, eða með öðrum orðum á fullu nafnverði og að auki 10 kr. fyrir þúsundið, stundum 15 kr., auk þess sem þeir borga 1% lægri vexti. Það er meira að segja ill- mögulegt að herja bréfin út úr bankanum, svo fast sækir hann að fá að kaupa þau sjálfur. En um hin eldri bréfin, sem gefa 1% hærri vexti en nýi flokkurinn, er það að segja að þau eru yfirleitt því dýrari sem þau eru eldri (líkt og eðalt vín), og kosta frá 105% upp í 107%, nema 7. flokkur, sem er kom- inn of mikið til ára sinna, ef að líkum lætur, því að hann kostar ekki nema 10634%. Og loks er þess ógetið, að eftirspurnin er svo mögnuð, að bréfin hafa ekki feng- izt á Kaupþinginu síðan í janúar. Bréfin eru ekki skömmtuð, svo að tilgangslaust mun vera að leita þeirra á „svarta markaÖnum". — En nú er það með angist í hjarta að þeir, sem höndlað hafa einhvern slatta af þessu dýrmæti, bíða eftir útdrætti. Því að ef þeir eru svo ó- heppnir að 1000 króna bréf, sem þeir eiga, sé dregið út, þá þýðir það bara 60—70 króna tap, auk vandræðanna við að koma pening- unum í lóg. Samkvæmt áætlun. Fregnir herma, að þýzku her- sveitirnar á austurvígstöðvunum iðki morgunleikfimi á hverjum morgni. Þá skil eg hvað við er átt með Don-bugðum og Dnjeprbeygj- um. yirðingarfyllst, Isak tsax, kommissar. Karlmannanærföt eru fyrirliggjandi í öllum stærðum. H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035. vanfar á kaffistofu. — Uppl. á Hringbraut 191. Kven-, barna- og karlmanna- regnkápur H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035. „Esja” austur um land til Siglu- fjarðar um miðja næstu viku. Tekið á móti flutningi til Bakkaf jarðar, Vopnaf jarð- ar, Borgarfjarðar og Seyðis- fjarðar á morgun (Iaugar- dag) og flutningi til Norð- fjarðar, Eskifjarðar, Reyðar- fjarðar og Fáskrúðsfjarðar á mánudag. V antar ungling til að passa barn hálfan eða allan daginn. Húsnæði gæti fyigt. Uppl. lijá Ólafi Ólafssyni, Laugaveg 43. Stúlka óskast í MATSÖLUNA Bröttugötu 3 A. Húsnæði fylgir. Hátt kaup. Regnfrakkar mikið úrval. Herrabúðin Skólavörðustíg 2 Stúlka óskast. Húsnæði getur fylgt. €afe €entral Hafnarstræti 18. Sími 2200. 2 stúlkur vantar strax á Elli- og hjúkr- unarheimilið Grund. Uppl. gefur yfirhjúkrunarkonan.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.