Vísir - 21.12.1943, Blaðsíða 1

Vísir - 21.12.1943, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guölaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Slmii Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S ilnur Afgreiðsla 33. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 21. desember 1943. 290. tbl. Loftsóknin gegn „Evrópuvirkinu Brezkar flugvélar vopu yfir SV-Þýzkalandi í uótt. Gífurlegt tjón af völdum skriðufalls í Bitrufirði. Tilviljun ein að skriðan féll ekki á verzlunarhúsin á Óspakseyri: Bandaríkjamenn réðust á Bremen og Sofia í gær. TD rezkar flugvélar fóru ** til árása á ýmsar borg- ir í Þýzkalandi í nótt. Var ráðizt á fleiri en eina borg og er það eitt út af fyrir sig aerin sönnun þess, hvað brezka flughemum vex nú fiskur um hrygg, því að fyr- ir tveim árum var aldrei ráðizt á fleiri en eina borg á sömu nóttu. Aðalárásin var gerð á Frank- furt og var rúmlega 2000 smál. varpað á borgina. Auk þess var gerð hörð árás á „tvibura“- borgina Mannheim-Ludwigs- haven. Loks fóru Moskítóvélar i leiðangra til V.-Þýzkalands. Bretar misstu 42 flugvélar. Fyrstu frásagnir flugmann- anna eru á þá leið, að mikið tjón hafi orðið á þeim stöðum, sem ráðizt var á, þrátt fyrir allmiklar varnir Þjóðverja. Höfðu þeir orustuvélar á lofti og voru margar þeirra búnar rakettu- byssum. Þær eru þó ekki mjög skeinuhættar, því að þær eru hægfleygar. Flugmálaritarar ensku blað- anna segja, að stjórn sprengju- flugvélasveitanna sendi æ fleiri flugvélar í hverja árás og brátt muni reka að því, að brezki flug- herinn muni geta gert stórárásir á a. m. k. tvær borgir, ef til vill iþrjár á sömu nóttu. Er þar átt við það, að varpað verði niður um 1500 smál. á hverja borg. 1 árásinni í nótt léku Bretar sama bragðið og oft áður, að þeir villtu vörnum Þjóðverja sýn með því að látast ætla gera árás annarsstaðar en þeir höfðu ætlað sér. Áráa 6 Sofia. Flugvélar úr 15. flugher Bandarikjamanna fóru i enn eina árás á járnbrautarstöðvarn- ar i Sofia í gær. Voru orustu- vélar þeim til verndar. Flugmennirnir segja, að stöðv- arnar hafi verið gersamlega huldar reyk, er frá var horfið. Allmargar orustuvélar réðust á amerísku vélarnar og voru sam- tals ellefu þeirra skotnar niður, en Þjóðverjar misstu 28 vélar. 1 órásinni á Innsbruclc og Augsburg i fyrradag misstu Bandaríkjamenn 11 sprengju- vélar, en þær skutu niður 37 þýzkar vélar og e. t. v. 22 að auki. Japanir játa tap Makin og Tarawa. Japanir segjast nú ekki hafa lengur neitt setulið á eyjunum Tarawa og Makin í Gilberteyja- klasanum. Var sagt i tilkynningu her- stjórnarinnaf, sem gefin var út í gær, að Japanir hefði haft 3000 hermenn og 1500 verkamenn á eyjunum og hefði þetta lið varizt innrás Bandaríkjamanna, með- an nokkur stóð uppi. Segja Japanir, að þeir hafi átt við ofurefli að etja, þvi að Bandaríkjamenn hafi teflt fram 50.000 manna liði, en þó hefði bardagar staðið í 4 daga. Loftárás að degi. Sprengjur farnar! Sex fimm liundruð punda sprengjur falla úr amérískri Marauder-vél, sem er að gera árás á þýzka flug- siöð í Frakklandi. Rnssar byrja árásir anstiir af Ýitebsk. Hörö álilaup Þjóðverja hjá Kirovograd. Seinustu fregnir frá Rússlandi í gær voru á þá leið, að Rússar væri byrjaðir árásir fyrir austan Vitebsk og stefna til borgarinnar þar. Upphafsstöðvar Rússa eru þar í aðeins 30 km. f jarlægð frá borginni. Þjóðverjum í Vitebsk stafar þó einn mest hætta af þeim sveitum Rússa, sem sækja fram fyrir norvvestan borgina, því að þær hafá möguleika til av kom- ast á snið við liana og um- kringja liana. Tóku Rússar um 70 bæi og þorp í gær. Þjóðverjar kannast við það í útvarpi, að þeir eigi í vök að verjast á Nevelvígstöðvunum. Var skýrt frá því í gær, að fremstu hersveitir Þjóðverja æri margar í mikilli hættu, eink- um vegna þess, livað það sé miklum erfiðleikum bundið að koma nauðsynjum og skotfær- um til þeirra. Sumar framsveitir Þjóðverja geta alls ekki fengið birgðir nema loflleiðina, en þær geta nema loftleiðiria, en þær geta j ekki treyst því að fá þær, þvi að flugveður eru stopul og oft svo mikið fjúk, að ekki væri hægt að finna stöðvarnar, þótt flugmenn gæti komizt á loft. Harður atgangur hjá Kirovograd. Þjóðverjar virðast hafa náð frumkvæðinu hjá Kirovograd í sínar hendur, því að Rússar segj- ast liafa orðið að verjast mjög hörðum áhlaupum þar í gær. Var þeim flestum hrundið og er þess sérstaldega getið, að Þjóð- verjar liafi misst 39 skriðdreka af 100, sem þeir tefldu fram í einni árásinni. Nýr texti við Internationalinn. Frá 15. marz næstkomandi eiga Rússar að syngja nýjan texta við Internationalinn. — 1 skipun stjórnarinnar urn þetta segir, að texti sá, sem nú sé not- aður, sé úreltur, því að hann hafi ekki fylgt hreytingum í landinu og sé ekki í samræmi við hugsunarliátt fólksins. Nýja Bretland: flrawe llualraulin er á uuldl bundiiuuu. Búizt viö fleiri land- gongum Hersveitir bandamanna á Nýja-Bretlandi hafa náð á vald sitt flugbrautinni hjú Arawe. Braut þessi er litil og liefir ekki verið notuð siðan Japanir tóku eyjuna, en skilyrði eru til að gera hana nothæfa fyrir or- ustuvélar að minnsta kosti. Fluglið bandamanna lieldur * áfram sókn sinni, enda ber nú æ minna á flugvélum Japana, og í tveim árásum í gær var varpað niður rúmlega 400 smál. sprengja á flugvöllinn á Gloucester-höfða. Ástralíumenn á Nýju-Guineu reka flótta Japana, sem flýja í ofboði eftir að Ástralíumenn gerðu byssustingjaáhlaup á þá í gær. Eru Japanir á leið vestur T oftsókn bandamanna var haldið uppi myrkr- anna á milli frá Bretlandi í gær. Var aðalárásin á Bremen í Þýzkalandi, en auk þess var ráðizt á f jöl- marga staði í Norður- Frakklandi og víðar. Það voru amerísk flugvirki og Liberator-vélar, sem gerðu á- rásina á Bremen og nutu þær verndar orustuvéla í leiðangrin- um. Mikið tjón var unnið við höfnina, i borginni og á járn- hrautarstöðvum. Loftvarnaskothríðin var mik- il og auk þess var mikill fjöldi þýzkra orustuvéla til varnar. Skutu sprengjuflugvélarnar nið- ur 21 orustuvél, ameriskar or- ustuvélar 19 að auki„ en brezk- ar orustuvélar aðeins 2. Þjóð- verjar skutu niður 25 stórar sprengjuflugvélar og nokkrar orustuvélar. Árásir á Frakkland. Minni sprengjuvélar héldu uppi árásum á stöðvar í Norður- Frakklandi og Niðurlöndum i allan gærdag. Er ekki getið sér- staklega um árásarstaði, en þeir munu einkum liafa verið flug- vellir, hafnir og járribrautar- stöðvar. Sú árásin, sem var mikilvæg- ust, var gerð af Marauder-vélum á ónefndan stað í Norður- Frakklandi. Yoru þær varðar orustuvélum svo vel, að engin þýzk vél komst í gegnum varn- irnar. Misstu bandamenn aðeins eina orustuvél í þessum leið- angri. Þjóðverjar misstu átta orustuvélar yfir Frakklandi og Niðurlöndum. I 7090 smál. sprengja varpað til jarðar. Þess er getið í sambandi við þessa árás Marauder-vélanna, að þetta hafi verið hundraðasta árásin, sem þær gerðu, siðan þær byrjuðu árásir sinar frá enskum bækistöðvum í júlí á þessu ári. Hafa allar þær árásir verið gerðar á Norður-Frakk- land, Holland og Belgíu. I þessum hundrað árásum liafa flugvélarnar varpað niður um 7000 smálestum, en sé hver einstök ferð talin, hafa flugvél- arnar samtals farið 6700 ferðir. Tjón liefir verið litið, því að Þjóðverjar hafa aðeins getað grandað 21 þeirra, en þær liafa I hinsvegar skotið niður allmiklu ; fleiri þýzkar .vélar. vfir Massaweng-ána og skilja eftir mikið af liergögnum. Ameríska liðið á Bougain- ville-eyju hefir tekið nokkrar liæðir í grennd við Empress Au- gusta-flóa. Búizt er við þvi að gengið verði á land víðar á Nýja-Bret- landi á næstunni, þegar húið verður að tryggja aðstoðuna fullkomlega á Arawe-skaga. Japanir könnuðust loks við það í fyrradag, að ■■ ■ nV-. vr - hafin á Nýja-Brel':”'5; þvi fram, að manntjón banda- manna sé milcið. Jónas Kristjánsson læknir er fluttur með lækninga- stofu sína á Gunnarsbraut 28. S. 1. laugardag féll geysimikil skriða úr fjalli fyrir ofan Óspakseyri í Bitrufirði, rann á fjárhús og hlöðu og gereyði- lagði þau, og orsakaði síðan flóðöldu, sem skolaði burt tveim- ur skúrum, sem lágu áfastir við verzlunarhúsin. Ýmsum fleiri skemmdum olli skriðufall þetta. — Óttazt er að ný skriða falli þá og þegar. Tíðindamaður Vísis á Hólma- vík skýrir svo frá þessum at- hurði: „Á laugardaginn kl. 3,30 féll ægileg grjót- og vatnsskriða á Óspakseyri. Skriðan rann úr holtunum fyrir ofan verzlun- arhúsin þar á staðnum. Þegar skriðan féll var Þorsteinn kaup- félagsstjóri staddur í búðinni, ásamt mörgn fólki, en það forðaði því frá tortímingu, að fyrir ofan verzlunarhúsin, i á að gizka 200 metra fjarlægð, stóð fjárhúshlaða úr stein- steypu, 27x28 álnir að ummáli, er tók af þyngsta höggið. Hlaðan færðist til um 4—5 álnir og mölbrotnaði inn í 200 kinda fjárhús, sem er áfast við hana og gereyðilagðist það einnig. Sem betur fór var ekkert fé í húsinu. Skriðan nær yfir 2—3 hundr- uð metra hreitt svæði og þekur yfir mikinn hluta túnsins, og er allt að 50 álna þykk. Mikill hluti skriðunnar rann í sjó fram og orsakaði á að gizka 3ja álna háa flóðöldu, sem gekk á land og flutti burt tvo skúra, sem áfastir voru við sölu- búðina. Tveir bátar, sem lágu á kambinum fyrir neðan verzlun- arhúsin, fóru á flot og fluttust langt til. Brotnaði annar þeirra í spón. Hér er um stórkostlega eyði- leggingu á jörðinni og tjón að ræða. Ennfremur urðu síma- skemmdir miklar. Úllit er fyrir að ný skriða renni fram þá og þegar.“ Kristján. Ferðabók Engströms til lslands komin út. Hin alkunna ferðasaga AI- berts Engströms, „Át Hackle- fjá)l“, er nú komin út í íslenzkri þýðingu og heitir þar „Til Heklu“. Þýðandi og útgefandi bókarinnar er Ásæll Árnason. Þetta er allmikið rit, hálft fjórða hundrað blaðsiður, með mikluni fjölda ljósmynda og teikninga. Alhert Engström er eitt þekkt- asla kímniskáld og kimniteikn- arí, sem Svíar hafa átt. Hann átli sæti í sænska akademíinu, var prófessor i teikningu við listaháskólann og heiðursdoktor í lieimsþeki. Ferðasaga lians til íslands þykir með þvi skemmtilegasta og hezta, sem útlendir höfund- ar liafa skrifað um ísland. Ekki svo að skilja samt, að liann beri eintómt lof á Isléndinga, þvi að gagnrýnin og biturleikinn í okk- ar garð er viða nístandi, en mað- ur hefir það þó á tilfinningunni, að maðurinn segi okkur þá að- eins til syndanna, þegar þörf krefur og hann hefir rétt til J.ess. Athygligáfa Engströms var i ndraverð og kemur hún víða fram í þessari hók, og léttur og íyndinn stíll hans er frábær. Teikningarnar, sem bókinni fylgja, eru margar þess eðlis, ii.3 þær einar koma manni í golt skap. UruuQarar tukuir. Þrír utanbæjarmenn hafa ver- ið handteknir fyrir brugg, og er verið að rannsaka mál þeirra. Eins og nú standa sakir er ekki hægt að skýra greinilega frá þessu máli, en Björn Blön- dal löggæzlumaður mun hafa gert leit heima hjá mönnunum og fundið brugg og eimingar- tæld hjá sumum þeirra. Fer rannsókn fram í lögsagnarum- dæmi því, sem mennirnir voru teknir í, og hefir Vísir upplýs- ingar þessar frá viðkomandi sýslumanni. Árbækur Espólíns, Árbækur Espólíns, 1. deild, er nú komin út í ljósprentaðri út- gáfu hjá Lithoprent. Þessi deild er 182 bls. að stærð, með itarlegum formála eftir Árna prófessor Pálsson, þar sem rakin er ævi og störf Jóns sýslumanns Espólins. Árhækurnar eru 12 deildir alls, og verða þær gefnar út í 7 bindum. Fyrsta deildin nær yf- ir árabilið frá 1262 til 1405. Áður hefir Lithoprent sént frá sér ljósprentaða útgáfú af Fjölni og virðist vandað til beggja útgáfanna í hvivetna. Fjársöfnun handa nauðstöddum börnum Akureyri, i morgun. Snorri Sigfússon, sbólastjóri barnaskólans, bauð 18. þ. m. tiðindamönnum blaða og fleiri gestum til kaffidrykkju i barna- skólanum, ásamt kennurum skólans. I ræðu, sem hann flutti yfir borðum, skýrði hann frá því, að skólinn Iiefði geng- izt fyrir fjársöfnun skólabarna til hjálpar nauðstöddum börn- um í hernumdu löndunum að loknum ófriðnum. Hefðu börn- in þegar gefið og safnað um 4 þús. krónum og auk þess búið til mikinn fjölda muna á jóla- bazar er haldimi yrði nðesta dag og rynni allur ágóði af honum í lijólparsjóðinn. Job. Leiðrétting-. í ritgerð þeirri eftir mig um Espólín og Árbækurnar, sem birtist fyrir framan útgáfu Lithoprents af Árbókunum, hefir ein setning brjál- azt all-hroðalega. Á bls. 27 1. 14 a. n. segir svo: „Það niá ekki heita að hann vinsi úr þessum heimildum, heldur tekur hann þær upp í rit sitt þarinig, að venjulega þræðir hann þær línu fyrir línu að efni til.“ En upphaf setningarinnar á að hljóða svo: „Það er ósjaldan, að ekki má heita að hann vinsi úr þessum heimildum“ o. s. frv. — Setningin er fjarstæð vitleysa, svo sem hún nú er prentuð, og hefir mér heldur en ekki yfirsézt um próf- arkalesturinn að þessu sinni. Ártpi Pálsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.