Vísir - 17.06.1944, Page 10

Vísir - 17.06.1944, Page 10
10 VlSIR ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ en fyrra sinnið. En nú rikti eigi kyrrð yfir héraðinu, svo sem þá er konungur kom þar áður. Allt var nú á ferð og flugi og allsstaðar var fullt af fólki, bæði á völlunum, Lögbergi, í hrauninu og gjánni. Niðri á völlunum hjá tjöldunum fóru leikar fram, einkum glímur, og glímdu þar margir allknálega. Þar var og sungið og leikið á hljóðfæri, og ómaði bergmálið í hömrunum og gjánni. Þá gekk konungur aftur niður á völluna og var nú búið til veizlu í stór- tjaldinu og hliðartjöldunum. Til þeirrar veizlu hafði kon- ungi verið boðið, ásamt syni hans og öðrum stórmennum. í þeirri veizlu mátti og hver þjóðhátíðaigestur sitja, er vildi. Þá er konungur kom að tjald- dyrunum, var þar fyrir söng- flokkur og söng honum kvæði það, er honum hafði verið fagn- að með daginn áður. þá er hann kom til hátíðarinnar. Þakkaði konungur formanni söng- flokksins, Jónasi Helgasyni fyrir sönginn, og skáldinu fyr- ir hinn fagra kveðskap hans. Þá var til borðs gengið, og kon- ungi skipað í öndvegi. Yfir sæti hans var merki Danakonunga, 9 hjörtu og 3 Ijón, en með öll- um tjaldveggjum voru forn skjaldarmerki íslenzkra höfð- ingja. Út frá konungi var skip- að hinum tignustu mönnum á báðar hendur, en þá öðrum þar útífrá. Alls sátu þar að borðum í senn 160 manns. Meðan borð- haldið fór fram, voru haldnar margar ræður fyrir ýmsum minnupi. Fyrst mælti Grímur Thomsen fyrir minni konungs. Hann minnti á hina fornu sögu um Harald Gormsson Dana- konung, er ætlaði að fara her- ferð til íslands, og sendi því fjölkunnugan mann þangað hamförum, en hann komst hvergi að landinu fyrir land- vættum. Nú hefði Danakon- ungur, mælti hann, farið aft- ur til íslands, en nú yrðu land- vættir allar að hörfa, því að eins og konungur hefði hjörtu í merki sínu, þannig hefði hann nú unnið hjörtu íslendinga. Konungur þakkaði minni þetta með fögrum orðum, og lét í ljós gleði sína yfir því, að hafa kynnzt þeirri þjóð, er liefði svo heit hjörtu, þótt land hennar væri þakið ísi og snævi. Þá mælii Jón Guðmundsson úr Reykjavík fyrir minni drottn- ingar, og Eiríkur frá Cam- hridge Magnússon, fyrir minni konungsættarinnar. Fyrir þau minni þakkaði konungur einn- ig, og gat þess þá um leið, að hann skyldi sjá um að krón- prinzinum og öðrum börnum sínum yrði kennd íslenzk tunga. Þessu hét konungur oft- ar, og kvað sér þykja leitt, að hann liefði eigi sjálfur numið liana. Veizla þessi stóð til kl. 12, með góðri skemmtun, ræð- um og hljóðfæraslætti og allri þeirri viðhöfn, er konungi sómdi, eftir því sem við mátti koma. Eftir borðhald þetta skemmtu menn sér á völlun- um á ýmsan hátt. Gekk kon- ungur þá enn nokkra hríð á milli tjaldanna, horfði á glim- ur manna og aðrar skemmtan- ir og lét vel yfir. Þá talaði hann við ýmsa menn, er hann vildi sjá eða honum voru sýndir, og gazt öllum vel að máli hans. Síðan gekk liann með sveit sinni heim til tjalda sinna og bjóst til ’broltferðar. Iílukkan eitt lagði hann af stað af Þing- velli. Beið allur þingheimur hans i Almannagjá, og fylkti sér heggja megin götunnar. Þögðu menn meðan konungur og sveit hans fór fram hjá, svo að hestarnir skyldu ekki fælast bergmálið. En er konungur og sveit hans var að hverfa upp úr gjánni, kváðu við köll og óp; kallar þá allur þingheim- ur í einu hljóði, bað konung vel fara, og árnaði honum allra heilla. En gjáin dunaði og liamrabeltin endurtóku heilla- kveðjurnar með jötunlegum rómi. Nú liurfu menn aftur til tjaldanna. Veður liafði verið gott fram yfir hádegi, en nú var tekið nokkuð að rigna. Fóru þá sumir að búast til brottferð- ar, enda þótti þeim sem hin mesta liátíð væri um garð geng- in, er konungur var farinn. Riðu margir á brott þá um dag- inn. Þó var enn margt manna eftir, og eigi slitnaði liátíðar- haldið. Með því að rigning var, létu flestir fyrirberast í tjöld- unum, og hófu samdrykkju. Voru þá drukkin minni mörg, svo sem minni útlendu gest- anna, minni skáldanna og minni kvenna; var ýmist mælt eða sungið fyrir. Þá var sung- inn Þjóðhátíðarsöngur eftir Steingrim Thorsteinsson, og ís- Iandsminni eftir Matthías Joch- umssón. Margt var og fleira sungið. Spngnum stýrði Jónas Ilelgason, og fór hann hið bezta fram. Stóð skemmtun þessi til kvelds, og fram á nótt, með góðum fagnaði. Um morguninn, 8. ágúst, tólcu fundarmenn \ aftur til starfa, þar sem þeir fyr höfðu frá horf- ið, en nokkrir þeirra voru farn- ir, og þar með fundarstjórinn, Halldór Friðriksson; stýrði því varafundarstjórinn, Jón Sig- urðsson á Gautlöndum fundin- um eftir það. Hið helzta mál, er þá var rætt um, var að breyta skjaldarmerki Islands; leggja niður flatta þorskinn, en taka í hans stað aftur upp fálka. Þótti sú hreyting æskileg, og miklu veglegra að hafa fálka en þorsk í merki landsins; en eigi að síður var ekki afráðið til fulln- ustu um þetta, með því að það var auðsætt, að slíkri breytingu yrði ekki komið á, nema með samþykki allra ríkisþinganna á Norðurlöndum, þar sem rík- ismerki Dana með þorskinum í er á hinum nýju peningum, sem jafn gjaldgengir eru um öll Norðurlönd, — ísland, Ðan- mörk, Norveg og Svíaríki. Nið- urstaða þessa máls varð þvi sú, að skjóta því til Alþingis. — Þá var rætt um kostnað þann, er leitt liefði af fundarhaldi þessu og viðbúnaðinum til þess, en hann var talinn hátt á ann- að þúsund ríkisdala. Skutu fundarmenn þegar saman nokkru fé, og sumir höfðu sam- skotafé með sér lieiman úr hér- aði; nam það allt 300 ríkisdala. En liitt ætluðust þeir til að fengist af þjóðfé. — Öll þau mál, er hér liefir verið skýrt' frá, voru rædd í heyranda hljóði, en auk þess áttu hinir kjörnu fundarmenn tvisvar fund með sér að luktum dyr- um. Fundi þessum var slitið um miðjan dag 8. ágúst, sem var laugardagur, og hafði þá staðið í nær fjóra daga. Nú bjuggust menn þegar á hrott, og voru flestir farnir um kvöld- ið. En yfir hinum fræga, forn- helga hátíðarstað, er nú um stund liafði verið kvikur af fólki, og glumið við af gleði- látum og liáreysti, hvíldi nú aftur þögul kyrrð og alvarleg ró, sem fyrr. Þannig lauk þá þessari minnilegu liátíð á Þingvöllum. Mátti kalla, að hún hefði farið fram hið bezta, eða að minnsta kosti betur en við mátti búast, eftir erfiðleikum þeim, sem við var að slríða. Raunar var skraut allt og viðliöfn litil í samanburði við það, er títt er í hinum auðugri löndum við slík tækifæri, en tign og frægð staðarins bætti það upp, og þótt hátíðin væri haldin að miklu leyti undir berum himni, þá sakaði það eigi, heldur var hún þvert á móti fyrir þá sök að mun hátíðlegri, þar eð veður var fagurt og blítt, því nær alla þá stund, er hún stóð yfir. Hér var eigi farið eftir smásmug- legum þvingunarreglum,' er svo oft hefta góða gleði, heldur gekk allt til svo frjálslega, sem verða mátti. Flestir voru með glöðu skapi og fullir fjörs og áhuga; horfðu menn með þakklátlegri endurminningu yfir fornöld sína, og með ör- uggri von fram á ókominn tírna. Eigi er fullkunnugt, hve margir tóku þátt í hátíð þess- ari, því fólk var sífellt að koma og fara. Flest var fólkið aðal- liátíðardaginn 7. ágúst, og skipti þá þúsundum. Er svo sagt, að jafnfjölmenn samkoma liafi eigi verið á Þingvöllum síðan á dögum Jóns biskups Arasonar. Þá er að segj a af burtf ör kon- ungs héðan af landi. Þar var fyr frá horfið, er konungur reið af Þingvelli og þingheim- ur kvaddi hann í Almannagjá. Kom konungur aftur tilReykja- víkur um kveldið að náttmál- um, og liafði ekkert borið til tíðinda í för hans um daginn. Næsta dag (hinn 8. ág.) hafði hann boð mikið. Daginn þar eftir, er var sunnudagur, gekk hann í kirkju og lilýddi danskri messu. Hafði hann þá aftur boð inni þann dág, og var það liið siðasta, er liann hafði hér. Um kvöldið héldu bæjarbúar dansleik í skólahúsinu, og buðu þar til konungi og sveit lians, og svo liinum helztu foringjum herskipanna. Stóð sá dansleik- ur fram á nótt, með góðri skemmtan. Daginn eftir kvaddi konungur' Reykjavík og fór þaðan alfari. Það var nær kl. 4, að konungur gekk til strand- ar, með fylgd sinni og fleiri liöfðingjum. Beið þar mikill múgur manna fyrir við kon- ungsbryggjuna, er var skreytt á sama hátt og þá er konung- ur sté á land. Landsliöfðingi kvaddi hann þá í nafni þjóð- arinnar með fögrum orðum; tjáði hann honum hollustu og ást allra Islendinga, og þakk- læti fyrir komu hans, og alla konunglega ljúfmennsku. Tólc liann meðal annars svo til orða, að hans hátign hefði komið og séð og unnið hjörtu íslendinga, og nú fylgdu þau honum yfir liafið með blessunaróslcum og brennheitum bænum um heill og liamingju honum til handa um langan aldur. Konungur svaraði aftur blíðlega, þakkaði fyrir ást landsmanna og holl- ustu, og kvaðst geyma ísland í hjarta sínu. Loksiiis mælti hann: Guð varðveiti land þetta og lýð! Far vel. Eftir það sté konungur í hátinn. Kváðu þá' við kveðjuóp mannfjöldans, er stóð á ströndinni og báðu liann allir vel fara og lifa lengi. En er konungr lagði frá landi,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.