Vísir - 17.06.1944, Page 55

Vísir - 17.06.1944, Page 55
VlSIR ÞJiÓÐHÁTÍÐARBLAÐ 55 Árið 1923 stofnuðu þeir Ól- afur Gíslason og Einar Péturs- son verzlunarmenn með sér heildsölufirma og nefndu það Ólafur Gíslason & Co. Marlunið þeirra var einkum að afla nauð- synja handa sjávarútveginum frá útlöndum, en selja aftur til útlanda íslenzkar sjávarafurðir. Auk þess var ætlunin að stunda almenna innflutningsverzlun. Firmanu tókst snemma að afla sér ágætra verzlunarsambanda, bæði fyrir innflutning og út- flutning. Jókst innflutningur þess á kolum og salti í heilum förmum óðfluga, en jafnframt tók það að flytja inn kaffi í stórum stíl. Þá tók finnað einn- ig virkan þátt í útflutningi fiskjar, hæði blautverkaðs og þurrverkaðs, svo og annara sjávarafurða, og um eitt skeið flutti það talsvert út af rjóma- bússmjöri. Heildverzlunin hafði fyrstu árin skrifstofur í húsi Árna og Bjarna klæðskera í Bankastræti 11, en þegar Edinborgarhúsið í Hafnarstræti var reist, flutti það skrifstofur sínar þangað og hefir verið þar síðan. Frá upphafi og fram i ófrið- arbyrjun hafði firmað mikla fiskiverzlun við útlönd, og liafði hún aukizt jafnt og þétt, þar til er Sölusamband íslenzkra fisk- framleiðenda var stofnað 1932, en þá dró af eðlilegum ástæðum úr fisksölu þess. Varð það til þess, að firmað tók að auka mjög innflutningsverzlun sína, en innflulningur jiess er aðal- lega á útgerðar- og neyzluvör- um, og hefir ])að nú orðið um- hoð fyrir mörg heims])ckkt firmu. Meðal þessara framleiðslu- firma má nefna félagið W. T. Avery Ltd. í Birmingham, sem telja má mesta framleiðanda heimsins á vogum og öðrum mælitækjum. Hundruð voga, stórra og smárra, frá þessu fé- lagi, eru nú í notkun víða um landið, til dæmis nota flest eða öll frystihús landsins Avery- vogir. Þá má nefna hílavogir í Reykjavík, á Isafirði, Bolunga- vík, Patreksfirði, Sandgerði og viðar. Avery-verksmiðj urnar framleiða vogir, er vega allt, frá hinu léttasta til hins þyngsta, og vinna milli 2 og 3 þúsund manns í hinum voldugu verk- smiðjum Avery-féíagsins í Soho Foundry í Birmingham, en Soho Foundry hefir verið kölluð „vagga nýtízku iðnaðar“. Broolts Motors Limited í Huddersfield er annað við- skiptafirma Ólafs Gíslasonar & Co. li/f, og hefir þaðan verið af- greilt mikið af ragmagnsmótor- Ólafur Gí§la§on & Co. b.f. um til landsins. Verksmiðja þessi er kunn að vandaðri fram- leiðslu, og má gera sér miklar vonir um vörur þeirra í fram- tíðinni, þegar aftur verður hægt að flytja vélar inn frá Bretlandi. Compagnie Commerciale du Nord hefir mörg undanfarin ár selt hingað til lands mikiðaf iðn- aðarvörum og hráefnum til iðn- aðar. Þetta félag rekur starf- semi sina á friðartimum um alla Evrópu. Joseph Gundry & Co. Ltd. er sennilega elzta veiðarfæraverk- smiðja heimsins, enda orðin 265 ára gömul, og verksmiðjurnar eru nú reknar viða um Eng- land, bæði í Bridport, þar sem félagið hefir heimili, og annars- staðar. Allir íslenzkir sjómenn kannast við snyrpinætur Gun- drys og síldarnet, enda þykir vörumerkið full trygging fyrir fengsælum veiðarfærum og vönduðum. Hardy Brothers Ltd. er ann- að veiðarfærafirma, sem Ólafur Gíslason & Co. h/f hafa umboð fyrir, þótt það sé að vísu ólíks eðlis, enda við allt öðruvísi veiðarfæri riðið. Hardy-hræður kalla sig „the world’s angling specialists“, og „veiðarfæri“ þeirra eru laxveiðistengur, lín- ur, hjól, önglar og alll sem að lax- og silungsveiðum lýtur. — Það er óhætt að segja, að sá sportveiðimaður er ekki til, sem ekki þekkir Hardy-vörur og minnist þeirra með virðingu. Hardy-firmað er mjög gamalt og hefir aðsetur sitt í einni virðulegustu götu Lundúna, Pall Mall, rétt andspænis höll Bretakonungs, St.James’ Palace. United Glass Bottle Manu- facturers Ltd. í London er sam- steypa fjölda margra glerverk- smiðja víðsvegar í Bretlandi. Þær framleiða allar tegundir af glerumbúðiun, svo sem gos- drykkja og ölflöskur, lyfjaglös, niðursuðuglös og fleira. UGB- vörurnar eru heimsþekktar og hafa verið seldar til Islands um langt skeið. Þá eru fluttar inn allskonar iþrótta- og sportvorur frá hinu þekkta heimsfirma Spalding í Englandi. En síðan fór að þrengjast um innflutning frá Bretlandi, hefir tekizt að flytja þessar vörur frá verksmiðju Spaldings í Bandaríkjunum. Einhver mesta kaðlaverk- smiðja Bretlands er Wright’s Ropes Ltd. i Birmingham. Þessi verksmiðja framleiðir allar teg- undir kaðla og víra til skipa, verksmiðja og uppskipunar- tækja, allt frá þykkum stálvír- um og sverum köðlum niður í flestar tegundir netagarns. „Skipper“ dragnótatóin frá þessari verksmiðju eru vel þekkt hér á landi. Margar verzlunar- og iðn- byggingar hér á landi nota hina þekktu Pyrene-slökkvitæki, en með þeim teljast bæði hand- slökkvitæki af öllum gerðum, vatnsdælur, slöngur og fleira. Af þessum tækjum má sérstak- lega nefna lítil, handhæg tæki fyrir bíla og smáháta. öll vá- tryggingarfélög, sem hér starfa, gefa afslátt af vátryggingarið- gjöldum fyrir þau hús, er hafa Pyrene-slökkvitæki fyrir hendi. Það eru ekki nema 3—4 ár síðan fyrsta Streamline Filter olíuhreinsunarvélin var keypt hingað til landsins. Hana keypti Verzlun Ó. Jóhannesson h/f á Patreksfirði. En nú skipta þau frystihús og önnur iðnaðarfyrir- tæki tugum hér á landi, sem fengið hafa ágæta reynslu af þesari ágætu vél, sem skilar smurningsolíunni eins og nýrri eftir skjóta hreinsun. Einnig hafa mörg skip fengið slíkar vélar og sérstakar gerðir eru framleiddar fyrir almennings- vagna og stærri rafstöðvar. General Refractories nefnast stærstu verksmiðjur Bretlands, sem framleiða eldfastan leir og stein, ásamt steypusandi fyrir málmiðnaðarmót. Þessar verk- smiðjur hafa selt hingað mikið af vörum sínum. Þá hefir firmað einnig sam- band við Georg Angus & Co. Ltd., sein framleiðir ágætar vélareimar, pakkningar, gúmmí- slöngur, asbestföt, gúmmídúk og fleiri vörur ómissándi fyrir iðnað og framleiðslu. Innflutningur Ólafs Gislason- ar & Co. h/f á striga er fyrir löngu orðinn þjóðkunnur, en í þeirri grein hefir firmað flutt inn allskonar poka fyrir salt, kol og aðrar vörur, og einnig liessian, sem notaður er til hús- bygginga og til að klæða með lestar í fiskflutningaskipum og til að pakka saltfiski. Hefir firmað í þeirri grein samband við helztu verksmiðjur Brela. Loks er að geta um kola- og saltinnflutning firmans', en það eru þær vörur, sem inn hafa verið fluttar í hvað stærstum stíl, enda liefír firmað haft á hendi verulegan hluta af heild- arinnflutningi þessara vara til landsins um mörg undanfarin ár. Bein sambönd hefir firmað við tvö elztu og merkustu kola- útflutnigsfirmvj og námueig- endafirmu Bretlands, Michael Whitaker Ltd. og Arthur Whar- ton Ltd., bæði í Hull. Allir, sem kol kaupa að nokkru ráði, kann- ast við þessi gömlu og góðu kolafirmu, og kolaverzlanir og verksmiðjur, er kol kaupa í stórum stíl, hafa oft gert hjá þeim góð kaup. Salt hefir verið flutt inn í heilum förmum frá Spáni og Italíu, og hefh’ Ólafur Gíslason & Co. h/f sambönd við hin heztu sölufirmu i Miðjarðar- hafssalti. Firmað varð fyrst til að flytja liingað til lands Cagli- ari-salt, sem hlotið hefir ein- rórna lof útgerðarmanna og fiskverkenda. Eins og drepið hefir verið á hér að framan, hefir innflutn- ingur í mörgum vörugreinum teppzt frá Bretlandi, þar sem firmað hafði sín aðalsambönd. En i stað þess, sem þaðan hefir ekki fengizt, liefir firmað aflað sér sambanda i Ameríku, og stai’far fulltrúi frá firmanu i New York á vegum þess. Hann hefir í mörg undanfarin úr unn- ið í skrifstofu firmans í Reykja- vík og hefir því aðstöðu til að velja vörur fyrir íslenzkan markað og með íslenzkan smekk og þarfir fyrir augum. Ólafur Gíslason & Co. h/f urðu fyrstir til að flytja hingað kaffi beint frá Brasilíu, og hafa sum árin verið mestu kaffi-inn- flytjendur landsins. Firmað var gert að lilutafé- lagi í desember 1936, og gerðist þá Tómas Pétursson skrifstofu- stjóri firmans hluthafi. Hann er ungur maður, fæddur 1910. En eldri eigendurnir og stofnend- lirnir eru heldur ekki neinir öldungar. Einar Pétursson er liðlega fimmtugur og Ólafur Gíslason hálfsextugur. Það er því öll ástæða til að ætla, að þeir stjórni félaginú enn um langa hríð af sama dugnaði og mynd- arskap og hingað til.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.