Vísir - 17.06.1944, Side 137

Vísir - 17.06.1944, Side 137
VÍSIR ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ 137 Hallgrímur Benediktssou stór- kaupmaður stofnaði heildverzl- un sína árið 1911, og var ætlun- in frá upphafi að reka bæði inn- flutnings- og útflutningsvcrzl- un. Hóf hann þegar innflutn- ingsstarfsemi sína með því að afla sér söluumboðs fyrir hið heimskunna Vacuum Oil Com- pany. Á þeim tíma var ekki um mikla sölu að ræða i smurnings- olíu, en sú sala tók brátt að aukast með aukinni vélameim- ingu. Hefir Hallgrimur Bene- diktsson æ síðan haft hinar mestu mætur á þessu fyrsta söluumboði sínú. önnur fyrsta vörutegundin, sem tekin var til sölumeðferðar, var sement, og má segja að um ólíkar vörur væri að ræða frá byrjun. En það liefir komið í ljós, að eftir aldarþriðjungs vcrzlunarrekst- ur eru þessar vörutegundir með hyrningarsteinum firmans og þýðingarmestu vörutegundum. Um smurningsolíur er það að segja, að með vaxandi útgerð, verksmiðjurekstri, vélavirkjun og bifakstri hefir eftirspurnin aukizt jafnt og þétt, ár frá ári. Vacuum-olíurnar eru viður- kenndar liinar bezlu í sinni grein, enda dýrari en flestar aðrar smurningsolíur. En véla- mönnum og öðrum neytendum hefir lærzt, að beztu tegundir eru ekki of dýru verði kcyptar. Það er því algengt að sjá smurn- ingsolíurnar með hinu alþekkta Gargoyle-mcrki hvar sem vélar eða hifreiðar eru reknar. Frá því sement tók að flytjast hingað til lands fyrir alvöru, Iiefir firmað H. Benediktsson & Co. jafnan verið með stærstu innflytjendum þess. Ástæðan er sú, að þvi hefir tekizt að flytja það inn í stórum stíl og með ó- dýrum flutningsgjöldum. En um sement gildir liið sama og um aðra þungavöru, að það eru raunverulega f lu tningsgj öldin, sem ráða því, hvert verðið verð- ur heimkomið. Sá, sem lægst flutningsgjöld greiðir, getur gert lægstu tilboðin og náð söl- unni. I þcssu sambandi verður ekki hjá því komizt að minnast á sldpaleigustarfscmi firmans. I langan tíma hefir það haft sam- bönd við fremstu skipamiðlara og útgerðarfélög, einkum norsk og ensk. Með því að fylgjast nákvæmlega með gengisskrán- ingu skipaleigu var hægt að gera skipaleigusamninga á héntugum tíma og lágu flutningsgjaldi. Slíkir samningar eru oft gcrðir langt fram í tímann, og er þá nauðsynlegt að liafa tryggt sér að vörumagnið vcrði tilbúið lil flutnings, þegar skip á að lesta. Sement er ekki eina þunga- varan, sem H. Benediktsson & Co. hefif verzlað ineð, því að að-' alinnflutningsvörurnar hafa cin- mitt verið kol og salt í heilum förmum. I þvi starfi komu skipaleigusamböndin í góðar þarfir, enda hafði firmað jafn- an verulegan hluta innflutnings- magnsins á meðan innflutning-. urinn var frjáls. Af saltinnflutn- ingi landsmanna hefir firniáð sum árin haft allt að 90%. En nú er innflutningur salts orðinn hverfandi lítiH, miðað við það, sem áður var, því að mest af fiskaflamim er nú flutt út fryst eða ísvarið. Þó er jafn- an nokkur innflutningur á fiski- salti og svipaður innflutningur á síldarsalti og áður var. En það er lítill innflutningur, miðað við það sem stundum kom fyrir áð- ur, er firmað varð að hafa til rciðu stóra farma á ýmsum liöfnum á stuttum, stundum viku, fresti, vegna þess að skipa varð miklu af farminum beint í fisldskipin, því að geymslu- pláss var takmarkað, miðað við hið gífurlega magn, sem af salti þurfti. Kolainnflutuingur er ennþá talsverður, þótt hann sé ekld eins mildll og meðan tógararnir fiskuðu i salt, þvi að nú afla þeir sér allra sinna kola í Eng- landi. En firmanu hefir tekizt að halda sínum skerf af þessmn innflutningi að tiltölu við aðra. Þorlákur Björnsson fulltrúi réðist til Hallgríms Benedikts- sonar árið 1919 og hefir þvi starfað þar í rétt 25 ár. Hann hefir með höndum alla skipa- leigustarfsemi — þegar sú starf- semi er frjáls, cn á striðstímum er ekki um hana að ræða. Hann hcfir því annazt um megnið af þungavöruinnflu tningi firmans, ánnaðhvort beint eða í sam- bandi við flutninginn. Honum til aðstoðar eru sölustjórar byggingarefnis, olíuvara og korn og nýlenduvara, en sjálfur annast hann sölu á vörum í hcilum förmum til annara. Það verður tæplega getið svo um H. Bencdiktsson & Co., að ekki sé minnzt á helztu við- skiptasambönd þess. Ilefir hér að framan verið skýrt nokkuð frá Vacuum Oil félaginu, sem er elzta viðskiptasamband firmans. Mikil ánægja liefir firmanu verið að því, að koma vörum Kellogg’s á íslenzkan markað. En þetta félag fram- leiðir eins og kunnugt er ýmsar hollar og heilsuliætandi fæðu- tegundir úr korni, einkum All Bran og Corn Flakes. Kellogg’s- félagið, sem aðsetur hefir í Battle Creek í Michigan, Banda- ríkjunum, er fyrsta fyrirtækið, sem telcur að framleiða matvör- ur úr kornhrati, klíði og öðru kornkyns, sem áður yar þreskt frá korninu, en nú þykir ómiss- andi fæðubót. Firmað hefir um mörg ár haft umboð fyrir hinar þekktu hveitimyllur, Washburn Crosby Co. í New York, er með- al annars framleiða hið alþekkta „Gold Medal“ hveiti. Firmað hefir einkaumboð á Islandi fyrir Chryslerbifreiðarn- ar alkunnu, framlciddar af Chrysler Corporation í Detroit. Er H. Benediklsson & Co. í tölu elztu viðsldptamanna Chryslers . og hefir haft einkaumboð fyrir bifreiðarnar frá því er Chrysler- félagið var stofnað. Á síðari árum hefir innflutn- ingur allskonar reiknivéla og bóldialdsvéla færzt mjög í auk- ana. I þeirri grein hefir H. Bene- dilctsson & Co. flutt inn margt véla frá Burroughs Adding Machine Company i Detroit, og þykja þær vélar með hinum fremstu í sinni röð. En firmað hefir ciimig flutt inn rniklu stór- gerðari vélar, og má meðal þeirra nefna dráttarvélar, veg- hefla og vegagerðarvélar frá Allis-Chalmers Manufacturing Company í Milwaukee. Eru vél- ar frá verksmiðjum þessum taldar sérstaklega vandaðar og afkastamiklar. Er ekki að efa, að þaðan verður flutt margt véla eftir striðið, þegar aftur verður hægt að afla þeirra og vélavirkjun landsins hefst fyrir alvöru. Sullivan-þrýstiloftsvélarnar eru þekktar hér á landi og þykja ómissandi við verklegar fram- kvæmdir. Sullivan-verksmiðj- úrnar framleiða allskonar þrýstiloftsdælur og þrýstilofts- tæki i Michigan City, nálægt Chicago. Loks má minnast á Allen- hreyflana, sem H. Benediktsson & Co..hefir sclt allmarga i skip og verksmiðjur. Þeir eru fram- leiddir af W. H. Allen Sons & Company Ltd. í Bedford, Eng- landi, og hafa reynzt traustir og vinsælir. Hér hefir verið farið skjótt yfir sögu firmans og athafnir, og mætti þó margt um það segja, sem bíða verður betri tíma. Hallgrímur Benediktsson, stofnandi firmans og einkaeig- andi þess nú, sýndi mikinn dug og framsýni, er liann réðst i stórfelldan rekstur á eigin hönd. Hann hefir þolað súrt og sætt með fyrirtæki sínu, stundum orðið fyrir vonbrigðum, en oft líka fagnað sigri. Er það mjög í samræmi við skapgerð hans, því að fyrir honum er starfið og baráttan aðalatriðið. Hitt skiptir í hans augum miima máli, hvað úr býtum er borið. Aðalmarkmið hans hefir jafnan verið að standa sig í samkeppni við erlenda keppinauta, enda á hann mikinn þátt í því, að flytja alla verzlun landsmanna inn í landið. Sökum reynslu hans og skapgerðar hefir starfsbræðrum hans verið það tamt, að tefla honum fram til forystu. Hami er nú formaður Verzlunarráðs og gegnir mörgum öðrum á- byrgðarstörfum fyrir stétt sina. 55
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.