Alþýðublaðið - 15.08.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.08.1928, Blaðsíða 2
2 ALÞVÐUBLAÐIÐ __________a | ALÞÝÐUBLAÐIÐ i * kemur út á hverjum virkum degi. | J AtgreiBsla í Alpýðuhúsinu við S ! Hverfisgötu 8 opin irA kl. 9 árd. | } til kl. 7 síðd. | ! Skrifstoía á sama stað opin kl. ! } 91/,—101, árd. og kí. 8-9 síðd. \ ! Sicnar: 988 (aígreiðslan) og 2394 » J (skriistofan). f ! Verðiag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ► J mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 í j hver mm. eindálka. ► 1 Prentsmiðja: Albýðuprentsmiðjan t ► Misjafalr dómar. Hversvegna eruð þér að „sverta“ manninn? Síðan Alþýðublaði'ð fór að birta smá-sýnishortn af íaunagrei'ðslum ihaldsstjórnarinnar, hefir ritstjór- inn varla haft frið fyrir fólki, sem hefir komið að tala við hann um þessi mál. — Langflestir hafa verið ritstjóranum þakklátir fyr- ir að birta skýrslurnar, hafa sagt, að þeir hafi enga hugmyrid haft um þstta, og að háttaiag íhalds- stjómarinnar hafi alt of lengi verið dulið fyrir almenningi. Sumum vex mest í augum fjár- austurinn, t. d. endurskoðum á- fengisverzlunar, reikningshald Landhelgissjóðs o. s. frv,, eink- um, er þeir hugsa til þesss, að duglegir verkamenn verða að strita baki brotnu árlangt, oft dag og nótt, sýknt og heilagt, til þess að vinna sér inn upphæð, sem samsvarar einis til tveggja mán- aða tekjum þessara „þjóna þjóð- arinnar“. En langflestum ofbýður þó mest sú ógurlega óskammfeilni íhalds- stjörnarinnar, að hrúga þýðing- armiklum trúnaðarstörfum . s&m aukaverkum á opinbera emhættis- menn í umfangsmiklum embætt- um, sem hljóta- að- taka allan þeirra tíma og starfskrafta, ef þau eru sæmilega rækt. Aftur virðast aðrir hálf-reiðir við ritstjórann fyrir þetía tiltæki hans. Þeir játa að vísu, að þetta hafi verið „Ijóta" háttaiagiÖ! hjá íhaldsstjórninni, og að það sé ó- sæmilegt og óverjandi í aila staði, en það er þó e:ns og þeim finn- íst enn þá ,,Ijótara“ af Alþýðu- blaðinu að segja frá þessu. Þeim íinst það „rangt gagnvart mönn- unum“, „ól'ínt" og fleira af því tagi. Þetta er engin uppgerö. þeim íinst þetta í raun og vetu. Enn eru aðrir, mjög fáir þó, .sem kalla þetta „róg“ og „sví- virðingar“ um íhaldsstjórnina og þá menn, sem launin hafa tekið. Þessir eru venjulega æstir í skapi, kalla Alþýðublaðið „saurblað" og tilkynna ritstjóranum, að þeir viti svo, sem ofur vel, a'ð hann ætli sér að „skríða upp eftir hökurn alþýóunnar"; að „ærumei&a skikk- anlegt fólk“ og að „æsá u;)p skrílinn". Sildveiðl á olln landinu 11. ágúst 192S. Saltað Kryddað I bræðslu tunnur tunnur hektol. Vestfirðir 1 333 ~ 109 583 Siglufjörður j 40 767 10 003 81 925 Eyjafjörður í 93 000 Austfirðir 3 124 Samtals 11. ágúst 1928: 45 224 10 003 284 508 Samtals 13. ágúst 1927; 111405 35 947 * 406 631 Samtals 15. ágúst 1926: 46 867 13 501 111 345 ;!H5' , ' 7 > Fiskifélag fslands. Rétt er að geta þess, að eriginn þeirra manna, sem nafngreindir hafa verið í þessum sýnishornum, hefir Iátið á sér skilja, að hann teldi þetta áleitni við sig persónu- lega, Þeir eru allir opinberir starfsmenn og vita og skilja, að launagreiðslur til þeirraj hvort heldur sem er fyrir embættisstörf eða aukastörf, eru opinhert mál. Hvers vegna eruð þér að „sverta" N. N.? sagði skikkan- legur íhaldsmaður nýlega við rit- stjóra Alþýðublaðsins.1 Hvað meinið þér með því að birta skýrslu urn tekjur hans í biaömu ? Ég hirti skýrsluna af þvi, að það er opinbert mál, sem öllum kemur við. En við hvað eigið þér, þegar þér segið, að ég liafi verið að „sverta" manninn? Víst eruð þér að sveria hann. Yður væri nær að skýra frá því, hváð „sósíalistar“ hafa í tekjur. Ég sé ekki betur en að þeir, þér líka, hafi Jist á peningum. Hvað fékk Stefán Jóhann? Hvað fékk Halldór Júlíusson? Það hefir verið skýrt frá því, hvaðég og Stefán Jóhann fengum úr rikissjóði í fyrra; ég hefi sjálfur gert það. Um tekjur Hall- dórs Júlíussonar veit ég ekki. — Hahn er nú reyndar ekki „sósíal- isti“, held ég. — Ég heíi að eins skýrslur fyrir árið 1926, eins og þér vitið. En finst yður það í raun og veru „sverta“ N. N„ þótt rétt sé skýrt frá um það, hvað hann hefir ferigið greitt af opin- beru fé? Ekki „sverti" þaö mig e'ða Stefán Jóhann. Auðvitað er þetta gert til að „sverta" hann. Meinið þér þá, að hann hafi orðið „svartur" á. því að taka við fénu? Ekki getur frásögnin ein „svert" hann. Launin heflr hann fengið á löglegan hátt, eins og Alþýðublaðið hefir sagt frá. Alþýðublaðið hefir verið að á- mæla fyrr verándi stjórn fyrir að hlaða trúnaðarstörfum, sem hljóta að heimta mikinn tíma, á emb- ættismenn, sem eiga að hafa nóg að gera við að rækja embættis- störf sín. Það hlýtur að taka nokkurn tíma að vinna sér inn 7—-12 þúsund krónur í aukavinnu, ef starfið er vel unnið og hæfi- lega borgaö, en mér finst þaö ekkert óeölilegt, þött maðurinn taki við fénu, úr því að hús- bóndinn vilf greiða honum þaö. Víst eruð þér að sverta hann, sagði íháídsmaðurinn skikkanlegi. Við það sat. Honum fanst ekk- ert við það að athuga, þótt maim- inum væri greitt féð, ekkert við það að athuga, þött hann taéki v.ð því, ekkert við það að aí- huga, þótt aukastörfin bæru emb- ættisstarfið ofurliði. En að segja frá þassu, það var að „sverta“ manninn. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum kl. 91,4 í kvöld. Déra og Haraldnr. í gærkveldi héldu þau hljóm- leika í Gamla Bíó. Húsið var txoðfult. Klukkan varð hálf átta. Menn sátu ókyrrir í sætum, eft- irvæntingin gerði þá órólega. Tjaldið er dregið til hliðar. Har- aldur kemur fram óg heilsar. Honum er fagnað meÖ dynjandi lófataki. Svo dettur alt í dúna- logn. Haraldur er sestur við flyg- ilinn. HljómaTnir líða um salinn, tala til hvexs og eins, láta þá gleyma stað og stund. Lagiinu er lokið. Þögn eitt andartak. Síðan lófaklapp og fagnaðarlæti. Dóra kemur fram, heilsar. Henni er fagnað með blómum og brosuan auk lófataksins. Hún syngur, Har- aldur leikur undir. Hvað er aö- dáunarverðast; leiknin og kunin- áttan, listgáfan eða smekkvísin ó- brigðula? Enginn hugsar um það, menri hætta að meta og vega, gleyma gagnrýni. Sannri list lúta allir með þögulli lotningu. F. OpiA bréf til hr. Agústs Jónssonar, Grettisgötu 8, Reykjavík. Kæri vin! Ég þakka þér fyrir bréf þitt er þú birtir í „Vísi“ 9. þ. m. ' Bréfið er hógvært, eins og þín var von og vísa. Þó er ég ekki sammála öliu í bréfi þínu. Það ér heldur ekkert aðal-atriði, að menn séu sammála um alt. Væri slíkt enda hættuiegt, því engin ein skoðun eða stefna hefir allan sanmleikann í sér fólginn. Hitt er aðal-atriðið, að menn geti unnið saman og skifzt á orðum og hugsunum, prútt fi/rir skoðataa- mun. Þeir menn, sem þola ekki skiftar skoðanir ,eru andlegir lít- ilmagnar, og oi'tast þröngsýnir og drottnunargjarnir um leið. Ég þekki mann einn, sem telur sig ákaflega frjálslyndan í írúarefn- um, og hefi:r ritað margar hvass- ar ádeilugreinar, er bannfæra alla „gamla guðfræði", trúarofsa o. s. frv. Sarnt sem áður er þessi ákafi vandlætari ekki frjálslyndari eða víiðsýnni en það, að mér hefir ■veizt mjög erfitt að tala við hann, ef ég hefi haldið fram skoðunum:, (t. d. í trúarefnum, sem hafa verið- eitthvað írábrugðnar hans eigin skoðunum, með öðrum orðum, ef ég hefi ekki verið nógu „rétt- trúaður“ í hans augum! Svona geta menn verið ósamkvæmir sjálfum sér. Maður þessi er öfga- maður, en mér fyrir mitt leytí er nokkurn vegnin sarna, hvoirt öfgarnar heita „gömul guðfræði" eða „ný guðfræði". Báðar eru; leiðlnlegar og skaðlegar, eins ogi allar öfgar. En nú skal víkja nokkruim orðum að bréfi þínu. Þú segir, að við mennimir sé- um fátækir að þekkingu og vizku. Það er satt, en því meirf ástæða er til að ásælast þær systur. Því óvitrari, sem við er- um, því meiri þörf er okkur á að vitkast. Þá kem ég að „eín- staklingsframtakinu“. Með orðinu „einstaklmgsframtak" er venjulega átt við dugnað manna í þá átt að „koma sér áfram“, sem kallað er, eða að afla sér fjár og frama, án alls tillits til þess, í hvaðlaj skyni það er gert. Þegar spurt er um einhvem mann: „Hvemig gerír ham pdð?“ — þá er átt við þáð, hvort hann hafi nokkra atvinnu og hvernig hún gangi. Það er ekki spurt um það, hvort hann sé góður maður og vitur, hvort hann láti mikið gott af sér leiða, hvort hann sé andlega sinn- aður maður, háttptrúður og hrein- lífur. Þö hann sé ekkert af þessu, — ef honum hefir að eins tekist að afla sér fjár og þess frama, þem fylgir því, — þá er sagt: „Hann, gerfr pað gott!“ Með öðr- um orðUm: Sá hugsunarháttuir; sem hér er um að ræða, virðist bygður á þeirri trú, á þeirri lífs- skoðun, að tilgangur Jífsins sé að éta og afla sér þeirra fjá'r- sjóða, sem þó er viðurkent öðru hyoru, að „mölur og ryð“ geti grandað. Jafnaðarstefnan vill vinna á. móti þessum vandræða-hugsunar- hætti og öllu því, sem áf honum leiðir. Þess vegna vill hún skipu- lleggja atvinnulíf þjóðanna með vísindalegum hætti, svo að fyrir það sé girt, að ófyrirleitnum mönnum takist að hrúga samán auðæfum á kostnað annara, én svo og svo margir búi við suit.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.