Vísir


Vísir - 03.07.1944, Qupperneq 2

Vísir - 03.07.1944, Qupperneq 2
VISIR VÍ5IR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólf."træti). Símar: 1660 (fimm linur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. FélagsprentsmiSjan h.f. Vandamálið á Atlantshaíi. ER samið var við Bandarikin um hervernd Islands, var af þeirra liálfu gefin skilyrðis- laus j'firlýsing um, að þau myndu hverfa héðan með allan herafla sinn strax að stríðinu loknu. íslenzka þjóðin sætti sig vel við þessa yfirlýsingu og hef- ir aldrei efast um að lienni yrði framfylgt til Jiins ýtrasta að ó- friði loknum. Ekkert það hefir gerzt frá því er yfrlýsingin var gefin, sem réttlætt gæti full- yrðingar, sem ganga í aðra átt. Stjórn Bandarikjanna og her- stjórnin hér á landi hafa á allan hátt virt gerða samninga og gefnar yfirlýsingar og hlöð, sem fullyrða annað gera það gegn betri vitund, til þess eins að vekja hér óróa eða tortryggni í garð Bandaríkjanna, en slíkt er mjög varliugavert frá hvaða sjónarmiði, sem séð er. Komm- únistar hafa gert þetta til að reyna að leiða athygli almenn- ings frá eigin yfirsjónum, — í trausti þess að málið verði lát- ið kyrrt ligja, með því að ekki sé heppilegt eða yfirleitt unnt að ræða það í einstökum atrið- um að svo komnu. Situr illa á íslenzkum þegnum að vera með ástæðulausar ýfingar við þá stórþjóð, sem sýnt hefir okkur mestu vinsemd frá upphafi og gerir enn. Tylliástæðan til þess að kommúnistar hófu umræður um málið er runnin af tveimur rótum. Annarsvegar grein, sem birzt hefir eflir amerískan blaðamann, sem telur sig vita um flest, sem fram hefir farið á Teheranráðstefnunni, en liins- vegar áróðurshneigð komm- únista gegn Bandaríkjunum, ekki aðeins hér á landi heldur og viða um heim. Ameríski blaðamaðurinn telur að niður- staðan af ráðstefnunni í Teher- an hafi einna helzt orðið sú, að þvi er ísland varðar, að hinar sameinuðu þjóðir hefðu þar flota- og flugstöðvar, — ef til vill styrktar með nokkurum herstyrk Atlantshafsveldanna. Sé þessi fullyrðing tekin til nán- ari athugunar sjást strax veil- urnar í henni. Gera verður ráð fyrir að barizt verði til úrslita í ófriði þeim, sem nú geisar. Sennilegt er, þótt ekkert verði fullyrt um það með vissu, með þvi að stríðshamingjan er völt, að bandamenn beri hærra hlut, og að stórveldi þau, sem mestu ráða þá á eftir, verði Bandarík- in, Bretland, Rússland og Kína. Ekkert þessara ríkja eitt út af fyrir sig mun öðlast liér bæki- stöðvar, enda er þeim þess eng- in þörf. Fvrir hinu þýðir aftur ekki að loka augunum, með því að þar er reynslan fyrir hendi, að vel getur svo farið, er frá líð- ur, að eitthvert þessara rikja sjái sig knúið til að hernema landið sér til öryggis, en þó því aðeins að þá hafi skollið á nýr ófriður. Hið eina eðlilega er að Island verði hlutlaust svæði milli heimsálfanna. íslenzka þjóðin treystir því, — og hefir enga ástæðu til að gera annað, — að allur erlendur lier hverju nafni sem nefnist, Glæsilegt lýðveldis- og íþróttamót Borgfirðinga að Ferjukoti. Um 3000 manns sóttu mótid og 80 manns tóku þátt í íþpóttakeppninni. ffið árlega íþróttamót Borgfirðinga fór fram að Ferjukoti á laugardag og sunnudag og nefndist að þessu sinni lýð- veldis- og íþróttamót Borgfirðinga. Var mót þetta Kið glæsi- legasta, sem háð hefir verið í Borgarfirði, enda var þátttaka í íþróttakeppnum mjög mikil, og um 3000 manns sóttu skemmtunina. Aðalskemmtunin fór fram á sunnudag, enda þótt nokkuð af íþróttakeppninni ætti sér stað á laugardag, og var veður hið bezta báða dagana. Hófst skemmtunni á sunnu- dag með ræðuhöldum og kvæðaupplestri. Fyrstu ræðuna flutti próf. Richard Beck, en svo töluðu ])ingmennirnir Bjarni Ásgeirsson og Pétur Ottesen. Þá lásu þeir Guðmundur Böðvars- son og Guðmundur Svein- hjörnsson úr Borgarnesi upp frumsamin kvæði, sem þeir höfðu ort í tilefni mótsins. Á milli ræðuhaldanna og kvæða- upplestursins lék lúðrasveit og Karlakór Borgarness söng und- ir stjórn Halldórs Sigurðssonar. Þótti mótið takast í alla staði ágætlega og skemmtu menn sér mjög vel. Um kvöldið þegar íþróttakeppnum lauk, var stig- inn dans fram eftir nóttu. Iþróttakeppninni lauk með sigri Akurnesinga, sem komu hér fram í fyrsta skipti ó Ferjukotsmóti, en höfðu ágætt lið úr báðum félögunum á Akranesi, um 30 manna flokk. Hér fara á eftir úrslit í ein- stökum greinum íþróttanna: 100 m. hlaup: 1. Höskuldur Skagfjörð, Skgr. 11,5 sek. 2. Kristófer Ásgrímsson, I.A. 12,2. Hástökk: 1. Kristleifur Jó- hannesson, Reykd. 1,69 m. 2. Lúðvík Jónsson, I.A. 1,59 m. Langstökk: 1. Höskuldur Skagfjörð, Skgr. 5,96 m. 2. Kári Sólmundarson, Skgr. 5,71. Þrístökk: 1. Jón Þórisson, Reykd. 12,45 m. 2. Sveinn Þórð- arson, Reykd. 11,98. Stangarstökk: 1. Sveinn Guð- bjarnarson, I.A. 2,52 m. 2. Jón S. Jónsson, I.A. 2,52. 3. Jón Þórisson, Reykd. 2,50. 4. Krist- leifur Jóhannesson, Rd. 2,50. Spjótkast: 1. Kristleifur Jó- hannesson, Reykd. 39,44 m. 2. Kristófer Ásgrímsson, I.A. 37,58. Kringlukast: 1. Pétur Jóns- son, Reykd. 35,90. 2. Þorkell Gunnarsson, Ifvanneyri 32,20. víki héðan úr landi, að styrjöld- inni lokinni. I þeirri trú hefir þjóðin kosið sér algert sjálf- stæði og nýtt stjórnarform. Þegar þar að kemur munu ís- lendingar byggja ó þeim rétti, sem þeir hafa öðlast samningum samkvæmt. Ólíklegt er að þær þjóðir, sem herjast fyrir heil- brigðum alþjóðaviðskiptum, leldu sig hafa nokkra ástæðu til að bera rétt okkar fyrir borð á nokkurn hátt. Umræður um málið eru óþarfar á þessu stigi og geta engu góðu til vegar komið. Afstaða íslenzku þjóðar- innar er og verður hin sama, og er samið var um hervernd Bandaríkjanna, og þess mun að sjálfsögðu verða krafist að samningar verði virtir. Við höf- um enga ástæðu til að gera stór- þjóðunum- nokkrar getsakir, jafnvel þótt einstaka blaða- menn kunn að segja eitlhvað annað en okkur hentai-, enda erum við orðnir þvi svo vanir að ástæðulaust sýnist að kippa sér upp við slikt. í sjö aldir höf- um við barist fyrir rétti okkar til sjálfstæðis og höldum því á- fram hér eftir, sem hingað til. Kúluvarp: 1. Jón Ólafsson, Skgr. 11,29 m. 2. Kári Sól- mundarson, Skgr. 10,46. 400 m. hlaup: 1. Höskuldur Skagfjörð, Skgr. 56,8 sek. 2. Sigurbjörn Björnsson, Rd. 57,7. Islenzk glíma: 1. Einar Vest- mann, I.A. 4 vinninga. 2. Sig- urður Arnmundarson, I.A. 3 v. 100 m. bringusund: 1. Bene- dikt Sigvaldason, Islendingi 1:28,2 mín. 2. Sigurður Eyjólfs- son, Hauk 1:31,7. 80 m. hlaup kvenna: 1. Hall- bera Leósdóttir, I.A. 11,4 sek. 2. Sigríður Böðvarsdóttir, Dag- renningu 11,7. Bezti árangur í þessum íþróttagreinum er afrek Hös- kuldar Skagfjörðs í 100 m. hlaupinu, 11,5 sek. DRENGJAMÓT. 80 m. hlaup: 1. Kristófer Ás- grímsson, l.A. 9,9 sek. 2. Sveinn Þórðarson, Reykdæla 10,0. 2000 m. hlaup: 1. Ólafur Vil- hjálmsson, l.A. 6:57,4 mín. 2. Kári Sólmundarson, Skallagr. 7:16,8. Hástökk: 1. Sveinn Bene- diktsson, Í.A. 1,-55 m. 2. Lúðvík Jónsson, I.A. 1,55. Langstökk: 1. Kári Sólmund- arson, Skgr. 5,71 m. 2. Sveinn Þórðarson, Reykd. 5,70. Kúluvarp: 1. Jón Ólafsson, Skallagr. 12,74 m. 2. Kári Sól- mundarson, Skallagr. 1238. 50 m. sund, frj. aðf.: 1. Sig- urður Helgason, Islendingi 41,4 sek. 2. Björn Jóhannesson, Rd. 41,6 sek. Flugvélakaup athuguð í U.S. Örn Johnsson farinn vestur. Örn Johnson framkvæmda- stjóri Flugfélags Islands er ný- lega farinn vestur um haf til að athuga möguleika á flugvéla- kaupum. Það hefir þegar sýnt sig að flugvélar eru framtíðarsam- göngutæki oklcar íslendinga, því að eftirspurnin eftir flugferðum er miklu meiri en félögin hér geta annast með þeim farkosti sem þau liafa nú á að skipa. Erindi Arnar vestur um haf er fyrst og fremst að athuga möguleilcana fyrir kaupum á sjóflugvélum. Flugfélag íslands: Flogiö í 184 klst. í júní með 687 íarþega. I júnímánuði flugu flugvélar Flugfélags íslands í samtals 184 klst. Voru farnar 50 ferðir til Akureyrar, 15 ferðir aust- ur á Fljótsdalsliérað, 6 ferð- ir til Hornafjarðar og oft farið til Borgarfjarðar, þar á meðal í aðkallandi sjúkraflutninga. Alls voru fluttir 687 farþegar í mánuðinum í flugvélum fé- lagsins, ásamt töluverðu af pósti og öðrum flutningi. fréttír 80 ára er í dag Ólafur Ketilsson, Ós- landi í Höfnum. Athugasemd. Út af grein í Vísi s.l. laugardag óskast þess getiÖ, að innflutningur tibúins áburðar á þeþss uári hefir verið svipaður að magni og hann var 1942 og 1943, en þau tvö árin hefir hann verið mestur. AJfgréiðsla Heyrnajrihjálpa^ r Ingólfsstra^ti 16 ýerður lokuð 5.—12. þ. m. Notendur Sonotone- heyrnartækja eru vinsamlega beðn- ir að athuga þetta og kaupa þær rafhlöður, sem þeir kunna að þurfa fyrir þann tíma. I kvæði Jóns frá Hvoli um Gissur Guðmundsson, sem birt var hér í blaðinu s.l. fimmtu- dag, urðu þrjár villur. f 2. ljóð- línu 3. erindis átti að standa, . .sem hik namnast 'þekkti .. og í 3 línu siðasta erindis átti að standa, . .döggvaðar draumúða mœltu... Útvarpið í kvöld. KI. 20.30 Erindi: Jökulsá á Dal (Stefán Jónsson námsstjóri). 20.55 Hljómplötur: Lög leikin á banjó. 21.00 Um daginn og veginn (Gunn- ar Benediktsson rithöfundur). 21.20 Útvarpshljómsveitin: fslenzk þjóð- lög. Einsöngur (Hermann Guð- ■mundsson): a) „Þótt þú langför- ull legðir“, eftir Sigvalda Kalda- lóns. b) „Á vængjum söngsins" eftir Mendelssohn. c) Dauðsmanns- sundið eftir Björgvin Guðmunds- son. d) „Eg er á förum“, eftir Meri- kanto. e) Sprettur eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. EIKARSKRIFBORÐ fyrirliggjandi. T résmíðavimmstof an Mjölnisholti 14. — Sími 2896. Hjóaaefni. í gær opinberuðu trúlofun sína ungfrú Valgerður Björgvinsdóttir Garði við Mývatn og Bjarni Bjarna- son, Skíðastöðum Skagafirði. Pilt eða stúlku vantar nú þegar í Kjötbúð Sólvalla Sólvallagötu 9. Sorphreinsun og rottur. llinar síðustu vikur hefir sorp- ** hreinsunin í bænum verið í sér- staldega góðu lagi víðast hvar, en ráðamenn þeirra mála hafa fengið til liðs við sig hóp ungra röskra rnanna úr Háskólanum og víðar, sem vinna að hreinsuninni að kveld- og næturlagi. Er þetta vel meðan gengur, og lofsamleg röggsemi hjá því sem áður var. Um leið og öskutunnurnar tæm- ast vandast málið hjá þeim rottu- fans, sem áður átti þar vissar glæsi- legar móttökur, og gott lífsviður- væri. Koma þær nú að tómum birgðaskemmum sínum, og leita því meira en áður á húsin sjálf og híbýli manna. Má stundum sjá þær klifra upp hraunaða húsveggi, allt upp á aðra hæð, í leit sinni að björg, inn um opna glugga. * Komast verður tafarlaust fyrir uppsprettu þessara illa þokk- uðu gesta, en öskuhaugarnir eru að- albækistöðvar rottunnar og útung- unarmiðstöð. Erlendis eru öskuhaugarnir jafn- an Ijornir sandi um leið og í þá er látið. Sandinn ræður rottan ekki við, og því öruggt ráð ef vel er gert, og jafnóðum. Því er þetta ekki gert hér? T^æsta skrefið er svo útrýnfing rottunnar í og við híbýli manna. Þar þarf að hefja nú þegar rögg- sama herferð og fjölga til muna meindýraeyðum. Rottan er að verða plága í þess- um| bæ. Jafnframt því sem kvikindi þetta er viÖbjóðslegt, getur það ver- ið hættulegur sjúkdómsberi og er mesti skemmdarvargur. Vei bæjar- búum ef hinar miklu rottuhjarðir færu að svelta áður en til þeirra næst fyrir fullt og allt. Ncesta aðkattandi stórmáttð í kjöl- fari liitaveitunnar er algjör útrým- ing rottunnar með öllum hugsan- legum ráðum og það má ckki drag- ast. Hringbrautin við Norðurmýri. ¥Tm þessar mundir er verið að lag- færa og gera við Hringbraut- ina í Norðurmýri. Er það mikið fagnaðarefni vegfarendum, sem þeim, er búið hafa í þessu hverfi hin mörgu ár, sem gatan hefir verið ólögð eða troðningar einar og ryk- gja.fi. Bæjarverkfræðingurinn nýi legg- ur yfirleitt mikið kapp á gagngerð- ar endurbætur á ýmsum helztu göt- um bæjarins nú á þessu sumri. Sýn- ir það að mikils má vænta af auk- j inni framtakssemi um gatnagerð, j enda vissulega tími til kominn að j fullgera þær götur, sem um lengri tíma hafa staðið hálfgerðar í vönd- uðum íbúðarhverfum, og aðalbraut- ir * ■fjví miður hefir sú verið raunin á, að verklegar framkvæmdir, svo sem gatnagerð í bænum, hefir verið mjög ábótavant. Víða er byrj- að á verki, sem síðan stendur ófull- gert árum saman, í stað þess að full- gera hvert einstakt, en færast heldur minna í fang ef fjárhagurinn leyfir ekki meir. Þetta er sýnilega að breytast til batnaðar, og er nú markvisst unnið að lúkningu hvers þess starfs við gatnagerð og endurbætur, sem hafið er. Bæjarbúar veita þessu vissulega eftirtekt og fylgjast af áhuga með lagningu hverrar nýrrar götu, er tekur við af troðningum og ryk- gjöfum; sem enn er þó alltof al- gengt fyrirbrigði i höfuðborg lands- ins. ¥ miðri Hringbrautinni, eða þeim kafla, sem að framan getur, hefir árum saman staðið ófögur sjón, sem væntaníega er dauðadæmd með hinni nýju gatnagerð, en sem virð- ist orðin samgróin þessu hverfi. Eru það endemis óásjálegir kofar úr timbri, sem staðið hafa framundan Eiríksgötu og Leifssgötu. íbúar við Hringbraut hafa sagt mér að þetta skúradrasl laði að sér allskonar óþverra og rottur. Eitt- hvað mun það þó hafa verið notað til íbúðar, en ekkert réttlætir slíkan húsakost, og allra sízt á mest áber- andi stöðum, svo sem hér er, við ein fjölförnustu vegamót bæjarins. Stúlka óskast Bernhöítsbakarí. Sumarbústaðui Sérstaklega vandaður sumarbústaður, 2 her- bergi, eldhús og for- stofa, stórar svalir mót suðri, til sölu. Sumar- bústaðurinn er ca. 11 km. frá Reykjavík. — Uppl. i sima 2294 kl. 5 —7 eftir hádegi. Mest úrval af b ó k u m í sumarfríið er að fá í Bókaverzlun Guðmundar Gamalíelssonar Lækjargötu 6 A. Sími 3263. Dugleg stúlka óskast. Upplýsingar í Hressingarskálantun mánudag og þriðjudag ld. 1—3. Dugleg sfúlka óskast. Uppl. í Hress- ingarskálanum kl. 5-6. Bíll, eldra model, til sölu með sanngjörnu verði. Uppl. kl. 6—7 Pósthús- stræti 16. Svartur hvolpur tapaðist frá Skálholts- stíg 2A. Finnandi vin- samlegast beðinn að hringja í síma 5712. —

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.