Alþýðublaðið - 18.08.1928, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.08.1928, Blaðsíða 3
ALÞVBUBLAÐIÐ 3 ■\\ M-si 0 \iín Ti™ i ÖLSE!M Volle 2 Wortle^ Valoc l. Worih LICORICE COÍFECnONEiaf Lakkrís borðar, pípur bönd flautur o. fl. Ódýr og góður. farast. En þá kemur' sú spum- mg, hvaða mælikvarði verður sá rétti fyrir veitingum úr slíkum sjóöi? Og lausnin, sem mér virð- ist liggja beinast við, er þessi: Hver meðal-fjölskyida, sem hefir mist fyrirvinnu sína, hljóti þá fjárhæð árlega ,sem svarar árs- tekjum verkamanns, teknum eftir meðaltali af hinum ýmsu atvinnu- greinum á hverjum tíma. Ef um stærri fjölskyldu er að ræða, má ákveða vissa fjárupphæð hatnda hverju barni. Sá, sem petta ritar, hefir að \'ísu þá skoðun, að sveita- og bæja-sjóðum beri að sjá fátæk- iingum fyrir iifsframfærí, en sér hins vegar, að nauðfeyn er fyrir afbrigði frá þessari reglu, meðan lög landsins eru ekki komin í rétt horf með tiliiti til þeirra, sem hjáfpar þurfa. Verkalýðurinn ísi. er nú að komast æ betur að raun um það, að þjóðfélag, sem einu sinni í viku hverri hlustar á predikun um náungans kærleika, en gerir þá, sem fyrir kærleiksverkum heildarinnar verða, að eínskisvirt- um ræflum, það er ekki eins og- það á að vera. Verkalýðnum mun og skifjast, að það er hans að kippa þessu í lag, og þá fyrst, er hann hefir skiiið hlutveri? sift, getnr hann me'ð sanni beðið um: heilsu, líf og meira starf. G. P. Skákíiing Norðurlanda. Oslo,- FB., 17. ágúst. Sjötíu teflendur á skákþinginu, tíu í meistaraflokki og fyrsti flokkur í tveimur hlutum. f b- flokki: Gösta Johansen, Svíþjóð, Oscar Karlsson, Svíþjóö, Thunold, Bergen, Christi'insen, Oslo, Eggert, Nils Johanson, Svíþjóð, Björn Nielseh, Danmörk, Martinsen, Os- lo, Heistad, Oslo, Olav Kvinmark, Svíþjóð, Bertel Erikson, Svíþjóð. Beztir taldir: Gösta, Christiansen, Kvinmark og Eriksen, i a-flokk Cruusberg. Ekki fleiri frá Dan- mörku, en tveir Finnar, annar, Rasmusson, í meistaraflokki. Ann- ars eru i meistaxaflokki: Haastad, Christoffersen, Hansen,, frá Nor- egi, Karlin, Bemdtson, Stolz, 01- son, Staahlberg, frá Svíþjóð. Það verða fleirj Norðurlandameistarar. A- og B-flokkar keppa ekki sam- an. Oslo skákfélag annast mót- tökur og VeTdtann formaður og Nielsen forstjóri. Pétur Zophoniasson. Erleitd simske^t!. Frá urikklandi. Khöfn, FB., 17. ág-úst. Stjórnin í Grikklandi hefir fall- ist á að veita flóttamönnum frá Litlu Asíu í Þrakíu nokkrar skaðabætur fyrir eignamissi. Á- kvörðunin kemur mönnum mjög á óvart, þar sem Venizelos, þá er harnn hafði tekið við forsetastööu1 í stjóminni, lýstí því strax yfir, að engar skaðabætur yxði víðtír- kendar fyrri en eftir kosningarn- ar. Andstæðingar stjórnarinnar lita svo á, að þetta sé tilraun af stjómarinnar hálfu til þess að vinna sér kosmngafylgi. Járnbrautarsl/s. Telegraph Union tilkyninir frá Belgrad, að á milli Kopje og Pres- vo hafi farþegalest runnið út af sporinu, tólf vagnar byltust um, tuttugu menn biðu bana, en þrjá- tiu eru mkiið særðir. Öfriðarbannssáttmálinn Frá Ottawa er símað: Forsæt- isráðherrann í Kanada og Kellog, utanríkismálaráðherra Bandaríkj- anna, hafa tekið sér fari með far- þegaskipinu Isle de Fránce til Ev- rópu, til þess áð skrifá undir ófriðarbannssáttmálann. Laglegur tóbaksgróði. 10 milljónir sterlingspunda. Fyrir liðlega inánuði siðan and- aðist formaðurinn fyrir „Imperial Tobacco Company“ í Engíandi, sir Geoxg Wills. Hahn varð 74 ára gamall. Ættingjar hans, fjölmarg- ir, fást við '.tóbaksverzlun og eru stórauðugir, en þó ver talið, að hann hafi verið ríkastur í ætt- inni. Bú hans hefir nú verið gert upp, og nema skuldlausar eignir þess að minsta kosti / 10 milljónum sterlingspunda, eða liðlega 220 milljóhum króna. Erfðafjárskatturinn til ríkissjóðs er 40°/o, svo að hann nemur af þessu eina búi um 90 milijónum króna. , Áður en Wills dó hafði hann þó gefið um 11 milljónir króna til alls konar opinberra stofnana, þar á meðal 6,6 -miiljónir til háskól- ans í Bristol. Af Wilf;s-ættinni hafa ,10 menn, fyrir utan sir George Wiffs, orðið milljónamæri'ngar, miðað við sterlingspund. Létu 6 þeirra eftír sig samtals nærri 25 milljónir sterlingspunda eða um 550 millj- ónir króna. Síldarleit Súluimar. Siglufirði, FB„ 17. ágúst. Súlan flaug frá Siglufirði kl. 4. Var flogiö yfir Eyjafjörð fram hjá Flatey, þaðan til Lundeyjar, og þaðán norður til Máneyjar. Þaðan var haldið yfir undir Svartastaðagnúp og þaðan yfir Melrakkasléttu. Þoka við Rauöa- gnúp. Flogið yfir á Þistiffjörð miðjan, svo að sást til Svína- lækjarnesja. Bjart veður. Flogið var sömu leið til baka að Rauða- gtiúp og þaðan haldið beint yfir Grímseyjarsund til Siglufjarðar. Komið þangað kl. 6.30. Nálægt 20 síldartorfur sáust norður af Flat- ey, hér ,um bil 2—3 sjómílur, all- ar frernur litlar. Nokkrar síldar- torfur sáust á Máneyjarsundi á heimleið, var varpað niður skeyti til mótorbáts, sem var út af Eyja- firðl við herpinótavei'ði. Var hann síldarlaus, náði harrn skeytinu, héft þegar austur. FLngfélag. 10.000 verkamenn ráðfgeFÍK1 brezka stjórnin að senda til Ganada 1®., águst. Hér í blaðinu hefir áður ver- ið skýrt frá fíví, að íhaldsstjórn- in brezka hefði í huga að flytja atvinnulausa véxkantenn úr landi einkum til nýlendna sinna í öðr- urn hieimsálf'um. Hinn 18. þ. m. átti að senda til Kanada 10000 verkamenn, sem stjórnin ætlaði að útvega þar vinnu við uppskeruna. ;En nú er komið babb í .bátinn, að því er síðustu ensk blöð herma. Sijórnin i Kanada heldur þvi fram, að ekkert ;vit sé í því að senda þessa menn þangað, nema járnbrautarfélögin þar geri ,eítt af toennu: að „tryggja“ mönnunum vinnu í vetur eðá sjá þeim fyr- ir óclýru fári heim aftur að upp- skeruvinnunini lokinni. Járnbrau'tarféiögin í Kanada hafa svarað því, að það sé ó- nauðsynlegt og ósanngjamt að heimta af þeim að þau tryggi véTkamönnunum vinnu í vetur. Þau segjast hiins ;vegar vera fús til að Jijálpa“ þeim til að fá: vetrarvinnu. Við þetta situr enn þá. Hvort brezka stjómin treystir svo mikr ið á „hjálpsemi" járnbrautarfélag- feinna í Kanada, að hún sendi 10 þúsund menn burt frá heimilum síþum vestur um haf án þess. þeir eigi atvinnu \yisa nema |. fáeinar vikur, er óvist enn. Það sýnir sig væntanlega bráð- mn, Einn maður lætur eftir sig 220 milljónir króna í Englandi. Ein milljón verkamanna ganga stöðugt atvinnulausir í Engfandí, 10 þúsund á að flytja vestur um haf. Von er að yjnenn vilji „halda í“ þetta fyrirkomufag. Stéttabaráttan. Frá sendiherra Dana 14. ág. 1928. Samband danskra atvinnurek- enda hefir tilkynt Verkamanna- sambandinu danska, að það mót- rnæli því, að verkfall það í dönsk- um höfnum, sem Vexkamannasaim- bandið hiefir gefið út fyrstu til- kynningu um, sé lögiegt. Ætlar samband atvinnurekenda að reyna að fá verkfalilstilkynninguna ó- gilta með dómi og Verkamanna- sambandið dæmt til að greiða sekt fyrir að gefa hana út. Hvar er þá „einstaklingsfrelsíð", ef verkíimenn ekki mega neita að vinna ? Er það bara ætlað atvinnurek- endum eins og fleira í heimi þess- um? Umdaglimog veglim. „Súlan“ er væntanleg hingað eftir fáa daga. Þykir fengin full reynsla fyrir þvi, að notkun flugvéla í síldatrleit geti borið góðan árang- ur. T * Togararnir. f gær kom af veiðum „Ólafur“, og í nótt komu „Barðinn" 'og „Imperialist". Skemtiför fara á. morgun t,il Viðeyjar st.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.