Vísir - 26.06.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 26.06.1945, Blaðsíða 4
4 VISIR Þriðj udaginn 26. júní 1945 VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN visir h/f Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Líðandi stnnd. tjagt er um Suðurlandabúa, að þeir taki lífið létt og láti hverjum degi nægja þjáningu sína. Þeir gera sér engar grillur vegna kom- andi erfiðleika, en vona að fram úr þeim í'æt- ist á einlivern liátt. Á timum óvissu og styrj- alda. er þetta þægilegasta lífsviðhorf, með því íið atburðir koma svo á óvart, að ekki er unnt íið sjá þá fyrir frá degi til dags. Þegar lífið sækir lxinsvegar aftur í fyrra:. ‘far, hlýtur það nð lúta ákveðnum lögmálum, sem unnt er að sjá íyrir að nokkru í öllum aðalatriðum að miimsta kosti. Þannig er það ljóst, að hver jsú þjóð, sem hefir átt við verðþenslu og dýr- 4íð að stríða á styrjaldárái'unum, og þar af leiðandi hefir neyðst til að hækka hjá sér allt Laupgjald ,og allan fi'amleiðslukostnað, stend- nr ver að vígi í samkeppni við aðrar þjó.ðir jtx friðartímum. Sé þetta fyrirsjáanlegt, halda ýrnsir þyí ifram, að eðlilegt sé að gera ráðstafanir til úr- íbóta í tíma, þannig að dregið sé smátt og smátt úr verðþenslu og dýrtíð, svo að ekki verði tilfinnanlegt fýrir framleiðendur eða Jaunþega. Með því móti megi afstýra stöðvun atvinnuveganna, ásamt þeim stórvægilegu rtruflunum, sem slíkri stöðvun hlýtur að verða samfai'a. Aðrir telja heillavænlegt, að fara að ?dæmi Suðurlándabúa, o'g vera ánægðir með hvað sem vinnst á hverju augnabliki, þótt í þ\rí felist engin lausn á vandanum, nema síð’- «r sé. Þessir menn gera sér þær vonir, að ein- hvern veginn muni rætast fram úr vandaa- júin, eða þeii’, sem með völdin fara, þegar þar kemur, verði menn til að greiða fram úr flækjunni. I skjóli þessa eru svo gerðar í'áð- stafanir, ekki aðeins til að lialda öngþveitinu yið, heldur öllu frekar til að auka nokkuð á það. Tiltölulega góður vinnufriður hefir ríkt í landinu frá því, er núverandi stjórn settist að vöklum, en þó því aðeins að gerðar iiafa yei’ið ráðstafanir til kauphækkana og uppbót- argreiðslna af opinberu fé, eða með verðjöfn- iun, eftir því, sem við hefir þótt eiga. Þann- Ig hefir tekist að forða í svip frá stöðvun. Líklegt er, að eins verði fai'ið að á komandi síldarvertíð, sem nú fer 1 hönd. Þár hafa samn- íngar enn ekki tekizt, og fer þó liver dagui’- ínn að verða til þess síðastur. Telja má lík- legt, að unnt reynist að koma síldvciðiflot- anum úr höfn, enda ber til þess brýna nauð- syn. I sumar verður þá allt með kyrrum kjör- um. Er haustar, Tís svo vandamáþð um af- urðaverð Iandbúnaðarins. Ríkissstjórnin hefir lýst yfir því, að hún telji nauðsyn tii bera, hð ihorfið verði frá uppbótargreiðslum, svo sem fi’áfarandi stjórn setti einnig á oddinn. Verði afurðaverðið ákveðið svo sem lög og samn- Ingar standa til, mun það liækka vísitöluna Um nokkra tugi stiga, en af því hlýtur að Ieiða Stöðv.un í vissiun atvinnugreinum. Þá er það tvennt til: að knýja frain lækkun kaupgjalds og afúrðaverðs með beinum samningum milli stétta, cða þá að höggva á hnútinn með gengis- lækkun. Dagurinn ,sem nú er að 1/ða í full- Jcomnu áhyggjuleysi lijá ýmsum, færir okkur nær og nær vandanum, en spurningin er þá aðeins sú, hvort ráðamenn þjóðfélagsins og Stéttanna reynist þess umkomnir, að leysa yandanii svo sem bera ber, eða ætla það hin- jum, sem á eftir koma. Gunnlaugui Kristmundsson sandgræðslustjóri 65 ára. Þann 26. júní 1880 fæddist Ivristmundi bónda að Þverá í Núpsdal í Suður-Húnava tns- sýslu, og konu hans sonur, er var vatni ausinn og var nefndur Gunnlaugur. Hann verður þá 65 ára í dag og í tilefni af deginum mun hori- um verða sýndur margvís- legur lieiður, en til þess liggja góð og gild rök. Æskuár lians bafa varla verið nijög viðburðarík, í til- tölulega afskekktri sveit, meðan allt var svo að segja í gömlum og föstum skorðum. En þó voru íslendingar þá einmitt farnir að hugsa sér til hreyfingar eftir margra alda svefn og menn dreymdi vökudrauma um komandi og betri ár en þau liðnu. Það var gróandi í þjóðlífi voru um og eftir aldamótin og einn af þessum íhörinum gi-óand- ans er Gunnlaugur Krist- mundsson, einn af þeim mönnum1 sem land okkar á mikið að þakka, þó lílið bafi bann lálið á sér bera og unn- ið starf sitt liávaðalaust. Éitt af þvi sem unga mepn dreymdi þrálátast í æsku Gunnnlaugs Kristmundsson- ar var að klæða fósturjörð- ira á ný. eins og það var oft kallað. Menn sem lásu hinar fornú sögur er gei'ðust með- an landið var skógi klætt „milli fjalls og fjöru“, eins og þar stendur, vöknuðu til úmhugsunaf um nekt þess nú og dreymdi uni að klæða það sínuiii gömlu flikum á ný og lækna svöðusárin af völdum uppblástufs, en þau voru riijög stór. Til þess þurfti menn, þolgóða og þráutseiga, ifasta í rásinni, færa um að afla sér þekkingar og' draga álvktanir af reynslunni. Árið 19f)4 lýkur Gunnlaug- ur Kristmundsson gagn- fræðaprófi í Elensborgar- skólanuín í Hafnarfirði, og ári síðar lýkur hann kennara- prófi. Síðan fer liann utan, íil Danmerkur, til þess að kynria sér sandgræðslu á uppblástui'ssvæðuni Jótlands. Lærði liarin þar margt sem koni tionuni síðar að góðu lialdi liér. Heim er tiann kominn aftur 1907 og tekur þá undÍT eins að slarfa að sandgræðslu á sumrin, en stundar kennslustörf á ve.tr- um. Þá var uppblástur víða á stóruin tandsvæðum hér, ekki sízt sunnanlands. Nægir þar að minna á Landeyjar, Rang- árvelji, Landsveit, Skeið og Selvog, þó raunar væru upp- blástrarsyæði ídiverri sýslu, svo að þæir eyddust og lieilar sveilir voru í hættu. Sand- fokið bafði lengi verið þjóð- inni erfitt við að fást og Jiafði verið beztu mönnuni mikið áhýggjuefni og margir reynt að liefta það eða finria aðferðir til þess, ldaða garða, sbr. „Ranglát“ séra Björns í Sauðlauksdal, eða veita vatni á foksandana eins og Sæ- mundur Eyjólfsson lét gera Iijá Kirkjubæjarklaustri á Siðu. Það leið ekki langur tími áður en sandgræðslan tók hug Gunnlaugs Kritsmunds- sonar allan og að íiann lielg- aði henni starfskrafta sína atta. Hann fór nýjar happa- sælar leiðir í starfi sinu,.íét girða og friða löndin sem voru að blása upp og þessar aðferðir skiluðu drjúgum árangri. Það er eftirminnilegt að koma á sum sandgræðslu- svæðin og sjá hinn ágæta ár- ángur, kafgresi þar sem ekki var áður stingandi strá. Þar liefir landið verið klætt að nýju, draumurinn er orðinn að yndislegasta veruleika, sár jarðarinnar að gróa. 1 minningarriti Búnaðar- félags íslands, i tilefni af 100 ára afniæli þess, segir svo: „Af fáu sem gert hefir ver- ið til uinbóta liér á landi hefir verið unnið af jafn mikilli feslu og þrautseigju sem sandgræðslnnni. Þetla staf- ar að miklu leyti af því að hinn sami maður, Gunnlaug- ur Kristmundsson hefir frá byrjun til þessa liaft aðal- starfið með liönduin. Honum var þegar frá bvrjun Ijóst, á livern liátt hægt var að stöðva sandfokið og græða sandana. Friðun landsins, garðar og sáning voru aðalatriðin. Að þessu liefir liann ötullega unnið og rutt öllum tálniun- um úr vegi. Árangurinn er i stuttu máli þessi: Það hefir lánazt að stöðva sandfok og uppblástur, livar sem er, og græða sandana. Leiðin þvi fundin til að græða á ný þau sár sem jörðin hefir fengið vegna sandfoks og uppblást»- ar. Sandgræðslumáluni vor- uin er nú þannig komið, að vér getuni öruggir haldið á- fram á þeim grundvelli, sem þegar er lagður og væntan- lega sjást að nokkurum ára- tuguni liðnum eigi margir sandflákar á landi voru.“ Gunnlaugur Kristniunds- son befir verið sá gæfumað- ur að eiga sér hugsjónir strax á unglingsárum, fá að vinna að því að koma þeim i framkvæmd öll sín starfsár og geta borft yfir blessunar- í’íkan árangur verka sinna á æfikvöldi. Æfistarf þessa mæta manns felst eiginlega í tveim orðum: Kennsla og ræktun. Um sandgræðslu og mennta- mál liefir Íiann ritað margai* greinar í blöð og tímarit. Heimili lians hefir lengst af verið í Hafnarfirði. Þar vann harui mikið starf við stofnun bæjarbókasafnsins og bann er einnig stofnaridiNemenda- samband Flensborgarskól- ans og i 8 ár sat hann í bæj- arstjórn kaupstaðarins, og auk þess liefir hann starfað að mörgu öðru er til þjóð- þrifa liorfir. Starfssvið lians hefir verið íslaiul allt. Hyar sem lil vancþæða liorfði af völdum sandfoksins var sent eftir Gunnlaugi Kristmundssyni. Hann kom og sá og sigraðist á sandinum, það gréri í sþor- um bans. Þess vegra er liann líka svo vel metinn um gjör- valla byggðina. Þess vegna fspra niargir lionum þakkir og óska allra heilla á þessum heiðursdegi hans. Rasniar ÁsfrpirKSnn Veitingar og- Mér hefir borizt bréf frá „Ferð- hótelhadd. lúnum“ um veitingar og hótel- hald hér á landi og er það í sam- bandi við skrif þau um þetta efni, sem hér birt- ust fyrir fáeinum mánuðum. Ferðlúinn segir: „Eg minntist orða þeirra, sem sögð voru í Bergmáli fyrir nokkuru, þegar eg kom inn i myndarhótel hér í bœnum ekki alls fyrir löngu. Eg bað um lax og hann var fram borinn. Eg hafði ekki bragðað lax áður á þessu ári og hlakkaði til að fá þetta góðgæti. En eg varð fyrir herfilegum vonbiigðum, þegar á átti að reyna. » Hitaður Eg fann ekkert bragð af laxinum, upp aftur. hvernig sem eg voiti honum á tung- unni og leitaði. Liturinn var heldur ekki eins og eg var vanur að þekkja hann, svo eg tók það ráð að bjóða þjóninum bita með mér. Jú, hann þá það og komst að sömu niðurstöðu og eg. Bað eg hann þá að útvega mér eitthvað annað, ef ekki væri til annar lax en þessi og tók hann af borðinu, en kom að vörmu spori aftur með nýja „portion“, sem hafði rétt bragð. og lit. Hinn laxinn hafði óvart verið hitaður upp frá því fyrr um daginn eða daginn áður, sagði þjónninn. * Ferðamanna- Þegar þetta kom fyrir mig, varð landið. mér hugsað til þeirra miklú um- ræðna, sem undanfarið hafa far- ið fram uni það, að lsland muni verða mikið ferðamannaland eftir stríðið. Plingað leiti út- lendingar í stríðum straumum, likt og pila- grímar til Mekka, og finnist hvergi betra að koma og vera en hér — vitaskuld. Eg ætla ekki að efast um það, að fólk nuini gjarnan leita hingað til þess að njóta náttúrufegurðarinnar, sem allir útlendingar ljúka upp einum munni um að sé dásamleg, en eg efast um að hrifning þeirra á öllu, sem landinu viðkemur, ver'öi jafn-mikil eða varanleg. » Það, sem við Eg er ekki viss ujn, að mönnum kunnum ekki. þyki mikið til gistihúsamenning- ar okkar koma og ef við.urgjöi'ii- ingur við gesti og ferðamenn er ekki svo góð- ur, að hann standist samanburð við önnur ferða- mannalönd, þá er eg sannfærður um, að menn leggi ekki leið sína hingað nema einu sinni. Og það er liarla ólíklegt, að þeir verði til þess að auka strauminn til landsins með ummælum sín- um um það. Varan verður að auglýsa sig sjálf, Qins eg sagt er í augjysingunum. En við kunn- um nefnilega ekki ennþá að starfrækja gislihús. * Þjónusta er Það er oft sagt til afsökunar á verzlun. ófremdarástandi þvi, sem rikir i gistihús- og veitingasölumálum hér á landi, að íslpndingar. geti ekki verið þjón- ar, því að þeir telji sig yfir það hafna. Þeir geta samt verið afgreiðslumenn í búð, sumir ágætir, og slík störf eru ekkert annað en þjónusta við skiptamennina, þegar þeir koma inn. Sann- leikurinn er nefnilega sá, að þjónusta í veitinga- og gistihúsum er ekkert annað en verzlun. Þjónn- inn gerir ekkert annað en verzlunarmaðurinn, afgreiðir vörur, sem til sölu eru, en hann starf- ar í öðru umhverfi og er í nánara sambandi við viðskiptamennina en verzlunarmaðurinn. Skóli fyrir Það, sem gera þarf þegar, er að stéttina. stofna hér skóla fyrir þá, sem ger- ast ætla þjónar, líkt og gert er er- lendis. Þar læri menn allt, sem kunna þarf til að geta tekið að sér þetta starf, scm kefst menntunar eins og öll önnur, ef það á að vera innt sómasamlega af hendi. Þegar svo er kom- ið, er ekki hætta á öðru en að viðskipiayininir verði ánægðir og komi aftur og bendi öðrusn á að leita þangað, sem þeir hafa fengið góðan greiða.“ Hér lýkur hréfi „ferðlúins" og verður ekki annað sagt, en að hann hafi talsvert til síns máls. Misjafn Þó vil eg ekki leggja alla að jöfnu, sauður. sem starfa að þessari atvinnugrein, en óneitanlega er þar misjafn sauður í mörgu fé. Það sjima má auðvitað líka segja um gestina, að þeir sýna ekki allir tilhlýðilega kur- teisi, en það sýnir í rauninni aðeins menningar- leysi þeirra og enginn sómi að því, að vera á slíku stigi hátternis. En livað sem því liður, þá hljótum við að verða að læra mikið, til þess að geta tekið við ferðamannastraumnum, sem búast má við eftir fáein ár, og tekið svo við honum, að hann fari vaxandi en ekki minnkandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.