Vísir - 03.07.1945, Blaðsíða 6

Vísir - 03.07.1945, Blaðsíða 6
<6 VISIR Ný útgáfa Islendingasagna væntanleg á næstunni. Guðni mag. Jónsson ntstjóri útgáfunnar, Ben. G. Waage endur- kjörinn forseti Í.S.Í. Ársþingi í. S. í., sem hófst á Akureyri 28. þ. m. lauk á sunnudagsmorgun. Var Ben. G. AVaage endur- kjörinn forseti sainbandsins, ineð 43 atkv. en 20 seðlar voru auðir. Er Jjetta í 20. sinn, sem hann er kosinn for- seli. Þorgeir Sveinbjarnarson var lcosinn varaforseli i stað Jóns Kaldals, sem baðst ein- dregið undan endurkosningu, en meðstjórnandi var endur- kjörinn Erlingur Pálsson. Stjórnin er því óbreytt, að öðru leyti en því, að Her- marin Stefánsson verður full- trúi Norðlendingafjórðungs í stað Þorgeirs, en Jón Ivaldal er farinn úr henni. Síðar mun birtast hér i blaðinu ítarleg frásögn af Þriðjudaginn 3. júlí 1945 BÆJABFBETTIB Næturiæknir er í LæknavarSstofunni, sími 5030. Næturvörður ér í Lyfjabúðinni Iðunni. Næturakstur annast Litla bílastöðin. Veðurhorfur í dag. Suðvesturland, Faxaflói, Breiða- fjörður, Vestfirðir og Norður- land: Suðaustan og sunnan gola og skúrir en bjart á milli. Norð- austurland og Austfirðir: Sunn- an kaldi og rigning fyrst en styttir upp siðdegis í dag. Suð- austurland: Sonnan gola og skúr- ir. Veðrið í dag. Klukkan G í morgun var sunn- an- eða suðaustangola hér á landi, rigning á Suðausturlandi en víðast þurrt á Vestur- og Nörðurlandi. Hiti er viðast 8--- 11 stig. Lægð er yfir Grænlands- liafi á hægri hreyfingu norðaust- ur eftir. Dm drauma. Framh. af 2. síðu. j-iðum siík sem venjulega gerist milli draumgjafa og draumþéga. Má t. d. vel -skilja það, sem ótvírætt bendir til vitundaskipta hjá Jóni, að draummaður háns, sem hann æfinlega ætlar vera föður sinn, er i rauninni -allt annar maður. Þvi að auðvitað hefir faðir Jóns, sem var á lífi framan af vetri 1942, ekki fremur en Jón af sjálfsdáðum vitað þá fyrir veður, sem Jóni þótti liann vara sig við. Hygg eg, að flestir sem reynt hefðu að búa til svona draumsögu, hefðu gætt þess að láta spá- gjafa sinn vera einlivern dá- irin marin, þó að menn séu nú varla stórum líklegri til sþávizku fyrst eftir andlát- ið en fyrir það. Þykist eg af þessu mega ætla ásamt greinargerð sýslumannsins, að þessir drauma Jóns séu ekki aðeins tilbúningur hans eða vísvitandi ósannindi, og skilst mér, að sérkennileiki þeirra stafi af þvi einu, live |>essi „faðir“ eða drauma- maður veit æfinlega um sam- bandið. Er svo að sjá, að bann, sem ekki virðist þó vera liinn eiginlegi draum- gjafi Jóns, vilji fyrir vitn- eskju sína um þetta sam- band, reyna að afstýra yfir- vofandi slysum, og kemur :sú viðleitni samkvæmt grein- argerðinni mjög berlega í Jjós með draumi Jóns um enska hermanninn, sem úti varð. Fær Jón þar skipun um, hvað gera skuli, og jafn- framt því þátt í vitneskju " draummanns síns um það, sem er að ske, livar liermað- urinn er og hvernig ástatt ;sé‘um hann. Er þetta aðeins ,vitrun um það, sem er að gerast, og eins líka draum- urinn um ferð „Esju“ gegn- um isinn fvrir Horn. En í sambandi við „Fossana“ ræðir það, sem verður eða liætt er við að verði, og eru sýnirnar þó varla á annan bátt en þann, að draumgjafi hans fær samband við lík- an samtimaalburð, sem ef til vill hefir þó ekki verið eins likúr því, sem varð, og Jóni fannst eftir á. IJefir hin síðari ár verið hér á jörðu gnótt atburða sambærilegra við Fossa-slysin eða þá flug- vélarhrapið, þar sem Jón ætlar Hitler vera að farast. Gat margt valdið ]>ví, að Jón þýddi atburð á einmitt þenna hátt, og verð eg þó að ætla, ef draumurinn ræt- »st, að því bafi mest valdið hugboð frá spágjafa um það, bvernig fara mundi að lok- um fvrir Iiinum mjög umtal- aða valdbafa Þýzkalands. Þorst'einn Jónssoh á Olfsstöðum. i BÍLL ^ til sölu, Ford, módel 1935, í ágætu standi Til sýnis í dag kl. 8—9 e. m. við Mið- bæjarbarnaskólann. Alm. Fasteignasalan (Brandur Brynjólfsson lögfræðingur). Bankastræti 7. Sími 5743. i ráði er að gefa út íslend- ingasögurnar á næsta ári og er Guðni mag. Jónsson rit- stjóri útgáfunnar. Vísir hafði íal afmag. Guðna í gær og innti hann frétta af þessari merkilegu útgáfu. Sagðist Guðna svo frá: Eins og kunnugt er, hefir verið um tvær útgáfur ís- lehdingasagna að ræða hér á landi, sem máli skipta. Hin eldri og útbreiddari er út- gáfa sú, sem kennd er við Sigurð Kristjánsson. Hefir hún unnið stórmikið gagn á sínum tima. En þrátt fyrir það var hún í upphafi af van- efnum gerð og texlar eigi svo vandaðir sem skyldi. Á síðari tínnun hefir verið úr þ.ví bætt í þeim sögum, sem end- unprentaðar hafa verið. En. nú um langa liríð hafa ein- hverjar af sögunum oftast verið uppseldar, svo að út- gáfan í heild hefir ekki feng- izt nema með liöppum og glöppum. í hana vantar og margt af sögum og þáttum, sem þar ættu að vera. Hin út- gáfan er Fornritaútgáfan. sem verður, er tímar líða fram, liin ágætasta heildar- útgáfa af fornritum vorum/ En kynslóðirnar geta ekki beðið eflir henni, og bindin seljast upp jafnóðum og þau koma út og áður en þorri manna veit af. Hin nýja út- gáfa á að bæta úr þessnm á- gölluin fyrirrennara sinna með þvi að gcfa öllum íslend- inguin, sem þess óska kost á ódýrri, handhægri og vand- aðri textaútgáfu allra íslend- ingasagna á stuttum tíma. Eins og nærri má geta, er hin nýja útgáfa á engan hátt sett til höfuðs áðurnefndum út- gáfum. Þær eiga allar göfugt hlutverk að vinna og geta unnið það hlið við lilið. í nýju útgáfunni verða um 20 rit, bæði sógur og þæliir, sem elcki hafa birzt í fyrri heildarútgáfum. Fæst af þeim hefir verið prentað áð- ur hér á lnadi, lieldur hér og hvar í útlendum útgáfum. Sögur þessar og þættir evu þvi alger nýjung fyrir flesla íslénzka Íesendur og ' slór- mtrkilegur viðauki við þær sögur, sem almenningi tru kunnar. ' l.imi nýju útgaíu verða þannig alls 100 sjálf- stæð rit. 1 þeim sögum,'sem þegar eru til í vönduðum útgáfum, mun engra eða mjög óveru- legi'a breytinga þörf. En sumar sögurnar hafa aldrei • verið gefnar út með nægi- legri nákvæmni, og má gera ráð fyrir, að leiðrétta þurfi ýmsar misfellur i texta þeirra með samanburði við handrit. Getur verið, að eg fari til Kaupmanna- hafnar, til þess. að alhuga. handrit af nokkurum sögum í Árnasafni eða að öðrum kosti að fá 'þau lánuð liingað til lands, ef Jiess verður auð- ið. Eriginn orðamunur verðru úr handritum, ~ skýringar verða engar nema á vísum og kvæðum og formálar mjög stuttir. Þetta á fyrst og fremst að vera lesútgáfa, þar sem lesandinn fær að vera í friði fyrir útgefandanum. Þær sögur, sem eru úr sama héraði koma í sama bindi, eftir þvi sem við verð- ur komið. önnur sjónarmið, svo sem aldur einstakra sagna og áreiðanlejki, koma einnig til greina við niður- skipun efnisins. Sögurnar verða prentaðar með stóru og skýru letri og pappír vandaður. Brotið verður heldur minna en Skírnishrot, sem allir þekkja. Bindin verðá ekki stærri en svo, að þau verði léll og handhæg, — þreytí ekki les- andann með stæi-ð og þunga. Og vitanlega verður alls ekki nútímastafsetning á bókunum, heldur hiil gamla góða, svo bækurnar tapi ekki gildi sínib Bindin verða eitthvað 8— 10 alls og á útgáfunni að verða' lokið á næsta áii. Múnu sennilega koma út 2 bindi í einu á svo sem þriggja mánaða fresti, unz útgáfunni er lokið. öll bindin eiga að kosla 300 krónur í vandaðri kápu: Það verða líklega ódýrustu bókakaup á þessum tímum. En íslendingasögurnar, dýr- mætasti þjóðararfur vor ís- lendinga, mega aldrei verða okurvarningur. Hvenær sem íslendingi, unguni eða göml- um, rikum eða fátækum, dettur í hug að eignast íslend- ingasögurnar, allar i heild eða einstakar, á hann að geta fengið þær keyptar í vand- aðri og smekklegri, en þó ó- dýrri útgáfu. Klæðaskápur. Stór klæðaskápur til sölu. Upplýsmgar í síma 4430 og 5875. Skemmtistaðiir Sjálf- stæðismanna á Akur- eyri opnaður. SkemmtistaðHr Sjálfstæð- ismanna á Akureyri, Nausta- borgir, var opnaður s.l. laug- ardag. Ilefir verið komið ])arna npp ágætu samkomuhúsi og var Sjálfstæðisfélögunum boðið til kaffidrykkju í því á laugardaginn og var það byrjun sumarstarfseminnar. Verður héraðsmót Akureyr- inga og' nærsveitarmanna væntanlega haldið að Nausta- borgum nú um miðjan þenn- an mánuð. BÍLL. Gamall, góður bíll, scm breyta má í pallbíl, á góð- um gúmmíum, til sölu. Mjög sanngjornt verð, Upplýsingar í síma 3455. Stúlku vantar í Y M.C.A. Uppl. hjá Þóru Guðnmnds- dóttur, Laugaveg 23, dag- lega milli kl. 12—2. Kaupum allar bækur, hvort heldur eru heil söfn eða einstakar bækur. Einnig tímarit og blöð. Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar Lækjargötu 6. Sími 3263. STÁLULL Klapparstíg 30. Sími 1884 Fra. Neskirkju. Enn hafa kirkjunni borizt tvær gjafir, önnur að upphæð kr. 200, 'fá „G. J. á Melunum“, hin 500 kr. frá hjónum i Hallgrimssókn, jneð tilniælum um, að hver sókn- armaður leggi Neskikju til sem flest dagsverk, helst hálfan mán- ,uð, þegar hafist verður handa um byggingu hennar. — F. h. kirkjunnar: Kærar þakkir. — Guðm. Ág. Útvarpið í kvöld. 19.25 Hljómplötur: Lög úr ó- perettum og tónfilmum. 20.30 Lönd og lýðir: (Sverrir Kistjáns- son sagnfræðingur). 20,55 Illjóm- plötur: Píanólög. 21.05 Útvarp frá hátíðafundi í stúkunni ,Verðandi‘ (G0 ára afmæli): Ávörp'og ræður (síra Jakob Jónsson, Jakob Möll- er, fyrrv. ráðherra). Upplestur (frú Kristin Sigurðardóttir). Kór- söngur (I.O.G.T.-kórinn). 22.00 Fréttir. Dagskrárlok. KB0SSGÁTA nr. 82. Lárétt: 1 Konungurinn, 7 mylsna, 8 biblíunafn, 9, stanz- að, 10 op, 11 langur, 13 spott, 14 fjall, 15 tímabil, 16 sjáðu, 17 ferðast. Lóðrétt: 1 minnkunn, 2 meðal, 3 buslaði, 4 greinir, 5 veiðarfæri, 6 frumefni, 10 horft, 11 skinnið, 12 fjall, 13 lof, 14 spýtu, 15 fall, 16 for- stjóri. Ráðning á krossgátu nr. 81: Lárétt: 1 Freknur, 7 róg, 9 asa, 9 ós, 10 ýsa, 11 ali, 13 ola, 14 ö, e, 15 Ása, 16 áði, 17 strútur. Lóðrétt: 1 Fróð, 2 rós, 3 eg, 4 Nasi, 5 N.S.A., 6 Ra, 10 ýla, 11 atar, 12 leir, 13 ost, 14 öðu, 15 ás, 16 át. Háilitun. Heitt og kalt permanent. með útlendri olíu. Hárgreiðslustofan Perla

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.