Vísir - 18.07.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 18.07.1945, Blaðsíða 4
4 VISIR Miðvikudaginn 18. júlí 1945 VlSIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VISIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Flng et fzamtíðin. íjegar Eimskipafélag Islands var stofnað sam- “ einaðist þjóðin öll um það félag. Menn skildu, að þetta var lífsnauðsyn. Islendingar urðu sój lfir að taka siglingarnar í sínar hend- ur. Reynslan hefur sannað, að þjóðin fór þar rétt að, enda hefur félagið reynzt ómetanleg hjálparhella, bæði á tímum friðar og ófriðar. Nu stöndum við á likum vegamótum. Ein- angrun Islands er rofin til fulls. Meiri bylting í samgöngumálum hefur átt sér stað, en þeg- ar gufuskipin komu til sögunnar í stað segl- skipa. Með flugvélum fara menn land úr landi á jafnfáum stundum og gufuskipin fara á dög- um. Þetta læra menn að meta um leið og þeim skilst að tíminn er dýrniætur. Hraðinn grípur um sig og helzt í hendur við aukna menningu. Þeim mun betursem tíminn er not- aður, þeim mun meiri afrek verða unnin í þágu lands og þjóðar. Stórþjóðirnar hafa tek- ið flugtæknina í þjónustú sína og henni hefur fleygt fram á styrjaldarárunum. Er það eitt af því fáa góða, sem af styrjöldinni liefur leitt. Meiri reynsla liefur fengizt í flugi á þess- um fáu árum en þremur áratugunum þar á undan. Nú er mönnnm ljóst, livaða flugleiðir henta framtíðinni bezt. Sannazt hefur, að norðurleiðin milli Vesturheims og meginlands Evrópu er örugg fluglcið, sem tíðfarin verður á næstu árum. Island verður áfangi á þeirri leið, en við það verður að miða ýmsar fram- kvæmdir, sem óumflýjanlegar eru, en ekki hefur verið sinnt til þessa að neinu ráði. Má þar nefna stjórn flugvalla og gistihúsarekst- ur, sem við erum ekki menn til að reka sóma- samlega í augnablikinu, en getum annazt hvort tveggja, ef almennur skilningur á þörfinni er fyrir hendi. I dag eru hér tvö flugfélög starfandi. Rekst- ur þeirra gengur að óskum og á eftir að dafna verulega í framtíðinni. Flugið mun taka þar við, sem aðrar samgönguleiðir þrjóta, en flug er þjóðinni meiri nauðsyn en nokkurri ann- arri þjóð, sem stafar meðal annars af því, að hér er samgöngukerfið ófullkomið og óvið- ráðanlegt, nema því aðeins að við notfærum okkur tækni nútímans til hins ítrasta. Flugið er og verður framtíðm í þessum efnum. Fyrir því ber að leggja ríka álierzlu á að efla þau félög, sem flugstarfsemi hafa með höndum. Við þurfum að leggja langa lcið að baki til þess að komast til næstu nágrannalanda'. Slík- «ir samgöngur eigum við að annast sjálfir að verulegu leyti, nákvæmlega eins og við önn- nmst farþegaflutninga og vöruflirfninga á sjó. Sama máli gegnir um samgöngur og flutninga innalands. Þar getum við verið sjálfum okkur nógir. Ber þá að hafa í huga, að við' eigum fleira að annast cn farþegaflugið eitt. Ef til vill er enn meiri nauðsyn á vöruflutningum innanlands, sem skipin eru látin annast eins og sakir standa, en nægja hvergi nærri til slíkra flutninga, þannig að viðunandi sé. Mörg útkjálkahéruð hafa algerlega ófullnægjandi samgöngur, enda verður þeirra þörf aldrei fullnægt, svo að í lagi sé, nema með flug- tækninni. Því ber að efla flugstarfsemina og veita nægjanlegu fjármagni í þann farveg. Það getur reynzt þjóðinni of dýrt, að spara a vissum sviðum. Flugið er framtíðin og því her að fórna fjórmagni og kröftum. Opið bréf til Daginn eftir að Esja lagði af stað frá Kaupmannaliöfn, hirti „Politiken“ grein und- ir fyrirsögninni: „Islands- baaden nægtet Afrejse i gaar“. í grein þessari er far- ið þeim orðunx um farjxega, að ekki þykir rétt að láta hana liggja í þagnargildi. Tilefni þessara unnnæla mun vera liandtaka 5 íslend- inga, sem gerðist á Esju i Ilöfn og kunn er orðin liér á landi. Um það skrifar „P.oli- liken“: „Það sýndi sig sem sé, að ástæður nokkurra far- ]xega voru þannig, að Eng- lendingar gátu ekki án nán- ari athugunar leyft þeim að ferðast til íslands. Hér var um að ræða 25 farþega, og átti að rannsaka fortíð þeirra út í yztu æsar (intil de mindste Enkeltheder). Og vér getum sagt það hreinl og beint: þetta voru fslendingar, sem á stríðsárunum hafa dvalið lengri eða skemmri tima í Þýzkalandi. Það vakti þegar nokkra undrun á há- tíð íslendingafélagsins i Höfn 17. júní, að einri ræðu- mannanna var íslendingur, sem í byrjun þessa árs kom liingað sem doktor frá Leip- zig eftir 5 óra dvöl i Þýzka- landi. Og þeir eru fleiri, sem á ófriðarárunum hafa orðið doktorar og kandidatar i Þýzkalandi.“ Svo mörg eru þessi orð. E. t. v. leyfist ihér að svara þvi fyrst, sem mér er sjálfum skykíast. Því að ummælin um ræðumarininn á íslend- ingamóti 17. júní munu eiga við mig. Ræða sú ,sem eg' flutti þar, birtist í næsta hefti Fróns, svo að bæði íslenzkum lesendum og fréttaritara „PoIilikens“ gefst kostur á að rannsaka, hve mjög þessi nýbakaði doktor(!) liafi dregið taum nazismans. En unx dvöl mína í Þýzkalandi er sízt ofsögurix sagt, og dokt- orimx jafnvel ekki svo glæ- nýr, sem „Politiken“ heldur, því að mér áskotnaðist þessi titill 1936 fyrir ritgerð unx siðfræði svissneska mennta- frönxuðarins og nxaixnvinar- ins Pestalozzi, og tók cg þar eindregna afstöðu gegn siða- boðskap nazismans. Þetta gerðist tveim árunx áður en stjórn Dana sænxdi Herm.ann Göring æðsta lieiðursmerki, sem hún hafði að veita. Lík- lega hefði fréttaritari „Poli- tikens“ undrast ennþá meir, ef hann hefði vitað þetta. Þegar Esja lagði frá bryggju í Höfn, var það ó allra vitorði, að einhverja rannsókn á högum farþega átti að gei-a. Það er því ekk- ert við því að segja, þó að blaðið gæti þess. Hins vegar er það rangt, að rannsókn þessari liafi aðeins verið beint gegn 25 Þýzkalandsförunx. Enginn þeirra 5 manna, sem teknir voru lxöndunx í Esju í Höfn, hafði dvalið i Þýzka- landi, og á leiðinni heinx voru livorki allir yfii-heyrðir, senx komu frá Þýzkalandi, né lieldur þeir einir. Ekki nxunu Iieldur yfirheyrslur þessar hafa leitt neitt grunsamlegt i ljós unx nokkurn farþega. Ummæli „Politikens“ eru því með öllu gripin úr lausu lofti. Af því að eg geri ráð fyrir, að fréttaritara „Politikens“ þyki leilt að hafa gert okkur rangar getsakir, vil eg, hon- um til leiðbeiningar, geta þessa: Vér íslendingar erum frem- ur ótalhlýðnir. Vér geturn áx‘- „Politiken" um saman lifað í trássi við þá skoðun og þá siði, sem al- mennt rikjá í umhverfi voru. Vér þykjijnxst þvi vera færir um að halda sannfæringu vorri, þó að vér dveljum langdvölum erlendis og á oss næði þrotlaus áróður og jafn- vel skoðarakúgun. Nazisnx- inn gat ekki svipt oss þessari öryggistilfinningu. Ilvar, sem við erunx i heiminum og á hverjCi sem gengur, finnum vér ávallt ólxrigðult traust heinian frá Fróiii. Enginn ís- lendingur, sem dvalið hafði í þriðja rílciixu, óttaðist, að sér yrði tekið ííieð ásökununx eða tortryggni, þegar hann kænxi heim. Vér þekkjum þetta frjálslyndi þjóðarinnar og erunx hreyknir af þvi. Vér óskum ekki, að sú tortryggni gagnvart sannfæringu manna, sem var svo rikur þáttur í eðli nazismans, dafni með fslendingum. En ef þjóð- in hefði tilhneigingu í þessa átt, þá hlvti liún að konxa fram nú. Viðkvæði nazisla var þetta: Þekkrr þú gyðing? Ert þú í vináttu við gyðing? Hefir þú lijálpað gyðingi? Ef svo er, ert þú loriryggilegur og útskúfaður. Auðvitað nxætti beila sönxu aðferð gegn þeirn, sem dvalið hafa i Þýzkalandi, og vér vitum næg dæmi þess, að henni er beitt annars staðar. En á ís- landi á hún sér ekkert fylgi. Nazisminn hefir ekki smitað oss. Vér skilduixi eðli hans nógu fljótt og nógu í-ækilega til þess að varast hann. Þessar línur eru ekki fyrsl og frenxst skrifaðar til að hera hörid fyrir höfuð mér. Hér á íslandi nxyndi það líka óþarfi. Enginn, senx þekkir mig, getur grunað mig um samúð nxeð nazismanunx. En „Politiken“ veit fullvel, hve gott nazisixianunx hefir ann- ars staðar orðið til vikapilta og flugunxanna, sem hafa jafnvel ekki skirrazt við að ofurselja samlanda sína rétt- lausu ofbeldi þýzku leynilög- reglunnar fyrir fáeinar krón- ur. Blaðinu væri jxví nauð- synlegt að kunna betur að greina ixiilli þeix-ra og lxeiðar- legra mamia. Ef fréttaritari „Politikens“ hefm strax eftir 17. júní,— hann lievrði ræðu mina — látið í ljós undrun sína yfir því, að stjórn íslendingafé- lagsins skildi fela mér að mæla fyrir minni íslands, hefði eg getað heðið Ixlaðið sjálft fyrir svarið. Nú skilja oldvui’ breiðir álar, en jxóst- samgöngur frekar erfiðar ennþá. Því bið eg islenzk lxlöð að hirta jxetla svar. Reykjavík, 18. júlí 1945. Matthías Jónasson. Flnralelkafcr IC.R. um VesffirðS. Síðastliðna viku fór 15 nxanna fimleikaflokkur úr Knattspyrnufélagi Reykja- víkur í sýningarför til Vest- fjarða undir stjórn kennara sins, Vignis Andréssonar. Alls voru 19 nxamxs með í förinni, og var Ásgcir Þórar- insson fararstjóri.. Fimleikamennirnir rónxa injög gestrisni og alúð allra Vestfirðinga og lxiðja» lxlaðið að flytja jxeim hjartkærar þakkir fyrir móttökurnar og vona, að för jxeirra nxegi verða til að glæða íþrötta- áhuga á Vestfjörðunx. Þessi ræða var ftutt á kveðjusamsæli íslend- inga i Höfn af ólafi Gunnarssyni frá Vík. Höf- unduinn hefir góðfúslega leyft hlaðinu að birta ræðuna. í kvöhl kveðja heiiiifúsir íslendingar hræður og systur. Fyrst og fremst vini og vandamejm í liópi tanda, en jafnframt kveðj- um xúð bræðraþjóð vora, sem hefir veitt okk- ur viðtöku á þjóðarheimilinu, eins við vær- um skilgetin hörn hennar. Þeir íslendingar, sem nú kveðja Danmörku, liafa minnst dvalið hér síðustu 0 árin, og sumir lengur. Það hafa verið ár striðs og hörmunga. Þessi ár liafa breytt liugsunarhætti og vi'Smóti þjóðarinnar. Við, sem höfum dvalið hér ölf stríðsárin, sáum fyrst gamanbros Danans hreytast í áhyggju- og gremjusxúp. í honum speglaðist vanmáttarkennd lítillar þjóðar, sem var marin undir járnhæli stórveldis. En van- máttarkenndin llvarf fy.rir þeim haturs og hefndarhug, sem gagntók allan fjöldann, og lýsti• sér í andstöðu, sem átti sinn þátt i hin- um endanlega sigri bandamanna. í öll þessi ár fyígdunj við harátlu bræðra- þjóðar vorrar með velvilja og skilningi. Þegar mest hlós i móti fyrir Donum, muii lxagur þeirra hafa verið okkur engu síður lijartfólginn en okkar eiginn. Við samgleðjumst nú Dönum með endurheimt frelsi. En því her ekki að leyna, að sú gleði er biandin nokkrum vonhrigðum og ugg með tilliti til franitíðarinpar. Danir hafa orðið að þola svo mikið óréttlæti meðan á striðinu stóð, að það er frá sálrænu sjónarmiði mjög skiljan- legt, að, þéir taki ekki með mjúkum höndum á bófum og landráðamönnum. En því miður virðist þjóðarsálin hafa sýkst af hefndarhug og óbilgirnj, og takist hinum beztu mönnunx þjóðfélagsins ekki að lækna það mein sem fyrsf, getur það liaft slæmar afleiðingar í framtiðinni. Við íslendingar, sem höfunx gist hina dönsku þjóð og xnætt velvilja og virðingu margra ágælra Dana, sem einskis óska fremur.en einlægrar og haldgóðrar samvinnu milli hinna 5 norrænu ríkja, hljótum að hryggjast yfir þeim úlfaþyt, 1 sem óábyrgir einstaklingar hér i Danmörku 1 hafa komið af stað í sambandi við sjálfstæðis- mál vort. Þessi úlfaþytur er þeim mun leiðin- legri, sem íslendingar virðast nú liafa gleyml eða fyrirgefið gamlar ávirðingar Dana að fulhi og öllu. Við, sem þekkjum Dani lxezt, megum þó ekki dæma þá of hart, en minnast þess, að ÖII sár þurfa tíma til að gróa, og þekkingar- leysi Dana um ísland og íslendinga stafar ekki af skeytingarleysi einu, heldu engu síður áf ónógri eða úreltri fræðslu. Við íslendingar erum hörundssárir, ekki sízt ef sjálfstæðismál vort ber á góma, en þar eð því er nú til lykta ráðjð á farsælan hátt, ber oss skylda til að skýra þetta viðkvæma mál fyrir Dönum, en forðast allar deilur þvi við- x'lkjandi. Þeim mun fyrr, sem Danir skilja okkur í þessu máli og við .þá, þeim mun fyrr nxegum við vænta góðrar samvinnu þjóðanna á öllum sviðum. Kæru landar! Eftir tæpa tvo sólarhringa dreifist hópurinn, sem varð þéttari og .þéttari éftir því sem útlegðarárunum fjölgaði. Við, seni' nú höldum heim, erum í mikilli þakkarskuhl við ykluir, sein hafið verið og verðið útverðir íslenzkrar menningar í þeirri borg, sem um margar aldir liefir verið hin andlega höfuð- borg fslands. Unglingnuni, sem kemur heiman úr fámenninu, ríluir að framtiðardraumum og glæstum vonum, en fátækur að lífsreynslu og fjármunum, fær ekki mælt á neinn venjuleg- an mælikvarða þá aðstoð, sem þið látið i té. Okkur getur, mörgum, orðið villugjarnt í ys stórborgarinnar, og þá eruð þið oft og einatt þau leðiarljós, sem vísa okkur á rétla leið. Þar að auki e.ruð þið tengiliður milli bus- anna og Dana. Margur landinn myndi vafa- laust reka sig óþægilegar á, ef þið væruð ekki til aðstoðar. Einmitt nú, þegar svo'mörg ár eru liðin siðan Danir og íslendingar gátu tal- azt við, eruð þið ómissandi ráðunautar þeim, sem leita sér menntunar eða atvinnu hér í ná- inni framtíð. Við íslendiijgar, sem förum heim með Esju á sunnudaginn, kveðjum með söknuði land- ið, sem hefir fóstrað okkur í mörg ár. Við minnumst með gleði ágætra, danskra vina og hinnar brosandi dönsku náttúru, sem nú er búin sinu fegursta skrauti. En fyrst og fremst árnum við löndum, sem eftir verða, allra lieilla. íslandi unnunj við öll, og fslandi viljum við helga alla okkar krafta. Megi ættjörð vorri vel farnast í nútíð og framtið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.