Vísir - 18.07.1945, Side 7

Vísir - 18.07.1945, Side 7
IMiðyjkuflagion 18. júlí 1945 VISIR 7 170 ann. Þú mátt fá þér vinber úr körfunni. Mér «ýnist þú dauðþrejrtt.“ Hávaxna stúlkan leit á hann daufeygð og heldur kuldalega. En svo breyttist svipurinn í heillandi bros, svo að bjartað tók viðbragð í brjösti hans. Hún nuggaði ennið þreytulega og tók af sér þessa ankannalegu, gömlu prjóna- húfu, svo að svartir lokkar féllu um axlir lienni. A'óbiskus hló lágt fullur aðdáunar. Stúlkan hló líka, þreytulegum mjóum hlátri, sem nálgaðist lcjökur. „Þú ert góður,“ sagði hún lágt. „Eg ætla að þiggja þetta. Mér er svo heitt og eg er dauð- þyrst.“ Asnaskömmin hafði nú fest hjólið utan í ;steinvegg og bisað við að rífa sig lausan. Vó- biskus fór aftur fyrir vagninn til að ná í tuggu handa asnanum, meðan hann væri að færa beizlið í lag. „Nei, nei, gerðu þetta ekki!“ kallaði stúlkan hátt. „Hann má ekki fá hey. Það — það er ekki holt fyrir hann!“ Hún var skelfd á svip. Vóbiskus 2eit við og hnyklaði brúnir. ,IIvað hefirðu í þessum vagni, stúlka mín?“ spurði liann liöstum rómi og stakk hendinni ofan i heyið. „Æ! — það er bróðir minn! Hann er veikur! Vektu hann ekki!“ „Bróðir þinn veikur, einmitt!“ sagði Vóbisk- us hæðnislega. „Og þú smellir honum í vagn- inn og þekur hann heyi! Líklegt eða liitt þó!“ Hann tók að kasta heyinu úr vagninum. „Svo að þú ert veiki hróðirinn!“ Stúlkan kom að í flýti og lagði liendi sína á armlegg Vóbiskusar, en Demetríus settist upp með yglibrún. „Við erum í liættu stödd,“ sagði liún í trún- aði. „Við komum hingað í þeirri von að hitta mann að nafni Marsellus Gallíó, þar sem við vitum, að liann mun hjálpa okkur.“ „Marsellu er farinn fyrir viku.“ Vóbiskus var nú heldur hlíðari en áður á svipinn. „Eruð þið vinir hans?“ Bæði kinkuðu kolli. Vóbiskus horfði á þau til skiptis með fortryggni. „Þú ert þræll, lagsmaður!“ saagði hann og benti á eyru Demetríusar. Skyndilega datt hon- um eitthvað í liug og Ijómaði af lionum. „Jahá!“ sagði hann. „Það er lýst eftir ykkur! Báðum tveim! Síðast í gær voru liér hermenn frá Iiaprí og leituðu að dóttur Gallusar og grískum þræli, sem þeir héldu að væri á leið til Róm.“ „Það er rétt,“ játaði Demetríus. „Þessi unga kona er dóttir Gallusar hershöfðingja og heit- bundin Marsellusi Gallíó, en hann er húsbóndi minn. Eg heiti Demtríus..“ Vóbiskus tók við- hragð. „Mig minnir hann hafi átt að heita Demetrí- tis,“ tautaði hann með sjálfum sér. „Segðu mér, sendi Marsellus }>ér hoð fyrir nokkurum vik- um síðan?“ „Já, lierra, litla melónu í öskju.“ „Nokkurt skrif?“ „Mynd af fiski.“ Demetríus horfði af varfærni í allar áttir og steig svo út úr vagninum. Langt úli á akri hreyfðist þunglamalegur vagn smám saman nær i áttina til þeirra. „Farðu að bjástra við asnann, áður en þessi náungi sér þig,“ sagði Vóbiskus aðvarandi, — „og láttu ekki sjá þig. Það er hezt fyrir ykkur að vera hér um kyrrt um hrið.“ Hann sneri sér að Diönu. „Þér er óhætt að fara upp að bú- garðinum, hugsa eg. Flýttu þér ekki. Spurðu eftir Antóníu, konu Kesó. Segðu henni til þín. Þið tvö megið ekki láta sjá ykkur saman, Allir i Arpínó vita, að leitað var að ykkur.“ „Þau þora kannske' ekki að skjóta yfir okkur skjólshúsi,“ sagði Díana. „Ælli það ekki. Þau segja þá til, ef svo er,“ svaraði Vóbiskus. „Þú getur ekki verið kyrr liér! Það eitt er víst!“ Stóri Makedóníumaðurinn horfði á liana ó- vinsamlega. „Og hvers vegna viltu hitta konu Kesó,“ spurði hann höstugum rómi. „Eg held þú ættir heldur að tala við Appíus Kesó, lagsmaður.“ „Nei, við konu hans,“ sagði Díana og hélt fast við sinn keip. „En eg er ekki bétlari,“ hætti hún við. Makedóníumaðurinn kinkaði kolli hugsi á svip og brosti. „Komdu með mér,“ sagði hann lágt eins og hann væri að fremja voðalegt afhrot. Hann gekk á undan að skrautgarðinum og kom þar auga á húsmoður sina. Hann henti Díönu, að hún skyldi ganga til hennar og hvarf sjálfur til hliðsins. Antonía var fögur eins og unglingsteþxi í skrautlega litum sumarklæðum og með harða- stóran, rauðan hatt. Hún var að gæta til með þræli, sem var að sníða rósir. Er hún heyrði fótatak, leit hún við og liorfði á þann, sem kom. „Þú mátt fara!“ sagði hún við þrælinn. IJann- sneri sér við og horfði á gestinn. „Strax!“ skip- aði Antonía. „Eg biðst afsökunar, að eg kem svo öllum á óvænt,“ sagði Diana, —• „og hve liræðileg eg er útlits. Mér var það nauðsynlegt að dulbúast sem ungilngspiltur.“ Antonía brosti svo skein i röð af mjallahvít- um tönnum. „Já, kannske hefir það verið nauðsynlegt,“ sagði hún hlæjandi, — „en þú lítur alls ekki út eins og strákur.“ „Eg reyndi þoo nú samt,“ sagði Díano. „Hvað er það, sem kemur upp um mig?“ „Allt,“ sagði Antónía. Hún gekk að stein- bekknum við götuna. „Komdu, seztu niður, og segðu mér livað á seyði er. Þeir eru að reyna að hafa upp á þér, er það ekki?“ Díana sagði frá öllu, sem máli skipti, og var nokkuð flumósa. Ilún opnaði hjarta sitt fyrir Antóníu með trúnaðartrausti, að ekki vrði upp um liana komið. „Eg má ekki koma ykkur í vandræði,“ hélt lmn áfram, — „en æ — ef eg gæti fengið hað, — ef bið vilduð lofa mér að sofa í leyni í nótt, þá gæL eg farið.“ Þreytuleg augu Díönu flóðu i tárum. „Við getum lagt ýmislegt i hættu fyrir þann, sem elskar Marsellus,“ sagði Antonía. „Komdu, við skulum fara inn í húsið.“ Hún gekk á und- an inn í forsalinn og var þá Kesó að koma út úr bókaherbergi sínu. Hann stanzaði og depl- aði augunum nokkurum sinnum af undrun. Antónia sagði: „Appíus, þetta er dóttir Gallus- ar liersliöfðingja, sem hermennirnir voru að leita að .... Díana, þetta er eiginmaður minn.“ „Eg skal fara, herra minn, ef þér óskið þess.“ Díana var raunaleg í málróm. „Hvað liafið þér til saka unnið?“ spurði Kesó og sneri sér að henni alvarlegur í bragði. „Hún strauk frá Kaprí,“ skaut Antónia inn í, — „af því að hún var lirædd við strákinn keisarann. Nú er liann staðráðinn í að finna hana.“ „Svei!“ hreytti Kesó út úr sér. „Stigvéladrís- ill! Þefdýrið það!“ „Þei, j[)ei!“ sagði Antónía aðvarandi. „Þú ætlar þó ekki að láta setja okkur öll í fangeslsi! Jæja, hvað eigum við að gera af Díönu? Appius, hún er heitbundin Marsellusi!“ Kesó hrópaði upp yfir sig af gleði og greip um báðar hendur hennar. „Þér verðið að vera hér kyrr hjá okkur,“ sagði hann. „Hver sem ætlar að nema yður á brott, skal verða að berjast! Eruð þér ein? Iler- mennirnir sögðust líka vera að leita að grískum þræli, sem strokið liafði með yður.“ „Harní er niður frá í víngarðinum hjá Vó- biskusi,“ sagði Antónía. „Og þú ættir að taka eitthvað til bragðs.“ „Hvað vita þjónarnir mikið?“ „Við sklum ekki reyna að halda því leyndu,“ stakk Antónía upp á. Við skulum segja þeim sannleikann. Þegar þeir vita, að Díana er heit bundin Marsellusi og Grikkinn er þræll lians, þá færi enginn þeirra að —“ „Vertu ekki svo viss um það!“ sagði Kesó. Þú ve.'zt, að verðlaunum er lieitið.“ Hanú l>enti út í súlnagöngin. „Hann myndi nú þiggja að fá þúsund sestersa, Makedóníumaðurinn sá arna. En eg ætla að segja honum og öllum hinum, að hver sá sem kemur upp um þau, verðurk kag- hýddur! Eða þaðan af verra!“ „Gerðu eins og þú vilt, vinur,“ sagði Antónía slillilega. „En eg hugsa, að öruggara verði að treysta þeim en hóta þeim. Það hugsa eg, að Marsellus liefði ráðlagt, hefði hann verið hér.“ „Marsellus kom alltaf fram við fólk, eins og það væri betra en það er,“ sagði Kesó. Hann Frá mönnum og merkum atbnrðum: Sannleikurinn um uppgjöf ftalíu. Eftir David Brown. SIÐARI KAFLI Þegar húma tók óku þeir inn í Rómaborg. Bifreiðinni litlu var ekið um hin breiðu stræti Rómaborgar til Palazzo Caprera og var numið stað- ar fyrr utan snoturlega steinbyggingu, gegnt italska hermálaráðuneytinu. I þessu snotra steinhúsi átti að vera felustaður þeirra Taylors og Gardiners. Þeir klöngruðust út um bakdyr bifreiðarinnar og fóru inn í húsið. Þeir fengu tvær gríðarstórar skrifstofur til afnóta fyrir svefnherbergi. Þetta voru einkar snotur her- bergi, fagurlega skreytt og veggirnir lagðir dökkum, útskornum viðum. Áföst voru baðherhergi. Þar voru silfur-vatnskranar og marmarahorð. Hvarvetna, jafn- vel í baðherbergjunum; voru þykkar dýriiidis a- hreiður. Gestirnir göptu af undrun. Degi áður höfðu þeir verið í tjaldi í hengirúmum, gerðum af striga. Og tjöldin voru þar, sem ryk þyrlaðist og mýbit var plága. Þar notuðust þeir við óhreint vatn, sem sótt var í blikkdósum, — notuðust við það til þvotta og raksturs, og til þess að baða sig. Og aðeins kalt vatn. Hershöfðinginn, sem veitti þeim Taylor og Gar- diner móttöku, var yfirmaður herforingjaráðsins, og einnig var þar aðstoðarhershöfðingi Carboni hers- höfðingja, sem réð yfir öllu ítölsku herliði á Róma- borgarsvæðinu. I herbergjum þeirra hafði verið borið á horð. Þar voru fagrir líndúkar á borðum og borðbúnaður úr skínandi silfri. Borðin voru skreytt með blómum. Itölsku hershöfðingjarnir tveir vissu ekkert um, hversu skammt var að bíða fyrirhugaðra hernaðar- aðgerða handamanna. Og þetta vissu ekki heldur aðrir ítalskir liðsl'oringjar, sem þeir ræddu við. Itölsku foringjarnir vildu auðsjáanlega gera miðdeg-- isverðarboð þetta að eftirminnilegum atburði og nota stundirnar að miðdegisverði loknum til þess að gera sér og gestum sinum ánægjulegt kvöld. Engar ráð- stafanir höfðu verið gerðar til viðræðna við hers- höfðingja, um þau liernaðarleg mál, sem á döfinni voru. Italirnir sögðu, að á morgun væri nógur tími til þess að ræða hin alvarlegri málin. Engur getum þarf að því að leiða, hver áhrif þetta hafði á amerísku hershöfðingjana. I fám orðum sagt: Þetta gekk alveg fram af þeim. Á miðvikudagskvöld átti' að tilkynna öllum heimi vopnahléð, eftir tæpan sólarhring, og bandamenn ætluðu áð hefja innrás sína við Salerno snemma á fimmtudagsmorgni. Og loftflutta liðið, — en vegna þeirra hernaðarframkvæmda, sem það átti að inna af hendi, voru þeir sendir í leynileiðangurinn — átti að svífa til jarðar sex stundum áður en landgangan hyrjaði. Amerisku hershöfðingjarnir kröfðust þess, að fá þegar í stað ítalska hershöfðingjann á Rómaborgar- svæðinu til viðtals. Carboni hershöfðingi kom eftir skamma hið og amerísku hershöfðingjarnir hófu þegar viðræður við hann um lilutverk loftflutta liðsins. Carboni hershöfðingi var hreinskilinn. Hann var hölsýnn — leit svo á, að það væri mjög vafasamt, að þetta gæti borið tilætlaðan árangur. Mikið þýzkt lið hafði verið flutt inn á Róma- horgarsvæðð frá því, er samkomulagið var gert um vopnahléð, og það var nú meiri vandi framundan en nokkru sinni fyr. 1 rauninni var þetta ófram- kvæmanlegt, sagði hann. Carboni hershöfðingi leit svo á, að þetta væri mjög svo óheppilegt, að nokkur tilkynning væri birt um vopnahléð, eins og sakir stóðu. Afleiðingin mundi án efa verða, að Þjóðverjar gerðu þegar í stað ráð- stafanir til að hernema Rómaborg. Áformið um loft- flutta liðið mundi hafa háskalegar afleiðingar, þar sem nýjar þýzkar hersveitir höfðu tekið flugvellina í sína vörzlu. Þá skýrði hann amerísku liershöfðgjunum frá þvi, að herlið það, sem hann liafði undir sinni stjórn í Rómahorg og nágrenni, og reilcnað væri með að veitti loftflutta liðinu aðstoð, væri í mjög óhagstæðri aðstöðu. Þjóðverjar hefðu raunverulega haft öll birgðamál hersins undir sinni stjórn um liríð. Itölsku hersveitimar hefðu aðeins skotfæri til nokkurra

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.