Vísir - 19.07.1945, Blaðsíða 3

Vísir - 19.07.1945, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 19, iúlí 104f> VISIR 3 Reykjavík þarf meirihluta togaranna frá Bretlandi og Svíþjóð. Alit Sjávarútveysnefwidar íieykjjavíkurhtejar. Eins og skýrt hefir verið frá í blöðum nýlega, eru nú fengin loforð fyrir því, að Bretar og Svíar smíða fyrir okkur togara. Sjávarútvegsnefnd Reykja- víkurbæjar, sem gerði til þess ráðstafanir á sínum tíma, að bærinn fengi sinn hluta af Svíþjóðarbátunum, hefir nú einnig gert ályktun vegna togarsmíða þessara. Tók nefndin málið fyrir síðastlið- inn föstudag og-svo um út- vegun togara til bæjarins í fundargerðinni. Var gerð svo hljóðandi ályktun í þessu máil: Sjávarútvegsnefnd Reykja- víkurbæjar skorar á bæjar- stjórn Reykjavíkur, að gjöra þá kröfu til rikisstjórnarinn- ar, að úthlutað verði til út- gerðarfyrirtækja hér í bæn- um % hlutum af smíðaleyf- um þeim fyrir 13—16 togur- um, sem nú er talið að fást muni byggðir 1 Englandi og Svíþjóð. Jafnframt fer nefnd- in fram á, að bæjarstjórn lýsi því yfir, að Reyjkavíkurbær muni ábyrgjast gagnvart rík- jsstjórninni, að kaupendur fá- ist hér í bænum að umrædd- um % hlutum nýbygginga togaranna. Fáist næg þátttaka útgerð- arfyrirtækja til þess, að hing- að komi % hlutar umræddra nýbygginga þá þurfa afskipti bæjarins ekki að ná lengra en að tryggja, að þessi hluti ný- bygginganna fáist hingað. Liggi hinsvegar ekki fyrir nægar umsóknir frá útgerð- arfyrirtækjum í bænum, til þess' að ná þessu hlutfalli, þá er það tillaga Sjávarútvegs- nefndar, að bærinn kaupi sjálfur þann togarafjölda, sem þarf til þess að umrætt hlutfall náist, og í því falli verði skipasmíðastöðvar, teikningar og annað varðandi smíðinni háð samþykki bæj- arins. Til rökstuðnings framan- greindri kröfu um hlutdeild bæjarins í nýbyggingu tog- ara, vill nefndin benda á þá staðreynd, að á árunum 1919 —1939, að báðum meðtöld- um, var meðaleign togarafyr- irtækja búsettra hér í bænum 64,33% af heildartogaraeign landsmanna, eða sem næst því hlutfalli, sem nelndin leggur til að krafizt verði. Ofangreind tillaga var samþykkt af öllum viðstödd- um nefndarmönnum. 1 nefndinni eiga sæti þeir Kjartan Thors, Sveinn Bene- diktsson, Ingvar Vilhjálms- son, Ingólfur Jónsson og Jón Axel Pétursson. Kennsla I vélflugi Biefst um næstu helgi. Tvæa* kennsluvélar fengnar fii iaaidsiíis b þvi skyni. ^Tísir hafði tal af Magnúsi Guðmundssyni flug- manm í morgun. Skýrði hann blaðmu frá því, að hann .og tveir aðrir flug- menn, þeir Smán Karlsson og Jóhannes Snorrason, byrjuðu kennslu í vélflugi upp úr næstu helgi. Hafa þeir félagar fengið lil landsins tvær kennsluflug- vclar, af Tiger-Moulh gerð- iimi, cn þær eru mikið not- aðar við kennsluflug í Kan- ada, og þykja sérlega hent- ugar til þess. Vélarnar eru tviþekjur með 130 bestofla vél og eru land- vélar. Þær eru mjög auðveld- ar í allri meðferð og geta m. a. sczt á slétt tún. Eins og að framan getur komu aðeins 2 vélar og er nú búið að selja aðra þeirra saman og liefst kennslan á henni til að byrja með. Geta þeir félagar kcnnt undir minna próf, en það gef- ur hlönnum rétlindi til að fljúga einir eða með kunn- ingja sína, endurgjaldslaust. Þessar flugvelar munu verða starfræktar í Reykjavík, svo og úti á landi. Kennsluna annast þeir félagar sjálfir í tómstundum sínum, en þeir eru eins og lesendum , er kunnugt, allir flugmenn bjá Flugfélagi íslands. Þeim félögum bárust milli 70—80 umsóknir, en lil að bvrja með munu þeir aðeins kenna 12 mönnum meðan ekki er nema önnur flugvél þfeirra tilbúin lil flugkennslu. Geta þeir þjálfað menn undir minna próf, en það er 8 klukkustunda flug með kennara og 40 klukkustunda „sóló“ flug. Vélarnar eru þannig útbúnar, að hægt er að þjálfa menn í blindflugi. Að íoknu flugnámi munu þeir.gefa nemendum sínuni kost á að fá flugvélarnar til afnota bæði til ælinga og skenuntiflugs. Skipafréttir. í gær koiiiu þrir togarar frá Englaudi, þeir Karlsefni, Drang- ey og Tryggvi gamli. Þá fór danska skipið UUa áleiðis til út- landa i gær. Utanríkismáladeild öld- ungardeildar Bandaríkjanna liefir haft til meðferðar frið- arskrá sameinuðu þjóðanna og var hún samþykkt með 21 atkvæði gegn einu. Gldunga- deildin hefir nú til umræðu Bretton Woods-tillögurnar. Sæbjörg stækkuð Varðskip fyrir Vestfirði. ísfiskur flutt- ur út ftgrir um ÍOOO þús- kr. I siðustu vikU var fluttur út isfiskur til Englands fvrir 78.429 sterlingspuhd, eða t isl. mynt um 2 millj. kr. íslenzk skip fluttu út l’islc fyrir £ 68.251 eða 1700 þús. kr., en færeyslc skip fyrir um 270 þús. kr. Þessar fjárhæðir skiptast niður á einstök skip, sem hér segir: Surprise 185 smál. fyrir £ 10.282, Kári 185 smál. fyrir £ 9.202, Gyllir 184 smál. fyrir £ 10.013, Maí 190 smál. fyrir £9.020, Tryggvi gamli 191 sinál. fyrir £ 6.613, Júpiter 256 smál. fyrir £ 7.624, Sindr' 125 smál. fyrir £ 6.348, Karls- efni 184 smál. fyrir £ 7.135 og Bragi 906 vættir íyrir £ 2.014. Færeysku ski-pin, sem fluttu út fislc eru þessi: lrex seldi 1.129 vættir fiskjar fyr- ir £ 2.037, Álaker seldi 997 vættir fyrir £ 4.684, Elísabet sedli 1.012 vættir fyrir £215 óg Guðrún seldi 1.100 vættir fyrir £ 3212. Ákveðið hefir verið að stækka björgunarskipið Sæ- björgu allverulega. Mun fyr- irhuguð stækkun hefjast eins fljótt og auðið er. Verður skipið lengt um fjóra og hálfan meter og sett í það ný 360 hestaflavél, en sú, sem í skipinu var, var að eins 180 hestöfl. Einnig mun vfirbyggingu skipsins breytt mikið, og settur á það „hval- bakur“. Ivostnaður við lengingu skipsins er áætlaður um 200 þúsund krónur, en öll aðgerð- in, með vélinni, mun nálgast liálfa milljón króna. Slcipið breytist niikið við þesra stór- kostlegu aðgerð, og má segja að ný Sæbjörg komi i stað þeirra gömlu. Eldur á Akranesi. Um hádegi í gær kom, upp eld- ur i íbúðarhúsi og vinnustofu .lóns Guðmundssonar skósmiðs. Tókst að ráða niðurlögum chls- ins um 15 mínútum eftir að hans varð vart. Húsið eyðilagðist að mestu. Kviknaði í út frá oliu- eldavél. Deildir Slysavarnafélagsins: á Vestf jörðum og Slysavama- félagið hér í Reykjavík vinna nú að samningum um bygg- ingu nýrrar björgunar- og varðskútu fyrir Vestfirði. Munu deildirnar á Vest- fjörðuin leggja frám 200—, 250 þús. krónur. Skipaútgerð ríkisins mun sjá um rekstur þessa skips í samráði við Slysavarnafélag- ið. Áætlað er að þetta verði að minnsta kosti 100 tonna skip brúttó, sterkt og haldgott, út- búið liinum beztu tækjum, svo það sé fyllilega í sam- ræmi við þær kröfur og þarf- ir sem gerðar eru lil góðra bj örgunarskipa. Slys. Á gatnamótum Njálsgötu og Hringbraufar i gær, vildi það slys til, að maður á reiðhjóli og hif- reið rákust á. Lenti hjólreiðamað- urinn á framhurð bifrciðarinnar og kastaðist á götuna. Var hann . fluttur á sjúkrahús. Hann mun i hafa fengið hcilahristing. Ótrúlegt en satt! Það er ótrúlegt, en þó satt, að ástarsdgan ,, VIMTOMIÆ eftir K. Hamsun, sem fyrir 30 árum birtist á íslenzku í sniildarþýðingu Jón Siguros- sonar frá Kaldaðarnesi, fynrfinnst nú varla á nokkuru heimili. Svo mjög hefir hún verið lesin af öilu ungu og ásifangnu íólki á þessum árum. Senmlega á ,,Viktoría“ nú aftur eftir að verða öska- hók unga fólksins, því að: fí¥ikS©iía" eí íögur ástarsaga, „Vihtona11 er skemmtileg sláldsaga, „ViktðEÍa" er í smekklegu b&ndi, est þó

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.