Vísir - 27.07.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 27.07.1945, Blaðsíða 4
4 V 1 S I R Föstudaginn 27. júlí 1945 VfSIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAUTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Umferðarslysin í bænum: Hér þarf 2 lögregluþjóna á hverja 750 íbúa. Og aESar vegfarenduo* verða að sýna meiri gæfni. Brezku kosningarnar. þótt brezku koáningarnar hafi að vonuni -^verulega þýðingu í Bretlandi, virðast þær þó munu verða öllu örlagaríkari hér á landi. Morgunblaðíð dregur þær ályktanir af úrslit- unu'm, að brezki íbaldsflokkurinn bafi ekki revnzt eins úrræðagóður og meiri hluti Sjálf- stæðisflokksins, sem svo sem kunnugt er, hóf samstarf við kommúnistana og Alþýðuflokk- inn á síðasta ári. Sú er þó veilan í röksemda- færzlunni, að brezki verkalýðsflokkurinn er i engum tengslum eða skvldleika við kom- múnistana, en viðhorf brezku þjóðarinnar fii þess flokks kernur Ijóslega fram í úrslit- um kosninganna, með því að tveir kommún- istar hafa til þessa náð þingsæti, en ef sama væri híutfallið liér á landi, virðist sem þing- mannatala kommanna yrði brotahrot af ein- um þiifgfulltrúa, og þá væntanlega vinsemd- arvottur einlivers þingmannsins tii konnnún- i.sta, en ekki beint flokksfylgi. Slik fvrir- brigði þekkjast á þingi, svo sem samvinnan ber vitni um. Brezki y.erkalýðsflokkurinn befir ávallt ver- ið þjóðlegur og borgaralegur flokkur, sem starfað liefir á heilbrigðum grundvelli og' varizt befir aliri áleitni kommúnista, enda visað ebnni þráfaldlega á bug. Er þvi að- staða bans allt önnur en Alþýðuflokksins hér á landi, sem glatað befir stefnumálum sinum að verulegu leyti, vegna ásóknar i völd og vellíðan belztu forystumanna hans. Aí þeim sökum hefir eftirleikurinn reynst kommúnistum hér á landi áuðveldur. En þrátt fyrir það, eru mildar líkur til að lieil- brigður, frjálslyndur. umbótaflokkur, sem starfaði í líkum anda og brezki verkalýðs- flokkurinn, myndi geta ált mikla framtið bér á laridi. Fylgi kommúnismans er stundar- fyrirbriði, sem mun breytast fljótlega þjóð- inni í bag og þá að sjálfsögðu með rénandi fylgi kommúnista. Alþýðuflokkurinn miklast mjög af sigri brezka verkalýðsflokksins, og fer það að von- um, en samkvæmt ofansögðu getur flokkui'- inn engar ályktanir dregið af þessum sigri sér í vil, með því að flokkurinn hefir liald- ið á allan annan liátt á trompum sinum, ekki sizt á síðasta ári, er flokkurinn tók upp sam- vinnu við böfuðféndur sína kommúnistana, á stað þess að standa a verðinum gagnvarl þeim, að dæmi brezka verkalýðsflokksins. I rslitiil í brezku kosningunum komu nokk- uð á óvarl. Menn um heim allan munu bafa :gert ráð*fyrir, að brezká þjóðin myndi fela jrátarandi forsætisráðberra sinum og þjóð- betju, að standa við stjórnvölinn þar til strið- inu við Japan væri lokið. Þólt svo verði ekki, nnm engin breyting verða á meginstefnu brezku þjóðarinnar i þessu efni, en styrjöld- in verða til Jykta leidd, svo sem gert hefir verið ráð fyrir. Brezki verkalýðsflokkurinn befir vafalaust mikið lært, frá ]>vi cr bann skipaði forsæti í brezku stjórndnni fyrir stríð, en þá þótti foryzta bans ógiftusamleg, svo sem síðar kom í ljós. Nú er afstaða flokks- ins önnur og sterkari. Þess verður að vænta, að bún verði brezku stjórninni jafn heilla- <irjúg og hún er sterk, enda vellur mjög á þvi fyrir beim allan, að brezka beimsveld- jnu megi vel farnast í stefnu og stjórn. Nefnd sú, sem skipuð var fyrir skömmu til að rannsaka orsakir umferðarslysa, hefir nú skilað áliti. I útdrætti, sem ríkisstjórn- in befir scnt Vísi, scgir m. a. svo í skýrslunni: „ . . . Herða verður eftirlit lögreglumanna með því að. umferðarreglum sé hlýtt. Lögreglumenn þurla að Vera á ferli í öllum hverl'um Beykjavíkur til gæzlu laga og til að skerast í leikinn, þegar brotnar eru umferðar- reglur. Mcga þeir ekki láta undii- böl'uð leggjast að kæra brot, sem þeir verða áskynja. Eins og nú háttar sjást sjald- an lögreglumenn í úthverfum Reykjavíkur, og ófullnægj- andi varðgæzla er á aðalgöt- um. Orsök þessa er sú, að Jögreglumenn eru of fáir til hinna margháttuðu starfa, sem þeim eru falin í hinum víðlenda bæ. Verður að telja, að þeir lögreglumenn, sem lúta stjórn lögíeglustjórans í Beykjavik, megi ekki vera færri en 2 fyrir bverja 750 íbúa. Æskilegt er að borgararn- ir styðji lögregluna og til- kynni frekleg brot á umferð- arreglum. Rétt væri og að leita meiri samvinnu en gert hefir verið um umferðar- málin við stjórnendur vá- , tryggingafélaga þeirra, sem [tryggja bifreiðar og bifreiða- stjóra. En þótt mikið velti á at- höfnum lögreglumanna og annarra, sem eftirlit hafa á götum og vegum, þá er það ekki veigaminni þáttur mál- anna, sem ber undír ákæru- valdið og dómstóla. Ekki er allt fengið þótt brot sé kært. Rannsókn verður að fara fram og dómur að ganga, svo sem landslög og réttur stendur til. Og þegar dóriiur er genginn, er eftir að fram- kvæma hann. Haldkvæmt mundi vera að kveða á um, að skrá skuli á ökuskírteini bifreiðastjóra skýrslu um áminningar, refs- ingar og önnur viðurlög, sem þeim eru gerð vegna ávirð- inga við akstur bifreiða. Undanfarin ár hafa allt að 2000 tilkynningar og 900 kærur um umferðarsiys bor- izt skrifstofu sakadómara i Reykjavík. Liggur það í aug- um uppi, að aukið starfslið þarf til að rannsaka mál þessi og koma fram viðurlögum á hendur brotanJönnum. Aukið eftirlit á vegum og götum mun leiða til aukinna verk- efna á skrifstofu sakadóm- ara, og skapast við það nauð- syn á auknu starfsliði og búsnæði.“ Nefndina skipuðu Gissur Bergsteinsson hæstaréttar- dómari, Agnar Kofoed-IIan- sen lögreglustjóri og Bergur Jónsson sakadómari. Ályktanir á ársþingi Í.S.L Hér fara á eftir nokkrar af tillögum þeim, er samþykkt- ar voru á ársþingi l.S.1. á Akureyri 1945: Ársþing I.S.I. á Akureyri 28,—30. júní 1945 skorar á Þingvallanefnd að láta nú iþcgar befja framkvæmdir um byggingu Icikvangs og suiid- laugar á Þingvöllum, svo dð hægt verði að heýja þar íþróttaíaridsmót. Ársþing Í.S.I. skorar á Rík- isútvarpið að láta útvarpa scm oftast frásögnum af íþróttamótum og kappleikj- um og fá kunnáttumenn í íþróttum til flutnings. , Ársþing I.S.l. skoypr á íþróttabandalögin að beita sér fyrir |>ví að leggja fram iíe lil byggingar íþróttaheim- lilis I.S.I., sem svari a. m. k. 1 kr. á bvern gjaldskyldan féíagsmann árlega. Ársþing I.S.I. Lýsir ánægju sinni yfir því bindindissam- starfi, sem verið hefir milli Bindindisnefndar I.S.I. og Stórstúku Islands. Ársþing Iþróttasambands Islands skorar eindregið á öll sambandsfélög, að þau sæki ekki um vínveitingaleyfi á ) skemmtanir sínar. Ársþing I.S.I. skorar á rík- isstjórnina að láta liéraða- börin í áfengismálum koma til framkvæmda þega'r í stað. Ársþing I.S.l. skorar á Al- þingi og ríkisstjórn að láta loka Áfengisverzlun rí.kisins. Ársþing l.S.I. skorar á sambandsstjórnina að fella nú þegar í burtu úr leikregl- um bráðabirgðaákvæði um klútrásmerki, Þingið samþykkir að fela stjórn I.S.l. að vinria að því, að stofnuð verði sérsambönd í hinum ýmsu íþróttagrein- um á grundvelli 7. gr. laga I.S.I. Þingið samþykkir að fela stjórn I.S.Í. að beita sér fyr- ir ])ví, að stofnað verði íþróttasamband íþróttafélaga i skólum. Þingið felur stjórn I.S.I. að vinna að því að fá endur- skoðuð íþróttalögin og beita sér fyrir lagfæringum á þeim, einkum 16. gr. þeirra. Þingið samþykkir að fela stjórn sambandsins að skylda sérráð, . eða baridalög, þár sem ])au eru ekki, til að bafa spjáldskrá yfir alla félaga sína. Ársþing I.S.l. skorar á sambandS’stjórnina að skipa 5 manna milliþinganefnd til að samræma og fullkomna lög I.S.Í. og hinna einstöku bandalaga þess og sérráða. Ársþing I.S.I. felur stjórn sambandsins að skipa þriggja manna nefnd til að gera til- lögur um byggingu, rekstur og fyrirkomulag fjáröflunar til íþróttaheimilis I.S.I. Ársþingið felur stjórn I.S.I. að ætla sérstakan og ríflcgan tíma næsta ársþings til um- ræðfta um þær íþróttagreift- ar, sem mest eru iðkaðar. Ársþing I.S.1. 1945 sam- þýkkir, að milliþinganefnd sú, er tíridurskoða á lög sam- Framh. á 6. síðu Skáldalaun. Þegar mínnzt er á skáldalaun, er venjulega einungis átt við það, sem ríkissjóður lætur af hendi rakna til skálda og rilhöfunda. Ekki er þó ætlun mín að bergmála um það núna, enda hefir áður verið minnzt á úthlutun þess fjár og þá óánægju, sem hún hefir vakið meðal þeirra, sem féð hefir verið úthlutað. Það, sem eg1 var að hugsa um að rabba um að þessu sinni, eru verðlaun þau fyrir skáldsögur, sem heitið hefir verið af tveim slofnunum hérlendis, og eru hin fyrstu af þessu tagi hér á landi, en algeng með öðfum þjóðuin. * Eykur áhuga ' Það eru bókaútgáfa Mcun- fyrir ritstörfum. ingársjóðs og Þjóðvinafélags- ins og bókaútgófan Helgafell, sem þarna hafa- riðið á vaðið, önnur stofnun- in með tíu þúsund króna verðlaun og liin með fimm þúsund krónur. Eru þetta álitlegar upp- hæðir, jafnvel þótt reiknað sé með því, hve mjög krónan hefir fallið' í gildi á siðustu ár- um, og hafa vafalaust áhrif í þá átt, að auka áhuga þeirra, sem langar til að gerasl rithöf- undar, en hafa ekki haft framtak i sér til að setjast við skrifborðið og koma þeim hugmynd- um á pappirinn, sem hjá þeim hafa vaknað. * Verðlaun fyrir Að vísu eru verðlaun þessi byrjendur. ekki eingöngu ætluð fyrir byrj- endur, enda þótt Helgafell lc-yfi ekki þeim þátttöku, sem látið bafa frá sér fara vissan fjölda bóka. En byrjendurnir niunii vissulega hugsa sér til hreyfings líka, því að þarna standa allir jafnt að vígi. En eg held, að það mætti gjarnan taka upp þanu sið, að hafa sérstök verðlaun handá nýlið- unum, veita sérstök verðlaun fyrir fyrstu skáldsögu, þvi að það mundi áreiðanlega verða til þess að við finnum ýmis rithöfundaefni, sem að öðrum kosti mundi ekki koma fram í dagsljósið. * fslenzkar bækur Úm tíma var varla liægt að 'og útlendar. opna hér blað eða lilýða á útvarp nokkurt kvöld, án þess að sjá%eða heyra viðkvæðið um að þjóð- erni okkar væri í hættu fyrir erlendum áhrif- um. Margt var lalið fram, sem átti að vera róð lil að hjálpa þjóðinni til að standast hin hættulegu erlendu áhrif, en hvergi sást á það minnzt, að það hefði mátt vera citt ráðið, að auka bókmenntaafköst þjóðarinngr, meðal ann- ars til þess að vega upp á móti þeim flaumi erlendra bóka, sem hér hefir yerið gefinn út á undanfðrnum árum. Að visu er þar margl gott innan um, en þó hefir rusliði verið gríðar- Iega mikið, eins og hver sá veit, sem gert hefir sér það ómak að fylgjast með framleiðslunni. * Lestur forn- Útvarpið hefir tekið sér fram bókmen-ntanna. um að láta lgsa íslendingasög- ur fyrir hlustendur, og gefin hafa verið út fornrit af kappi miklu. En eng- uin hefir til hugar komið að gera leit mcðal þjóð'arinnar að góðum rithöfundaefnum, með því að veita rifleg verðlaun þeim mðnnum, sem semdii skáldsögur og hefðu ekki fengizt við ritstörf áður. Það hefði verið ráð, sem hefði miðað að því að vekja meiri eftirtekt á skáld- sagnagerð okkar og jafnframt dreift alhygl- inni frá hinni Qrlendu framleiðslu á því sviði. * Kosningarnar Eftir þriggja vikna bið fór fram í Bretlandi. talning á atkvæðum í kosn. i Brctlandi í gær, og leikar fóru þann.ig, að íhaldsflokkurinn beið ósigur, tap- aði fjölda þingsæta, sem nær öll féllu í hlut verkamannaflokksins, svo að hann varð hlul- skarpastur, og er einfær um að mynda stjórn. Almennt mun hafa verið búizt við því að Vcrka- mannaflokkurinn ynni á í kosningum þesspm, en þó ekki eins mikið og hann gerði, enda gerðu foringjar hans sér alls ekki vonir um að geta aukið fylgi sitt svo stórkostlega, sem raun varð á. * Löng bið. Þeir urðu að bíða lengi milli von- ar og ótta, frambjóðondnrnir, eftir að fá að vita, hyort þeir hefðu náð kosningu eða ekki. Biðin stafaði af þvi, að kosningarn- .ar fóru nú fram í öllum heimsálfum. Þær fóru að heita má f'rani í fremstu víglínu á sumum vigstöðvum í Asíu, og það var ekki hægl að telja afkvæðin, fyrr en atkvæði hexmannanpa úti um heitn voru komin til skila, því að þau gálu ráðið úrslitum, þar sem glöggt stóð. En frambjóðendum þótti biðin löng og í ensku skopblaði var sagt, að þetta væri hin fyrsta þolraun þjóðarinnar fyrir hina nýju þingmenn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.