Vísir - 28.07.1945, Blaðsíða 3

Vísir - 28.07.1945, Blaðsíða 3
3 ILaugardaginn 28. júlí 1945 V 1 S I R Gróðurhús á landinu F eru 46,067 fermetrar. > > . 1 Arnessýslu einni eru gróður- húsin 26,000 ferm. að sfærðe ^amtals eru nú 46067 fer- metra gróðurhúsa á öllu Jandinu. Meir en helmingur allra gróðurhúsanna eru í Árnessýslu, eða rúmlega 26 þúsund fermetrar. Stærsta gróðurhúsastöðin er á Syðri-Reykjum í Biskups- tungum, alls 5795 ferm. Ingólfur Davíðsson skýrir frá þessu í nýútkomnu Garð- vrkjuriti fyrir árið 1945. Þar segir svo: Jarðhitinn er ómetánleg auðlind á íslandi, og lyfti- «töng eins mikilsverðasta þáttar garðyrkjunnar — yl- ræktunarinnar. Standa nú víða gróðurhús í hverfum og þyrpingum á jarðhitasvæð- um. Skiptist stærð gröður- liúsanna þannig eftir héruð- um: Reykjavik og grennd lOOOferm. Mosfellssveit 8900 — Árnessýsla 26457 •— (þar af Hveragerði 15395 m2) Borgarfjörður 6500 — Mýrasýsla 180 — "Vestfirðir 380 — Húnavatnssýsla 500 — Skagafjarðarsýsla 530 —• Eyjafjarðarsýsla 800 — Þingeyjarsýsla 700 — <(Norðurland samt. 2130 —) Hornafjörður 70 — "Vestmannaeyjar 50 — Samtals 46067 ferm. gróðurhúsa á öllu landinu <eða rúmlega 4y2 hektari. Auk þess mun stærð ylreita í sambandi við gróðurhúsin vera á sjötta þúsund fer- metra. Lætur nærri að alls .séu rúmir 5 hektarar gler- 'þakin jörð á ylræktunar- |svæðunum. Enn fremur er j talsvert af vermireitum utan ; gróðurhúsastöðvanna víða jum land, Hvað er svo eink- um ræktað í gróðurhúsunum og ylreitunum? Helztu mat- 'jurtirnar eru tómatar, gúrk- |ur og gulrætur. Sumarið 1943 var tómatauppskeran áætluð 120 smálestir og 12 smálestir af gúrkum. Síðan hafa gróðurhúsin stækkað og hefir uppskeran 1944 áreið- anlega verið sú mesta í sögu landsins. Gulrætur eru rækt- aðar í ylreitunum. Fer fram- leiðslan mjög vaxandi, en engar árciðanlegar uppskeru- skýrslur eru til. Einnig er ræktað talsvert af salati, pét- urselju, seljurót, hreðkum, næpum, vínberjum, púrrum, melónum o. fl. í húsunum og reitunum. Lolcs er ræktað mjög mikið af blómum, eink: um rósum, nellíkum, presta- jfiflum (Chrysanthemum), ilmbaunum (Lathyrus), ilm- skúfum (Levkoj) ýmsum laukjurtum, pottjurtum o. s. frv. Samtals var byggt ó öllu landinu um 5795 fermetrar gróðurhúsa árið 1944. Arúsir ú Jara ag Celehes. Ástralskar sprengjuvélar, varðar orustuvélum, hafa uiukfnfarna daga farið í marga árásarleiðangra. í gær gerðu þær árásir á ýmsum stöðum á Java og Celebes. Á Salamonseyjum hafa ástralskar hersveitir náð á sitt vald eyjunni Chois. eul sem er fvrir suðaustan Bougenville. Islenzkur ullar- naður minnkar. Aðeins iiiuiið lii* þi'iðj- ungi voFiillariniBar. I leiðara Vísis þann 20. þ. m. var íslenzkur ullariðnað- ur gerður að umtalsefni. Var grein þessi rituð af meiri vel- vild og skilningi en maður á oft að venjast í seinni tíð, þegar rætt er um íslenzkan íandbúnað og iðnaðarfram- kvæmdir bænda. En eg ætla að bæta við þetta nokkrum orðum, til skýringar og árétt- ingar. Ullariðnaður: I Vísisgreininni er gert ráð fyrir, að ckld sé uhnið nema úr 10—20% af íslenzku uIÞ inni í verksmiðjum, hitt sé flutt út óunnið. Ekki eru til heinar opinberar skýrslnr um árlega ullarframleiðslu, en mér hefir talist svo til, að unnið sé i landinu (ó heim- ilum og i verksmiðjum) úr um það bil % vorullarfram- leiðslunnar. Mér virðist þetta ekki svo lítið, þegar þess er gætt, að sauðfjáreign lands -manna cr um 5 kindur á hvert mannsbarn í landinu. Vitanlega þarl' að keppa að því, að auka ullariðnaðinn stórkostlega, en þar er við mikla örðugleika að etja, eins og nú skal nokkuð rakið. Samband ísl. samvinnufé- laga keypti Ullarverksmiðj- una Gefjuni 1931. Árið áður (1930) var framleiðslan scm hé'r segir: Únnið úr 40.243 kg. ullar, scm skiptist þannig: Dúkar 8.127 metrar Lopi 32.003 kg. Band 2.703 -- Næstu árin óx framleiðslan Framh. á 4. síðu. Bifreiðastjórar vilja sérstakan dómstól. f gærdag fóru fréttamenn blaða og útvarps á fund fé- lagsstjórna bifreiðafélag- anna „Þróttar“ og „Hrejdils“. Ræddu forustumenn bif- reiðastjóra lengi við blaða- menn um nauðsyn þess að koma í veg fyrir, að umferða- slysin séu eins tíð og raun hefir orðið á nú að undan- förnu. í ítarlegri ræðu, sem Berg- steinn Guðjónsson, formað- ur „Hreyfils“ hélt, gerði hann grein fyrir viðhorfi hifreiða- stjórans til þeirra mála og benti réttilega á nauðsyn þess, að bifreiðastjórar væru hafðir með í ráðum, þegar um þessi mál væri fjallað, livort heldur væri til úrbóta á umferðamálum eðá rann- sókna á tildrögum bifreiða- siyss. Harmaði Bergsveinn þá yfirsjón yfirvaldanna, að ganga algerlega fram lijá þeim aðilanum, sem þessum málum væri kunnugastur, en það væri fulltrúi bifreiða- stjórastéttarinnar, og kvað liann mál til komið að bif- reiðastjórar tæku þetta til rækilegrar athugunar, og þess vegna gerðu félög þeirra tillögur til dómsmálaráð- herra og bæjarráðs um úr- hætur á umferðamálum, sem sannast sagt væri í hinni mestu óreiðu. Einar ög- mundsson, fornuiður „Þrótfo ar“ liélt einnig greinagóða ræðu um. þessi mál. Ilelzt lillagan, sem hif- reiðastjórafélögin gera um þessi mál er sú, að komið verði á'fót umferðadómstól, þar sem 2 revndir og gætnir bifreiðastjórar eigi sæti, ásamt einum lögregluþjóni tilnefndum af lögreglustjóra, einum manni tilnefndum af bæjarráði og einum tilnefnd- um af dómsmálaráðherra, og sé sá lögfræðingur og for- maður dómsins. Er þetta at- hyglisverð tillaga, sem ^afa- laust mun eiga marga með- mælendur, því með þessum dómstóli ætli að vera komið í veg fyrir að menn, sem ó- kunnugir eru umferðastjórn og bifreiða, dæmi í þessum mólum, sem eru alltíð. Marg- ar aðrai- atliyglisverðar til- lögur komu hifreiðastjórarn- ir fram með, en vegna rúm- leysis verður að biða betri' tinia að skýra fraá þeim. Til farþeganna á ,,Esju“, afli. Vísi: 25 kr. frá konu. 100 kr. frá Áslaugu, Guðrúnu og HerSi litla. Samþykkt hefir verið að ráða Martein Björnsson verkfræðing sem að- stoðarverkfræðing hjá bæjar- verkfræðingi. Alm. Fasteignasalan (Brandur Brynjólfsson lögfræðingur). Bankastræti 7. Sími 6063. K.F.U.M. ALMENN samkoma sunnud. kl. 8.30 e. h. Tveir ræðumenn. Allir velkomnir ! BETANÍA. Almeiin sam- köma sunnudag kl. 8.30 síödeg- is. Ólafur Ölafsson talar. Allir yelkomnir. (565 Nýstofnaður Kammermúsik- klúbbur. Um þessar mundir er ver- ið að stofna hér í Reykjavík Kammermúsikklúbb. Til- gangur hans er að ráða lista- menn til þess að koma fram á vegum félagsins með verk- efni, sem annars er ekki unnt að fá flutt. Meðal annars ýmsa nýrri tónlist og tón- verk, sem ekki eru almennt flutt á opinberum- tónleikum. Stjórn félagsins skipa þeir Bjarni Guðmundsson blaða- fulltrúi, formaður, Sigrún Gísladóttir, Stefán Kristins- son, Ingólfur Ásmundsson, og Ragnar Jónsson. Ráðunaut hefir félagið ráð- ið sér og verður það Árni Kristjánsson píanóleikari. Gert er ráð fyrir 6 tón- leikum innan félagsins á ári hverju, og la félagsmenn að- göngumiða með kostnaðar- Verði. Fyrstu hljómleikarnir á vegum félagsins verða haldn- ir í næstu viku, eða miðviku- daginn 1. ágúst. Bókahúð Helgafells hefir góðfúslega tekið að sér að veita félagsmönnum viðtöku og annast dreifingu aðgöngu- miðanna. AN FYLGIR hringunum frá SIGURÞ0R Hafnarstræti 4. BÓKBANDS- SHIRTINGUR í fjölbreyttu úrvali nýkominn í V eggf óðursverzlun Vicitors Kr. Helgasonar. Sími 5949. Hverfisgötu 37. DRENGUR óskast til sendiíerða strax. Félagsprent- smiðjan h.L PAPPIRS- HANDKLÆÐ nýkomin. á R tYHJAVÍH , 3ja til 4ra herbergja óskast nú þegar. — Fyrirfram greiðsla eftir samkomulagi og langur leigutími. Gjörið svo vel og leggið nöfn og heim- ílisfang í pósthólf 333 fyrir þnðjudags- kvöld. » a tt o it ;í 6 sr ít sr O 8 it .f^rsrsrvrsrsrsrsrsrsfvrsrsrsrsrsrsrsrsfsfsfsfsrsrsrsfsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrvfsrsrs r»if>f\ft.rv E.S. „SELF0SS" fer héðan til vestur- og norðurlands í byrjun ágúst- mánaðar. Viðkomustaðir: Patreksfjörður, ísafjörður, Siglufjörður, Akureyri. Vörur tilkynnist skrifstofu vorn á mánudag— þriðjudag 30.—31. júlí 1945. j H.f. Eimskipafélag Islands.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.