Vísir - 30.07.1945, Blaðsíða 3

Vísir - 30.07.1945, Blaðsíða 3
Mánudaginn 30. júlí 1945 V 1 S I R 3 Vestur-Islendimgwwn hér í hernuwn fwekkar óöuwn. Loftflutningar á trjáplöntum. Ögleymanlegt að haía dvalið hér, Segir Ragnar H. Ragnar liðsforingi. J^argir af Islendingum þeim, sem búsettir voru í Vesturheimi fynr styrjöldina og komu hmg- að til lands með ameríska hernum, eru nú ýmist farn- ir eða á förum héðan. Einn þessara manna er Ragnar H. Ragnar. Iiann mun fara liéðan innan iárra daga. Ragnar kom hingað 15. ágúst 1943 og liefir starfað hér síSan í öryggisdeild hers- ins. Hann er fæddur hér á landi, að Ljótsstöðum í Lax- árdal í SuSur-Þingeyjar- ■sýslu, sonur Hjálmars .Tóns- sonar bónda þar og konu hans Áslaugar Torfadóttur. Síðaslliðinn laugardag gekk Ragnar að eiga unga slúlku, Sigríði Jónsdóttur frá Gautlöndum í Suður- Þingeyj arsýslu. Hún mun fiytjast með manni sínum til Bandaríkjanna. Tiðindamaður Vísis hitti Ragnar að máli nýlega, og álti tal við liann um ýmis- legt viðvíkjandi dvöl lians hér og störfum fyrir herlið -Bandaríkjanna. Heima, eftir 22 éra fjarueru. ----Eg kom hingað lieim, segir Ragnar, eftir að hafa ■dvalið 22 ár í Ameríku. Að koma hingað lieim, eftir þessa löngu útivist, var í fyllsta máta óviðjafnanlegt. Við, sem svo Jengi höfum verið fjarri íslandi, en erum af íslenzku hergi hrotin, þrá- um fátt .heitar en að komast heim til gamla landsins og liitta þar ættingja og æsku- vini. Eg varð elcki lilil undrandi yfir öllum þcim hreytingum, sem höfðú orðið Iiér á öllum sköpuðum lilutum, frá því að eg fór héðan, fyrir 22 ár- um. Vegir vorú þá lítið byggðir og samgöngur yfir- leill lieldur erfiðar. Nú bruna bifreiðar: af nýjustu tegund- um um allt landið og flug- vélar flytja mann á nokkr- um klukkustundum svo að segja hvert sem maður ósk- ar sér. í öðrum efnum eru framfarirnar svipaðar. í mínum augum er það æfin- týri, að svo fámenn þjóð skuli Iiafa áorkað öðru eins á svo stuttu límabili. t Að vera íslendingur i hermannabúningi. — Fyrst eftir að eg kom hingað, kom það einstaka sinnum fyrir, að það reynd- ist talsvert þvingandi, að vera Islendingur i her- maimahúningi, liér i sinu eigin föðurlandi. Á þeim tímá var mikið um hermenn og að sjálfsögðu var fólki heldur illa við að láta sjá sig. í einhverjum tengslum við „ástandið“. Sérstaklega koni þetta fyrir,. ef maður var boðinn á néimili til kunninga sinna, og gestir voru þar fýrir, sem éngin deili vissu á manni. En allt- af var mér þó lieilsað vin- gjarnlega, og þegar það viln- aðist, áð eg var íslendingur, voru þessi óþægindi öll á hak og hurt. Að öllu saman- lögðu, get eg i fyllstu ein- lægni sagt, að eg hefði ekki getað kosið mér meiri vin- semd, en eg hefi átt að mæta liér livarvetna, og eg hefi eignazt hér fjölmarga vini þessi ár. Eg sakna að skilja við þá og mun alltaf minn- ast þeirra. Störf í þágu hersins. — Allan þann tíma, sem eg hefi dvalið hér á landi, hefi eg starfað í öryggisdeild hersins. Eg liefi kynnzt mörg um löndum mínum í sam- bandi við þetta starf mitt. Eg hefi, í sambandi við það, ferðazt mikið um landið og hitt /menn að máli i fjöl- mörgum stöðum á landinu. Meðal annars ferðaðist eg' bæði um Austfirði og Vest- firði og sýslurnar Noroan- lands. Eg hafði ósegjanlega mikla ánægjú af þessum ferðalögum, og í sambandi við þau og starf mitt í örygg- isdeildinni í heild, varð eg var við hversu íslendingar skildu vel nauðsyilina á því að öryggi hersins væri sem mest. Þetta kom fram við fjölmörg tækifæri, og nægir í því sambandi að henda á, hversu íslendingar hafa óft og inörgum sinnum hjálpað mönnum úr hernum, ef þeir hafa verið nauðulega stadd- ir, eins og til dæmis í sam- bandi við flugslys og mörg önHur tilfelli: Jólaútvarp og tónlistarstarfsemi. — Starf mitt vestanhafs var eingöngu tónlistarstarf- semi. Starfaði eg að þeim málum í byggðum íslend- inga, bæði i Ivanada og fiandaríkjunum. Um langt skeið átti eg heim-a í Winni- peg. Þar stjórnaði eg með- al annars söngflokki íslend- inga i borginni og kenndi auk þess á slaghörpu og önn- ur hljóðfæri. Síðustu árin áður én eg kom hingað heim, átti eg heima í byggðum ís- lendinga í Norður-Dákota. Var starf mitt hið sama þar og rneðan eg var meðal ís- Iendinga í Kanada. Það tímabil, sem eg hefi verið hér lieima, hefi eg átt þess kost, að halda þessa/' starfsemi minni áfram að nokkru levti. Veturinn 1943 var útvarpað héðan dagskrá á jólunum, og meðal annara atriða þar, var bæði söng- ur og hljóðfæraleikur. Ann- aðist eg undirbúning þess hluta dagskrárinnar. Þess- um dagskárhð var útvarpað um allar slöðvar Bandaríkj- anna, með endurvarpi frá stöðmni hér. Auk þess liefi eg annazt söngstjórn hjá blönduðum kór, er félag Þingeyinga hér i bænum liefir liaft á sínum vegum. Vaj! það mér óblandin á- nægja, að eiga þéss kOst, að vinna með sveitungum 'min- iim að þessum málum; Á föram vestur. — Eg mun aðeins vera hér stutt enn. Þegar vestur kem- ur, mun eg verða leystur frá herþjónustu. Að þvi búnu fer eg til íslendingabyggð- anna í Norður-Dakota, og mun lieimili mitt verða þar jfyrst um sinn. Það er margt, sem liægt væri að segja um dvölina hér, en eg er alls ekki að kveðja fyrir fullt og allt, hedlur ætla eg að koma hingað ásamt konu minni, etfir eitt til tvö ár aftur. Eg verð þó að segja, að eg kveð liér mína mörgu vini og kunningja víðsvegar um landið með söknuði, en jafn- framt með innilegu þakklæti fvrir viðkynninguna. Eg vona, að mér eigi eftir að auðnast sú gleði, að hitta sem flestaþeirra aftur seinna meir, og að hagur þeirra ög* 1 allra annarra íslendinga hér lieima verði þá í engu lak- ari en liann er nú, segir Ragnar að lokum. Hákosi HJarnasoii skógræktai'- stjórl farinn til Alaska tiS að athuga trjágróður og flutning trjápBanfna. ákon Bjarnason skóg- ræktarstjón er nýlega farinn vestur um haf, og er erindi hans að athuga trjá- gróður og flutmng á trjá- plöntum frá Alaska til ís- lands. Búið að leggja inn 400 nýja síma. Af þeim 500 símtækjum, sem fengizt hafa frá Svíþjóð í bæjarsímakerfi Reykjavík- ur, er nú búið að leggja um 400 inn til símanotenda. Hin 100 símanúmerin verða lögð inn á næstunni. 1 sumár átti bæjarsíminn von á 1500 símum til viðbót- ar frá Sviþjóð, en vegna tafa, se murðu við málmiðnaðar- verkfallið i Svíþjóð í vor, verður þessara síma varla að vænta hingað til lands fyrr en einhverntima i vetur. Þegar þessi viðbót kemur, er bætt í bili úr allri síma- þörf bæjarbúa. Hafnarfjarðarbær fær 160 sima til viðbótar og enn fremúr verður línan milli stöðvanna í Reykjavík og Hafnarfirði stækkuð veru- lega. Er með þessum ráðstöfun- um veruleg bót ráðin á síma- þörf beggjá bæjanna. Nú, þegar búið er að leggja inn þessar nýju Íínur, er orð- in tilfinnanleg vöntun á síma- skránni nýju. En þess er að vænta, að hún verði borin út til símanotenda í næsta mán- uði. — 1 Alaska eru viss svæði, sem hafa áþekkt loftslag og hér er. Þar vaxa samt fjöl- margar trjátegundir, sem ná ágætum þroska, svo að þar er pm lieila nytjaskóga að ræða. Enn sem komið er liefir engin reynsla fengizt af trjá- gróðri þessum hér á Islandi, aðallega vegna þess, að þeir staðir, sem um ræðir, eru fjarri byggðum og erfitt að komast þangað. Skógrækt ríkisins fékk í fyrra örlítið af trjáfræi lTá Álaska, en þó frá öðrum stöðum en þeim, sem skóg- ræktar fer til. Er að sjálf- sögðu ekki nein reynsla feng- in enn sem komið er af þessu fræi, en það er m.estmegnis fræ af sitkagi’ein. 0 . Það, sem hvað mestum örðuMeikum veldur við að fá trjáplöntur frá Alaska, eru hinir löngu og óhagstæðu flutningar þaðan og hingað. Nú mun skógræktarstjóri taka til atliugunar í ferð sinni, hvort ekki muni vera tiltækileet að fá trjáplöntur fluttar í flugvélum frá Al- aska og hingað. Eftir þeim upplýsingum og skvrslum sem horizt hafa vestan frá Alaska. er ekki ó- líklegt að þaðan mætti bæði bæta off auka trjágróður Is- lands til verulegra muna. Og er tiá stórum betur farið. ef för skógræktarstjóra verður til þess, að land vort klæðist nytjaskógum og það jafnvel innan tiltölulega skamms tíma. Vestur i Seattle í Banda- ríkjunúm er ungur Islend- ingur, Vipfús Jakobsson að nafni, sem stundar skógrækt- arnám. Hann er nú farinn til Alaska og mun kotna þar til móts við skógræktarstjórá. Verður Vigfús síðan í för með Hákoni og honum til að- stoðar har vestra. Skónræktarstjóri hugðist mundu verða 3—4 mánuði í förinni, JMíIiii séid sési ífröi. Frá fréttaritara Vísis. Seyðisfirði, í gær. Síðast liðna nótt komu 2600 mál bræðslusíldar til síldanærksmiðjunnar hér af þremur skipum. Verksmiðjan er þá búin að taka við rúmlega 9000 málum síldar i sumar og er það mun meira en á sama thn’a í fyrra- sumar. IJæsta skip, sem veið- ir fyrir verksmiðjuna er Kirjasteinur og hefir liann nú rúmlega 4200 mál. Mikið síldarmagn liefir sézt út af Seyðisfirði. Voru þar þá engin veiðiskip. Fréttaritari. SL'sju- fwBrþw^ejisssi msws Utanríkisráðuneytinu hefir borizt skeyti um, að Magnús Kjartansson hafi verið látinn laus úr vörzlu,- brezkra hernaðarvfirvalda í Kaupmannahöfn. Rannsókn í máli þeirra tveggja Esjufarþega, sem enn eru í haldi hjá brezku hernaðaryfirvöldunum er ekki lokið ennþá. Gríska stjórniei segir ekki af sér Fregnir hafa gengið um það að gríska stjórnin hefði sagt af sér, en þœr hafa nú verið bornar til baka. Utanríkisráðherra stjórn- arinnar Sofoianopholus sagði af sér fyrir skömniu eða um það bil er hann kom heim af ráðstefnunni í San Franeisco. Utanrikisráð- herrann sagði af sér vegna þess að hann taldi stjórnina ekki vera í samræmi við þjóðarviljann. Bulgaris forsætisráðlierra hefir einnig hoðist til þess að segja af sér jafnskjótt og búið væri að mynda nýja stjórn, sem gæti tekið við en ennþá hefir ekki komið til 911 á golii. Síðast Iiðinn laugardag liófst landsmót í golfkeppni. Keppendur voru 35 og kom- ust 16 í meistaraflokk, 16 í 1. flokk, en 3 féllu úr. í gær var keppt i meislara- flokki og urðu úrslit sem liér segir: Gísli ólafsson R. vann Lárus Ársælsson Vm.eyjuin, hafði 4 holur yfir þegar 3 voru eftir. Helgi II. Eiríksson R. vann Jprund Kirkegaard A., 6 hólur yfir þegar 4 voru eftir. Jóliannes Ilelgason R. vann Ásgeir Ólafsson R., 4 hþiur yfir þegar 3 voru eftir. Gunnar Hallgrimsson A.vann Árna Egilss. R., 6 holur yfir þegar 5 voru eftir. Sveinn Ár- sælsson V.eyjum vann Sig- trvgg. Júlíusson, eina liolu yf- ir þegar engin var eítir. Jón ólafsson V.eyjum vann Þórð Sveinsson A., 2 holur yfir þegar engin var eftir. Þor- valdur Ásgcfrsson R. vann Benedikt Bjarklind, eina holu yfir þegar engin var eftir. Jakob- Háfstein vann Arnþór Þorsteinsson, 2 holur yfir þegar engiu var eftir. t dag keppa þeir áttla, sem eftir eru í meistaraflokki ,og eru það þessir: Gisli ólafsson R. við Ilelga H. Eiríksson R. Jóhannes Ilelgason R. við Gunnar Hallgrímsson A. Sveinn Axelsson V.eyjum við Jón ólafsson V.eyjum og Þorvaldur Ásgeirsson R. við Jakob Hafstein R. Keppni í annari umferð i 1. flokki fer fram i dag. Þess- ir menn taka þátt í keppn- inni: Hallgrímur Fr. Iiall- grímsson R. við Georg Gisla- son V.eyjum. Sigurður Guð- jónsson R. við Iialhlór Magn- ússon R. Stefán Árnason A. yið Björn Pétursson R. og Frímann óiafssoú R. við Daníel Fjeldsted. R. * Nýir kaupendur Vísis fá blaðið ókeypis tiL næstu mánaðamóta. Hringið í síma 166® og tilkynnið nafn og“Keimilis- fang. .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.