Vísir - 30.07.1945, Blaðsíða 4
V I S I R
Mánudaginn 30. júlí 1945
VISIR
DAGBLAÐ
TJtgefandi:
BLAÐAtfTGÁFAN VlSHt H/P
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12.
Símar 16 6 0 (fimm línur).
Verð kr. 5,00 á mánuði.
Lausasala 40 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Umíerð í bænum.
Stéttarfélög bifreiðastjóra hafa sent dóms
málaráðherra og bæjarráði tillögur til úr
JxSfa í umferðariíálum, sem utti margt eru at
hýgliverðar. Beinast tillögurnar yfirleitt að
því, að götur verði lagfærðar á ýmsan veg,
' girðingar á hornum lækkaðar þannig, að um
ferð á krossgötum verði hættuminni, steypt-
ur verði að minnsta kosti 25 metra kafli á
.gatnamótum; lýsing gatna verði aukin og lag
færð, bifreiðar stöðvist vinstra megin á ein-
stefnuakstursgötum, i stað hægra megin, svo
sem nú tíðkast, að reynt verði að koma í veg
fyrir ísingu á vegamótum í miðbænum, gang-
stéttir verði breikkaðar og götur einnig, þar
sem umferð er mikil og margt fleira er þar
-einnig tekið til athugunar. Hins vegar gera
félögin tillögur um, að skipaður verði sérstak-
ur dómstóll, sem mál þessi hafi með höndum,
og sést ekki, að það sé út af fyrir sig nokkur
nauðsyn. Meðferð þessara mála hefur ekki ver-
ið ábótavant á nokkurn hátt, enda málin yfir-
leitt auðveld viðfangs.
Orsakir til umferðarslysa eru ýmsar, sumar
óviðráðanlegar, en aðrar ekki. Almennt má
segja, að ekki sé gætt fullrar varúðar, hvorki
af hálfu bifreiðastjóra né annarra vegfarenda.
Hér eiga bifreiðastjórar ekki óskipta sök. Oft-
^st eru það byrjendur í faginu.sem brjóta
freklegast í bága við umferðareglur. Þannig
cr altítt, að brotið er gersamlega í bága við
ákvæði um hámarkshraða innanbæjar, sjái
bifreiðastjórar sér færi á og lögreglan sé ekki
á hæstu grösum. Er þannig athyglivert að
fylgjast með umferðinnj suður Sóleyjargötu
og Hringbraut, þar sem látið er spretta úr
spori, alveg án tillits til að þar eru víða hættu
leg gatnamót. Til slíkra akstursgapá er ekki
iinnt að ná, nema því aðeins að almenningur
aðstoði lögregluna við það, og þá með því að
kæra brotlega bifreiðastjóra, sem aka svo sem
þeir eigi allan rétt, en aðrjr vegfarcndur eng-
íin. Slys eins og það, sem varð nú nýlega á
gatnamótum Fríkirkjuvegar og-Skothúsvegar,
cndurtekur sig vonandi ekki, en þar er auð-
sætt að um óhæfilegan akstur hefur verið að
3-æða.
Eftirlit með bifrciðum þarf að auka,' og
skoða þær fyrirvaralaust, hvenær sem vera
•vill. Kunnugt er, að rétt fyrir bifreiðaskoð-
tinina láta menn viðgerð fara fram á bifreið-
-um sínum, en eftir að skoðun hefur farið
fram, er ekki sinnt frckar um viðhald bif-
reiða en nauðsyn ber til, þannig að þær geti
«ekið. Slíkt er vitanlega algerlega ábyrgðar-
laust og óverjandi trassaskapur af hálfu bif-
rreiðaeigenda, sem' ekki verður komið í veg
f yrir með öðru móti, en fyrirvaralausri skoð-
un og hæfilegum viðurlögum, ef út af ber.
Undanfarið hefur ríkið selt mikið af setuliðs-
lifreiðum. Ymsar þessara bifreiða virðast vera
í lélegu stand, og svo virðist sem sumir eig-
-endur þeirra gæti ekki fullrar varúðar við
akstur. Bendir það í þá átt, að hér sé um byrj-
•endur að ræða, með því að bifreiðastjórar,
sem unnið háfa að akstri nokkuð að ráði,
])ekkja vel þá ábyrgð, sem á þeim hvílir, og
gæta þá jafnframt fullrar varúðar, Þess cr
að vænta, að allur almenningur öðlist skilning
á að úrbóta er þörf í þessum efnum, en þegar
sá skilningur er fyrir hendi, er lausninni náð.
7,
^¥n\
%
mræ
o C da
unvi /ronó
sdóttir
Þó að mér fyndist Ingunn
á Kornsá eiga bágt með að
meta Vatnsdalinn að verð-
leikum^— vegna þess Ijóma,
sem lék í minningu hennar
um Hrútafjörðinn pg æsku-
heimilið á Melum, — er jafn-
skylt að játa, að hún varð
þar mesta sveitarprýði. Og
samt var það alls ekkiheigl-
um hent að bera hátt innan
um gömlu húsfreyjurnar i
Vatnsdalnum, því að eg hef
sífcllt orðið sannfærðari um
það með aldrinum, að meðal
þeirra hafi verið furðulegt
mannval. En Ingunn bar
þangað i sjóði mikið og
margt, sem þær höfðu ekki
átt svipaða kosti að afla sér.
Og þótt henni þætti þar held-
ur mikið' fásinni, einkum
meðan hún var. i Grims-
tungu, og þröngt um sig að
ýmsu leyti, þá lagaði hún sig
vel að umhverfinu og lagaði
fr
það eftir sér, svo að bún og
hennar heimur höfðu á sér
sérstakan og minnisstæðan
brag — í senn eitthvað fjar-
lægt og framandi fyrir ó-
kunnuga og eittbvað óvenju-
lega hlýlegt og auðugt fyrir
þá, sem kynntust henni bet-
ur.
Frú Ingunn var ekki að-
eins um langt skeið hús-
freyja á stórbýli og merkis-
hcimili í héraði, kona Björns
Sigfússonarv sem var léngi
alþingismaður og mikilsmet-
inn íyrir þjóðmálastarf sitt
innan sýslu og utan, heldur
varð hún á efri árum þjóð-
kunn fyrir Bókina mína sem
kom út 1926, ogj Minningar,
sem hún gaf út 1937, þegar
hún hafði tvo um áttrætt.
Þær bækur og formálinn,
sem Guðrún dóttir hennar
lét fylgja hinni síðari, lýsa
benni svo vel, að aðrir bæta
ekki um það. Þessar línur
eiga ekki að vera annað en
kveðja til hennar á níræðis-
afmæli hennar í dag frá
gömliim nágranna og vini.
Það er skemmtilegt að hugsa
lil þess, hversu vel hún ber
þennan háa aldur, að hún
skuli liafa fengið að njóta
svo lengi ástar barna sinna
og barnabarna, sem henni
hefir hlotnazt i þeim mæli,
að lengra verður varla til
jafnað, og henni skuli enn
vera sú auðna léð að gleðj-
ast jafht við gamlar minn-
Ingar og liðándi stund og
gleðja yngstu vinirta ekki
síður en hina eldri.
S. N.
IBaldvin Björnssori
gullsmiður
Hann andaðist á heimili
sinu hér í bænum hinn 24.
þ. m. og er jarðsunginn í
dag.
Baldvin fæddist á' Lauga-
vegi 12 hcr í Beykjavík 1.
maí 1879 og varð því rúm-
lega 66 ára. Hann fluttist
nokkurra vikna gamall með
foreldrum sínum til ísa-
fjarðar og ólst þar upp. En
foreldrar hans • voru þau
hjónin Sigríður María Þor-
láksdóttir og Búörn Árnason
gullsmiður.
á unga aldri gerðist Bald-
vin matsveinn á fiskiskipum,
eins og þá var títt. Hann bar
til þess gæfu að vera alltaf
sjóhraustur og þoldi því volk-
ið framar mörgum öðrum á
hans aldri. Þelta sat i honum
æ siðan og þó að annað yrði
hlutskipti hans, hikaði hann
ekki við að leggja út i harð-
ræði í sjóferðum, ef svo bar
undir. Annars nam hann
gullsmíði hjá föður sínum
og sigldi 19 ára gamall «—
sem liáseti, því efnin voru
ekki mikil — til Kaupmanna-
hafnar, til þess að fullkomna
sig í iðninni. Þar var hann á
þriðja ár, en fór þá til Þýzka-
lands. Hafði hann frá ýitisu
að segja af basli og braski
fyrsta kastið þar, en svo vel
vann hann sér álit, að hann
varð verksljóri sinnar deild-
av í stóru gullsmíðafyrirtæki
í Berlín og var það ekki allra
útlendinga að komast að
sliku á þeim tímum i Þýzka-
landi. Þar var hann i 13 ár,
1902—1915, en er ófriðurinn
fyrri brauzt út, flosnaði fyr-
irtæki það, sein hann v.ann
við, fljótlega upp og hvarf
hann þá heim til íslands.
Hér setur hann upp gull-
smíðavinnustofu og verzlun,
með þeim hætti, serii hann
þekkti , frá Berlín. Hann
gengur að því með oddi og
egg. En bráðlega verður líann
fyrir því tjóni að vinnustof-
an brennur og er það svo
mikið áfall, að hann verður
að draga allt saman.
Nokkuru síðar flyzt hann
til Veslmannaeyja og er ^ar
í 12 ár. Þá flyzt hann aflur
hingað til bæjarius og er hér
til dauðadags.
Síðasla verk Baldvins var
að skrifa skipunarbréf for-
Framh. á 6. síðu
— Hutfdettur Uírnalda —
í síðustu hugdettum hefi eg verið að
hjala um bókina. Mannþekking eftir dr.
Símon Jóh. Ágústsson, og enn get eg ekki
slitið mig alveg frá henni, svo að þetta
er næstuin orðið eins og „skipulögð aug-
lýsingastarfsemi", en ég vona, að enginn
trúi þvi í alvöru, að eg láti hafa mig til
þess að stunda útbreíðlustarfsemi fyrir
svellþykka sálarfræði (enda þótt hún sé
„hagnýt"!) uin hásumar í glaða sólskini!
Bókin er líka svo þung i vöfunum, að
eg get ómögulega fengið mig til að mæla
með því, að menn taki hana með sér
í sumarfríið; bækur til þeirra hluta þurfa
helzt að vera litlar og léttar, fara vel i
vasa og þola þvæling, en því miður eru
allt of fáar' íslenzkar bækur þann veg
gerðar. Bit, sem lesið eí í svefnpoka, á
skipi, í bíl, á herangri, úti á túni eða
undir vegg, fer oft illa í meðförunum,
verður fyrir hnjaski í tösku, bakpoka eða
vasa, en betur en svo- verður að fara með
bækur eins og Mannþekking er!
Það var út af gamalli vísu, sem mér
varð enn hvarflað huganum til þessarar
bókar. Höfundur kveður hana til giftrar
konu, sem hann kallar mjóva og brúna-
fagra, og segir, að sér litist maður henn-
ar „sem fánýtur fljótí ferjubátur með
skerjum", en þegar hann sér hana sjálfa
„strangvaxna fram ganga, er sem skraut-
leg 'skríði skeið ýfir mávaheiði"!
Það er nú ef til vill ekki rétt, að taka
mjög hátíðlega dóma karlmanns um eig-
inmann konu, hverja hónum lízt vel á,
en bvað sem menn vilja um það hugsa
eða segja, þá er það víst, að fá efni hafa
verið mönnum jafnhugleikin eins og sam-
baridið milli karls og konú, afstaðá þeirra
hvors til annars. í kaflaniim „Karl og
kona" i Mannþekking, er sagt frá kenn-
ingu heimspekings nokkurs, er^Weining-
er hct, um það, „að konur skiptist í tvær
ólíkar sálgerðir: Móðurina, sem þykir
vænna um barh sitt en manninn, sem
hefir getið það við henni, og ástmeyna,
sem elskar mann sinn meira en afkvæmi
sin. Móðurlegar konur eru brjóstgóðar
og förnfúsar, ávallt reiðubúnar til þess
síð líkna og hjálpa öðrum. Þær eru ekki
ástleitnar, meginumhyggja þeirra, hugs-
un og ást beinist að börnum hennar,
maðurinn verður herini einungis tæki til
þess að verða móðir, en bamið ar mark-
mið lífs hennar. Sambúð hennar við börn-
iri er henni mikilvægari eii sambúð henn-
ar við mann sinn. Ástmærin er í flestu
andstæða móðurinnar. Hún gerir sér allt
far um áð- vera sem glæsilegust. Sam-
búð hennar við mann sinn er henni mikil-
vægari en samlif hennar við börniri. Hún
er munaðarsjúk og eigingjörn. Hún leit-
ast við að njóta lifsins á sem fyllstan hátt,
i ástarævintýrum og kynnautn. Barn
hennar er óvelkominn gestur, og fórnar
hún því, ef svo ber undir, fyrir ást sina
til karlmanns: Hún er tíðum marglynd
og lauslát. Vændiskonur eru af þessari
tegund kvenna. Siðferði hennar á kyn-
ferðissviðinu svipar meir til karlmanns-
ins en til hinnar móðurlegu konu. Marg-
ar frægustu konur heimsins eru af þess-
ari tegund kvenna, að þvi er Weininger
telur, og er gríska skáldkonan Saffo og
egypzka drotningin Kleopatra þess fræg
dæmi."
Það er eins með þessa kenningu og aðr-
ar, að einhver sannleikur getur verið í
henni fólginn, en engin ástæða til að taka
ha'na bókstaflega sem heilagan saimleika!
Kenningar eru oft hættulegar, af því að
fólk tileinkar sér þær án umhugsunar,
dómgreindarlaust, og oft eru það þeir,
er minnst hafa hugsað'um málin, sem af
mestum ákafa verja þau og eru ótrauð-
astir til að afla þeim fylgis. Þess vegna
er sannmenntaður almenningur örugg-
asta vörnin gegn öllum öfgum og sjúk-
legu fylgi við kenningar. Islendingar hafa
löngum hampað því, að meðal þeirra só
alþýðumennlun á háu stigi, hér séu allir
læsir og skrifandi og er vonandi, að sú
fullyrðing geti talizt rétt. En það er ekki
nóg að kunna að lesa og skrifa, eiga bæk-
ur í góðu bandi í hilluin. Þessa undir-
stöðumenntun þarf að nýla á þann hátt,
að hún skapi frjótt og sívakandi hugs-
unarlíf, löngun til meiri menntunar, kraf t
til að kynnast nýjum leiðum og vinnu-
brögðum, og dómgreind til að skera úr
um, hvaðer bezt fyrir einstaklinginn og
þjóðina.