Vísir - 30.07.1945, Blaðsíða 7

Vísir - 30.07.1945, Blaðsíða 7
Mánudaginn 30. júlí 1945 V I S I R . 7 Ck <r "^ 2pSoyd *&. 'Zðoualasl * ^Efcy rííílínn 4b vikum áður, hefði Sarpedon stungið reiðiefni sínu undir stól; en nú voru timarnir aðrir. Ekk- ert var lengur.. á þvi a'ð græða að eiga hylli. ihaldsdurganna. Meira að segja voru allar að-í stæður þannig, að hyggilegra var að slíta öll tengsl við önnur eins dauðyfli og hætta ekki á að sökkva með þeim. Hinn ungi Kalígúla hafði enga samhyggð með gömlu stjórnmálaskrögg- unum, sem trúðu á þjóðarsparnað og litu illu auga óhófseyðslú hans og sóun. Það var órðið opihbert leyndarmál, að Stígvéladrísill ætlaði sér að brjóta á bak aftur alla mótspyrnu úr þeirri ált við fyrsta tækifæri. Sarpedon þekkti Kvintus, en haf'ði ekki átt tól við hann síðan hann varð einn af þessum stóru við hirðina. Til allrar hamingju fyrir sjálfan sig hafði Túskus gamli dáið um vorið og Sarpedon, sem stundað hafði þennan gamla stjórnmálamann og skáld í veikindum hans, hafði ekkert lækifæri boðizt til að endurnýja kunningsskapinn við fjölskylduna. Hann vissi ekki, hvort hann yrði látinn vera heimilslækn- ir áfram nú, þegar gamli maðurinn var dáihn. Vafalaust yrði það mjög til að styrkja aðstöðu hans, ef hann gæti sýnt Kvintusi, hvorum meg- in hann stæði í baráttu Stigvéladrísils við öld- ungaráðið. Þótt ákafamaður væri að eðlisfari og skap- bráður mjög, var Sarpedon samt of skynsamur til þess að ryðjast inn til hins virðulega Kvint- usar og romsa upp úr sér þvi, sem hann vissi um Gallióf jölskylduna. Hann fór í öllu að eins og tignarmanni sómdi og bað um áheyrn og varð að biða eirðarlaus i þrjá daga, unz hin- um göfuga og volduga Kvintusi gæfist tími til að hlýða á mál hans. Þessi bið varð samt til þess, að Sarpedon gat aukið enn viðsögu sína, því á meðan hafði einkaþjónn hans komizt að því hjá Desímusi, að senatorinn og Marsellus hefðu fari'ð me'ð afturbabta Grikkjann í ein- hverja leyniför. Er Sarpedon hafði rnðzt gegnum iðukast mannfjöldans og vár kominn að sjálfri keisara- höllinni allur úfinn og rennsveittur, var hann látinn standa upp a endann, því hvergi var hægt að tylla sér i hinum geysistóra gull-, marmara- og filabeins-forsal, þar sem úði og grúði af að- vífandi pótentátum, sem biðu eftir a'ð röðin kæmi að sér. Þótt enn væri eigi alllangt liðið á daginn mátti sjá þar öll hugsanleg stig af ölvun, frá rustalegum fíflahætti og allt upp í hávært og óhugnanlegt ölæði. Að lokum var lækninum veitt stutt viðtal við Kvintus, sem hafði fullan hug á að afgreiða Iiann í skyndi, þar til hann sagði honum, að hann vissi um' griska þrælinn hans Gallió, Demetríus. Þá fór Kvintus að leggja við hlust- jrnar. Kristinn Gyðingur hafði verið sóttur heim til Galliófjölskyldunnar til að viðhafa einhverj- ar særingar yfir Grikkjanum, sem særzt hafði litilsháttar. Marsellus herforingi, sem var langt frá því að vera dauður, hafði komið með þenn- an kristna skottulækni í húsið og hefði ekki dregið á það neiha dul, að hann hefði fulla sam- úð með þessum kristnu uppreistarseggjum. Senatorinn og Marsellus hef ðu komið Grikkjan- um út úr húsinu með leynd og haldið af stað með hann vafalaust í því skyni að fela hann einhvers staðar. Kvintus hlustaði á með mikilli athygli, en all- ar þakkirnar, sem Sarpedon fékk voru skamm- if og formælingar fyrir að bíða svo lengi með að láta hann vita um þetta. „Þú ert og verður alltaf bölvaður asni, Sar- pedon!" öskraði Kvintus. „Ef þú værir ekki sonur skynsams föður þíns, þá myndi enginn Ireysta þér til að ná oriiium úr hundkvikindi!" Sarpedon var nú ljóst, hver hann var í aug- um gæðings keisarans og gekk út i daunillan forsalinn. Maður vissi varla þessa dagana, hvernig koma skyldi fram til að eiga von á nokkurri hylli frá hendi keisarans. Eitt var víst: heimsveldið vár á hraðri léið til glötunar. En löngu áðnr en Kaligúla færist, hefði hann til fullnustu séð um, að sérhver sú rödd væri þögn- uð, sem nokkur skynsemi byggi á bak við. Kvintus lét Stígvéladrísil ekki vita strax um það, sem Sarpedon hafði sagt honum. Honum fannst hyggilegra að taka fyrst dónann til fanga. Kannske gæ.ti hanh komizt að einhverju, sem keisaranum geðjaðist að. Marsellus væri á lifi. Vafalaust vissi hann, hvar Díana var nið- ur komin. Smáflokkur þjálfaðra hallarvarðmanna var settur til að gefa nánar gætur að húsi Gallíó og láta vita um allt, sem þar gerðist nýtt. Daginn eftir skýrðu þeir frá því, áð senator- inn væri kominn einn síns liðs í vagni sínum. En slik var óreiðan á öllu i höllinni, að Kvint- us varð að bíða eftir hentugara tækifæri til að taka til óspilltra málanna. Gleðskapurinn við hirðina var kominn á hæsta stig, svo að ógern- ingur var að koma nokkuru öðru að. Mál sena- torsins yrði að bíða. En vörðunum eagði hann, að þeir skyldu á meðan bíða og halda áfram að hafa strangar gætur á húsinu. Ef Marsellus herforingi kæmi ,skyldu þeir taka hann hönd- um. Þetía ætti vafalaust eftir að koma flatt upp á hrokagikkinn hann Túllus, áður en langt liði. En, •— Kvintus ypþti öxlum, — hvort Túllus mætti ekki hugsa það, sem honum sýndist. Hann þarfnaðist Túllusar engu frekar en Mar- sellusar. Hann skemmti sér nú við þá Jiugsun, að hann hafði boðið TúIIhsí það skítverk, að koma hinum kristnu út úr katakombunum. Kvintus hló með sjálfum sér. Það væri þó sann- arlega fyndið, ef Túllus fengi um það skipun einn góðan veðurdag að taka fastan æskuvin sinn og mág að auki! Ágætt, hann mætti fá að kenna á því!" Seint um kvöld á þriðja degi Rómaleikanna fekk Kvintus þau boð, að Díana væri nýkomin heim til móður sinnar í fylgd með Marsellusí. Stígvéladrísill hafði drukkið fast allan dag- inn og var í ógurlegu skapi. Hann formælli og löðrungaði þjóna sína, er þeir reyndu að koma honum í rúmið. Undir venjulegum kringumstæðum var hægt að koma hans hátign í háttinn þegjandi og hljóðalaust eftir svall dagsins, en nú' var slik- ur hávaði á götunni fyrir utan og um alla hÖll- ina, að keisarinn var glaðvakandi og höfuðið ætlaði að klofna. Jafnvel Kvintus fekk sinn skerf af skömm- uhpm*. Hann væri ábyrgur fyrir háreysti veizlu- gesta og hinni svívirðilegu óreiðu, sem höllin væri í. Auk þess, sagði hinn loðmælti keisari, hefðu hátíðahöldin í dag á Júlianusartorgi ver- ið til skammar og hverjum var það að kenna, ef ekki Kvintusi? Aldrei hafði hann heyrt neitt jafnþreytandi og þennan endalausa Óð til Júpí- ters og aldrei neitt jafnbragðdauft og þennan dæmalausa jarðarfarasöng! „Já, en yðar hátign. Vorum við ekki tilneydd- ir að fara eftir hinum gömlu helgisiðum?" hafði Kyintus spurt ísmeygiiega. Þegar í stað sá hann eftir að hafa reynt að bera hönd fyrir höfuð sér. Nú var ekki réttur timi til að svara Stíg- véladrisli með „já — en", hversu réttmæt sem afsökunin var. Hans hátign varð pskrandi vond- ur! Hann vissi það vel, að hann hafði eintóma asna i kring um sig. Tími til kominn, sæi hann, að gefa einhverjum öðrum færi á að gera hon- um til hæfis. Kvintus hefði í engu — i engu, reynst hæfur sem ráðgjafi! Á þessu stigi málsins sá Kvintus sér ekki ann- að fært en að bæta úr fyrir sér við keisarann. Hann benli öllum að fara út úr svefnsal keisar- ans. „Eg er búinn að finna dóttur Gallusar, yðar hálign," tilkynnti hann. „Ha!" hrópaði stígvéladrisill. „Svo að þi'ð hafið þá loksins náð henni, sníglarnir ykkar, ha? Og hvar furiduð þið djásnið atarna?" „Heima hjá henni, herra. Hún kom þangað fyrir klukkustund síðan." „Kom vinur þinn, Grikkinn með henni?" „Nei, yðar hátign. Senator Gallíó hefir falið hann. Diana koni í fylgd með Marsellusi her- foringja, sem menn héldu, að hefði drekkt sér." „Nú, já! Svo að hann kom fram í dagsljósið, biðillinn hennar! Qg hvað hefir hann hafzt að, siðan menn héldu hann hafa-drekkt sér?" „Einhvers staðar í leyni, yðar hátign. Hann er, talinn kristinn." ., ; „Hvað?" hrópaði S.Ugyéíadrísill upp yfir sig. „Kristinn! Hvernig getur herforingi verið inn- an um annan eins ruslaralýð? ímyndar hann sér, asninn sá, að hann geti gerzt forystumaður uppreisnar? Láttu taka hann fastan fyrir föð- urláridssvik! Komdu með hann hingað! Strax!" Frá mönnum og merkum atburðum: HvaS gerðist í Ploesti? Eftir Henry F. Pringle. Block, eign Þjóðverja, og Unirea Sperantza, eign. Breta, sem framleiddi 69.000 shiálestir mánaðarlega. Astro Romana, Romano Americana, Concordia Vega og Steaua Romana voru mikilvægar vegna mikillar framleiðslu, en einnig vegna þess, að þar voru vélar til þess að framleiða flugvélabenzín. I upphafi varð þegar að gera sér grein fyrir, hvort unnt yrði að gera olíuvinnslustöðvarnar í PloestL og grennd óvirkar, án þess að leggja of mikið i- sölurnar. Það varð að gera sem áreiðanlegasta á- ætlun um, hve mörgum flugmönnum og flugvéluiru yrði að fórna. Sérfræðingarnir gerðu ítarlega grein" fyrir, hverjir erfiðleikarnir væru, sem við yrði að' stríða. Meðal annars varð að athuga, að í Ploesti voru fleiri olíuvinnslustöðvar en unnt var að nota,. sumpart vegna þess, að olíubrunnar höfðu þornað, og vegna þess, að ekki var búið að gera gangskör: að því að taka til framleiðslu ný svæði, þar sem ölía var í jörð. Flugmennirnir máttu því ekki varpa sprengjum sínum á vinnsluskála, þar sem engin vé-l'. var i notkun. Slíkar árásir svöruðu ekki kostnaði. Þegar árásirnar voru að hefjast, voru næstu flug- stöðvar Bandaríkjamanna í grennd við Bengasi eða- Tobruk í Norður-Afríku. Fljúga varð yfir Miðjarð- arhaf og Albaníu og Júgóslavíu, áður en sveigt var til austurs inn yfir Rúmeníu, og mátti víða á leið- inni búast við skothríð úr loftvarnabyssum. Flugleiðin var um 38Ö0 kílómetrar til Ploesti og; ' heim aftur. Hættur voru hvarvetna yfirvofandi á þessari löngui flugleið. Samt sannaði 15. Bandaríkjaflugherinn 1. ágúst 1943, að kleift var að framkvæma áformin um árás- irnar. Yfirmaður flugsveitanna var Uzal G. Ent hers- höfðingi. Það var níunda sprengjuflugvélasveitin úr 15. Bandaríkjaflughernum, sem árásirnar gerði. , Eins og flestir háttsettir yfirmenn í Bandaríkja- flughernum gera, þegar mikið liggur við, tók hami sjálfur þátt í leiðangrinum. 162 B-24 sprengjuflugvélar (Liberator) tóku þátt í árásinni. Þær nutu engrar verndar orustuflugvéla. Flogið var lágt inn yfir árásarsvæðið — rétt yfir- hæstu tré — og varpað niður 172 smálestum af' sprengjum. Bandaríkjamenn misstu 54 sprengjuflugvélar. Á þeim voru 540 flugmenn. Arásin var talin hafa hepnazt vel, þrátt fyrir þetta mikla tjón. Áður en þessi úrskurður var upp kveðinn, voru fjöldamarg- ar ljósmynidr teknar af árasarsvæðinu úr lofti, at- hugaðar af sérfræðingum flughers og landhers og: olíumálasérfræðingum. En þeim árangri yarð þó ekki náð í árásinni, sem- til var ætlazt. Flugvél .Ents hershöfðingja var ætl- að að hæfa Romano Americana olíuvinnslustöðina. Það tókst 'ekki, því að stýrimaður flugvélarinnar beið bana rétt í því, er flogið var inn yfir stöðina. En allt annað, sem ráð var fyrir gert að sprengj- um væri varpað á, var illa útleikið eftir árásina. Ent hcrshöfðingi segir, að flugvélarnar hafi verið? hálfa klukkustund yfir árásarsvæðinu, og það hafi verið „fremur heitt" þessa hálfu klukkustund. Skýrslur Sambands rúmenska olíuiðnaðarins sýnar ásamt öðrum gögnum, nákvæmlega hverju tjóni flugvélar Bandaríkjamanna voru valdar að á Ploesti- olíulindasvæðinu þennan ágúst-sunnudag. 1 júlímánuði 1943 framleiddu allar PIoesti-oMu- stöðvarnar 407.000 smálestir af olíu. 1 ágúst nam, framleiðslan aðeins 269.000 smálestum, þ. e. í næsta mánuði eftir að árásin var gerð. Tvær stöðvar, Creditul Minier og Columbia Aquila, sem samtals- framleiddu 70.000 smálestir i júli, urðu fyrir svo- miklum skemmdum, að þær framleiddu næstum enga olíu eftir að árásin var gerð. Þjóðverjar endur- byggðu Columbia Aquila að nokkru leyti og gerðu sér miklar vonir, eri nokkur hluti stöðvarinnar var tekirin í notkun 9. júlí 1944. En lS.flugherinn 'konx til árásar síðdegis þann dag og stöðin varð fyrir spren,gjum, og þar með hrundu þessar vonir Þjóð- verjaí rúst. .... Þjóðverjar sáu, að eitthvað varð til bragðs að= taka og hröðuðú framkvæmd nýrra eridurreisnar- áforma sem mest mátti verða og var þéim lokiðí"

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.