Vísir - 06.11.1945, Blaðsíða 2

Vísir - 06.11.1945, Blaðsíða 2
2 V I S I R Þriðjndaginn fí. nóvember 1945 JFWí E'étttEB'h&lduBtum 1//1V tþuisiineg: var un Rúmleysi í blaðinu og fleiri orsakir hafa valdið þeim drætti, sem orðið hefir á því, að birt væri framhald greinaflokksins um réttarhöldin yfir Quisling eftir Svein Ásgeirsson. Þótt Quisling sé nú‘kominn undir græna torfu, munu samt margir hafa gaman af að lesa um þessi sögulegu réttarhöld frá sjónarmiði þess, sem var viðstaddur þau. Þeir sem verið hafa í Nor- egi um þessar mundir, hafa átt kost á því, að kvnnast af eigin reynd einhverju dvpsta orr almennasta hatri, sem alið hefir verið af þjóð lil eins manns, svo sög- ur fara af. Hatur norsku þjóðarinnar til Vidkuns Quislinps er takmarkalaust. En bíóðin er róleg, það er enginn æsingur, ekkert hanadpat eða hróp, því hún meinar svo einlæglega það, sem hún segir. Hún hefir lært að halda tilfinningum sínum í skefjum, og henni lærðist það einmitt í stjórnartíð hins liataðá. Þegar eitthvað er sagt með allt annari áherzlu- cn búast ma*tti við og vanalegt er, á það til að vekja hlátur og vera tekið "sem Þmdni. Rak- arinn, sem rakaði mig fyrstu daginn sem eg var í Oslo, sagði blíðlega um leið og hann skóf burtu hýjunginn kringum barkakýli mitt, með * hárbeittum, blikandi hnífn- um, að hann væri ekki í vala um það, hvað hann ætti að gera, væri það Quisling, sem sæti í stólnum. Hann sagði þetta svo innilega, að eg var ekki í nokkrum vafa um það, að þetta kæmi beint frá hiartanu. O^ hann var ekki einu sinni kíminn á svipinn, hvað bá meira, svo að eg hætti við að brosa' en bað hann aftur á móti að faia ekki að gera neinar æfingar á mér. Þá brosti hann og sagði, að það þýddi víst heldur ekki neitt. því að það væru ekki mildar horfur a því. að honurn myndi veitast sú ánægja að „raka“ þana mann úr jiessu. Síðan varð hann aftur alvarlegur og sagði, að ef Quisling yrði ekki liflátinn af hinu opin- bera myndu þeir gera það s;álfir. Ekki myndi standa á sér! Þetta síðasta sagði hann næstum því elskulega, og ekki efaðist eg um að hann meinli það. Eg spurði haivn, hvort hann hefði venð í fangelsi hjá Þjþðverjum eða quislingum. ..Eg var 2 ár á Grini“, svaraði hann. Og þetta sagði hann á lát- lausari hátt en reykvískur rakari myndi segjast hafa verið 2 daga í taldi í Þing- vallahrauni í sumarleyfi sínu, og segi eg þetta án þess að meina það að reykvíski* rakarar aorti nokkuð. Og þessi norski rakari var ekkert einsdæmi, þvert á móti, það átti eg eftir að vita betur og betur því lengur sem eg dvaldi í Noregi. öll norska þjóðin er róleg éða ákveðin. Aúgljóst dæmi' um þetta er, hvernig uppgjöfin og handtaka norskra quisl- inga./fór slysalaúsf fram í mótsétningu vlð fumið og fátið í Danmörku. 7 SAKIR QUISLINGS Hatur er útaf fyrir sig engin sönnun fyrir sekt manns. En það gefur auga leið, að þegar heil þjóð hat- ar manu eins og norska þjóðin hatar Quisling, þá hlýtur hann að hafa framið stórfelda glæpa gagnvart henni. Sakir hans falla bffeði Jundir hernaðarleg og almenn Iborgaraleg refsilög. Hann er ákærður fyrir stríðssvik, landráð,' þjófnað, misnotkun á eígum ríkisins, meðsekt í morðum o. s. frv. En öll afbrotin eru afleiðingar einn- ar höfuðsyndar: Hann fékk Hitler til að hertaka Noreg. Sannanir um þetta fengust eftir hrun Þýzkalands. Vitn- isburðir Rósenbergs, Görings, Ribbentrops, Kéitels og JoíÍÍs-, sem hafa verið yfirheyrðii*, leiða þetta ótvírætt í ljós. Sérstaklega er það dagbók Rósenbergs, sem Quisling er ójiægileg, vegna þess, hve glögglega þar er skýrt frá sambandi hans við Hitler og aðra nazistaleiðtoga fyrir 9. apríl .1940. Mun eg nú mönn- um til l'róðleiks birta nokkra kafla úr henni. 11. desember 1939. Foringjanum hefir verið tilkynnt heimsókn frá Skand- inavíu. X. segir, að fjand- skapurinn gegn Þjóðverjum aukist stöðugt í Noregi (rúss- nesk-finnska stríðið). Eng- jlandsflokkurinn verði sterk- jari og sterkari. Gyðingurinn Ilambro heldur áfram að vinna á móti okkur. I Svíþjóð hafi spurningin um brezkar flotabækistöðvar verið rædd. Atriði, sem aftur gæti endur- tekið sig í Tyrklandi. Hann lagði enn einu sinni fram raunhæfa tillögu um að undirbúa þýzka landgöngií eftir beiðni nýrrar ríkis- stjórnar, sem hefði tekið völdin í sínar hendur. Q. (leiðrétt og X. sett i staðinn) fór til Raeders. Foringinn gat auðvitað ekki tekið á móti X,, en vildi þó athuga möguleikana. Í4. desember 1939. Hinn 12. kallaði Foringinn mig aftur til sín til að ræða um tillögu Quislings. Hann var ekki fús til að taka á móti Quisling, en vildi jió vita, hvernig Quisling hefði hugsað sér árás sína. Nolckr- ar spurningar í viðbót: Af- staðan til norska hersins varð að vera skýr. Eg átti því næst að kvöldi hins/2. langt viðtal við Quisling. Árangur- inn af viðræðunum var skrif- aður niður og það síðan sent til Raeders. Um kvöldið á- kváðum við Raeder, að halda nýjan fund heima hjá mér. Hann kom líka hingað, og við vorum sammála bæði um dirfskuna og um nauðsynina til þessarar árásar. Raeder verður að fylgja Q. til For- ingjans til þess að hanrt' geti beint kynnzt persónuleika hans. 19. desember 1939. Fyrsta stig áætlunárinnar um árásina á Noreg ákveðið. Hinn 15. tók Foringinn á móti Quisling, sem var í fylgd með Hagelin og fylkis- stjóra mínum, Scheidt. Um kvöldið heimsóttu þeir mig — mjög ánægðir. Foringinn hafði fyrst talað í 20 mín- útur: Hann vildi auðvitað helzt, að Skandinavía væri hlutlaus, en hann mundi ald- rei geta þolað, að Englend- ingar tækju t. d. Narvik. Því næst las hann upp úr athuga- semdum Quislings: Nauðsyn- in á stórgermönsku sam- bandi. Quisling lýsti síðan jieirri lögleysu, sem mundi eiga sér stað í Noregi frá 10. janúar 1940, er völdin hefðu verið fengin í hendur marx- istum og hinum gyðinglegu demókrötum. Björgun Nor- egs mundi einnig vera mikil- væg fyrir Þýzkaland í úr- jslitabaráttu íiess við Eng- land. Quisling kom mjög á- |nægður til baka. — Hinn 17. kallaði Foringinn mennina enn einu sinni á sinn fund og ræddi í klukkutíma um afstöðuna í held. Hann lagði áherzlu á það, að ósk hans væri, að Noregur yrði hlut- laus áfram. Hann spurði því næst: Herra ráðherra Quisling, þeg- ar þér biðjið mig um aðstoð, vitið þér ])á, að England mun segja yður strið á hendur? Quisling: Já, ég veit það, og geri ráð fyrir því, að verzlunarviðskipti Noregs miuii liggjá niðri nokkurn tíma. í lok viðtalsins spurði Quis- ling: Herra ríkiskanzlari, hef eg skilið yður rétt, að þér viljið hjálpa okkur? Foringinn: Já, eg vil það. 20. desember 1939. Quisling og Hagelin voru hér einmitt núna til að kveðja. Hann ræddi um öll helztu atriðin i sambandi við | stjórnmálalegan undirbúning undir árásina í D. (Deutsch- land, Þj'zkalandi) og í N.: Nauðsynina á því, að öllu væri haldið stranglega leyndu, að menn ferðist liing- að einn og einn í einu til þjálfunai’j um afstöðuna til konungsins,um það, hvernig ætti að hertaka viðkomandi stjórnarmiðstöðvar o. s. frv. Eg ætlá að skrifa niður stutta greinargerð um málið. Quisling þakkaði mér mjög innilega fyrir aðstoð mína. Við þrýstum hönd hyor ann- ars og sjáumst sennilega Ifyrst aftur, þegar árásin á jNoreg hcfir tekizt og forsæt- isráðherra Noregs heitir Quisling. 19. febrúar 1940. Hagelin kom nýlega til baka frá Oslo með fullt af aðvörunum: Þrált fyrir hlut- leysisyfirlýsingar Noregs til þýzku stjómarinnar byggi núverandi ríkisstjórn Nor- egs sig undir það að taka þátt í styrjöldinni, að fengnu tilefni, við hlið Englands. Á sömu lund skrifar Scheidt frá Oslo. Foringjanum var tilkynnt um þetta í síðustu viku. Svo kom tilkynningin um árás Breta á Altmark á laugardáginn. Sérstaklega heimskulegt tiltæki af Churchill. Það stvður skoð- un Quislings og aðvaranir. . .. Viðleitni Foringjans til jjess að varðveita lilutleysi Noregs og vera aðeins við- búinn, ef hið versta skyldi ske, er farin út um þúfur. 6. apríl 1940. í gær kom Hagefin frá Oslo með ' sannanir fyrir því, að Bretar og Frakkar séu að undirbúa árás á Noreg. Eg læt undfr eins skrifa þetta niður og sendi til Foringjans. 9. apríl 1940. Þetta er stór dagur í sögu Þýzkalands: Danmörk og Noregur eru hernumin. Eg óskaði Foringjanum til ham- ingju mcð þetta verk, sem einnig var undirbúið af mér. Hann brosti svo hann Ijóm- aði allur. Nú getur Quisling mjmdað ríkisstjórn. Já, sú var tíðin, að Quis- ling gat nTyndað stjórn! En sú stjórn varð ekki langlíf. Hún varð að hrökklast frá „völdum“ ieftir örfáa daga, vegna þess að hún var Þjóð- verjum algerlega gagnslaus og verri en engin vegna fylg- islcysis. Varð Quisling fyrir mjög miklum vonbrigðum út af þcssu og klagaði fyrir Hitler, en Ribbentrop revndi að hugga hann. 1. febrúar 1942 fékk Quisling svo að mynda stjórn á nýjan leik, er sat að völdum þangáð til hún var sett í járn eftir frels- un Noregs. - Dagbók Rosenbergs var eitt af því markverðasta, sém fram kom í réttarhöldunum yfir Quisling og vakti geysi- lega athygli. Menn höfðu al- mennt ekki trúað því, að Quisling hefði hvatt Þjóð- verja til að hernema Noreg, heldur einungis gengið í þjónustu þeirra við hernám- ið, og þótti nóg. -Það jók því ekki á „vinsældir“ Quislings, að þetta skyldi koma í ljós. Réttarhöldin áttu að fara fram fyrr í sumar, en þeim var frestað, meðan leitað yrði að frekari sonnunargqgnum í Þýzkalandi, og það verður ekki annað sagt en að sú leit til þess, að ákæruskjölin illa komið fyrir. Varð þetta liafi borið árangur, óhugnan- legan árangur fyrir mann- orð Quislings, og var það þó ai’ þau voru íögð fram í rétt- urðu enn fjölbreyttari, þeg- arhöldunum í haust. Voru þau 140 vélritaðar síður! Ferill Hagelins. Hagelin sá, sem um er rætt í dagbókinni, er- norskur maður, sem hafði búið í 25 ár í Þýzkalandi, þegar saga þessi gerðist. Virðist þetla hafa verið mesti dugnaðar- maður, enda hefir hann margskonar störf á samvizlo unni. Hann var milliliður Þjóðverja og Quislings, og kom á sambandi milli hans og Rosenbergs, sem fannst mikið til um ráðagerðir Quis- lings og vakti athygli Hitlers á þeim. Hann var einnig full- trúi fyrir Krupps-verksmiðj- urnar og reyndi að selja ])ýzkar loftvarnabyssur í Noregi rétt fyrir innrásina! Hann var staddur í sama hóteli og Quisling 9. apríl 1940, og gerði Quisling hann að verzlunarmálaráðherra þennan mikla dag!! Hagelin fluttist alfarinn til Noregs fyrstu dagana í apríl(!), en var þó alltaf á stöðugu ferða- lagi milli Þýzkalánds og Nor- egs. Bar hann það fyrir rétt- iiium, að hann hcfði flutzt frá Þýzkalandi vegna þcss, að hann vildi ekki vera þar annað stríð, þar eð hann hefði fengið nóg af því í fyrra stríðinu. Ekki var hon- um stríðið þó ókærara cn svo, að hann vildi hafa ])að með sér til Noregs, þcgar hann flutti þangað! Hann hefir borið sig mjög illa fyrir rétt- inum, svo að hreinasta hryggðarmynd hefir vcrið að sjá hann. Minni hans hef- ir mjög hrakað eftir að hann var tekinn höndum. Kemur véikin þannig fram, að hann man sumt ágætlega, sérstalc- lega ýmis smáatriði, sem enga þýðingu hafa, en þegar kemur að hinum mikilvæg- ari atriðum, á minnið til að bregðast honum gersamlega. Hristir hann þá bara höfuð- ið á aðdáanlega heimskuleg- an hátt, setur upp svip, sem er ímynd sljóleikans og kveðst alls ekki geta munað þetta, hann hafi svo slæmt minni ó. s. frv. Er þá oft hresst upp á minni hans með því að lesa upp fyrir honum ýmis sönnunargögn, en þá kveðst hann ómögulega geta skilið, að hitt eða þetta geti verið satt. Ekki lízt Hagelin betur á feril sjálfs sín en þetta! Þessar tvær kempur, Hagc- lin og Quisling, eiga mörg af- rekin sameiginlfcg, og eru nöfn þeirra sennilega skráð á sömu blaðsíðunni hjá Sankti Pétri. Nafn Hagelins er órjúfanlega tengt höfuð- synd Quislings, og þótti mér því rétt að geta mánnsins nánar. QUISLING SVARAR TIL SAKA. Þegar er hinn opinberi á- kærandi hafði lokið ræðu sinni á fyrsta degi réttar- haldanna, tók dómsforseti að spyrja Quisling ýmsra spurn- inga viðvíkjandi því mikil- vægasta, sem fram kom í ræðu ákæránda, og byrjaði hann á því að spyrja um sam- band háns við Þjóðverja fyrir 9. apríl 1940, Quisling var mjög málgéfinn í réttar- höldunum, en hann vildi helzt halda ræður, ekki svara spurningum, það var lians veikasta hlið. Átti bann þá til að” fara út í málalenging- ar og skeytti þá stundum lílið um efni spurninganna. Dómsforseti spurði Quis- ling fyrst, hvort hann væri fús til að gera grein fyrir máli sínu. Quisling reis upp og sagði, að til þess að réttinum gæti orðið málið fyllilega ljóst, yrði* hann óhjákvæmilega að fara langtum lengra aftur i tímann. Hann yrði að ræða í heild sinni um störf sín scm foringi National Samling i 15 ár, og byrjáði hann síðan með lágri röddu að ræða um þetta efni. Dómsforseti greip þá fram í fyrir honum og sagði: -— Við skulum fara nánar Framh. á 6. síðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.