Vísir - 07.01.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 07.01.1946, Blaðsíða 4
4 i M rv Mánudaginn 7. janúar 1946 VISIR DAGBLAÐ Otgefandi: BLAÐAUTGÁEAN VlSIR H/F Kitstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660« (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Enginn veit hvað átt hefnr - IMorrænum mönnum hefur í'rá upphafi vega ** verið i blóð borið, að þoía illa yfirgang •og Ju'igun. Þeir vilja hafa leyfi til að tala, hugsa og starfa eins og frjálsir menn, og vera íiðnjótandi þess persónulega öryggis, sem er meginstoðin úndir þjóðfélagsskipan hins vestræna kynstofns. Skapgerð Islendinga er barin veg farið, að þeim veitist erfiðara en i'lestum öðrum þjóðum, að sætta sig við persónulegt ófrelsi. Einstaklingshyggjan og æjálfstæðisþráin eru svo stcrkir þættir í eðli jjeirra, að þeir mundu aldrei geta lifað sem i'uglar í búri. Bæjarstjórnarkosningarnar, sem nú standa . íyrir dyrum hér í Reykjavík, munu að lík- indum marka tímamót i íslenzkum stjórn- málum. Nú verður úr skorið, hvort sú stefna sem vill innleiða hér austræna kúgun, hefur liér nokkurt gengi i framtíðinni. Ef kosn- ingarnar sýna alþjóð það scm flestum er orðið ljóst, að fylgi kommúnista er að hrynja i höfuðstaðnum, þá eru dagar þeirra taldir •og þeir verða áður en langt um liðnr gersam- lega áhrifalausir í íslenzkum stjórnmálum. 3?ví meira sem tap þeirra vcrður við kosn- ingarnar, því fyrr hverfa álirif þcirra, scm legið hafa eins og mara á íslenzkum stjórn- málum síðan 1942. Skapadægur kommúnista hefur þegar runnið upp. Það vita þeir sjálfir, ¦en gengisleysi þeirra vcrður fyrst opinberað við þessar kosningar. Það má næsta furðulegt heita að nokkur Islendingur skuli hafa grcitt atkvæði þcim mönnum, sem vilja útrýma persónulegu frclsi hvers einstaklings í landinu, með þvi að rsvipta landsmenn prentfrelsi, málfrclsi og íithafnafrelsi. Þeir vilja koma hér á sovict- • skipulagi, þar sem einn flokkur ræður öllu, J)ar sem enginn má gagnrýna valdhafana, l>ar Sem andstæðingar stjórnarinnar eru geymdir í fangelsi, þar scm cnginn gctur látið í ljós skoðanir sínar og þar sem öryggi -einstaklingsins er ekki til. Það cr ckki ólíklegt sað Islendingum mundi finnast vera orðið Jbröngt fyrir dyrum þegar nokkur hundruð líommúnistar væri komnir í öil embætti laníls- ins og farnir að framkvæma austræna lýð- Tæðið og þá „hreinsun" innan þjóðfélagsins, scm því er jafnan samfara. Aðcins cinum í'lokki, kommúnistal'lokknum, yrði lcyft að starfa í landinu,, og eí' farið væri að eins og gert hefur verið í Austur- ZEvrópu, sem ckki þarf að efast um, þá verða •öil andstæðingablöð bönnuð. Aðalforgöngu- ::menn borgarlcgu stéttanna mundu settir í ¦fangabúðir, svo að borgarana skorti alla for- :ustu. Allur landslýður yrði að varnarlausum, -fófrjálsum cinstaklingum í höndum pólitískrar 3rfirstéttar, sem réði yfir lögrcgluvaldi lands- iús, dómsvaldi, lagasctningu, öllum vinnu- krafti þjóðarinnar og auðuppsprettum. Þegar i'Iokkurinn á þenna hátt hefði komið ár sinni i'yrifborð, þá hugsaði'hann um það citt að lialda valdi sínu með því að mola miskunnar- * laust alla mótstöðu um leið og hún gcrir fvart við sig. Einstaklingurinn getur aldrci orðið annað <en þræll ríkisvaldsins þar sém svo er búið áð honum. Slíku valdi vilja Islendingar aldrci verða ofursejldir. Enginn veit -hvað átt heí'ur íyrr en miss| hefur - hið pcrsónulega frelsi. • mi^nuutmtamsimnnmtmnmm JC, ókóla&tióri Við kynntumst fyrst i Menntaskólanum og urðum góðvinir, þött skoðanir okkar féllu ekki allskostar saman. Þá gengum vi'ð stundum hér um götur bæjarins eða út um mela og móa og ræddum um menn og málefni og yfir- leitt allt milli himins og jarð- ar. Við vorum síður en svo sammála, cn mér fannst eg auðgast ávallt af viðræðum við Knút. Andagift hans var þá þegar mikil, lífsreynslan máske ekki að sama skápi, en góðar gáfur og góð sál mól- 'uðu allt bans atferli. Hann var mjög uifuminganæmur, gat orðið beitvondur eða sár- granuir út af engu að mín- um dómi, en átti alltaf eitt- hvað gott til mála að leggja fynndist honum ballað á rétt- an málstað i bverju efni, sem var. Hánn var þá þegar of víðsýnn til að ala óvild i hrjósti, en elskaði allt og alla. Þcim mun mciri urðu 'von- brigði hans er úl í lífið kom, eins og ann.arra góðra manna. Nokkur ár liðu. Knútur var um það bil að útskrifast úr guðfræðadeild háskólans. Þá hittumst við citt sinn á förnum vegi, tókum tal sam- an og sátum vakandi eina vornótt. Ef til vill kynntist eg honum þá bezt. Fyrst deild- um við fast um margvisleg mál. Siðar barst viðræðan að listum og sér i lagi skákl- skap. Þá lét Knútur mig jheyra nokkur ljó'ð, sem hann hafði ort, og voru þrungin þeim cldmóði, sem cinkenndu manninn i ollu dagfari. Ef lilvill rann það þá fyrst upp fyrir mér, að Knútur var öllu öðru frekar skáld af guðs náð og skáldið í bonum vevndist honum síðar oft og einatt crfitt viðfangs, þótt bann birti aldrei það, sem náðargáfan lílés honum í brjóst. Menn skildu stundum ekki svo viðkvæma sál i með- læti og mótlæli, ljóðin befir hann tekið með sér í gröfina. Skólaárin hurfu á bak og burt. Knútur gerðist prestur og gegndi því starfi um nokkur ár. Ilann felldi sig ckki við það starf og fannst hann þar bundinn i báða skó. Líf hans var of Ijóðrænt, út- ,þráin of sterk til þess að bann felaði troðnar slóðir upp í prédikunarstólinn. Þvi lét hann af prestskap og fluttisl hingað lil Reykjavík- ur í óvissuna, þótt bann væri kvæntu'r maður og ælti eina dóttur barna. Kona bans, Ingibjörg Jónsdóttir, var skjól bans og skjöldur í há- skólanum og allt upp frá því. Dóttir þeirra Hildur er nú 15 ára að aldri og var auga- steinn hans. Á skólaárunum ruddi Knúlur sér brautina sjálfur. Hann vann fyrir sér með kennslu, en las jöfnum böndúm, enda átli hann aldrei átta stunda vinnudag. Fengi hann fárra slunda svefn var bonum það nóg. Alll bans erfiði mótaði lífs- viðhorfið. Hann trúði á mátl sinn og megin, en ekki hjálp- arsnautt hjartarúm annara. Blásnauður að fc bjóst bann ásamt konu sinni, til utan- farar. Hann átti þess engan köst að kaupa sér far með fl.ií.tningaleslum, erlcndis, cn lét bjólin snúast um Dan- mörku, Þýzkaland og Aust- urriki fyrir eigin fotafii. Um ]>að skrifaði hann bók er heim kom, er sýndi að hann var ritfær í bezla lagi svo sem hann sýndi -erin betur siðar. Ferðaðist hann á sama hált um ^Bretlandseyjar og írland. Á þessum árum hafði Knútur helgað sig kennslu, svo sem hann hafði gert að nokkru leyti á háskólaárum sinum. Féll hún honum bet- ur í gcð, en önnur slörf, sem honum buðust, enda vár hann ástsæll af nemendum og vel metinn af kennurum. Líf o^g fjör mótaði kennslu- stundir hans eins og allt dag- far. Viðkvæmnin varð-Knúti á- v^lt fótakefli, einkum er i móti blés og hann varð f\Trir ómaklegum árásum. Slíkt þoldi hann illa, taldi hann vera um ósanngirni að ræða eða skynsemiskort, en nóg er um hvorttveggja og engin annars bróðir í lcik. Hann var hreinn í lund og kunni illa undirferli og bakmælgi. Hann gaf sig nokkuð að sljórninálum um skeið, en var of góður maður til að vinna þar verulega fremd, með því að skríða í duftinu og kaupa sér hylli misvitra og marglyndra forystu- manna. Hann kaus því heldur að helga sig ritslörfum og lét ]ar mikið eftir.sig liggia og var einhver vinsælasti út- varpsfyrirlesari. Jafnframt gegndi hann kcnnslustörfum og var skipaður skólasljóri við Gagnfræðaskóla Reykvík- inga, er prófessor dr. Ágúst H. Bjarnason lct þar af slörf- um. Áður hafði hann undir- búið sig starfann við crlenda háskóla. Orkaði það ekki tvi- mælis meðal nemenda og kcnnara, að í skólasljóra- starfinu var Knúlur íTttur maður á réttum stað. Lífið er stundum slyllra, en gert hefir vcn'ð ráð ívrir, en dauðinn er vclkominn gestur allra góðra manna. Iiann kemur þeim aldrei á óvart. En ekkí skil eg það, Knútur, vinur minn, 'að f jör þitt og kraftur hjaðni út og verði að engu: „Sízt vil eg tala um svefn við ];ig. Þrcyttum anda er þægt að bíunda og þannig biða sælli funda. Það kemur ekki mál við mig. Flýt þér, vinur, í fegri hcim. Krjúplu að fótum friðar- boðans og fljúgðu á víengjiun morgunroðans meira að starfa guðs um geim". Góðviðri. Lundúnabúar bjuggust til aS fara á skauta, þegar Rcykvíkingar gengu um létlklæddir í vorblíðu! Það er sannarlega -saga til næsta bæjar. Hér er sífelld blíða og varla gerir frost að næturlagi — hvað þá á degi — vikum saman, um sama leyti sem við lesum um kulda annarsstaðar, í langtum suðlægari löndum, sem ættu að hafa hlýjuna okkar, með- an við byggjum viS ' kuldann þeirra, til þes's að öllum náttúrulögmálum væri fuilnægt. Það er óhætt að segja, að margt er skritið í Har- móníu og margt öðrtí vísi en ¦ maour liugsar sér það. * Kolaskortur Eg er svo sem ekki að kvarta yfir og klæðleysi. hvað hér lítið hefir verið uni kulda og• nepju, eða óska þess, að umskipti verði á þossu. Nei, fjarri fer því. En mér varð allt í einu hugsað til fólksins á megin- landi Evrópu, sem verður að heyja baráttu við hungur og kuldá, — á varla spjör utan á sig eða kolablað^ til að orna sér við, ef það þá á þak yfir höfuðið. Veslings litlu börnin, sem verða að hafast við i rústum, ofurseld sjúkdóm- um og skorti, sem þau bíða aldrei bætur. Það er hryllileg hugsun. Mann langar til að bægja henni á brott, en það er erfitt, þegar hún er einu sinni búin að gera vart við sig. Hún gcng- ur alltaf aftur. : Þrettándinn. Nú eru jólin búin. Það var þrett- ándinn í gær. Nú fara menn að leggja niður allar viðhafnarkveðjur. Það var hringt oft til mín, þegar eg var að tala um „rest- ina", milli jóla og nýárs. Sumir voru argir út í þá málleysu, aðrir héldu, að það væri kann- ske of mikið gert úr því, hvað margir töluðu svona, en voru mér sammála i þvi, að rélt væri að reyna að kveða hana niSur. Voru menn yfir- leitt á einu máli um aS rétlast væri aS segja „gleSilega hátið", þ'ótt margir vildu heldur láta segja „gleðileg jól" áfram. I Engin Eg saknaði einnar skemmlunar, sem i brenna. maður hefir oftast fengið á þrettánd- anum undanfarin ár. ÞaS var cnginn álfadans og engin brenna. Mér finnst vanta mik- ið á, að jólunum hafi verið lokið sömasamlega, þcgar áll'arnir hafa ekki dansaS og. sungið suS- i ur á velli umhverfis háan og gildan hálköst. íþróttafélögin hafa oft haft forgöngu í þessu máli, cn nú virðast þjau ekki hafa veriS „inte- | resseruð", cins og þaS heitir á reykvísku. Það cr vonandi, aS áhuginn verSi mciri næslu árin. * BaUið Nú má segja, aS ballið sé byrjað fyrir byrjað. alvöru — eða kosningaslagurinn, eins og réttara mun 'að kalla það. í gær var mönnum gefinn kostur á að fara að kjósa | fyrirfram, ef þeir eru uían kjörstaðar sins eða sjá fram á, að þeir verði það, þegar hinn stóri dagur rennur upp. Þá verða aS líkindum nokk- ur hundruð búin að kjósa hjá borgarfógetan- um í skrifstofunni, sem komið hefir verið upp til þess í Hótel Heklto. Það má segja, að þaS hús hafi veriS til margs nota'ð, siðan það hætti að vera hótel. hafði reiðhjól urieðferðis «'íog gt-l. \) iili-••. j.lllfcö. Ráðhúsrabb. „Gellir" hefir scnt mér smápistil út af ráðhúsrabbi í blöðum og á öðrum veílvangi. Pistiliiun er dálítið gam- ansamur, ,og ætla cg að birta hann, þótt hann sé jafnframt dálitið pólilískur, — eg haf'ði nefni- lega hugsaS mér að skipla mér ekki af pólitík- inni fyrir kosningarnar, því að spámennirnir eru jafnan á hverri bnndaþúfu á slikum tim- um. En hér kcmur „Gellir": „Vesalings krata- broddarnir okkar sjá ekkert nema ráðhús, hvert sem þeir líta um þessar mundir, einlóm raðhús — jafnvel suður í Hafnarfirði. Þar fannst þeim það slíkt þjóðráð aS byggja bióhús, að þeir breyttu nafninu óðara í ráðhús. Brauð Þeir sáu þa'ð,,'kratarnir, að þeir höfðu og leikir. ckki veið svo vitlausir, göntlú róm- versku keisararni.r til forna, þegar þcir bu'ðu lýðnum .upp á brauð og leiki, til þcss að leiða alhygli;hanls-1'rá ' vaudamálum dagsins. Og þeir — kratarnir — þóttiist hafa fundið ráð- ið .til að vinna hylli manna, eins og keisar- arnir — bara byggja ráðhús (les: bíó), ])á væri allt í lagi. Og ungur krati, tilvonandi flokks- foingi, var fenginn lil að semja brandara: Eng- in náðhús, bara ráðhús!- En hann athugaði bara ekki, aS l>að er svo stutt í hraunið í Hafnar- firði. Við Reykvikingar höfum ckkcrt hraun, og fyrir bragðið eignumst við bæði ráðhús; og-iiá.S- löMfí 15jiííKB;:nf ...........-...........-—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.