Vísir - 08.01.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 08.01.1946, Blaðsíða 2
Ákvörðun. Eg er búinn að sitja þrjár vikur um kyrrt í New York, er búinn að uppgötva, áð Ncw York er stór, að þar ])úa fleiri Gyðingar en í Jerúsalem, að þar búa næst- um cins margir Italir og í Rómaborg, og að það eru einkum Spánverjar, sem um- gangast svertingjalýðinn í Harlem. — Eg hef einnig komizt að því, að kjötmeti fæst hér ekki vissa daga vik- unnar og smjörskammturinn er svo lítill, að varla tekur að stinga honum upp í sig. „Hreint ekki svo lítill fróðleikur,41 dettur mér í bug, og spurning livort eg hafi við meira að gera í bili. -— „Nei eg hef ekki við meira að gera í bili,“ álylcta eg að lokum. — „Eg verð að taka mér sumarfrí, eins og hitt. fólkið.“ — Það er vitanlega vanda- laust fyrir mig að velja á- kvörðunarstaðinn. Systir mín og mágur eru rrorður í Plattsborg. Þar kváðu auk þess vera fjöll og stöðuvötn og krökkt af sögustöðum og fornminjum. Tilvalinn stað- ur til þess að skrifa um! Stórfrægur staður! Eg hlýt að geta skrifað Vísi margar góðar greinar um Platts- borg! — Næturlest. Eg er staddur á Grand Central járnbrautarstöðinni á horni Lexington Avenue’s og fertugasta og annars strætis. Þetta er stærsta járnbrautarstöð í heimi, er mér sagt, og á hverri klukku- stund fer um hana þrisvar sinnum fleira fólk cn til er á öllu Islandi, — eða um fjögur liundruð þúsund manns. Mikill hluti stöðvar- innar cr neðanjarðar. Hér er urmull af allskonar veitinga- stöðum og verzlunum. Hér er heil undirborg. Héðan getur maður komizt hvert á land, sem maður vill. — Eg hef valið mér lest, sem á að leggja af stað klukkan 8,15 að kvöldi, þvi einhver hefir frætt mig á því, að morgunlestirnar séu oft svo fullar, að fjöldi fólks fái ekki sæti og verði að standa. — Nú er klukkan rúmlega sjö og fólkið er þegar tekið að flykkjast að portum Platts- borgar—Mojitreal brautar- pallanna. Flestir eru með ferðatöskur eða einhvern pinkil undir handleggnum, og nú er ekkert annað að gera en bíða. -— Klukkunni miðar lítið áfram. Það er mjög heitt og fólkið stendur svo þétt, að maður getur ekki hreyft sig úr sporunum. Eg sé að svitinn lekur af sumum og einn og einn reynir að nota töskuna sína íyrir stól. Þarna er kona með tveggja ára gamalt barn á handleggnum. Það sefur og hvílir dökkan kollinn á öxl liennar, en konan er bersýni- lega orðin mjög þreytt. Allt vitlaust! Klukkan tuttugu mínútur yfir átta er einu hliðinu loks lokið upp og brautarverðirn- ir öskra: —' „Allir hermenn fyrst! — Þessa leið!“ — og henda á hliðið. — Þetta 11 Höfundurinn (t.h.) og mág- ur hans við sagnfræðiritun við fótstall myndarinnar af Champlain. gengur sæmilega. Hermenn- irnir eru ekki mjög margir og fólkið hliðrar fúslega til fyrir þeim af því að þeir liafa verið að berjast fyrir föðurlandið. Innan skamms eru þeir allir komnir í gegn. En nú er aðalhliðinu lokið upp og nú fyrst fer gamanið að grána. Maður verður að sýna farscðilinn um leið og maður fer í gegn, en troðn- ingurinn verður svo mikill, að allt virðist ætla að lenda í ósköpum. Þeir sem aftar standa ýta hinum fremri á undan sér og þrengslin verða afskapleg. Verðirnir öskra sig hása, biðja og hóta á víxl og reyna að stöðva strauminn. „Takið það rólega! Takið það rólega! — Við lokum hliðunum, ef þið ryðjist svona!“ En það þýddi ekki fyrir þá að lióta. Þeir voru ekki nógu margir til þess að stöðva flóðbylgjuna og loka hliðunum. Við ruddumst gegnum greipar þeirra og æddum inn í járnbrautar- vagnana til þess að ná í sæti. Tíu mínútum seinna brunaði lestin af stað. Ekki vissi eg hvað margir vagnar voru í þessari lest, en hver vagn tók áttatíu far- þega. Tvær sætaraðir voru meðfram hvorum vegg, stól- arnir stoppaðir og aftursæt- ir, allt grænt að lit. Það var tekið að skyggja, þegar við komum út úr und- irgöngum New York borgar og liéldum út í blessaða sveitina, skógivaxna og græna. Mér fannst litlu timburhúsin inni í rjóðrun- um helst líkjast feimnum börnum á gægjum, þegar við þutum framhjá þeim. Það var eitthvað annað en hel- vízkur regingurinn í svip borgarinnar. Svo þýddi ekki lengur að horfa út, því myrkrið var komið. Vagninn bilar. / Fyrsti viðkonuistaður lest- arinnar var Albany. Það er böfuðborg New York ríkis. Hún stendur á bökkum Hud- sons-fljóts og hefir rúm- lega hundrað og þrettán þúsund íbúa. Þar er eina eða að minnsta kosti ein af örfáum dómkirkjum Banda- V I S I R Þriðjudaginn 8. janúar 1946 FYRRI HLUTI ríkjanna, þ.e. kirkja með hvolfþaki. Eg sá þarna lítið vegna myrkurs, ncma marg- lit ljósin, sem spegluðust fagurlega í fljótinu. Það rigndi i logni. Klukkan* 11 lögðum við af stað frá Al- bany eftir hálftíma viðdvöl þar. En ekki erum við langt komin, þegar vagninn, sem eg er í, bilar og lestin nemur staðar. Þarna erum við nú rekín út í rigninguna, áttatíu í hóp, og lálin bíða, unz nýr vagn er kominn frá Albany og búið er að fella hann inn i lestina og ganga frá öllu. Þetta tók að minnsta kosti hálftíma. Eina bótin, að eg f'apn mér sæmilegt afdrep undir hálfföllnu auglýsinga- spjaldi, þar sem á var letrað: Kaupið striðsskuldabréf! — Þarna hélt eg mér skrauf- þurrum meðan beðið var og skemmti mér við að horfa á liitt fólkið vefja dagblöð- um utan um bausinn á sér til þess að varðveita á sér skallann. Loks var haldið af stað á ný og drottinn beðinn að styðja þumli á rærnar svo þær gæfu sig ekki aftur. Eftir dálitla stund var eg steinsofnaður. — Við vorum komin langt norður í land, þegar eg vakn- aði. Það var tekið að birta og það rigndi ekki meir. Nú var himininn næstum alheið- ur. Hér og þar innan um dálitlir akrar og tún, og það voru hestar og kýr á beit. Jörðin var græn og vot eftir næturregnið, og enginn á ferli svo snemma, og sólin enn ekki komin upp. A hægri hönd var Champlain vatnið með sín skógivöxnu nes og hólma, og handan þess blán- aði fyrir strönd Vermont ríkis. -— En svo kom sólin upp. Hún kom eldrauð upp fyrir sjóndeildarhringinn í norðaustri og breytti vatn- inu í blóð, en skógarnir stóðu í Ijósum loga um stuiíd. Um þetta leyti svaf enginn í járnþrautarvagninum, held- ur störðu allir út um glugg- ana. Kannske höfðu fæstir þessara fyrr séð hvernig dag- arnir verða til. — Allt í einu fæ eg skáldskapartilfelli. Eg gríp vasabókina mína og fer að skrifa. Eg skrifa: -—- Hvað er ljósin á Broadway og Coney Island hjá þessu? — Ekki neitt. Ekki neitt. — Þau minna mig annars alltaf á hrævarelda og vafurloga. Það er svo mikið myrkur á bak við þau ljós. Inn í hvert þeirra gengur svartur þráður úr vír og á þessum þráðum leika þau og dansa sína ó- rólegu hvarflandi dansa. Svei, þau eru ekkert annað en straumrof og litað gler. Mennirnir hafa búið þau til og láta þau síðan dansa utan á liúsveggjum svo þeim gangi betur, að selja þann varning, sem geymdur er fyrir * innan, — svo þeim gangi betur að ná í cént fólksins og dalina þess. — MiHjón vilja þeir fá! — Hundrað milljón dali! Og þeir fá þá. Sólaruppkoman hins, vegar yfir Cliamplain vatni, — ekki hefir liún í hyggju að græða á mér. Hún er söim og hafin yfir allan tilgang. — Þarna stoppaði eg, en lestin hélt áfram að æða til norðurs. Við komum til Plattsborg- ar klukkan að ganga sex, og eg náði mér í bíl og ók heim til systur minnar og mágs. Eg var banhungraður og syfjaður og hresstist ekki fyrr en eg var búinn að éta þyngd mína af mat og drekka fjóra bolla af lút- sterku kaffi. Plattsborg. Nálægt landamærum Kan- ada, 508 km. í norður frá New York, stendur lítil borg með um tugga þúsund íbúum og heitir á ensku Platts- burgh. Umhverfi hennar er mjög fagurt. Hér eiga Adirondak fjöllin sínar nyrztu rætur og skógivaxnir ávalir toppar þeirra bera hátt við loft í suðri. Að austan takmarkast hún af hinu fræga Champlain vatni, þar sem Indíánar, Bretar, Frakk- ar og Ameríkumenn háðu ornstur sínar áður fyrr. — Gegnum miðja borgina fellur hin flúðótta Sarranac-á. Hér fellur hún í gljúfrum út í vatnið. — Fáar borgir Bandaríkjanna eru sögufrægari en Platts- borg og á hún það legu sinni að þakka, fyrst og fremst Champlain vatninu. Hvað jeftir annað hafa herflotar| voldugra þjóða klofið lygnan flöt þess búnir til rána, blóðsúthellinga og kúgunar. Það hefir með réttu verið kallað „Norðurhliðið", því um það lá sóknarleiðin til suðurs. — Fyrir daga hvítra manna á þessum slóðum var vatnið og löndin, sem að því lágu, veiðisvæði Indíánanna. Þar háðu írokarnir og Al- gonsarnir sínar blóðugu skærur. Irokarnir stöðugt í sóku, Algonsarnir í vörn. -— Enginn veit nú lengur hversu langvinnar þær voru, styn- aldir þessara Indíánaþjófí- flokka, en árið 1609 höfðu þær náð hámarki. Það ár gerði franska stjórnin út landkönnuleiðangur til Amer íku undir forystu Samuels Champlains. Hann var gædd- ur hugrekki, þrautseigju og gáfum og tókst vegna þess- ara éiginleika að vinna kon- ungi sínum mikil lönd í Ameríku. Þetta sama ár, 1609 lágði liann grundvöll- inn að Quebec-borg, hjarta Nýja Frakklands, og hóf því næst nýja landkönnunar- ferð suður á bóginn. Til þess að afla sér vina meðal hinna innfæddu, hélt Champlain og hinir frönsku félagar hans inn á landsvæði Irokanna, þar sem hann vissi af fjöl- mennri sveit Algonsa í víga- hug. Þeir gerðu samband við Algonsana gegn Irokun- um, drápu marga þeirra og héldu ferðinni síðan áfram undir forystu Champlains. — 3. júli 1609 fann hann, fyrst- ur hvitra manna, hið mikla vatn, sem síðan hefir borið nafn hans. — Champlain dó árið 1635 og hafði þá tvisvar verið landstjóri Frakka í Kanadá, árin 1620—1629, óg aftur 1632 til dauðadags 1635, — I útjaðri Plattsborg- ar stendur nú minnismerki hans. Það var afhjúpað árið 1909, — eða réttum þrjú hundruð árum eftir að hann stóð þama sjálfur og renndi augum fyrsta sinn út yfir vatnið. Framan á hinn háa fótstall líkneskjunnar er Indíánahöfðingi höggvinn í steininn. Setur hann á hækj- um sér og lýtur nokkuð á- fram, skimandi hvössum augum fram fyrir sig, með skjöld sér við vinstri hönd, en vopn í hinni hægri. Hund- ur liggur á bak við manninn, eða úlfur. Mun þetta eiga að tákna hættur þær, sem monsér • Champlain átti yfir höfði sér á þessum slóðum. Sjálfur horfir hann hriar- reistur og geiglaus út á vatn sitt með uppsnúið yfirskegg, hökutopp og hár niður á herðar.— Strax eftir dauða Champ- lains hófst ný óróaöld í héruðunum umhverfis vatn- ið. Stigamannaflokkar fóru um rænandi og myrðandi, veiðimannaliópar voru á ferðinni, og kristniboðar voru gerðir út á fund heið- ingjanna. Bezt þekktur allra hinna hugrökku kristniboða frá þessum tíma, er án efa Isac Jacques. Hann kom til Ameríku frá Frakklandi 1636 til þess að starfa meðal Algonsanna, sem alltaf höfðu haldið vináttu við Frakka síðan Champlain hjálpaði þeirri til að berja á Irokunum árið 1609. — Litlu síðar féll hann hendur Irokanna. Þeir misþyrmdu honum herfilega, rifu til dæmis neglurnar af fingrum hans og skáru stykki úr höndunum á honum. Hop- um var bjargað af hollenzk- lenzkum kaupmönnum frá Albany, rétt þegar átti að fara að taka hann af lífi. Hann sneri aftur heim til Frakklands, og páfinn veitti honum undanþágu frá því að útdeila altarissakramentinu, af því hann var með eyði- lagðar hendur. 1646 sneri þessi fórnfúsi múnkur í ann- að sinn til Ameríku og liélt beint á fund Irokanna. Þeir tóku honum vingjarnlega og gerðu vel til hans fyrst í stað. Sumir stríðsmannanna höt- uðU' hann samt sem áður, því þeir töldu hann líklegan til þess að vera sendiboða liins illa anda. Einn þeirra vaktaði hann stöðugt, og dag nokk- urn, þegar Jacques ætlaði að ganga inn í tjald sitt og laut niður fyrir framan dyrnar, sá Indíáninn sér færi og dfap hann með steinöxi sinni. Síð- an hefir Jacques verið í tölu dýrlinga meðal kaþólskra. Friðartími. Næstu árin var friður ríkj- andi í Champlain-dalnum, en Frakkar færðu yfirráð sín lengra og lerigra til suðurs, reistu sér virlci liér og þar og sköpuðu, sér betri og betri aðstþðu til þess að vcrjast á- rásum úr suðri, þ. e. árásum af hálfu Enqlendinga. Allt til ársins 1664 liöfðu Hollend- ingar ráðið ríkjum í New York, en það ár seldi Pétur Stuyvesant, — síðasti hol- lenzki landstjórinn þar, — borgina í hendur Englending- um. Þctta várð Frökkum mikiíl þyrnir T augum, og eridiririn varð sá, að árið 1689 brauzt út strið milli Frakka og Englendinga og stóð það til 1693. Þetta stríð hefir verið nefnt „Stríð Fil- jlipusar konungs“, og virðist hvorugur aðilinn hafa borið Framh. á 6. síðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.