Vísir - 09.01.1946, Blaðsíða 2
V I S I R
Miðvikudaginn 9. janúar 1946
>mundur
dur <Jjaníeió
'anielóóon.
omar
SÍDARÍ HLUTI
Nýtt
landnám.
Eftir þennan ófrið hófst ný
landnámsökl i dalnum mikla
milli Adirondak-fjallanna i
vestri og Grænufjalla austan
vatnsins. Margir komu að
súrinan, en þó fleiri að norð-
an, bæði franskir menn og
kanadískir og tóku sér ból-
festu á svæðinu umhverfis
Plattsborg. Sérhver varðstöð
á ströndúm Champlain-vatns
og í nágrenni þess var þá í
höndum Englendinga, og
setulið hvarvetna, þyí ekki
treystu þeir meira en svo
þegnskap Frakka og Indíána.
Ein þessara stöðva hét Ticon-
deroga. Það er indíánskt
# nafn, sem eg veit ekki hvað
þýðir, en staður þessi er
skammt sunnan vatnsins, og
er þar nú þorp með rúmum
fimm þúsund íbúum, og ligg-
ur járnbrautin frá New York
til . Plattsborgar í gegnum
það. — Dálitil raunasaga frá
setuliðsárum Breta lifir enn
á vörum íbúanna í Ticonde-
roga. Fögur og gáfuð'Indi-
ánastúlka hafði komið í
heimsókn á staðinn. Meðan
hún var þar, felldi einn hinna
hrézku liðsforingja brenn-
andi ástarhug til hennar. En
hún vildi ekki þýðast hann
og forðaðist eins og hún gat
að verða á vegi hans. — Eitt
kvöld var hún ein á gangi
innan virkisveggjanna, rétt
þar sem skábrúin að flagg-
turninum lá upp á vegginn.
Allt í einu kemur liðsforing-
inn fram úr skugganum og
vefur hana örmum. Hún
veitti harðasta viðnám og
tókst að slíta sig lausa úr
greipum hans. Hún hljóp upp
skábrúna og áfram eftir
virkisveggnum, en rakst þar
á hindrun, sem hún komst
ekki fram hjá. Þegar hún sá,
að hún mundi ckki geta
komizt undan manninum,
nam hún staðar þar sem
veggurinn var hæsfur og
íleygði sér fram aí'. Liðsfor-
inginn fann aðeins lemstrað
lík hennar í urðinni fyrir
neðan. Þá dró hann rýting
sinn úr slíðrum og rak sig
í gegn. — —
Frelsisstríðið.
Árið 1775 hófst frelsis-
stríð Ameríkumanna gegn
Englendingum, og byrjuðu
vopnaviðskipti 19. apríl í
smábænum Lexington, sem
er í norðausturhluta Massa-
chusetts-ríkis. Englendingar
sendu á augabragði liðsauka
til Ticonderoga, því að það
tryggði þeim yfirráð vegarins
milli NewYork og Kanada.
Það sem Englendingar sáu,
það sáu Ameríkumenn jafn
vel: Ticonderoga-virki varð
að ná. Liðssveit frá Grænu-
fjöllum í Vermont, undir
stjórn Ethan Allen, ákvað að
lokum að gera áhlaup á stað-
jnn. Akveðið var að gera á-
hlaupi&Bóttina fyrir 9. maí
Húsiö í Plattsborg, sem var aðalbækistöð brezku for-
ingjanna í stríðinu 1812—14.
1775, og nú safnaði Allen
saman öllum þeim mann-
skap, sem hann náði til. Ekki
varð herinn þó fjölmennur,
einir 82 menn, en samt skyldi
nú freista gæfunnar. Leiðin
lá þvert yfir hið mjóa St.
Georgs-vatn7 fyrir sunn-
an Champlain-vatnið, en þeg-
ar til átti að taka, í'undust
ekki nógu margir nothæfir
bátar til þess að flytja allan
liðsaflann í einni ferð, svo að
ekki var um ánnað að ræða
en selflytja. Jæja, hvað um
það, — þegar fyrsta dags-
brún sást í austri, var Allen
kominn með alla sína menn,
82 að tölu, upp að múrvegg
hins gamla virkis. Þeir laum-
uðust nú fram með veggn-
um og alla leið að suðurrilið-
inu, og komu að því ólæstu,
því Bretar höfðu ekki haft
neinar njósnif af ferðum
þeirra og uggðu ekki að sér.
Þegar Ameríkumenn -voru
komnir inn um 'hliðið, varð
varðmaður þeirra var, og
hringdi herklukkum sam-
stundis. Þvínæst snerist hann
á hæli, miðaði byssu sinni á
Allen og hleypti af. En byss-
an klikkaði. Grænfellingar
afvopnuðu vörðinn skjótlega,
æddu fram til búðanna og
æptu heróp. Foringi virkis-
ins, De La Plase, kom á nær-
klæðunum fram i dyrnar á
skála síriúm með kertaljós í
hendi.
„I hvers nafni krefjist þið
uppgjafar þessa virkis?"
spurgi hann.
„I nafni hins mikla Je-
hóva og Meginlandsráðstefn-
unnar," svaraði Allen.
Herferðir.
Og áður en dagur var að
fullu á lofti hafði allt setu-
Iið virkisins verið handtekið
án þess að hleypt væri af
einu einasta skoti. Mikið her-
fang íéll þarna í hendur Am-
eríkönum.
Barizt var hér og- þar í
Norðurríkjunum allt þetta
sumar og veitti Amefíku-
mönnum betur. I september-
mánuði var þrjú þúsund
manna liðssveit undir stjórn
Montgomerys hershöfðingja,
sem hafði bækistöð á Kór-
ónutanga, boðið að hef ja her-
för til Kanada. 3. nóvember
náði það Sankte Jóhannesar-
borg á sóknarleið sinni til
Montreal, og allt haustið var
mikið barizt á kanadískri
grund. Vetur gekk snemma í
garð þetta ár og reyndi mjög
á þol hermannanna. 13. des-
ember réðst Montgomery á
Quebec, og þó lið hans væri
miklu f ámennara en varnar-
liðið, var hann að því kom-
inri að ná brjóstvirkjunum.
En þá tóku örlögin í taum-
ana: Ógurlegur hríðarbylur
skall. á og gerði frekari sókn-
araðgerðir óhugsandi. Eigi að
síður gerðu þeir þó enn eitt
æðisgengið áhlaup, en það
mistókst, og í þessu áhlaupi
vár Montgomery særður til
ólífis.
Mount Vernon.
Hér vil eg ^kjóta inn eft-
irfarandi athugasemd til
gamans: Eftir- að eg hafðí
gert uppkast að þessari grein
var eg "á ferð í Washington,
og'fór þá með fljótabát nið-
ur eftir Potomac-ánni' til
Mount Vernon í Virginia, en
þar. stendur hús Washington
forseta, og er þar állt með
sömu'ummerkjum og dag-
inn, sem hann dó, 14. des.
1799. 1 einni stofunni sá eg
stóra mynd, sem sýndi fall
Montgomerys í Quebec. Hann
hvílir höfuðið deyjandi í
knjám eftirmanns síns, Arn-
olds hershöfðingja, menn
þeirra standa vopnaðir allt í
kring og snækófið rýkur um
þá. -
Arnold tók nú að sér for-
ustu hersins á undanhaldi
hans suður á bóginn, og
fylgdu Englendingar fast á
ef tir. Vegna afburða her-
stjórriarhæfileika tókst hon-
um þó að forða liði sínu und-
an vopnum óvinanna, enda
þótt það liði miklar kvalir
vegna klæðleysis, hungurs og
þreytu. Ofan á þetta bættist
svöenn ein plágan: bólusó.tt-
in. Margir menn dóu, — slóð
hersins var líkum stráð, en
áfram var haldið til suðurs.
Þegar þeir loks náðu norður-
enda Champlainsvatns vorið
1776 sá Arnold, að meira en
helmingur liðs hans var ger-
samlega vanmegnugur til að
halda lengur áfram. Hann
fyrirskipaði því, að numið
skyldi staðar og komið upp
bráðabirgða sjúkraskýli fyr-
ir hina sjúku. Þá fáu daga,
sem þarna var dvalið, dóu
menn svo ört úr bólunni, að
ekki var framkvæmanlegt að
grafa líkin, og var þeim því
kastað í opna skurði. En ó-
þefur, sem af þeim lagði, svo
og flugur, sem sóttu að
staðnum, gerðu þeim, sem
eftir lifðu, brátt ómögulegt
að haldast þarna við, — og
enn var lagt af stað. Snemma
í júlí, eftir mánaðar ferða-
lag og næstum óbærilegar
þjáningar, náðu leifar Kan-
adahersins Kórónunesi og tíu
dögum seinna voru þeir í
Ticonderoga. Þar með lauk
einum dapurlegasta kapítul-
anum í sögu frelsisstríðsins.
Sjóorusta.
Sumarið 1776 ákváðu Eng-
lendingar að gera innrás í
héröðin sunnan og vestan
Champlain-vatnsins og komu
sér upp miklum flota við
norðurströnd þess til þess að
geta náð valdi yfir siglinga-
leiðinni. Arnold, sem enn hélt
sig í Ticonderoga, safnaði i
skyndi saman öllu þvi liði,
sem hann mátti, og skipaði
að byggja skyldi amérískan
flota þegar i stað. Hann gerði
ekkj ráð fyrir að g^eta komið
sér upp jafnstórum flota og
Englendingar, en til þess að
jafna mismuninn skyldi vera
úrvalslið á hverju skipi. —
11. október hófst svo „sjó-
orusta" sem mjög minnir á
Flóabardaga Þórðar Kakala
og Kolbeins unga. Flotarnir
mættust við suðvesturströnd
Valcour-eyju og allan daginn
geisaði hinn harðasti bar-
dagi. í myrkri um kvöldið lét
Arnold loks undan síga og
náði Kórónutanga. Skipuni,
sem eftir voru var sökkt,
svo ekkert félli í hendur Eng-
lendingum. En tap Englend-
inga var orðið svo mikið,
ibæði á mönnum og skipum,
að þeir höfðu ekki mátt til
að fylgja sigrinum eftir og
snéru heim til Montreal og
tóku sér þar vetursetu.
Næsta ár var mjög mikið
barizt á vatninu og beggja
megin við það, því Bretar
höfðu í .hyggju að ná New
York og kljúfa þannig land
uppreistarmanna í tvennt,
en þetta áform mistókst. Þeir
komust aldrei lengra en
nokkrar mílur suður fyrir
Ticonderoga og voru sigraðir
þar og urðu að.halda undan
til Kanada á ný. Allt til árs-
ins 1781 var þó ófriðsamtá
ströndum Qiamplain-vatns-
ins, en friðarsamningar milli
hinnar nýju þjóðar og Eng-
lendinga voru undirritaðir í
París 3. sept. 1783. —
Nýtt stríð.
Um nokkurt árabil eftir
frelsisstríðið var Champlain-
tlalurinn heimkynni vinnu-
CooooaoQéssoí^csooooooowsííoooíSíí!
samra, harðgerðra landnáms-
manna, sem ruddu skóga og
ræktuðu land. Gleði þeirra
yfir því að vera frjálsir
þarna í myrkviðnum, — "að
eiga sér heimili og jörð, jafn-
aði upp þær þjáningar, sem
stríðið hafði fært þeim að
höndum. — En ekki leið á
löngu, unz nýja bliku dró
upp á loft i norðri. Enn var
Bretinn ekki ánægður, heldur
krafðist aukinna fríðinda, og
endirinn varð sá, að i júní-
1812 sagði Bretland Banda-
ríkjunum stríð á hendui\ —
Um þetta lcyti höfðu Eng-
lendingar tiu þúsund manpa
lið í "Kanada, en einungis
þúsund menn voru búnir til
orustu á landamærunum. í
september höfðu Banda-
ríkjamenn átta þúsund
manna lið í Plattsborg og tvo
eða þrjá smáflokka enn
norðar. Bretar höfðu til að
byrja með' engin skip á vatn-
inu, en fó'ku nú sem óðast að
byggja i flota. Það gerðu
og Bandöiiíkjamenn. — Vorið
1813 höfðu Bandaríkjamenn
komið sér upp þrein h'erskip-
um: Forsetanum, Svamlar-
anum, og Erninum. Ekki
urðu þau farsæl undir stjórn-
eigenda siiina. Tvö þeirra,
Svamlarinn og Örninn voru
dag nokkurn um sumarið
stödd nálægt Askeyju. Allt í
einu komu þrír brezkir fall-
byssubátar í ljós og sló nú í
bardaga. Eftir nokkrar
klukkustundir sökk örninn,
en Svamlaranum var rennt á
land. Englendingar náðu báð-
uin, skipunum á flot aftur
og bættn þeim við lierskipa-
stól sinn. Var nú floti Eng-
lendiiiga miklu öflugri á
vatninu. — Mac Donough, sá
sem fór með herstjórn
Bandaríkjamanna á vatninu,
reyndi samt sem áður að
hamla upp á móti og tókst
vonum fyrr að auka við flota
sinn sex fallbyssubátum og
þrem litlum berskipum öðr-
um, svonefndum „sloops".
(Það voru .einmöstruð segl-
skip, betur vopnuð og stærri
en fallbyssubátar).
Borgin tekin.
En meðan bann vann að
þessu og áður en liðsaukí
hafði verið sendur til Platts-
borgar, réðust Bretar á borg-
ina og náðu henni á vald sitt.
Þeir eyðilögðu þar mikil.
verðmæti, bæði eignir ein-
staklinga og hins opinbera,
til dæmis sjúkrahús borgar-
innar. Fátt annað merkilegt
gerðist betta árið. En árið
eftir, 1814, tók rás atburð-
anna að ganga hraðar. Allt
vorið og sumarið skiptust á
árásir og gagnárásir á svæð-
inu umhverfis Plattsborg og,
iuku báðir hernaðaraðilar lið
sitt undir meginorustuna. 3.
sept. kom 14 þúsund manna
brezkt lið frá Montreal til
Champlainþorps, og aðfara-
nótt 5. sepf. sló það upp her-
búðum skammt fyrir norðan
Plattsborg. Ameríkumenn
höfðri meginvarnir sínar á
suðurbökkum Sarranac-ár-
innar, einkum á nesinu milli
árósanna og vatnsins. Þar
reistu þeir vígi og skotvirki
og söfnuðu saman megin-
þorra liðsins. Bretar sóttu
Framh. á 4. síðu.
iooooöboóooí;o;icö«ooooocooooooooacsooösx>öooooc£K^
leykjavik er B"!ÍStL
(KKiOOOOOOO«OOOÆOOOOÍ}OCOOCOOOOOOOOOOOÍÍOOOC30ÖOOOOO<íOOO^
V, BSB.1