Vísir - 09.01.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 09.01.1946, Blaðsíða 7
Miðvikudagiim 9. janúar 1946 V 1 S I R 7 Hún var ánægð. Hún lá í faðmi liaús, endur- nærð á sál og líkaina, fullviss á ný. Þegar de Falaisehjónin komu aflur, var kominri tími til þess að þau færu og þau sáu de Bonaventure vera að léika við son sinn. „En livað liann er unaðslegur,“ sagði fru de Faláise, sem var mjög rómantísk. „En sú ógæfa,“ sagði lierra dc Falaise. Denise sagði ekki neitt. Hun sá að Ijóminn var enn í augum frænku hennar. Hún vissi það þá ekki ennþá. 'ú . SfjV SEXTUGASTI OG NÍUNDI KAFLI. „Yðar náð! Leyfið mér að útskýra aflur ákærurnar, sem eru bornar á frú de Freneuse og sjálfan mig. Eg hafði heiðurinn af þvi að biðja yður, síð- aslliðið ár, að gera * gangskör að því, að unnið væri að máli míriu. Um slíkt hefir nokkurum manni aldrei verið neitað. Mér stendur alveg 4 sama hver það er, sem liefir sent ákæruna. Eg í hið ekki um miskurin, ef eg er sekur, en óska þess eins, yðar náð, að verði eg dæmdur sak- laus, þá verði það viðurkennt og ef yður þókn- ast,. verði höfundi þessarar lygaákæru hegnt. Eg grátbæni yður uiri að athuga, hvört það er réttlátt, að þessi frú sé rekin í útlegð, eins og hver annar glæpamaður, ef lnin er saklaus. Hún' á hvergi höfði sínu að lialla nema í Port Royal. Það er alls ómögulegt fyrir hana að búa við St. Jean-ána, því að landriámið hefir verið lagt niður. Á hennar vegum eru börn de Chauf- fours, sem er mágur hennar, og sér lnin um þau að öllu leyti. De Chauffours er fangi í Bo- ston. Hún'elur þau upp eins og þau væru hcnn- ar eigin börn. Þó að hún.hafi ekki af miklu að taka, sér hún fjölskyldunni farborða með stakri fyrirhyggju. Ef þér, yðar náð, viljið alls ekki að hinir svo- nefndu glæpir þessarar konu verði dregnir fram í dagsljósið, eða leyfa henni að t)úa á eign sinni í Port Royal meðan eg er þar, hafið þá þann góðvilja, yðar náð, að láta mig hverfa á brott héðan í staðinn fyrir liana og fá mér fyrri stöðu mína í flotanum. Það er meira réttlæti i því, að eg yfirgefi landið, en hún, þar sem eg er valdur að aílri hennar ógæfu.“ De Bonaventure ritaði nafn sitt undir bréf þetta og hleypti brúnum. Því næst dró liann upp annað pergament-blað og byrjaði að skrifa á ný. „Ástin min! Það var eins og fyrir blindan mann að fá sjónina aftur, er eg sá þig. Þú liefir enga hug- mynd um, hvernig eg get þjáðst, sviftur návist þinni, — því að eg sé þig allsstaðar fyrir mér, á götunni, hérna í herberginu, þar sem eg skrifa þér þessar línur, en það er herbergi landstjör- ans. Fyrir utan gluggann liiá mér standa nokkrir varðmenn og eru að virða mig fyrir sér, þar sem eg er önnum kafinn í -störfum fvrir em- bættið! Ef þeir vissu að eg væri að skrifa þér! Það er upplyfting eftir að vera búinn að hug- leiða málefni landnámsins, sem eru sannarlega i slæmu ásigkomulagi. Við erum hræddir um að hér verði aftur hallæri, og auðvitað má búast við árás af hendi Englendinganna og Boston-manna. Ilvaðanæfá berast okkur tjlkynningar um, að þeir dragi að sér her og skip, sem auðvitað eiga að notast gegn olvkur. Og hvað gerum við? Ekki uokkurn skápaðan hlut! Þótt Acadia sé í veði sitjum við hér aðgerðarlausir og ríkisátjórnin hnýsist í eiijkáriiál inamiá, bæði nritt Oéj'þitt, mál Allains, sem hefir möogáé de Beílisle og veslings de Brouillan. Mál hans hefir ekki enn verið tekið fyrir.'Vg þrátt fyrir alla þessa ástæðulausu um- hyggju, sem stjórnin þykist bera fyrir okkur, daufheyrist alltaf þegar eg skrifa línu, eg skrifa með hverri ferð, eftir mönnum, vopnum, vistum eða öðru). Hún er meira að segja orðin mállaus að því leyti, að hún getur aldréi gefið niér nein ráð viðkomandi vörnum landnámsins, en þó vantar ekki mælgina, þegar þarf að linýs- ast í einkaljf nritt. Guð minn góður! Eiginlega eru það drottinsvik að hugsa svona, — það cr enginn efi á því — en þetta sér liver heilvita maður. Og eg er liræddur um að þær muni kvelja ráðamennina um of, þegar við höfum íapað landnáminu í hendur óvinunum. Já, ástin mín; svona standa málin liérna. Hann Nicholson, sem ræður yfir ensku herjunum, er mjög fær hermaður og æfintýramaður fram úr hófi. Það er einhver munur á honum og súkku- laðidátunum okkar heima fyrir! í fylgd með honum er skrítinn fugl að nafni Sir Samuel á etch. Og auðvitað ættum við að gera allt, sem í okkar valdi steridur til þess að undirbúa komu þessara manna. En svona standa sakirnar bölv- anlega. Og til þess að kóróna allt, uppskerubrestinn í ár og pláguna, sem geisar meðal Indíánanna, er Raoul orðinn ástfanginn. Fyrir bragðið er liaiin svo að segja alveg gagnslaus. Hann hefir ekki lengur neinn áhuga fyrir að lialda mönn- um sínum í skefjum, lítur ekki framar á sjálfan sig sem Irifliária. (Mér er sama livað þú telur þig, taktu til starfa, sagði eg við hann). Hann er gagntekinn af þeirri hugmynd að kvænast fræiiku þinni. Það má nú segja, að kvenfólkið í fjölskyldu þinni gerir valdamönnum margan óleik! Eg vona aðeins að hann njóti eins tíunda hluta þeirrar liamingju, sem eg liefi orðið að- njótándi með einni þeirra kvenna. Hefi orðið ? Verð meina eg — um alla framtíð. A KVðiWÖlMW .Paöirinn: Ef eg skyldi skyndilega falla frá, hvaö heldur þú eiginlega aö myndi veröa úr þér? Sonurinn: ViS skúíuni ekki tala um þaS. Spurn- ingin er sú, hvaö myndi verSa um þig? Hann Pétur bauðst til þess aö lána mér pening; Og tókst þú ekki viS þeim? Nei, þa'S borgar sig ekki aS tapa vináttu slíl manns. Jón: Hann (Siggi segir, aö maöur eigi aldrei aö íá sér snaþs, þegar mann langi í hann, en hann Árni segir þveröfugt. Hvaö á maöur eiginlega aö gera? Templarinn: Farðu eftir báöum reglunum. Þá verður allt í lagi. ♦ Þú ert svo áhýggjufullur á svipinn. Um hvaö ert þú eiginlega að hugsa? Um framtíðina. Nú, er ekki allt í lagi með hana? Það er engin ástæða til þess að hafa áhyggjur út- af henni. En það hlýtur eitthvað annað að anra að þér. Já, eg er að hugsa um fortíðina, Verður þú ekki vöndur, ef þú þarft að bíða eftir stúlk'u^ sem þú ert búinn að bjóða út að bor.ðá? Nei, það er allt í lagi. Því' lengnr sem hún er, því hungraðri verður hún. Vitið þér, aö Ivaliforniu-flójnn .er i Mexico? BANDARÍKIN 00 GRÆNLAND. þessarár heimsálfu (Vesturheims) yrði að vera hálfa leið yfir hafið, hvar svo sem unnt var að fá stöðv- ar og koma þeim upp. Þar sem auðvelt er að kom- ast til Grænlands loftleiðis frá Bandaríkjunum, er augljóst, að það er einnig auðvelt að komast loft- leiðis frá Grænlandi til Bandaríkjanná. Ef fjandmennirnir hefðu náð þar stöðvum, jafn- gilti það í rauninni brúarsporði á ströndum okkar eigiri lands. Það er liægt að gera sprengjuárásir á borgir okkar frá Grænlandi, og siglingar til okkar mundu stöðvaðar af flugvélum, sem hafa bækistöðv- ar á Grænlandi. Jafnvel þótt vér hefðum ekki þau hyggindi til að bera, að tryggja okkur eignarréít á landinu, verðum vér að tryggja okkur eignarrétt stöðvar, því að vér verðum ávallt að vera undir það búnir að verja Grænland og koma í veg fyrir að noklélir þjóð fjandsamleg okkur næði landinu á. sitt vald. Suðuroddi Grænlands ei" nokkru fyrir norðan þann stað, þar sem flugvélar eru um það bil miðja vegu milli New York og London á norðurflugleið- inni svo kölluðu. Frá miðlægari stöðvum í báðumj heimsálfum verður flugleiðin norðlægari og beinni og ef ílogið er milli ’Chicago og Berlínar er flogið; nyrzt yfir heimskautsbaug og farið yfir eða lent á? liinum tveimur norðlægu flugvöllum í Grænlandi og flogið um Island. Eins er hægt að fara sömu leið til Moskvu og sveigja til norðurs eftir að farið var yfir strepdur Austur-Grænlands, og haldið áfram til Norður-Noregs og Rússlands. Vafalaust á margt eftir að fullkomnast á sviði flugtækni á norðurslóðum, en fram lijá því verður' aldrei komizt, að mönnunum verður hagkvæmt að-' nota liinar stuttu flugleiðir norðursins til hins ítr- asta. Og það er ekkert hættulegra að fljúga yfir norðurhvel jarðar en Atlantsliaf og önnur útliöf. Veður á nórðurslóðum er rakaminna en á suðlæg- ari slóðum, minni hætta á ísingu og yfirleitt ekki eins skýjað loft. Ef slys bera að höndum eru meiri .líkur til, að á norðurslóðum sé unnt að lenda þar, sem fast land er undir fótum, og þar eru ýmsar millistöðvar, sem unnt er að hafa samband við eða. lenda á. Styttri viðkomulaus flug. Það hefir mikla þýðingu, að þcgar flogið er milli Ameríku og Evrópu norðurleiðina, er flogið milli larida, þar sem hvergi er um neinar órafjarlægðir að ræða. Um Narsarssuak-flugstöðþia og Island til Skotlands er hvergi nema um 1100—1200 kílómetra flug að ræða, og enn styttra eða næstum helmingi styttra milli landa, ef enn nórðar er flogið. Flug- leiðir yfir haf eru hclmingi lengri um miðbik At- lantshafs, jafnvel þegar flogið er um Bemiuda og Azoreyjar.. Engum getur blandazt hugur um, er lítur á landa- bréfið, að Grænland er mikilvægt vegna landfræði- legrar legu sinnar í alþjóðaflugferða-áformum Bandaríkjamanna. Einhverntíma bráðlega verður ef til vill farið að skrifa meira um Norður-Grænland en nú, því það: er um það bil miðja vegu milli Bandaríkjanna, mið- hluta þeirra, og hinna nýju iðnhéraða í Rússlandi. i Þegar flogið verður milli Kansas City og Igarka til; dæmis, hinnar nýju borgar í Norður-Rússlandi við Yenisei-ána, verður flogið liátt í norðri. Þá verður flogið yfir Grænland nyrzt og Peary-land, og það- an til Rússlands. Það kann að klingja í eyrum sem spádómur, en það eri"staðreynd, að við liöfum menn og vélar og öll tæki, til að framkvæma slíkar flugferðir, hvenær sem það þykir svara kostnaði að hefja þær. Það er ekki lengur um að ræða áræðna norður- i fara, sem verða að leggja sig í miklar hættur og| langdvalir á ís eða jöklum, heldur bara um að ræðal sérstaka flug- og vélfræðitækni, notkun nútímavélaj og beitingu nútímatækni, sem til þarf. j Mennirnir, sem bjuggu til flugvellina í Grænlandi:: í styrjöldinni, og flugvellina á Baffin-ey og viðj: Hudson-flóa, við Mackenzie-ána og í Alaska, mundu« án nokkurra sérstakra ærfiðléika umfram þá,s senri- þeir hafa sigrazt á, gela komið upp nauðsynlegum] flug-, veður- og loftskeytastöðvum hvarvetna, þar! sem þeirra er þörf._____ ______ Jafnvel þótt farþega- og viðskiptaflug yfir pöl-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.