Vísir - 24.01.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 24.01.1946, Blaðsíða 4
4 V I S I R VÍSIR . DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAUTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Útvarpsumiæðumar. Utvarpsumræður þær, sem fram fóru í fyrra- kvöld, voru svo sérstæðar, að Reykvík- ingar munu minnast þeirra lengi. Ein ræða skar þar gersamlega úr, en ]>að var greinar- gerð horgarstjóra, er hann flutti í upphafi umræðnanna. Var það líka eina ræðan, sem nokkuð var á að græða. Allar hinar voru inni- haldslaus froða, — útþynntur málefnaskortur og lélegar hugsmíðar. Að umræðunum lokn- um munu menn yfirleitt hafa undrazt, að minnihlutaflokkarnir í hæjarstjórn skyldu okki vanda betur til malflutnings síns en raun var á. Ber það vott um fyrirlitningu á kjós- endum, sem er ósæmileg, og þeir munu engar þakkir kuniia fyrir. Af ræðu horgarstjóra mátti hverjum manni vera ljóst, að mikið hcfur vcrið unnið að marg- víslegum framfaramálum hæjarins á síðasta kjörtímabili sérstaklega, en jafnframt hafa verið gerðar ráðstafánir til stóraukinna fram- kvæmda á því kjörtímabili, sem nú l'er í hönd. Höfðu andstæðingarnir þó ekkert fram að þera annað en það, sem sjálfstæðismenn hafa þegar gert ráðstafanir til að hæta úr og hafa •opin augu fyrir. Engum heilvita manni dett- ur í hug, að Reykjavíkurbær hafi náð þéirri fullkomnun á öllum sviðum, að ekkert megi þar um bæt. Grunnurinn er lagður, sem á verða hyggðar margvíslegar framkvæmdir og almenningi til lianda, og sem frekar munu beinast að því en nokkru sinni fyrr, að tryggja atvinnu til handa borgurunum og við- nnandi afkepau á komandi árum. Kommúnistar spiluðu þjóðnýtingarplötuna svo sem vant cr, og lofsömuðu í hófi aust- ræna lýðræðið. Þannig hétu þeir öllum mönn- um frelsi til orða og athalna, véku meðal annars sérstaklega að trúmálunum og vildu leyfa hverjum manni að hafa sína trú. Virt- ust þeir vera svo langt leiddir að þeir væru reiðuhúnir til að taka upp haráttu fyrir þeim máluni öllum, sem þeir hafa hingað til barizt gegn og væri ekki nema gott eitt um slíka hugarfarsbreytingu að segja væri hún af heilindum. Vcikleiki þeirra í öllum málflutn- ingi var svo ótvíræður, að ræða má um hrein- ar hrakfarir, þótt ekkert færi gæfist til and- svara af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Mun slílc frammistaða algjört einsdæmi, en væntanlega hrista þeir af sér slenið í umræðunum í kvöld, ætli þeir ekki að gefast hreinlega upp rétt f'yrir sjálfan kosningadaginn. Kosningahríðin er að mestu um garð geng- in. Ljóst er að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur -iddrei verið öruggara en nú. Málefnaskortur jninnihluta flokkanna ræður þar öllu um og hegðun þeirra í bæjarmálunum á síðasta kjör- tímahili. Þar hafa þeir ekkert unnið sér til ‘ágætis, cn margt lil miska. Sjálfstæðismenn vcrða að gæt^i þess eins, að liggja ekki á liði sínu, þótt sigurinri sé augljós hverjum manni. ’Enginn má áitja heima cða hugsa sem svo, íið ekkert muni úm eilt atkvæði. Hvert eitf^ sitkvæði getur ráðið úrslitum um hvort níundi <‘ða tíundi maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins nær sæti í bæjarstjórn. Þeim mun mciri, sem meiri hlutinn er, þeim mun sterkari verð- fir stjórn hæjarmálanna. Tryggjum örugga meðferð þeirra á kjördegi, með því að kjósa P-Iistann. Fimmtudaginn 24. janúar 1946 Refskák kommámsta gegn verkamönnum: Kanphækkunar-blekkiitgin. Kdmmúnistar hafa látið verkamenn í Dagshrún segja upp sanmingum, til þess að knýja fram hærra kaup. Þeir, sem hrekklausir eru, trúa því, að með þessu séu komm- únistarnir að vernda hagsmuni verkamannanna. Svo er þó ekki. Hér er um stórfellda blekkingu að ræða, sem á að gera sitt gagn fram yfir kosningarnar. Núverandi stjórnarsamvinna grundvallast á því, að kaupgjald hækki ekki í landinu, að öðru leyti en þeirri ',,samræmingu“, sem fram í'ór á siðasta ári. Ef kommún- istar knýja fram nýja kaúphækkunar-öldu, er hruninn grundvöllurinn undan stjórninni og hún neyðist til að scgja al' sér. En kommúnistar vilja uml'ram allt halda áfram að vera í ríkisstjórn. Þeir hafa enga trú á, að nokkur kauphækkun fáist, en ef hægt verður að knýja hana fram, ætla þeir með aðstoð Alþýðuflokksins að koma fram gengislækkun, sem vegur á móti kauphækkuninni, til þess að stjórnarsamvinnan þurfi ekki að bresta. Svona er ráðagerð þeirra, til þcss að geta notað kauphækkunar- kröfuna scm kosningabeitu. öll* gengislækkun er hein kauplækkun, en hún á ekki að fara fram fyrr en eftir kosningar. Þessi refskák kommúnista gegn verkamönnum er nú að verða öllum ljós. Slíkur loddaraleikur hefir ekki sézt hér á landi um langt skeið, og hann cr þvi svívirði- legri scm hann blclckir fleiri auðtrúa og hrckklausa menn. Fávisiegur áróðnr. „Tíminn“ veit, að listi Framsóknarmanna hefir enga von um að‘fá mann kosinn. Allir, sem kjósa þcnnan lista, með Pálma Hannessyni efstum, kasta atkvæði sínu alger- lega á glæ. Þetta vita allir. Þess vegna cr „Tíminn“ með þann áróður dag eftir dag, að þeir sjálfstæðismenn, sem eru óánægðir með stjórnarsamvinnuna, cigi að kjósa með Framsóknarflokknum. Er það síðasta von þessa flokks til þess að safna kjóscndum utan um listann. Áróður ])essi er jal'n fávíslegur og liann cr áhrifalaus, ])ví ])ótt margir sjálfstæðigmenn séu óánægðir með stjórn- arsamvinnuna, ])á kemur þeim ekki til liugar að hjálpa kommúnistum til að ná völdum í hænum með því, að styðja lista, sem er dauðadæmdur fyrirfram, auk þess sem frambjóðandi þess lista er talinn mciri vinur kommúnista en sjálfstæðismanna. I þessum kosningum er kosið um stefnur, eri ekki fram- kvæmdir eða menn. Orslit kosninganna geta markað tíma- 'mót í stjórnmálunum hér á landi. Ef kommúnistar vinná sigur í kosningunum, þótt þeir komist hvergi nærri í meiri- hluta, mun upplausnin í þjóðfélagnu halda áfrám og öng- þveitið í stjórnmálunum og atvinnulífinu magnast að mikl- um mun. Ef þeir tapa, munu áhrif þeirra hverfa og' stjórn- málaástandið riiun hefja sig brátt úr þeirri niðurlægingu, sem það er nú í. Til þess að svo megi vcrða, lætur enginn sjálfstæðismaður undir höfuð leggjast að kjósa með síu- um eigin flokki til hæjarstjórnar, hversu óánægður sem hann kann að vera mcð stjórnarsamvinnuna og það, sem af lienni hefir leitt. „Vald íólksins sjális". Þjóðviljinn ræddi um það í gær með sínum venjulegu fyrirsögnum, að fólkið sjálft eigi að gera út togarana, sem keyptir hafa verið, og það sé „vald fólksins sjálfs“, scm eigi að ráða yfý’ framleiðslutækjunum og stjórna þeim. Hræsnin ríður ekki við einteyming hjá ])essum mönn- um, sem berjast fyrir hinu austræna sovjet-skipulagi. — Hvernig er með „vald fólksins sjálfs“, þar sem kommún- istar ráða? Þeir fara jafnan undan í flæmingi, þegar um það er rætt. 1 Sovjet-Rússlandi á ríkið öll framleiðslutæk- in, en „fólkið sjálft“ stjórnar þeim ekki. Fámennur póli- tískur flokkur, sem cr ckki nema 2% af allri þjóðinni, ræður lögum og lofum og stjórnar öllum fyrirtækjunum. „Fólkið sjálft“ verður að láta sér nægja að veía vinnu- dýr þessa flokks og fara hvert á land sem því er skipað til vinnu, cins og fénaður, sem rekinn er á heit. „Vald íolksins sjálfs“ er ckkert. Það her lítið úr býtum. Hefir eldcert persónulegt sjálfsforræði. Það fylgir verksmiðjum og iðjuverum eins og kúgildi. Lifir við þröngan kost og má ekki hafa aðrar stjórnmálaskoðanir en flokkurinn. Ef Islendingar væri komnir 1 slíka paradis, mundu margir skilja á réttan hátt, hvað kommúnistarnir íslenzku eiga við, ])egar þeir tala um „vald fólksins sjálfs“. Hafnar- Það liafa margir menn, er eg hefi stræti enn. (alað við, verið „Bergmáli" þakk- látir fyrir að það skyldi vekja máls á þeim ófögnuði, er fylgir drykkjuskapnum í Hafnarstræti og þeirri stétt, — ef stétt skyldi kallast, — sem ræður nú lögum og lofuni í stræt- inu og er öllum til armæðu og sjálfum sér til skðmmar. Það sem kom frani i Bergmáili var ekkert, sem ekki var áður vitað af flestum, sem nenntu að kynna sér ástandið. Það liefir ein- ungis ekki verið gerð riein tilraun lil þess að afstýra þessum ófögnuði. Bergmáli hefir borizt hréf um málið frá*' veitingamanni, og hirtist það hér: * Veitingamaður „Mér þótti vænt um greinina skrifar. í „Bergfnáli“ í fyrradag, þar scm er nokkuð rétt lýsing á Hafnarstræti og þeim, er setja svip á þá götu. En vegna þess að eg vinn þarria við eina matstofuna, þá vildi eg gefa nánari upplýsingar um, hver vandræði við höfuin við að stríða af völdum þessara manna, sem „Bergmár- getur um, ef það gæti orðið til þess, að eitthvað yrði gert til iirbóta á þessu ástandi. * Hvað segir Samkvæmt hæjarsamþykkt Reykja- bæjarsam- víkur, mega drukknir nienn hvergi þykktin? vera á almannafæri, og gætir þar noklcurs ósamræmis, þar scm allir fá keypt áféngi eftir vild, en múga hvergi neyta þess i fíiði, nema heima lijá sér, ef þeir eru þá ekk’i húsnæðislausir, sem telja má, að marg- ir þessara manna séu. Ðrukknir rrienn eru hvergi velkomnir gestir, þótt þeir sjálfir segi að áll't sé í lagi. Asigkomulag þeirra er svo fljótt áð hreytast, að áður en varir eru þeir orðnir vand- ræðagripir, húnir að brjóta eitt eða annað, orðnir illir viðurei'gnar, orðljótir eða þá sofn- aðir. Nei, viðskipti við þá yildum við gjarnan vera lausir við, þcir eru óvelkomnir.“ >t= Slæpingjar. I þessu sambandi væri ekki úr vegi að minnast á nýja tegund af slæp- irigjum. Það eru piltar um tvítugsaldur. Þeir munu hafa vanizt á sníkjur árin sem setuliðið var hér. Sníkjur er að líkindum 'ekki rétta orð- ið yfir framferði þessara pilta. Þcir munu víst liafa tekið að sér allskonar útveganir fyrir her- mennina og þegið að launum vín og peninga, jéf þeir J)á ekki prettuðu þá líka á stundum. Þessir piltar eru seztir að i veitingahúsunum í Ilafnarstræli og eru alltaf snikjandi, og jafnvel hnuplandi af gestum og afgreiðslufólki. Séu þeir heðnir að ganga út, þá svara þeir illu einu og 'sitja sem fastast. * Lögreglan getur Lögfeglan segist ekki geta ekkert gert. neilt að gert, án ákveðinnar ' ákæru á liendur þeim. En pilt- arnir eru leiknir i því að afsaka sig og þræta I fyrir. Þessi tegund slæpingja er að verða mesta ^ plága. Hér þarf eitthvað að gera, bæði við j druleknu ménnina og slæpingjana. Það er von okkar, er störfum þarna, að einhver tegund yfir- valda í þessum bæ konii með frámkvæmanleg- ar tillogur í þcssn máli, svo að maður geti stund- að atvinnu sína í friði, til hagsbóta fýrir riki og bæ og fyrir sjálfan sig. Það getur ekki geng- ið til langframa, að drykkjumennirnir og slæp- ingjarnir fái að ráða.“ * voru þau orð. iVcilingamaðurinn lýkur síðan Svo mörg hréfi sínu með því að segja, „að nú virðist allir kunna ráð við. öllu, sem miður fer“ og spáir þvi, „að það væri ekki siður sigurvænlegt en annað, að koma mcð tillögur í þessu máli, er miðuðu til úrbóta, því þetta er ljótur blettur á okkar lcæru borg“. — llétt um það leyti, er eg var að ljúka við að vélrita hugleiðingar þessar frá veitingamannin- um, kom gamall máður inn á skrifstofuna til min og minntist á þetta sama mál. * Fullkomn- Gamli maðurinn hafði mikið hugsað ari hæli. um þessi mál og velt fyrir sér hver ráð yrðu bezt til þess að bæta úr ástandinu. Harin hafði elcki trú á drykkjumanna- hælum, eins og þau hefðu verið fyrirhuguð. Hann taldi að nauðsynlégt væri að konia upp nýtízku hæíi, þar sem drykkjumenn gætu lært eitthvað gagnlegt, ef þeir kynnu þá enga iðn, og síðan taldi hann það vera nauðsynlegt, ef þjóðfélagið hefði riokkur áhuga á þvi að hjarga þégnuni sínum, sem í hættu eru, að séð ýrði um að þeir, er læknaðir væru i bráð, fengju ein- hverja vinnu. Hann taldi, að með því eina móti væri von um að hjarga mætti drykkjumanni, og að drykkjumannaliæli ætli að vera mcð svipuðu sniði og vinnuhæli berklasjúklinga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.