Vísir - 29.01.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 29.01.1946, Blaðsíða 7
V I S I R Þriðjudaginn 29. janúaf 1946 7 {j^javina EFTIR EVELYN EATON 114 „Þarfnast varðliðið ekki svína, uxa, matvæla, hlýrra fata og annarra nauðsynja?“ Ungu liðsforingjarnir andvörpuðu. „Ekki vitundarögn af farminum fer hér á iand, nemai yfirvöldin undirskrifi viss skilríki handa mér, skipstjóri. Mig langar ekki til þess að vera hrakin í útlegð aftur.“ „Eg get ekki breytt á móti yfirvöldunum “ sagði de Goulin og vætti þurrar varir sínar. „Auðvitað ekki, Iierra minn,“ sagði hún, „en það er engin ástæða til þess að ýta við þeim með allskonar bréfum og skýrslum. Eg liefi skoðað skýrslur ráðherrans og eg þekki óvini mina.“ , • i'í'Sj Fólkið, sem stóð á ströndinni byrjaði að hrópa og lcalla, i ;t „Lengi lifi Midi! Til.fjandans með Englend- ingana! Látið olckur liafa matvæli! Hvað er að frétta? Hæ! Hó!“ „Jæja,“ sagði frú de Freneuse, „fæ eg skil- rikin og loforðin? Viljið þér ekki fá að sjá hirgðirnar?“ 'I Landstjórinn andvarpaði. Hann var sannar- lega í slæmri klípu. Hann var náfölur í andliti og auk þess grindhoraður. „Hefir verið hart í ári hér?“ spurði hún í meðaumkunartón. Á þvi var enginn efi. Herra de Goutins und- irskrifaði skjalið með mestu ánægju í skiptum fvrir eitt svín og einn héranna og fataböggul til eigin þarfa og mjölpoka. Og skjalið, sem hann undirritaði fyrir hana var á þá leið,. að hann hlaut að fá skömm í hattinn, ef upp um það kæmist. Hann skrifaði einnig undir skilríki skip- stjórans og þau fóru öll í land. F i m m t i h 1 u t i. HINZTA VöRNIN. SJÖTUGASTI OG ÁTTUNDI KAFLI. Dagur rann jTir fjöll norðurstrandarinnar og fyrslu geislar sólarinnar féllu á skíðgarðinn og þungbúið þak virkisins, sem franska liljan blakti yfir í haustgolunni. Jean Latouche, sem var á verði, hóstaði á göngu sinni og reyncli að lialda á sér hita með því að stappa niður fót- unum. Þetta var síðsumars, en köld morgun- þokan smaug honum gegn um merg og bein. Hann var þunnur á vangann. Þannig voru þeir allir i setuliðinu og Landnemarnir líka. IJung- ursneyð í eitt ár, stríð í tvö og engin hjálp barst frá Frakklandi — það var sorgleg reynsla ný- lendubúa í stjórnartið nýja landstjórans. Árið 1707 réðust Englendingar með 600 manna liði gegn setuliðinu, sem hafði aðeins eitt hundrað og sextíu manns til varnar. Þeir hrundu Englendingunum samt af höndum sér. í ágúst sama ár komu þeir þó af tur og var March ofursti fjTÍr þeim, en liann var þekktur um alla Acadiu vegna ótrúlegrar grimmdar sinnar. Englendingar voru þá aftur hraktir í burtu. •Monsieur de Subercase skrifaði þá til Frakk- lands og bað um skotfæri, matvælabirgðir og hermenn. Hann vonaðist fastlega til þess að þessi aðdáunarverða vörn myndi verða til þess að beiðni hans yrði sinnt, en allt kom fyrir ekki. Fyrirsjáanlegt var að nýlendan niyndi fara i hundana og falla óvinunum í hendur, ef hiálp bærist ekki. Jean Latouche hóstaði aftur. Hánn leit gráðugum augum til árinnar og hugsaði um'það, að vel gæti verið, að hann gæti náð sér i bröndu, þegar hann væri leystur af verðinum. Þangað til varð liann að hafa hugann við alll annað en fisk. Ilann horfði þreytulega yfir mýrarnar. Pilsaþytur einhversstaðar nálægl vakli for- vitni hans og kom honum til þess að hugsa um það, að flestallar konurnar í landnáminu hefðu flúið þaðan. Allar, sem það gálu, voru komnar til Frakklands eða til Kanada — allar liðsforingjakonurnar, frú de Bonavenlure, kona lögbókarans, frú de Vincént, já, allar, hugsaði hann og slundi. Frú de Freneuse var sú eina, sem eftir hafði orðið. Ilann brosti með sjálfum sér. Það var nú kvenmaður í Iagi. Hún varð eflir í virkinu með öllum liðsforingjunum. Hún stappaði í þá stálinu um langa þreytandi vet- urna. Hún matreiddi fyrir þá eyikennilega rétti, safnaði saman veslings Indíámmum, sem vo.ru þjáðir drepsóttum, fékk þá lil jiess að fara á veiðar eða fiska fyrir landnámið og greiddi þeim með marglitum perlum og skrautfjöðr- um, sem hún sjálf átti og hafði komið með frá Frakklandi. Hún for á fiskveiðar með de Bonaventure og kom til baka með ýsu vog þorsk. Hún hætti sér stundum alveg rétt unclir nefið á Englendingum og virtist aldrei óttast neitt. Ilún var öllum jafn veíviljuð og sýndi sánnar- lega aldrei neilt drembilæti. Jean slrauk'tref- ilinn, sem hún hafði prjónað fvrir liann fyrir tveimur árum og gefið lionum i nýársgjöf. Það var frú de Freneuse* sem gekk þarna yfir mýr- arnar. Drotlinn einn veit hvað hún hefir nú verið að gera — áhættuleikur hefir það sjálf- sagt verið, hugsaði Jean. „Þetta væri kona handa þér,“ sagði hann svo upphátt. Rétt eins og hún hefði heyrt til hans, leit frú de Freneuse upp i áttina til virkisins og herli gönguna. Hún kom með mikilvægar fréttir, sem hún hafði fengið hjá Indíána upp með ánni. Hann var særður og samkvæmt venjum þjóð- flokks sins, hafði hann verið skilinn eftir til þess að deyja drottni sfnum eða þá að ná sér aftur af eigin rammleik. Frú de Freneuse, sem liafði ætlað sér út til þess að reyna að fella dá- dýr, ef hún rækist á það, hafðbhaft byssu njeð- • ferðis, er hún læddist út úr virkinu. Hún liafði rekisl á Indíánann á árbakkanum og var nærri því húin að skjóta á hann, því hún hélt að hann væri villibráð, er hefði farið niður að ánni til Því oftar, .sem eg horfi á þig, þvi •fallegri ert þú. Er það? Já, en eg held að eg- verði að horfa á þig oftar. ♦ Hvaða tegund af tannbursta óskið þér aö fá? Látið mig hafa stóran, það eru þrjátíu strákar í heimavistinni með mér. ' Hvaða ljóshærðu stúlku varst þú nieð á finnntu- daginn og föstudaginn? Þú var sú dökkhærða, sem eg var með á þriðju- daginn og miðvikudaginn. Á KVÖLWðKVNM Fréttaritáfinn kóm inn á ritstjórnarskrifstofu blaðs síns tog var leiður á svipinn. „Jæja,“ sagði ritstjórinn, „hvað gat hann sagt þér merkilegt í dag, háttvirtur.ráðjierraim ?“ ,,Ékkert.“ ’ ! ' : ' „Jæja, þá skrifar þú ekki meira en einn dálk um Frá mönnum og merkum atburðum: Djarflegasta flota-árás íyrri heimsstyrjaldar. mikil. Þegar þeir sáu Warwick, hrópuðu þeir húrra fyrir Keyes flotaforingja, yfirmanni sínum. Af snekkjunni, sem var ætluð fyrir 50 menn í mesta lagi, bjargaði Warwick 100 mönnum. I leiðangrinum tóku þátt 1500 menn. Af þeim særðust 400 og 200 íélfu. Auk skipanna, sem lögð voru í sölurnar af ásettu ráð'i, til að ná tilætluðum árangri, misstu Bretarj. aðeins einn tundurspilli og tvo vélbáta. Þegar þeir komu aftur til hafnar í Bretlandi, fréttú þeir að leiðangurinn til Ostende hefði mis- heppnazt. Það voru’skipin Sirius og Brilliant, sem þar átti að sökkva, svo scm fyrr var getið. En þótt svo tækist til í OstendeTiafði það feikna mikil áhrif hversu vel heppnuðust hernaðargerðirnar í Zeebrugge, þótt einn hinna brezku yfirmanna kall- aði þær „einskært brjálæði.“ Zecbrugge skipasluirðurinn var stíflaður í fimm. mánuði. Þaðan komst ekki einn einasti kafbátur allan þennan tíma. Þjóðverjar urðu aftur að flytja aðalbækistöð kaf- bátaflota sins til Helgolands, scm var miklu fjær siglingaleiðunum til Frakklands. Og svo er enri eitt ótalið: Þessi djarflega árás átti mikinn þátt í að veikja enn 'fremur bið dvínandi baráttuþrek Þjóðverja. Jafnframt varð hún til þess að glæða vonir banda- manna og auka þeim kjark. Menn tóku það, sem gerzt hafði, sem merki þess, að taflið hefði snúizt bandamönnum í vil. Sjö mánuðum síðar vanst fullnaðarsigur i.styrjöíd- inni. Þegar Faderwski saknaði vina sinna. Eitt sinn, er Paderwslci, píanóleikarinn heims- lrægi — var nýbúinn að halda hljómleika í borg; nokkurri i Bandríkjunum, settist hann niður í hcrT bergi sinu að - leiksviðsbaki, þurigt bugsi. Eimr spurði bann hvortjiann væri lasinn. „Nei, nei,“ ságði pianósnillingurinn. „En eg sakn-j aði tveggja vina minna, aldraðra, gráhærðra hjóna. Þau voru ekki í gömlu sætunum sínum í fjórðri röð.“ Sá, er spurði varð hissa. , „Eg vissi ekki til, að? þér ættuð nokkra vini í þessum bæ,“ sagði hann, „Ilöfðuð þér þekkt þessi hjón lengi?“ „Eg þekkti þau vel,“ sagði Paderwski, „þótt eg talaði aldrei við þau. Með geðjaðist svo vel að þvq hvernig þau hlustuðu á mig leika á hljóðfærið. Eg|. liefi haldið.btjóinleika hér árlega í 20 ár, og eg lélíj allf af fyrir þ;m.“ Hann hristi höfuðið og bætti við: 'j „Eg vona til. guðs að elckert hafi komið fyriú þau.“ :! Leyniíélög í Japan. } Eftir Lewis Busch. jj Kempei, japanska leynilögreglan og ýmis leynifélög þar hafa lengi haft svo mikil og víðtæk áhrif, að þa$ er býsna erfitt að gera sér grein fyrir því. Eg muri. nú eigi að síður leitast við að gcra það, og muri fyrst af öllu ræða um Kempci, þar sem það er voldugasta og mesta stofnun sinnar tegundar í Japan, sem notið liefir stuðnings hins opinbera, og var í rauninni opinber stofnun. Þegar Kempei var stofnað fyrir mörgum árum, eftir frönskum og þar næst þýzkum fyrirmyndum, var tilgangurinn, að starfssvið þcss yrði eitlbvað' svipað og brezlcu herlögreglunnar. En scinustu tuttugu til þrjátíu árin hefir starfseminni og til- högun allri verið gcrbreytt, og héll áfram, þar til Japanar voru til neyddir að gefast upp í styrjöldý inni, en þá var þetta löngu orðinn hirin verstí klíkufélagsskapur, sem í völdust fúlmqnni og fantarl endá' gengu þeir frani í hýqrs lconar 'oivæl'Uvérkumj og það svo, að þeir munu fyllilega standast allaq samanburð við Gestapo Heinrichs Himmlers. ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.