Vísir - 30.01.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 30.01.1946, Blaðsíða 2
V I S I R ~jrra réltarhöldi ¦ ¦ ¦ \ "' d. ður unum uflr \aJuLólina 5. æmdyr til de Grein sú, sem hér fer á eft- ir, er hin síðasta í greina- flokki Sveins Ásgeirssonar um Quisling-réttarhöldin, en hann var viðstaddur þau fyrir Vísi. Hvernig ætli manni liði undir hátiðlegum upplestri tilkynningar um það, að maður skuli verða drepinn? Og við að hlusta síðan í meir en klukkutima á forsendurn- ar fyrir því, að maður eigi þetta fyllilega skilið? Hvaða tilfinningar bærast í því brjósti, sem dæmist til að verða sundurskotið? Eg vil ráðleggja bér, skynsami les- andi, j). e.'.a'.'s. ef þú hefir tírna td þess, að hugsa um ]>etta vel og vandlega, áður en þá lest lengra. Hafirðu ekki tíma til þess, þá skaltu ekki lesa þessa grein fyrr en þú hefir tíma til. Þú verður að setja þig í spor aðalsögu„bétjunnar" í þessari sögu. Þú ert Vidkun Abraham Lauritz Quisling. En þú heitir það aðeins, að öðru leyti ertu eins og þú sjálfur með þínar mannlegu tilfinningar, sem allir menn bafa. Þú átt að kveðja hann og hana fyrir fullt og allt, gráttu ekki. Þú átt enga aðra framtið'— aðra en þá, að bíða eftir því að verða slillt upp'við vegg og skotinn. Og mannorðið, sem þú lætnr eft- ir þig að áliti annarra! En þú ert saklaus, hefir gert allt þitt bezta fyrir land þitt og þjóð, þeir munu komast að raun um það 'seinna, þegar langt er liðið síðan þú varst skotinn, en það verður ekki aftur tekið!! Þú trúir á mál- stað þinn, en ert næstum því cinn um það! Þegar um eitt-leytið hafði bópur manna safnaz{, saman fyrir utan Losjen, þar sem dómurinn skyldi kveðinn upp, enda þótt ekki ætti að fella hann fyrr enn klukkan tvö. En enginn fékk að fara inn í húsið, fyrr cn hálftíma | áður en réttarhöldin áttu að befjast. Vörðurinn hafði ver- ið allmjög aukinn, og eftir- lit var ennþá strangara en áður. Bæði hermenn og lögreglu- þjónar voru þarna á verði, og fengu aðeins blaðamenn með aðgöngukort að fara frjálsir ferða sínna. Hinir máttu gera svo vel að balda si/» fyrir utan. Annars var það aðeins nokkur bluti írinna erlendu blaðamanna, sem var þarna viðstaddur. Flestir höfðu ekki búizt við dómnum fyrr en seinna í vik- unni og voru farnir burt. Klukkan hálf tvö kom lög- reglubíll með Quisling í'rá Akershushangelsinu, og var farið með hann inn í húsið í biðklefann. öflugur vörður gætti Quislings. Því næst var riheyrendunum hleypt irm. Hvert sæti var skipað og mikil eftirvænting ríkti. Fyr- ir framan sæti dómsforseta og verjanda hafði verið kom- ið fyrir hljóðnemum, því að athöfninni átti að útvarpa. Að öðru leytfv«!yar aljt eins og vanalega. Quisling kemur. # Klukkan 11,55 kom Quisl- ing inn í réttarsalinn í fylgd varðmanna og settist í stúku ákærða. Hann leit út fyrir að vera rólegur, en andlit hans var hörkulegra ' og saman- bitnara en nokkru sinni áður. Hann leit snöggvast í kring- um sig. Smellir, blossar, suð, ljósmyndarar og kvikmynd- arar voru að veríd. Tólf ung- ir lögrcglumenn í einkennis- I búningum heimavarnaliðsins I tóku sér stöðu milli réttar- 'ins og áheyrendasætanna, vopnaðir vélbyssum. Stundvíslega kl. 2 komu dómararnir inn í salinn. All- ir voru mjög alvarlegir. — Dómsforsetinn tilkynnti að vcrjandinn væri enn orðinn veikur og gæti því ekki mætt, og kæmi fulltrúi hans í stað hans. Þá gæti ákærandhm heldur ekki mætt og kæmi fulltrúi hans einnig í staðinn. Dómsforsetinn sagði síðan, að meðaií á upplestri dóms- ins stæði, yrði að vera fuíl- komin ró í salnum. Væri það einhver, sem ekki heí'ði tæki- færi til að hlusta á upplest- ur dómsins til enda, yrði hann að yfirgefa salinn und- ir eins. Enginn fór út og al- ger kyrrð ríkti. Dómurinn lesinn upp. Dómsforseti slær dómara- kylfunni í börðið, allir við- staddir rísa á fætur. „Dóm- urinn var samþykktur ein- róma, að undanteknum tveim atriðum, sem ágreiningur varð um og- getið verður í forsendum dómsins. — A- kærður, Vidkun Abraham Laurits Quisling, er dæmdur til dauða fyrir brot gegn bernaðarlegum refsilögum. Því næst kom upptalning á hinum ýmsu greinum hern- aðarlegra og borgaralegra refsilaga, sem Quisling var dæmdur samkvæmt frá rétt- inum til þess rfð lifa. Dauðakyrrð ríkti í hinum þéttskipað réttarsal. Augu allra hvíldu' á manninum í sakborningastúkunni. Hann sat grafkyrr og horfði fram fyrir sig, sýnilega í' djúpum þönkum. Augnaráð hans var kalt og drungalegt, augu hans næstum því eins og þau mundu verða eftir stuttan tíma — brostin. Hvað skyldi hann vera að hugsa? Þannig hefir margur áheyrandinn spurt sjálfan *ig. En svarið sást ekki á andliti Quislings. j Þannig sat Quisling í næst- j um 40 mínútur. Þá kemur, dómsforsetinn að þvi atriði' í forsendum dómsins, þar ] sem segir að rétturinn sé ekki í vafa um það, að Quisl- J ing hafi verið sér þess með- vitandi, að hann hjálpaði ó- vinunum, með því að safna' sjálfboðaliðum til herþjón-j ustu í Þýzkalandi. Þá hallar hann sér fram á borðið1 þreytulega og styður hönd undir vinstri kinn og síðan hægrí o. s.. frv. Þetta er sýni- lega þreyttur maður, já, dauðþreyttnr. Andlit Quislings verður stöðugt þungbúnara ef tir því sem líður á forsendur dóms- ins. Sakirnar voru nógar til að dæma fjölda manns til dauða, ef þeim væri skipt nið> ur. Akærurnar á hendur Quisling um áuðgunarbrot hafa mjög yfirbugandi á- hrif á hann, eins og alltaf meðan á réttarhöldunum stóð. 1 dónmum eru almenn orð yfir fyrirbrigðin, þ. e. þjófnaður, rán og gripdeildir. Það tók rúmlega fimm stundarf jórðunga að lesa upp dóminn og dómsforsendurn- ar, enda eru það alls 35 vél- ritaðar síður. Djúp þögn ríkti allan tímann, meðan at- höfriin fór fram. Það var há- tíðlegt eins pg í kirkju. Þeg- ar dómsforseti hafði lokið up])lestrinum, sneri hann sér að Quisling* og bað hann um að standa upp. „Hafið þér skilið þetta?" Quisling: „Já." Dómsforseti: „Þessi réttur hefir endanlega afgreitt sekt- aratriðið í máli yðar. Éf þér álítið refsinguna of stranga^ eða málsmeðferðina ranga, hafið þér tækifæri til þess að láta málið koma fyrir hæsta- rétt. Þér getið áfrýjað þegar í stað eða óskað eftir um- hugsunarfresti. Verjandi yð- ar mun aðstoða. yður við á- frýjunina. Quisling ræddi síðan við verjanda shm lítilsháttar, og sagði svo með básri, da.ufri röddu: „Eg áfrýja málinu til hæstaréttar. Náriari ástæður fyrir því mun eg gefa síðar." Því næst sleit dómsforseti réttinum. Varðmenn fóru út með fjölan, dauðadæmdan mann. Þessari athöfn var útvarp- að, og hafa fleiri landar hans setið við tæki sín þá en nokkurn tima meðan hann talaði í það sem „foringi" þeirra. íjr dómsforsendunum. Lesendum til fróðleiks ætla eg að skýra hér frá ýmsum veigamiklum atriðum úr for- sendum dómsins. — Fullt nafn ákærða var Vidkun Abraham Laurits Quisling. Hann átti rúss- neska konu, átti ekkert barn og hafði ekki yerið refsað áður. .... Áætlun Quislings var, að' áliti réttarins, eftirfar- andi: — Þegar Stórþingið kom saman í janúar 1940, átti að lýsa yfir því, að það væri ó- löglegt, af því að þriggja ára kjörtímabil þess væri út- runnið, og framlengingin á starfstímabilinu ólögleg. Þar sem Stórþingið væri ólöglegt, var ríkisstjórnin einnig ólög- leg eftir skoðun ákærða. Að öílum líkindum hefir svo Quisling átt að taka völdin nieð.aðstoð þjzkra hersveita, sem skyldi smyglað inn í. landið eftir leiðsögn Norð- manna. Ætlun hans var að fá Noreg innlimaðan í Stór- germanskt sambandsríki. — Hinn þýzki stóraðmíráll Rae- der fékk mjög mikinn áhuga á ráðagerðum ákærða um að Þjóðverjar hernæmu Nor- eg, og það var Raeder, sem útvegaði Quisling áheyrn hjá Hitler. Akærða tókst í þessari heimsókn að sannfæra Þjóð- verja og um fram allt Hitler um það hagræði, sem þeim mundi verða i því að her- nema Noreg. . Þá segrr í f orsendunum, að í-étturinn sé ekki í'Vafa tirri það. að Quisling hafi fengið f járhagslega aðstoð hjá Þjóð- verjum til landráðastarfsemi sinnar. Og að hanh hafi hitt þýzkan of ursta í Kaupmanna- höfn 6. apríl 1940 og gefið honum upplýsingar hernað- arlegs eðlis, sem voru mikil- vægar fyrir innrásaráætlun- ina. ".:. . . Hvort ákærði hafi fengið nokkuð ákveðið lof- orð hjá Hitler um þá stöðu, sem hann ætti að fá, þegar hernámið hefði verið fram- kvæmt, er nokkuð óljóst, en það hefir vafalaust verið ráð fyrir því gert bæði af ákærða o<? Rdsenberg, að ákærði skyldi fá leiðandi stöðu sem forsætisráðherra. 1 dagbók sína skrifar Rosenberg 20. desember 1939, þegar ákærði var i kveðjuheimsókn hjá honum: Við þrj'stum hönd hvor annars og sjáumst víst þá fyrst aftur, þegar aðgerð- irnar hafa tekizt og forsæt» isráðherra Noregs heitir Quisling." Vonbrigði Quislings. Rétturinn lýsir á mjög eft- irtektarverðan háit, hvernig atburðirnir 9. apríl snerust öðurvísi en Quisling hafði hugsað sér. Konungur, ríkis- stjórn og Siórþingið komust undan, og það komst rugl- ingur i áætlanir hans. Hann hefir sennilega haldið, að konungurínn múndi neyðast til að taka hann sem forsæt-! isráðherra. Án vitundar þýzka sendiráðsins myndaði i hann stjórn sína og sendi út yfirlvsingu gegnum útvarp- ið. .... 1 fyrstu samþykkti Hitler þetta fyrirtæki ákærða en þar sem þróun málanna varð sú, að mótspyrna her- sveitanna norsku harðnaði og ákærði var greinilega ó-.j hæfur til þess að taka að' sér stjórnina, urðu Þjóðverj-! ar óánægðir yfir því, hve hernámið tók langan tíma og varð kostnaðarsamt. Þeim fannst, að það yrði að koma ákærða burt. Afleiðingin var sú, að hann fór frá 15. april og stjórnarnefndin tók við. 24. apríl var Terboven skip- aður landstjóri Þjóðverja í Noregi..... Þá ræðir næst um það, hve móðgaður og vonsvikinn Quisling hafi verið eftir þennan ósigur sinn. Hafi þetta komið fram á ýmsan hátt. Sneri Quisling sér oft til Þjóðverja út af þessu og með þeim árangri, að 25. apríl .1941 varð stjórnar- nefndin að fara frá, en við tóku hinir svonefndu „kom- misarisku" ráðherrar. Hon- um tókst svo að fá að mynda hina ..b.ióðlegu ríkisstjórn" 1. febrúar 1942, en varð þó' ekki ríkisforingi, og fékk ekki heldur breytt titli land- stjórans, sem hann ávallt lagði mikla áherzlu á. .... Ákærði hafði allt frá því, er hinir „kommisarisku" i"áðherrar voru skipaðir og til uni-^iafar Þjóðverja unn- ið stöðugt í ræðu og riti fyr- ir málstað og sigri Þýzka- lands. Hann aðstoðaði Þjóð- verja í baráttu þeirra gegn hinni þjóðlegu mótspyrnu- hreyfingu og ríkislögregla sú, sem skiprtlögð var af ráð- hén'a haris, veitti þéím fús- Miðvikudaginn 30. janúar 1946 lega aðstoð. Hið sama gilti einnig um hirðina, er ákærð- ur var æðsti yfirmaður henn* ar. Hipn ákafi áróður5 hans gegn konunginum, hinni'lög- legu rikisstjórn og allrí hinni þjóðlegu mótspyrnuhreyf- ingu, stefndi að því að brjóta á bak aftur mótspyrnu hinna þjóðlegu afla í landinu..... Tólf lífs og þúsund liðnir. Rétturinn taldi sannað, að Quisling hefði haft áhuga á því að hrinda af stað Gyð- ingaofsóknum. Er skírskot- að til ýmissa ræðna, sem Quisling hélt, breytinga, sem hann gerði á stjórnarskránni með þvi að taka upp á ný bann við innflutningi Gyð- inga til landsins og lagasetn- inga um upptöku á eignum þeirra og skyldu til að geí'a sig fram. Rúmlega þúsund Gyðingar voru sendir til Þýzkalands, en af þeim áttu 12 — tólf — afturkvænt. Rétturinn álítur, að Quisl- ing hafi verið sér þess með- vitandi, að Gyðingarnir mundu verða sendir af landi burt. Mirinihluti, dómsforseti og-Belle dómari, álíta einnig að honum hafi verið ljóst, að fleiri eða færri af Gyðingum mundu verða deyddir. — Þá er Quisling fundinn meðsekur í drápi á sextán löndum sínum, þar af f jórtán með því að beita ekki náðun- árvaldi sínu, til þess að koma í veg fyrir líflát þeirra. Quisling var fundinn sek- ur um margvísleg auðgunar- brot. Það að hann tók við eignum Frímúrarareglunnar og Det Norske Selskap, sém Þióðverjar rændu, dæmist sem hylmun ránsfengs. Upp- taka eigna Gyðinga aftur á móti sem þjófnaður. Oftrú á eigin dugnað. .... Ákærði hefir vafa- laust verið mjög duglegur liðsforingi á sínum ungdóms- árum, og seinna rækt fram- úrskarandi mannúðarstarf undir stjórn Friðþjófs Nan- sens i Rússlandi og Litlu- Asíu, og á Balkan á vegum Þjóðabandalagsins. Réttur- inn var þéirrar skoðunar, að ákærði hefði verið vonsvik- inn eftir að hann hafi yfir- gefið hernaðarbrautina, og sneri hann aftur til Noregs 1929. Þegar hann tók að fást við stjórnmálaleg vandamál, virðist oftrú hans á eigin dugnaði og óskeikulleika í skoðunum fara að láta mjög á sér bera. Hin einhliða sjón- armið hans og mikla sjálfs- traust leiða til þess, að hann tekur gagnrýni ekki nægi- lega til greina. Þetta kom sérstaklega í ljós eftir að hann hafði gefið upp alla samvinnu við þá stjórnmála- flokka, sem fyrir voru, og stofnað sinn eigin flokk, sem samkvæmt skipulagi sínu gaf horium mjög sterka valdastöðu innan flokksins. Hann hefir svo farið að telja sér trú um það, að hann ætti að bjarga landinu á sinn hátt, með því að koma því undir Stór-Þýzkaland, og að flokk- ur hans mundi komast til valda við þessa nýskipan, með hann sem æðsta mann. Dt frá þessari hugmynd hef-. ir hann framið þessi miklu landráð gegn föðurlandi sínu, án þess að láta sér skilj- ast það, að Þjóðverjar höfðu engan apnan áhuga fyrir Fránih. á 6. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.