Vísir - 05.02.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 05.02.1946, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 5. febrúar 1946 V 1 S I R ^Arótir rmmb im anna EFTIR EVELYN EATDN 120 i Varðmaður nálgaðist þau hægt. „Láttu blása í lúðrana," sagði herra de Su- bercase. „Segðu þeim að blása til merkis um það, að nú eigi allir að hætta að berjast. Við höfum gefizt upp. Bardagar bætta nú á stund- inni. Segðu varðliðinu, að klæðast í sín beztu einkennisföt. Segðu þeim, að á morgun verði þeir að líta mjög vel út, því heiður Frakklands er í veði." Hann gekk á brott og frú de Freneuse fylgdi á eftir. „Landstjóri," sagði hún, „heyrðuð þér nokk- urar fréttir af Afríkusólinnl?" „Nei," sagði hann þunglyndislega. „Eg .... eg hafði ekki hugrekki til þess að spyrja þá." ÁTTUGASTI OG ANNAR KAFLI. Hinn 13. október 1710 gekk varðliðið i Port Royal út úr virkinu í síðasta sinn. Herra de Subercase stóð við hliö enska yfirforingjans, horfði á ménn sína ganga fram hjá og ætlaði siðan að kveðja foringja Englendinga. Fremstir komu þeir særðu, sem voru bornir af landnemunum og síðan sjálf t varðliðið. Herra de Subercase stóð teinréttur og hermannlegur, er hann sá glitta í einkennisbúninga i hliðinu á skíðgarðinum. - Sonur de Villieu gekk i broddi fylkingar og á eftir honum koniu fánaberarnir. Þarna bar o'g að Hta de Freneuse yngra og frænda faans og svo sjáíft varðliðið. í allt voru þetta aðeins níu- tíu og s-jö menn. Mennirnir gengu glaðlega út úr virkinu og reyndu að vera sem mannalegastir. Einkennis- búningar þeirra voru fallegir, allir nýuppgerðir. Allir höfðu verið önnum kafnir við að koriia þeim í sæmilegt horf um nóttina og vöktu sum- ir við það fram á morgun. Þeir heilsuðu land- stjóranum og enska yfirforingjanum, er þeir gengu framhjá í áttina til strandar. Herra de Subercase létti. Nú var allt um garð gengið. Hann hafði ekki lítiðlækkað menn sína né mis- boðið virðingu þeirra. „Hvar eru hinir?" spurði Nicholson. „Það eru ekki fleiri." „Ekki fleiri? Þetta er tæplega eitt hundrað iíiamrs'."r^r 1 „Það ei- alveg rétt; herra minn, tæpt hundrað." »Og yður tókst að halda virkinu í átta daga með ekki meira liði? Eg ber virðingu fyrir yð- ur, herra de Subercase." De Subercase hneigði sig. „Eitt skip nægir til þess að flytja varðliðið til Frakklands," sagði Nicholson nú. „Eg hafði beðið um sex skip til þess. Markinson liðfor- ingi, segið Trent skipstjóra, að aðeins eitt skip þurfi til að flytja varðliðið til Frakklands og að það só bezt að senda Resolute." Hinn ungi liðsforingi heilsaði og gekk á brott. Herra de Subercase virtbfíanska fánann fyrir sér, þar sem hann blakti yfir virkinu. „Eg verð að þakka yður fyrir göfuglyndi yðar," eagði hann við Nicholson. „Nú mun eg halda til manna minna. En eg þarf að spyrja yður einnar spurningar fyrst. Þegar þér fór- uð í gegnum mynnið á flóanum, lenti yður þá ekki samari við tvö af skipum okkar?" Nicholson kinkaði kolli. „Við sökktum þeim," sagði hann. „Mér þyk- ir það leiðinlegt, að hjá því varð auðvitað ekki komizt. Skipbrotsmennirnir hafa verið sendir til Roston. Það munu verða höfð skipti á þeim fyrir enska fanga, sem þið hafið í haldi." De Subercase setti hljóðan við þessar fréttir. Síðan spurði.iknriíÍY \ ¦"':'; Frá mönnum og merkum atburðum; „Tókuð þér höndum herra de Bonaventure, sem stjórnaði Afríkusólinni ?" Nicholson vék sér að nokkurum liðsforingja sinna. Einn þeirra varð fyrir svörum: „Eg held það, herra minn," sagði'hann. „Hann var særður. Hann var settur um borð í Victory." • Um Ieið og de Subercase leit aftur yfir að virkinu, sá hann hvar franski fáninn var dreg- inn niður og sá enski dreginn að 'hún. Enskur liðsforingi kom til Nicbolsons og heilsaði að hermannasið. „Við getum ekki fundið neinar vistir til þess að senda með franska varðliðinu til Frakk- lands," sagði hann. „En'gar vistir," sagði Nicholson og leit á'de Subercase, sem brosti; „Þær gengu algjörlega til þurrðar fyrir tveim dögum," svaraði hann. - Nicholson beit á vörina. Hann yildi ógjarnan láia pretta sig, én hann hafði skrifað undir skihnálana um uppgjöfina og virðing hans fyr- ir de Subercase jókst við þetta. „Gefðu skipanir um, að senda eigi eitthvað af vistum með þeim," sagði hann við foringj- ann, sem sagt hafði honum þessar fréttir. Annar liðsforingi kom til þeirra, undrandi á svipinn: „Við getum ekki fundið nein skotfæri," sagði hann við Nicholson, „að því undanteknU, að örfáar hleðsluumferðir eru eftir í einni púður- tunnunni." Nicholson lmykkti til höðinu og hló dátt. „Eg býst við, að þau hafi einnig verið geng- in til þurrðar." „Alveg rétt," svaraði de Suhercase. „1 morg- un voru til þrettán hleðslur. Og þar sem dag- urinn i dag er þrettándi október, ákváðum við að skjóta þeim síðustu í kveðjuskyni. Ef til vill hafið þér faeyrt til okkar. Eftir eru þá aðeins nokkurar hleðslur, sem hafði verið safnað hingað og þangað. Þér bjuggust varla við," bætti hann við, „að Frakkar gæfus"t upp á meðan þeir höfðu skotfæri og matvæli? Ef svo er, þá hafið þér ekki þekkt okkur vel." 'A KVÖldVMVMIÍ FrambjóSandinn: ÓskaSu mér til hamingju, kona góS. Eg var kosinn. Frúin (hissa) : Var þaS? Og heiSarlega? FrambjóSandinn: Hvérnig í dauSanum gat þér dottiS þaS í hug. - í bókasafni háskólans í Chicago eru meira en 1,400,000 eintfek af bókum. í Boston er prentari nokkur sem heitir William Herring og er hann 8S ára gamall. Hann hefir unn- iS viíS eitt dagblaSiS þar í borg i samfleytt 43 ár. Sjálfur segist hann'vona, aS geta unniS þar miklu lengur. <*• Hvar er gjaldkerinn? Hann fór á veSreiSarnar. HvaS! Á veiSreiSarnar-í vinnutímanum. -Já, þaS var siSasta tækif.æriS sem hann hafSi til þess aS láta kassann stemma.. ? Þessi selskinnskápa er ágæt. En haldiS þér aS hún þoli rigningu? Frú mín góS. HafiS þér nokkurn tíma séð sel með regnhiíff? Mikill fjallgöngumaður. Óviljandi varð hann til þess að spilla skemmtilegri hvíldarstund, er við mötuðumst í 12.000 feta hæð.! Ög aiæst sofnaði hann er eg hugði hann halda ríg- fast í kaðalinn, er eg var að höggva holur í ísinn. En hann vaknaði fljótlega og viljaþrek hans og; kapp bilaði ekki, svo að markinu varð náð. Jafnvel þegar mestu erfiðleikarnir voru að baki og spenn- ingurinn, neitaði hann að hætta við að klifa sein- * asta áfangann, þótt greitt væri að komast niðuri til Chamonix. ; [ 1 niðurlaginu skrifaði hann: „Er þetta tindurinn —>»höfum vér kórónað dags-; verkið með að ná markinu? Hversu svalt og kyrrtf hér er. Við erum ekki haldnir æstri fagnaðarkenndJ en ánægja, fögnuður, kyrrð býr í huganum og nokk-[ ur furða .... Höfum vér sigrað „óvinina" ? Nei, en[ vér höfum sigrazt á oss sjálfum. Höfum vér unniðt afrek? Það orð hefir enga merkingu hér.....Að^ leitast við að ná markinu og skilja — aldrei hið síðara án hins — það er lögmálið." > Að leitast við að skilja, það var lögmálið í lífií Mallorys. Hvar sem hann var og hvað sem faann| hafðist að, var hann að leitast við að læra, aukajj þekkingu sína. 1 Cambridge átti hann ávallt í.rök-ij ræðum við sér þroskaðri menn. Þegar hann var kennari í Charterhouse, reyndi hann sínar eigin kennsluaðferðir, og það fór nijög i taugarnar á kennurum, sem eldri voru en hann. Hann var ofti uppi i skýjunum, en hann var alltaf að leitast viðj að komast-upp fyrir þau. I -s Það er sérstaklega athyglisvert, að Mont Blancj sem er faæst Alpaf jalla, og Everest, faæsta f jall heims-j ins, hafa haft sérstaklega mikil áhrif á líf Mallorys^ Það voru betri klif-skilyrði í lægri fjöllum, en hjá Mallóry varð eg ávallt var hins mikla áhuga fyrirt að komast eins hátt og komizt varð. Það er hioj æðsta, scm náð verður og upplifað i fjöllum. Að| komast svo hátt, er að ná þangað, sem maður get4 ur rétt hönd sína út fyrir mörk jarðar, og þettai er eins og tákn hins eilíflega leitandi mannsanda,! æ hærra, bendandi til hæða, eins og turnar kirkn-j anna. ! Everest heillaði Mallory eins og Mont Blanc hafði gert, en á stórkostlegri og hrikalegri hátt. ; 1 fyrsta leiðangrinum 1921 var til mikils að vinnai því að menn vissu þá í rauninni svo nauða lítiðf um Everest .... í þeim Ieiðangii voru mikilfeng^ legar stundir,svo sem þegar tindurinn sást i fyrsta sinn, er skýin greiddust sundur, en eftir 3 mánuðl skrifaði Mallory: • ] „Hin miklu fjöll eru tilkomumikil á stundumi Þau eru eins og leiftursýn, en yfirleitt vekja þauj vonbrigði, og þaU eru langt í frá eins fögur ogi Alþafjöllin." ----- Áður en hann kom aftur, hafðij; .fundizt eina leiðin, sem virtist fær upp á tindinni' Leiðöngrunum tveimur, sem á eftir komu, verð-| ur ekki betur lýst" á annan hátt en þann," að þeir[ hafi verið langvinnt, þreytandi stríð. Mallory, Nor4 ton og Sommerville komust í 27.000 enskra fetai hæð, án þess að nota súrefni (oxygen). Mallory vaif meinilla við allan súrefnisútbúnað. Það var snar-j ræði og hugdirfsku Mallorys að þakka, á niðurleiðj. að öllum flokknum var bjargað frá illum örlögum.' 1 bréfi til vinar síns, David Pye, en bréfið erf skrifað eftir klifið, sagði Mallory: „Þetta fjall er víti, staður kulda og svika ... .| kannske er það brjálæði að fara upp aftur. En ekkij; get eg skorizt úr léik. Klifið var seigdrepandi .-..'.*| og svo lýsir hann því, hvernig þá félaga kól á támji og fingrum, og hinum lamandi áhrifum, sem þaðjT hafði á hugarfar þeirra. j1 „Þetta er miklu fremur stríð en íþrótt (sport); Það, sem bætir um fyrir allt, er að allir í flokknurtv eru góðir drengir og félagar. Þess vegna er eg mjöff. hamingjusamur, þrátt fyrir allt, sem á móti blæs."í 1924 fór hann seinasta leiðangur sinn til Everesti' Honum hafði þá verið boðið starf við Cambridge^ háskóla, sem honum lék mjög hugur á að fá. En —j hvernig gat hann skorizt úr leik? Hann var ekki haldinn neinni brennandi löngun til þess að sigra| i stríðinu við Everest. Hann skrifaði skemmtilegal lýsingu á viðbúnaðinum, hinni miklu lest leiðangl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.